Mengunarvarnareftirlit
Leiðarljós mengunarvarnareftirlits er að stuðla að heilnæmu, öruggu og ómenguðu umhverfi á Suðurnesjum. Mengunarvarnareftirlitið framfylgir lögum og reglum sem undir það heyra.
Hlutverk
Mengunarvarnareftirlit annast eftirlit með fyrirtækjum sem eru eftirlits- og starfsleyfisskyld samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Mengunarvarnareftirlitið hefur einnig eftirlit með hávaða.
5. gr. reglugerðar nr. 415/2014: „Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga hafa eftirlit með meðferð, notkun og merkingum efna í starfsleyfisskyldri starfsemi sem heyrir undir þau starfsleyfi sem nefndin gefur út á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, sbr. 1. mgr. 6. gr. efnalaga.“
Umhverfiseftirlitið sinnir svo eftirliti og kvörtunum vegna umgengni um lóðir og númerslausra bifreiða.
Fyrirspurnir og/eða ábendingar
Vinsamlega hafið samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja með því að senda tölvupóst á hes(hjá)hes.is eða hringja í síma 420 3288