Matvælaeftirlit

Leiðarljós matvælaeftirlitsins er að tryggja sem kostur er að neysluvatn og matvæli íbúa á Suðurnesjum séu örugg og heilnæm. Enn fremur, að gætt sé þeirra meginsjónarmiða um verndun þeirra gæða sem felast í ómenguðu neysluvatni og matvælum.

 

Hlutverk

Hlutverk matvælaeftirlitsins er að annast:

  • Eftirlit með öryggi og heilnæmi matvæla í matvælafyrirtækjum
  • Eftirlit með öflun og dreifingu neysluvatns og umgengni á brunnsvæðum vatnsverndarsvæða
  • Rannsóknir matarsýkinga
  • Eftirlit með merkingum, kynningum og auglýsingum matvæla
  • Eftirlit með notkun aukefna í matvælum
  • Sýnatökur t.d. á neysluvatni, matvælum á markaði og í fyrirtækjum
  • Útgáfu starfsleyfa fyrir matvælafyrirtæki
  • Undirbúning og dreifingu fræðslu- og leiðbeiningarefnis fyrir matvælafyrirtæki, starfsfólk þeirra og almenning
  • Útgáfa tóbakssöluleyfa skv. lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir
Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Vinsamlega hafið samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja með því að senda tölvupóst á hes(hjá)hes.is eða hringja í síma 420 3288