Útgefin starfsleyfi fyrir mengandi starfsemi

Starfsleyfi

Eftirfarandi starfsleyfi eru útgefin af Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Hér er eingöngu um að ræða starfsleyfi fyrir starfsemi sem talin er upp í X. viðauka reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. Einungis verða birtar upplýsingar um starfsleyfi sem gefin eru út til eins árs og lengur. Starfsleyfi vegna tímabundins atvinnureksturs er ekki birtur. Nánari upplýsingar um tímabundin starfsleyfi er að finna á heimasíðunni undir starfsleyfi í auglýsingu.

Vinsamlega ATHUGIÐ að þessi síðuhluti er í vinnslu.

Vert er að benda á að ef fyrirtæki er ekki á skrá í listanum eða starfsleyfi samkvæmt dagsetningu í listanum útrunnið getur sá möguleiki verið fyrir hendi að fyrirtækið sé í umsóknar- eða endurnýjunarferli, hægt er að óska eftir nánari upplýsingum um slíkt hjá embættinu.

Einungis verða til birtingar eftirlitsskýrslur úr reglubundnu eftirliti frá og með árinu 2021. Tíðni eftirlits með fyrirtækjum getur verið allt frá árlegu eftirliti til eftirlits fjórða hvert ár og ræðst það af umfangi og tegund starfsemi. Í þeim tilfellum sem ekki er að sjá eftirlitsskýrslu við fyrirtæki að þá hefur eftirlitið farið fram fyrir ársbyrjun 2021 og verður því birt skýrsla úr næsta reglubundna eftirliti. Eftirlitsskýrslur sem innihalda viðkvæmar persónulegar upplýsingar eða trúnaðarmál er varðar starfssemi rekstraraðila sem er undir eftirliti eru ekki birtar eða birtar að hluta.

Hægt er að sjá lista yfir starfsleyfisskylda starfsemi  samkvæmt reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit hér.

 

Nafn FyrirtækisPóstnúmer - heimilsfangStarfssemiÚtgefið - gildir tilStarfsleyfisgögnSíðasta eftirlit
Afa fiskur ehf230 - Básvegur 6Fiskvinnsla18.02.21 - 18.02.33