Vöktun á umhverfi

Hlutverk vöktunarhluta heilbrigðiseftirlitsins er að stuðla að öflugri umhverfisvöktun og upplýsingum til almennings á Suðurnesjum ásamt því að framfylgja lögum og reglugerðum þar að lútandi. Umhverfisstofnun sér um mælingar á loftgæðum í nokkrum mælistöðvum á Suðurnesjum. Heilbrigðiseftirlitið sinnir síðan eftirliti með vatnsverndarsvæði Suðurnesja, fráveitunni, sýnatökum í strandsjó og vötnum ásamt því að haft er eftirlit með lóðum og lendum. ISAVIA er með hávaðamælingar vegna flugumferðar. Unnar eru skýrslur um umhverfisgæði og viðvaranir gefnar út eftir því sem tilefni er til.

 

Dæmi um verkefni
  • Vöktun strandsjávar og vatna
  • Eftirlit með umgengni á vatnsverndarsvæðinu
  • Umsagnir um framkvæmdir í skipulagsferli eða í ferli til mats á umhverfisáhrifum
  • Sjósýnataka á 22 misjöfnum stöðum á Suðurnesjum