Heilbrigðisnefnd

Upplýsingar

Samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir skiptist landið í eftirlitssvæði og skal heilbrigðisnefnd, kosin eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar, starfa á hverju svæði. Í hverri nefnd eiga sæti 5 fulltrúar kosnir af hlutaðeigandi sveitarfélögum auk fulltrúa atvinnurekenda og náttúruverndanefnda. Í heilbrigðisnefnd Suðurnesja eiga eftirtaldir fulltrúar sæti:

  • Ingvi Hákonarson, formaður nefndar, Reykjanesbær
  • Margrét Sæmundsdóttir, Reykjanesbær
  • Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, Suðurnesjabær
  • Birgitta Káradóttir, Grindavík
  • Annas Jón Sigmundsson, Sveitarfélagið Vogar
  • Bergþóra Sigurjónsdóttir, Samtök atvinnurekenda á Suðurnesjum

Úr lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir:

„Landið skiptist í eftirlitssvæði og skal heilbrigðisnefnd, kosin eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar, starfa á hverju svæði. Í hverri nefnd skulu eiga sæti sex menn, fimm kosnir af hlutaðeigandi sveitarstjórnum, þar af skal einn vera formaður, og einn tilnefndur af samtökum atvinnurekenda á eftirlitssvæðinu. Atkvæði formanns ræður úrslitum ef atkvæði falla jafnt í nefndinni. Náttúruverndarnefndir sveitarfélaga á eftirlitssvæðinu eiga rétt á að tilnefna einn fulltrúa í nefndina til viðbótar en hann hefur ekki atkvæðisrétt við afgreiðslu mála í nefndinni. Sömu reglur gilda um varamenn.“