Beiðni um skoðun á aðstöðu dagforeldra

  • Óskað er eftir að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja skoði aðstöðu sem undirrituð/aður hyggst nota fyrir barnagæslu. Aðstaðan er skoðuð í samræmi við leiðbeiningar sem koma fram á bakhlið þessa blaðs. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér leiðbeiningarnar og aðlagi aðstöðuna að þeim kröfum sem þar koma fram.
    Umsækjendur sem búa í fjöleignahúsi, þ.m .t. raðhús og parhús, skulu afla skriflegs samþykkis allra íbúðareigenda. Afrit skal fylgja þessari umsókn.
    Til að mæta kostnaði við skoðunina innheimtir heilbrigðiseftirlitið gjald sem nemur einu tímagjaldi, eða alls kr. 18.396. Upphæðin skal lögð inn á reikning nr. 0121 - 05 - 405099, kt. 420388 - 1369
    Staðfesting greiðslu skal fylgja umsókninni.