Dýraeftirlits- og heilbrigðisfulltrúi á Suðurnesjum
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja auglýsir lausa stöðu heilbrigðisfulltrúa. Starfið felst m.a. í eftirliti með gæludýrahaldi og starfsemi sem getur valdið mengun á starfssvæði embættisins sem eru sveitarfélögin 4 á Suðurnesjum: Grindavík, Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Vogar.
Helstu verkefni og ábyrgð
Eftirlit með gæludýrahaldi
Eftirlit með eftirlitsskyldum fyrirtækjum og stofnunum
Umhverfiseftirlit
Eftirlit með meindýravörnum
Skýrslugerð
Gerð starfsleyfa og starfsleyfisskilyrða
Móttaka ábendinga og kvartana
Fagleg ráðgjöf til almennings, fyrirtækja og stofnana
Umsagnir um leyfisveitingar, lagafrumvörp og skipulagsmál
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
Gerð er krafa um háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda, raunvísinda, verkfræði eða sambærilegra greina sem nýtist í starfi, sbr. kröfur reglugerðar nr. 571/2002
Gott vald á íslensku bæði í ræðu og riti
Góð færni í mannlegum samskiptum
Góð almenn tölvukunnátta
Ökuréttindi
Vilji til að afla sér viðbótarþekkingar og vinna í umhverfi sem er í stöðugri þróun
Laun taka mið af kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veitir Ásmundur E. Þorkelsson, framkvæmdastjóri HES í s. 4203288 eða asmundur@hes.is
Umsókn skal fylgja ferilsskrá, afrit af prófskírteinum og greinargott kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Um er að ræða 100% starf.
Umsóknarfrestur er til og með 1. febrúar 2025.
Umsóknir sendist á asmundur@hes.is