Loftmengun af völdum eldsumbrota
26. 08. 2024
Starfsleyfisskilyrði fyrir varaflstöð við gagnaver. Verne Global hf, Valhallarbraut 872, 262 Reykjanesbæ
04. 10. 2024
Leiðbeiningar vegna gosefna sem borist hafa frá gosinu sem nú stendur yfir við Stóra-Skógfell.

Borið hefur á því að svo kallað nornahár hafi borist frá gosinu við Stóra-Skógfell.  Um er að ræða beitta glerþræði sem geta stungist í húð. Borið hefur á því að börn sem hafa farið berfætt á hoppidýnur hafi fengið þessar nálar í sig.

Foreldrum er ráðlagt að hafa vara á vegna þessa og hreinsa trampolín og önnur leiktæki fyrir notkun. Eins ætti að varast að börn séu berfætt utandyra á meðan þessi hætta er fyrir hendi.