Starfsleyfisskilyrði fyrir varaflstöð við gagnaver. Wintermute Technologies ehf, Þjóððbraut 838, 262 Reykjanesbæ
06. 03. 2023
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfssemi HS Orka hf., Orkubraut 3, 241 Grindavík(Orkuverið í Svartsengi) og tengdan rekstur.
28. 04. 2023
Starfsauglýsing

Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja

Laust er til umsóknar starf framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Framkvæmdastjóri veitir Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja faglega forustu í umboði heilbrigðisnefndar Suðurnesjasvæðis. Hlutverk heilbrigðiseftirlits er að fara með eftirlit með hollustuháttum, matvæla- og mengunarvörnum á Suðurnesjum, auk umhverfisvöktunar samkvæmt lögum.

Hæfniskröfur:

Háskólapróf og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.

Menntun og reynsla í opinberri stjórnsýslu.

Löggilding sem heilbrigðisfulltrúi samkv. reglug. nr. 571/2002 um menntun og skyldur heilbrigðisfulltrúa.

 

Umsókn skal fylgja ferilsskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Um er að ræða 100% starf.

Umsóknir sendist á magnus@hes.is til og með 1. maí 2023.