Upplýsingar

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja starfar samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.  Starfssvæði embættisins eru sveitarfélögin Reykjanesbær, Vogar, Grindavík, Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis, auk Keflavíkurflugvallar.

Eftirlit embættisins tengist m.a. matvælum, íbúðarhúsnæði, veitinga- og gistihúsum, mengandi starfsemi, íþrótta-, heilbrigðis- og menntastofnunum, baðstöðum og hundahaldi á Suðurnesjum. Aðaláhersla er lögð á fyrirbyggjandi starf, eftirlitsferðir, fræðslu og samráð við aðra eftirlitsaðila.

Heilbrigðiseftirlitið veitir starfsleyfi, sinnir kvörtunum og annast umhverfisvöktun á eftirlitssvæðinu. Starfsmenn eru 6 talsins með fjölbreytta menntun og reynslu að baki.