Leyfisveitingar hjá mengunarvarnareftirliti

Starfsleyfi

Mengunarvarnareftirlitið sér um útgáfu starfsleyfa til fyrirtækja í atvinnurekstri sem getur haft í för með sér mengun og til fyrirtækja og stofnana sem veita almenningi þjónustu samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Rekstraraðila ber að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðisnefndar Suðurnesja áður en starfsemi hefst.

Tímabundinn atvinnurekstur er talinn upp í X viðauka með reglugerð 550/2018 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, með síðari breytingum. Þar er meðal annars átt við niðurrif húsa og annarra bygginga, vinnubúðir, flugeldasýningar og brennur.

Umsóknir sem falla undir reglugerð 550/2018 þarf að vera skilað inn með að minnsta kosti sex vikna fyrirvara þ.e.a.s. ein vika í gagnaöflun, skráningu og gerð starfsleyfisskilyrða, fjórar vikur í auglýsingu samkvæmt reglugerð, ein vika í samþykki heilbrigðisnefnadar og útgáfu starfsleyfis. Útgáfa starfsleyfa getur tekið lengri tíma ef gögn standast ekki skoðun eða þeim ekki skilað inn tímalega.

Vakin er athygli á því að óheimilt er að hefja starfsleyfisskylda starfsemi án starfsleyfis og að upplýsingar og gögn sem getið er í 6. gr. reglugerðar 550/2018 er forsenda fyrir útgáfu starfsleyfis.

Umsókn um starfsleyfi