Gera má ráð fyrir að eldsumbrotin við Grindavík geti haft áhrif á loftgæði í byggð. Fólki og sér í lagi þeim sem eru viðkvæmir fyrir er bent á að kynna sér upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar um eldgos og rauntíma upplýsingar um loftgæði. Einnig má finna gagnlegar upplýsingar um framvindu gossins á heimasíðu Veðurstofu Íslands, sem og gasdreifingarspá.