Hollustuhættir

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja annast eftirlit með fyrirtækjum sem falla undir reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Undir hollustuháttaeftirlit falla einnig reglugerðir nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða, nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum og nr. 460/2015 um baðstaði í náttúrunni, auk þess sem litið er til ýmissa staðla og leiðbeininga um öryggismál og hljóðvist.

 

Hlutverk

Undir eftirlitið fellur ýmis konar þjónusta við almenning svo sem:

  • Íþróttahús
  • Sundstaðir
  • Skólar
  • Leikskólar
  • Snyrtistofur
  • Nuddstofur
  • Líkamsræktarstöðvar
  • Fangelsi
  • Gististaðir

Rekstur slíkra fyrirtækja er starfsleyfis- og eftirlitsskyldur.

Umhverfisstofnun heldur úti fræðsluvef um hollustuhátta- og öryggismál.

Vegna eftirlits með hollustuháttum á gististöðum

Þeir sem ætla að reka heimagistingu skemur en 90 daga á ári, sbr. lög nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, með síðari breytingum, og reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, þurfa að skrá starfsemina hjá Sýslumanninum í Reykjavík eða á miðlægu vefsvæði sem sýslumaður heldur utan um, sjá nánari upplýsingar á vefsíðunni www.heimagisting.is.

Sóttvarnavottorð

Embættið sér um útgáfu sóttvarnaundanþága fyrir skip samkvæmt reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Slík vottorð þurfa öll skip sem eru í millilandasiglingum og gilda vottorðin að hámarki í 6 mánuði.
Umsækjendum er bent á að hafa samband við heilbrigðisfulltrúa og óska eftir skipaskoðun og vottorði. Greiða þarf vottorðsgjald ásamt gjaldi fyrir eftirlit sem er breytilegt eftir umfangi eftirlits.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Vinsamlega hafið samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja með því að senda tölvupóst á hes(hjá)hes.is eða hringja í síma 420 3288