316. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, þriðjudaginn 18. mars 2025, kl. 16:00.

Mætt: Ingvi Þór Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Elín Frímannsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Irmý R. Þorsteinsdóttir, fulltrúi Grindavíkur og Andri Rúnar Sigurðsson, fulltrúi Sveitarfélagins Voga, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Ásmundur E. Þorkelsson, framkvæmdastjóri (fundarritari), J. Trausti Jónsson, Sonja Hrund Steinarsdóttir, Helgi Haraldsson og Eydís Martinsdóttir. Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.

Dagskrá:

  1. Yfirlit yfir störf HES
  2. Starfsleyfi og skráningar
  3. Málefni Sigurjónsbakarís
  4. Umhverfismál / umgengni á lóðum
  5. Ráðning heilbrigðisfulltrúa
  6. Önnur mál (næsti fundur)

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Yfirlit yfir störf HES

Starfsmenn fóru yfir helstu verkefni sem hafa verið á döfinni frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar.

2. Starfsleyfi og skráningar

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Suðurverk hf., kt. 520885-0219 fyrir starfsmannabúðum með fullbúnu mötuneyti, í Kalmanshrauni 1, 230 Reykjanesbæ. 
  • Satvik Restaurant ehf., kt. 671018-0600 fyrir matvöruverslun án vinnslu, á Hafnargötu 30, 230 Reykjanesbæ. Gildistími starfsleyfis er 1 ár.
  • SSP Iceland ehf., kt. 651122-0310 fyrir söluturni með óvarin matvæli, í N-byggingu á 2. hæð á Keflavíkurflugvelli.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Landsbankinn hf., kt. 471008-0280 fyrir mötuneyti með fullbúnu eldhúsi, í Krossmóum 4, 260 Reykjanesbæ.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 903/2024 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • KGS Ræstingar ehf., kt. 630218-0630, Hafnargötu 30, 230 Reykjanesbæ til að reka krá. Máli frestað til næsta fundar.
  • Orkustöðin ehf., kt. 481118-0420, Bakkastíg 20, 260 Reykjanesbæ til að reka íbúðagistingu.
  • LTJ ehf., kt. 570223-0380, Akurhúsum 1, 251 Suðurnesjabæ til að reka íbúðagistingu. 
  • Fótaklínik Siggu ehf., kt. 521113-0300, Tjarnargötu 2, 230 Reykjanesbæ til að reka fótaaðgerðarstofu. 
  • Freydís Baldrún Antonsdóttir, kt. 280773-3609, Tjarnargötu 2, 230 Reykjanesbæ til að reka fótaaðgerðarstofu. 
  • Reykjanesbær, kt. 470794-2169, Skólavegi 54, 230 Reykjanesbæ til að reka leikskólann Asparlaut. 
  • Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, kt. 211297-2819, Iðndal 2, 190 Vogum til að reka heilsugæslustöð. 
  • Anna Kristjana Egilsdóttir, kt. 220273-4829, Sólvallagötu 12, 230 Reykjanesbæ til að reka íbúðagistingu. 
  • Sindri Freyr Arnarsson, kt. 241292-2239, Holtsgötu 52, 260 Reykjanesbæ til að reka húðflúrstofu. 

Eftirtaldar tillögur að starfsleyfum eru í auglýsinga-/vinnsluferli:

  • Toro ehf. 680818-0960, hefur sótt um starfsleyfi til að opna mathöll við Grænásbraut 920, 262 Reykjanesbæ. Umsóknin móttekin 6. mars 2025. Frestur til athugasemda er til 3. apríl 2025.
  • Týnda bakaríið ehf., kt. 570424-1300, hefur sótt um starfsleyfi til að reka bakarí/kaffihús við Tjarnabraut 24, 260 Reykjanesbæ. Frestur til athugasemda var til 21. febrúar 2025. Úttekt mun fara fram 19. mars n.k.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að veita ofangreindum fyrirtækjum starfsleyfi að uppfylltum starfsleyfisskilyrðum.

Umsóknir um skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Orkan IS ehf., kt. 680319-0730, bón- og bílaþvottastöð, Fitjar 1, 260 Reykjanesbæ.
  • Suðurnesjabær, kt. 550518-1200, niðurrif mannvirkja, Víkurbraut 11, 245 Suðurnesjabær.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að samþykkja skráningar á ofangreindum fyrirtækjum að uppfylltum starfsskilyrðum og greiddu skráningagjaldi.

Starfsleyfi í auglýsingaferli skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirliti.

  • Samherji Fiskeldi, kt. 610406-1060, jarðborun við Mela- og Rauðamelslínu, Reykjanesi, 241 Grindavík.

Útgefin starfsleyfi skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnaeftirlit

  • Samherji Fiskeldi, kt. 610406-1060, jarðborun við Nesveg Reykjanesi, 233 Reykjanesbæ.
  • Íslenskir Aðalverktakar, kt. 660169-2379, niðurrif asbests, bygging 286 á öryggissvæði B, 262 Reykjanesbæ.

Nefndin staðfestir útgáfu starfsleyfa fyrir ofangreind fyrirtæki án athugasemda.

3. Málefni Sigurjónsbakarís.

Starfsmenn fóru yfir málefni fyrirtækisins. Heilbrigðisnefnd staðfestir þær þvingunaraðgerðir sem gripið var til á tímabilinu 3. febrúar 2025 til 5. mars 2025.

4. Umhverfismál / umgengni á lóðum

Starfsmenn fóru yfir framvindu í þessum málaflokki undanfarnar vikur.

5. Ráðning heilbrigðisfulltrúa

Starfsmenn að frátöldum framkvæmdastjóra viku af fundi undir þessum dagskrárlið.

Nefndin ákveður að ráða Tinnu Ósk Kristjánsdóttur í starf heilbrigðisfulltrúa og felur framkvæmdastjóra að ganga frá ráðningarsamningi.

6. Önnur mál (næsti fundur)

Nefndin lýsir áhyggjum yfir því að ekki hafi verið sótt um starfsleyfi fyrir neyðarkyndistöðvar í 

Rockville á Miðnesheiði og að Fitjum.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:30

 

315. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, miðvikudaginn 29. janúar 2024, kl. 16:00.

Mætt: Ingvi Þór Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Elín Frímannsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Irmý R. Þorsteinsdóttir, fulltrúi Grindavíkur og Andri Rúnar Sigurðsson, fulltrúi Sveitarfélagins Voga, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Ásmundur E. Þorkelsson, framkvæmdastjóri (fundarritari), J. Trausti Jónsson, Sonja Hrund Steinarsdóttir, Helgi Haraldsson og Eydís Martinsdóttir. Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.

Dagskrá:

1. Breytt skipan heilbrigðisnefndar – nýr fulltrúi Sveitarfélagsins Voga

2. Yfirlit yfir störf HES

3. Starfsleyfi og skráningar

4. Samningur um framsal á matvælaeftirliti frá Matvælastofnun

5. Umhverfismál / umgengni á lóðum

6. Samþykkt um umgengni á lóðum

7. Starfsmannamál

8. Önnur mál (næsti fundur)

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Breytt skipan heilbrigðisnefndar – nýr fulltrúi Sveitarfélagsins Voga

Sveitarfélagið Vogar hefur tilnefnt Hólmgrím Rósenbergsson aðalmann í heilbrigðisnefnd. Til vara er Andri Rúnar Sigurðsson.

2. Yfirlit yfir störf HES

Starfsmenn fóru yfir helstu verkefni sem hafa verið á döfinni frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar.

Fram kom að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja auglýsir nú á vefsvæði sínu öll starfsleyfi skv. reglugerð nr. 903/2024 um hollustuhætti eins og mælt er fyrir um í 9. gr. reglugerðarinnar. Þar er veittur 4 vikna frestur til að koma á framfæri skriflegum athugasemdum við tillögur að starfsleyfum.

3. Starfsleyfi og skráningar

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Reykjanesbær, kt. 470794-2169, Skólavegi 1, 230 Reykjanesbæ til að reka leikskóla. 
  • Lagardere Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, til að reka matsölustað með framleiðslueldhúsi á Keflavíkurflugvelli (Bakað og Keflavík Diner).

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • FÍA ehf., kt. 441124-0740, Strandgötu 15, 245 Suðurnesjabæ til að reka skyndibitastað. 
  • Nicopods ehf., kt. 490519-1650, Iðngörðum 4A, 250 Suðurnesjabæ til að framleiða koffínpúða.
  • Vínus-Vínheimar ehf., kt. 520914-2180, til að reka heildverslun í Vöruhóteli Eimskipa í Sundahöfn, 104 Reykjavík.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Alrún Snyrtistofa ehf., kt. 690623-2260, Hringbraut 99, 230 Reykjanesbæ til að reka snyrtistofu.
  • Guðrún Ævarsdóttir, kt. 090879-2949, Heiðarbóli 47a, 230 Reykjanesbæ til að reka dagvistun 6-10 barna á Heiðarbólsvelli.
  • Þekkingarsetur Suðurnesja, kt. 460712-0920, Garðvegi 1, 245 Suðurnesjabæ til að reka fræðslustarfsemi og gistiskála.  
  • Knattspyrnufélagið Reynir, kt. 680683-0269, Stafnesvegi 7, 245 Suðurnesjabæ til að reka íþróttavöll og tengda aðstöðu. 
  • Birgir Þórarinsson, kt. 230665-5919, Minna Knarrarnesi, 191 Vogum til að reka heimagistingu. 

Umsóknir um skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Meindýravarnir Ragnars ehf., kt, 420424-0270 fyrir rekstri meindýravarna, Hólmbergsbraut 11n, 230 Reykjanesbæ.
  • Indie Campers ehf, kt. 561118-1240 fyrir rekstri bifreiða- og vélaverkstæði og bón- og bílaþvottastöð fyrir bílaleigu að Fitjabraut 3, 260 Reykjanesbæ.
  • Atlas verktakar ehf., kt. 540319-1540 fyrir niðurrifi mannvirkja á Melhólabraut 4, 241 Grindavík.
  • Eco Esja ehf., kt. 600320-1060 fyrir fyrir vinnslu fisks og annarra sjávarafurða að Strandgötu 16, 245 Suðurnesjabæ
  • Þórunn Björg Ásmundardóttir, kt. 190257-2159 fyrir niðurrifi mannvirkja á Staðarsundi 3, 240 Grindavík.
  • Jóhannes Unnar Barkarson. 050773-5239 fyrir niðurrifi mannvirkja á Lóuhlíð 3, 240 Grindavík.
  • JB Múr og Eftirlit ehf., kt. 531015-0610 fyrir niðurrifi mannvirkja á Lóuhlíð 1, 240 Grindavík.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að samþykkja skráningar á ofangreindum fyrirtækjum að uppfylltum starfsskilyrðum og greiddu skráningagjaldi.

Starfsleyfi í auglýsingaferli skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

  • Laugafiskur ehf., kt. 600193-2449 fyrir heitloftsþurrkun fiskafurða á Vitabraut 1, 233 Reykjanesbæ

4. Samningur um framsal á matvælaeftirliti frá Matvælastofnun

Kynntur var samningur milli Matvælastofnunar og Heilbrigðisnefndar Suðurnesja þess efnis að nefndin taki við eftirliti með lífrænni matvælaframleiðslu. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

5. Umhverfismál / umgengni á lóðum

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hefur tekið ákvörðun að fela Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að sjá

um framkvæmd lóðahreinsana við fyrsta hentugleika og á kostnað eiganda, samkvæmt lögum

nr. 7/1998, á eftirtöldum lóðum:

Reykjanesbær:

Fitjabraut 6c

6. Samþykkt um umgengni á lóðum

Fyrir liggur samþykki allra sveitarstjórna á drögum að samþykkt um umgengni og þrif utanhúss sem unnin var hjá heilbrigðiseftirlitinu og fjallað var um á 310. fundi nefndarinnar þann 18. apríl 2024. Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að koma samþykktinni til ráðherra til staðfestingar í samræmi við 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

7. Starfsmannamál

Starfsmenn, aðrir en framkvæmdastjóri yfirgáfu fundinn undir þessum lið, meðan fjallað var um starfsmannamál embættisins.

8. Önnur mál (næsti fundur)

Ekkert var rætt undir þessum lið.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:15