312. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 10. september 2024, kl. 16:00.
Mætt: Ingvi Þór Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Elín Frímannsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Irmý R. Þorsteinsdóttir, fulltrúi Grindavíkur og Annas Jón Sigmundsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Ásmundur E. Þorkelsson, framkvæmdastjóri (fundarritari), J. Trausti Jónsson og Eydís Martinsdóttir. Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.
Dagskrá:
- Yfirlit yfir störf HES
- Starfsleyfi og skráningar
- Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Vogum
- Ný reglugerð um hollustuhætti
- Umhverfismál / umgengni á lóðum
- Önnur mál
Formaður setti fundinn, bauð nýjan fulltrúa Suðurnesjabæjar velkominn og gengið var til dagskrár.
1. Yfirlit yfir störf HES
Starfsmenn fóru yfir helstu verkefni sem hafa verið á döfinni frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar.
2. Starfsleyfi og skráningar
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Lagardère travel retail ehf., kt. 610814-0690 til að reka matsölustað (Sbarro) á 1. hæð í Suðurbyggingu Flugstöðvarinnar.
- Tokyo veitingar ehf., kt. 670710-0920 til að reka matsölustað á Aðalgötu 60, 230 Reykjanesbæ.
- Lagardère travel retail ehf., kt. 610814-0690 til að reka matsölustað (Keflavík Diner) á 1. hæð í Suðurbyggingu Flugstöðvarinnar.
- Olala ehf., kt. 430524-2590 til að reka matsölustað, að Hafnargötu 28, 230 Reykjanesbæ.
- Lagardère travel retail ehf., kt. 610814-0690 til að reka matsölustað (Aðalstræti) á 1. hæð í Norðurbyggingu Flugstöðvarinnar.
- Reykjanesbær, kt. 470794-2169 til að reka leikskóladeildir í SA álmu Keilis, Grænásbraut 910, 262 Reykjanesbæ. Starfsleyfi veitt til 31. desember n.k.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- TGV slf., kt. 630523-1920 til að reka matsöluvagn að Aðalgötu 62, 230 Reykjanesbæ.
- Blue lagoon skincare ehf., kt. 671296-2819 til að reka söluturn án óvarinna matvæla í 2. hæð í norðurbyggingu Flugstöðvarinnar.
- Bláa Lónið Ísland ehf., kt. 490792-2369 til að framleiða matarsalt, fæðubótarefni úr jarðsjó og te, á Norðurljósavegi 9, 240, Grindavík.
- Bláa Lónið Ísland ehf., kt. 490792-2369 til að reka söluturn án óvarinna matvæla, að þjónustusetri við Reykjanesvita.
- Davíð keypti ölið ehf., kt. 511223-1560 fyrir heildverslun með áfengi, að Iðngörðum 4a, 251 Suðurnesjabæ.
- Lava Sweets Keflavík ehf., kt. 4307240290 til að reka matsöluvagn að Hafnargötu 44, 230 Reykjanesbæ.
- Brons 230 ehf., kt. 570521-2680 var veitt tímabundið starfsleyfi til að vera með sölutjald laugardaginn 7. september í tengslum við Ljósanótt, að Hafnargötu 12, 230 Reykjanesbæ.
- Viking Llama ehf., kt. 520724-0950 var veitt tímabundið starfsleyfi til að reka matsöluvagn í miðbæ Reykjanesbæjar á Ljósanótt, 5.-7. september 2024.
- iFARM Iceland ehf., kt. 520623-2050 til að rækta og pakka jarðarberjum í neytendaumbúðir, að Stakksbraut 1, 251 Suðurnesjabæ.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Reykjanesbær, kt. 470794-2169 til að reka íþróttahús að Dalsbraut 11, 260 Reykjanesbæ. Leyfi veitt með fyrirvara um niðurstöðu lokaúttektar.
Umsóknir um skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir:
- Lava Car Rental ehf., kt. 540316-0740 fyrir bón- og bílaþvottastöð og bifreiða- og vélaverkstæði að Flugvöllum 23, 230 Reykjanesbæ.
- Kristján Helgi Hermannsson., kt. 140491-2929 fyrir meindýravörnum, Norðurtún 7, 245 Suðurnesjabæ.
- Garðaúðun Suðurnesja ehf., kt. 480508-0170 fyrir meindýravörnum, Grænalaut 3, 230 Reykjanesbæ.
- Íslenskir Aðalverktakar hf., kt. 660169-2379 fyrir asbesthreinsun í gatnakerfi vegna endurbóta, 240 Grindavík.
Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að samþykkja skráningar á ofangreindum fyrirtækjum að uppfylltum starfsskilyrðum og greiddu skráningagjaldi.
Skráningar samþykktar í samræmi við reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir:
- MT Iceland ehf., kt. 471119-0160, fyrir asbesthreinsun á Lindarbraut 624(Háaleitisskóli), 235 Keflavíkurflugvelli.
- Björgunarsveitin Suðurnes., kt. 690494-2219 fyrir flugeldasýningu á Berginu, 230 Reykjanesbæ 7. september sl.
- Björgunarsveitin Sigurvon., kt. 521078-0309 fyrir flugeldasýningu á höfninni í Sandgerði, 245 Suðurnesjabæ, 31. ágúst sl.
- Sveitarfélagið Vogar., kt. 670269-1649 fyrir flugeldasýningu við Hafnargötu 10, 190 Vogar, 17. ágúst sl.
Nefndin staðfestir ofangreindar samþykktar skráningar án athugasemda. Athygli er vakin á að hægt er sjá staðfestar skráningar á vefsvæðinu starfsemi.is
Útgefin starfsleyfi skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnaeftirlit:
- Reykjanesbær, kt: 470794-2169 til að reka millilager jarðefna í Njarðvíkurheiði í samræmi við yfirlitsmynd með umsókn og deiliskipulagi E5.
- Haustak hf., kt. 560699-2209 til að reka heitloftsþurrkun fiskafurða á Vitabraut 3, 233 Reykjanesbæ. Leyfi framlengt um 6 mánuði í kjölfar umsóknar um endurnýjun.
- Grindavíkurbær, kt. 580169-1559 til að reka millilager jarðefna í grjótnámu við Eldvarpahraun. Viðauki við fyrirliggjandi starfsleyfi.
Nefndin staðfestir útgáfu starfsleyfa fyrir ofangreind fyrirtæki án athugasemda.
3. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Vogum
Nefndin leggur til að Sveitarfélagið Vogar setji sér samþykkt um meðhöndlun úrgangs í samræmi við framlögð drög og þær tillögur að breytingum sem lagðar eru fram.
4. Ný reglugerð um hollustuhætti
Þann 11. júlí sl. undirritaði ráðherra nýja hollustuháttareglugerð, sem birtist í stjórnartíðindum 26. júlí sl. Þann 20. ágúst sl. vakti ráðuneytið athygli heilbrigðiseftirlitssvæða og fleiri á nýju reglugerðinni. Hollustuháttareglugerðin er ein af mikilvægustu reglugerðunum á verksviði heilbrigðiseftirlitsins og ætla má að hún snerti leyfismál meirihluta þeirra fyrirtækja sem heilbrigðiseftirlitið heldur uppi eftirliti með, auk þess sem hún hefur að geyma ýmis ákvæði sem snerta réttindi almennings. Nokkrar grundvallarbreytingar eru í reglugerðinni s.s.:
- Ákvæði um 4 vikna auglýsingaskyldu starfsleyfa,
- stjórnvaldssektir gegn alvarlegri brotum,
- gildissvið útvíkkað til nærumhverfis, forvarna og lýðheilsu,
- ákvæði um hávaða felld út,
- eftirlit með leiksvæðum fjölbýlishúsa tekið upp,
- kynjalaus salerni talin æskileg og margt fleira.
Nefndin telur fulla þörf á að reglugerðin fái betri kynningu meðal hagaðila, almennings og stjórnvalda og skorar á Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að gera sem fyrst bragarbót á því.
5. Umhverfismál / umgengni á lóðum
Farið var yfir framvindu þessara mála á liðnu sumri.
6. Önnur mál
Framsal eftirlits með starfsemi í Vatnsskarðsnámu.
Nefndin veitir heilbrigðiseftirlitinu umboð til að ganga til samninga við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar um framsal eftirlits. Framsalssamningur skal borinn fram til samþykktar í heilbrigðisnefnd.
Ekkert fleira var rætt undir þessum lið.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:25
311. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 23. maí 2024, kl. 16:00.
Mætt: Ingvi Þór Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkur og Annas Jón Sigmundsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Ásmundur E. Þorkelsson, framkvæmdastjóri (fundarritari), Stefán B. Ólafsson, J. Trausti Jónsson, Eydís Martinsdóttir og Helgi Haraldsson. Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.
Dagskrá:
- Ársreikningur HES 2023
- Yfirlit yfir störf HES
- Starfsleyfi og skráningar
- Tillaga að breytingu á samþykkt nr. 426/2005 um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum
- Umhverfismál / umgengni á lóðum
- Önnur mál (fundaplan sumarsins)
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
1. Ársreikningur HES 2023
Undir þessum dagskrárlið kom Kristján Þór Ragnarsson endurskoðandi frá Deloitte á fundinn og fór yfir ársreikning embættisins fyrir árið 2023.
Ársreikningur fyrir Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja fyrir árið 2023, sem lagður var fram til kynningar á 310. fundi, var samþykktur.
2. Yfirlit yfir störf HES
Starfsmenn fóru yfir helstu verkefni sem hafa verið á döfinni frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar.
3. Starfsleyfi og skráningar
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Hjallastefnan ehf., kt. 540599-2039, Tjarnabraut 1, 260 Reykjanesbæ til að reka leikskóla.
- Hjallastefnan ehf., kt. 540599-2039, Keilisbraut 774, 262 Reykjanesbæ til að reka leikskóla.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Njarðvíkurkirkja, kt. 660169-5639, Brekkustíg 13, 260 Reykjanesbæ til að reka kirkju.
- Hvítasunnukirkjan í Keflavík, kt. 620180-0259, Hafnargötu 84, 230 Reykjanesbæ til að reka kirkju.
- Suðurnesjabær, kt. 550518-1200, Skagabraut 100, 250 Suðurnesjabæ til að reka safnahús.
- Lúna Spa ehf., kt. 410721-0820, Hafnargötu 49, 230 Reykjanesbæ til að reka snyrtistofu.
- IQ Hotel Apartments ehf., kt. 541116-1130, Grænásbraut 614, 262 Reykjanesbæ til að reka minna gistiheimili – íbúðagistingu.
- Georg V. Hannah sf., kt. 580997-2799, Hafnargötu 49, 230 Reykjanesbæ til að framkvæma húðgötun í eyrnasnepla.
Umsóknir um skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
- Engar umsóknir.
Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að samþykkja skráningar á ofangreindum fyrirtækjum að uppfylltum starfsskilyrðum og greiddu skráningagjaldi.
Skráningar samþykktar í samræmi við reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
- JBÓ Pípulagnir ehf., kt. 650416-1390 fyrir asbesthreinsun á Skólavegi, 230 Reykjanesbæ.
Nefndin staðfestir ofangreindar skráningar án athugasemda.
Athygli er vakin á að hægt er sjá staðfestar skráningar á vefsvæðinu starfsemi.is
4. Tillaga að breytingu á samþykkt nr. 426/2005 um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum.
Nefndin samþykkir fram lagðar breytingar fyrir sitt leyti.
5. Umhverfismál / umgengni á lóðum
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hefur tekið ákvörðun að fela Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að sjá um framkvæmd lóðahreinsana við fyrsta hentugleika og á kostnað eiganda, samkvæmt lögum nr. 7/1998, á eftirtöldum lóðum:
Vogar
Iðndalur 23 í Vogum – eignahlutar 01 0103 og 01 0104.
Reykjanesbær
Álftatjörn 3
6. Önnur mál
Ekkert var rætt undir þessum lið.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:15
310. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 18. apríl 2024, kl. 15:00.
Mætt: Ingvi Þór Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Annas Jón Sigmundsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga og Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Ásmundur E. Þorkelsson, framkvæmdastjóri (fundarritari), Stefán B. Ólafsson, Sonja Hrund Steinarsdóttir, J. Trausti Jónsson, Eydís Martinsdóttir og Helgi Haraldsson. Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkur kom ekki á fundinn.
Dagskrá:
- Yfirlit yfir störf HES
- Starfsleyfi og skráningar
- Úrskurður ÚUA nr. 124/2023
- Úrskurður ÚUA nr. 1/2024
- Málefni Flughótels
- Umhverfismál/umgengni á lóðum – kynnt drög að samþykkt um umgegni og þrif utanhúss
- Kynning á ársreikningi HES
- Afskriftir krafna
- Önnur mál
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
1. Yfirlit yfir störf HES
Starfsmenn fóru yfir helstu verkefni sem hafa verið á döfinni frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar.
2. Starfsleyfi og skráningar
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Just Wingin It 12 ehf., kt. 520220-3480, Fitjum 2, 260 Reykjanesbæ til að reka veitingahús.
- Halpal veitingar ehf., kt. 580320-0150, Miðnestorgi 3, 245 Suðurnesjabæ til að reka veitingahús.
- Reykjanesbær, kt. 470794-2169, Flugvallarbraut 740, 262 Reykjanesbæ til að reka félagsmiðstöð fyrir fullorðna.
- Satvik restaurant ehf., kt. 671018-0600, Hafnargötu 30, 230 Reykjanesbæ til að reka veitingahús. Umsókn hafnað.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Lóa ehf., kt. 420519-0520, Kópubraut 34, 260 Reykjanesbæ til að reka minna gistiheimili/íbúðagistingu.
- Jóhönnu O. Sigtryggsdóttur, kt. 170385-2259 er hér með veitt starfsleyfi til að reka daggæslu fyrir 6-10 börn að Sjónarhóli 10, Suðurnesjabæ.
- Guesthoue Maximillian ehf., kt. 620823-0580 er hér með veitt starfsleyfi til að reka minna gistiheimili – íbúðagistingu að Hringbraut 60, Reykjanesbæ
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Newrest Iceland ehf., kt. 561123-1140, Fálkavelli 2, Keflavíkurflugvelli til að framleiða tilbúin matvæli.
- Newrest Iceland ehf., kt. 561123-1140, Fálkavelli 2, Keflavíkurflugvelli til að reka vörugeymslu fyrir matvæli.
- Newrest Iceland ehf., kt. 561123-1140, Fálkavelli 2, Keflavíkurflugvelli til að reka mötuneyti með móttökueldhúsi.
- Halpal veitingar ehf., kt. 580320-0150, Miðnestorgi 3, 245 Suðurnesjabæ til að framleiða tilbúin matvæli.
Umsóknir um skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
- N1 ehf., kt. 411003-3370, vegna reksturs bón- og bílaþvottastöðvar að Hafnargötu 86, 230 Reykjanesbæ.
- Hafdís Eygló Unnsteinsdóttir, kt. 211171-4139, fyrir meindýravarnir, Norðurtún 7, 245 Suðurnesjabæ.
Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að samþykkja skráningar á ofangreindum fyrirtækjum að uppfylltum starfsskilyrðum og greiddu skráningagjaldi.
Skráningar samþykktar í samræmi við reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
- Engar skráningar.
Fyrirtæki í auglýsingaferli skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu.
- Engar umsóknir.
Tímabundin starfsleyfi
- Jarðboranir hf., kt. 590286-1419, Dalshraun 1b, 201 Kópavogi til jarðborunar á lághitasvæði HS Orku á Reykjanesi smkv. hnitaskrá(RN-12).
- Jarðboranir hf., kt. 590286-1419, Dalshraun 1b, 201 Kópavogi til jarðborunar á lághitasvæði HS Orku á Reykjanesi smkv. hnitaskrá(RN-11).
Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að gefa út starfsleyfi til ofangreindra fyrirtækja berist ekki athugasemdir á auglýsingatíma og að uppfylltum starfsleyfisskilyrðum.
3. Úrskurður ÚUA nr. 124/2023
Úrskurðurinn var reifaður og ræddur í nefndinni.
4. Úrskurður ÚUA nr. 1/2024
Úrskurðurinn var reifaður og ræddur í nefndinni.
Bergþóra Sigurjónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu 5. liðs.
5. Málefni Flughótels
Ákvörðun um áminna Flughótel Keflavík – H 57 ehf., Hafnargötu 57, Reykjanesbæ fyrir að valda ónæði með viftum á þaki hótelsins og brjóta þannig aðgæslureglu 1. mgr., 8. gr. reglugerðar nr. 724/2008 um hávaða er dregin til baka, vegna formgalla við undirbúning ákvörðunarinnar.
6. Umhverfismál / umgengni á lóðum
Starfsmenn kynntu framgang þessara mála frá síðasta fundi.
Reifuð voru drög að samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss. Nefndin felur embættinu að kynna málið fyrir sveitarstjórnum á svæðinu. Nefndin mun fjalla aftur um málið þegar þessu ferli er lokið.
7. Kynning á ársreikningi HES 2023
Starfsmenn að frátöldum framkvæmdastjóra viku af fundi undir þessum lið. Umræðum og ákvarðanatöku um þetta mál var frestað til næsta fundar.
8. Afskriftir krafna
Nefndin staðfestir tillögu að afskriftum.
9. Önnur mál
Ákveðið var að halda næsta fund 16. maí n.k. Ekkert annað var rætt undir þessum lið.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 16:30
309. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, miðvikudaginn 7. febrúar 2024, kl. 16:00.
Mætt: Ingvi Þór Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar og Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Ásmundur E. Þorkelsson, framkvæmdastjóri (fundarritari), Sonja Hrund Steinarsdóttir, J. Trausti Jónsson og Helgi Haraldsson. Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar og Annas Jón Sigmundsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.
Dagskrá:
- Yfirlit yfir störf HES
- Starfsleyfi og skráningar
- Málefni Laugafisks
- Málefni Flughótels
- Málefni Síldar og fisks
- Umhverfismál / umgengni á lóðum
- Starfsmannamál / rekstur HES
- Önnur mál (fundarplan vormisseris)
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
1. Yfirlit yfir störf HES
Starfsmenn fóru yfir helstu verkefni sem hafa verið á döfinni frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar.
2. Starfsleyfi og skráningar
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Mborgars ehf., kt. 601223-1040, Tjarnabraut 24, 260 Reykjanesbæ til að reka söluturn með óvarin matvæli.
- N1 ehf., kt. 411003-3370, Flugvöllum 27, 230 Reykjanesbæ til að reka söluturn með óvarin matvæli.
- Heimkaup ehf, kt. 430910-0190, Hafnargötu 31, 230 Reykjanesbæ til að reka matvöruverslun án vinnslu.
- Heimkaup ehf, kt. 430910-0190, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka matvöruverslun með óvarin matvæli og veitingasölu.
- Heimkaup ehf, kt. 430910-0190, Fitjum, 260 Reykjanesbæ til að reka söluturn með óvarin matvæli.
- Kellsnes ehf., kt. 490223-0290, Hafnargötu 18, 230 Reykjanesbæ til að reka veitingahús.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Naglastudíó Öllu ehf, kt. 4711221490, Smiðjuvöllum 66, Reykjanesbæ til að reka snyrtistofu og húðgötun.
- Sveitarfélagið Vogar, kt. 670269-2649, Hafnargötu 17, Vogum til að reka íþróttahús og sundlaug.
- Hreinn Líndal Hreinsson, kt. 200887-3799, Sólvallagötu 34, Reykjanesbæ til að reka minna gistiheimili / íbúðagistingu.
Umsóknir um skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.
- ÍAV hf., kt. 660169-2379, fyrir meðhöndlun asbests í kaldavatnslögn á Grindavíkurveg við Melhól, 240 Grindavík.
Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að samþykkja skráningar á ofangreindum fyrirtækjum að uppfylltum starfsskilyrðum og greiddu skráningagjaldi.
Skráningar samþykktar í samræmi við reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir:
- Vísir ehf., kt. 701181-0779, fyrir vinnslu fisks og annarra sjávarafurða á Stakksbraut 3, 230 Reykjanesbæ.
- Vísir ehf., kt. 701181-0779, fyrir vinnslu fisks og annarra sjávarafurða á Stakksbraut 5, 230 Reykjanesbæ.
Nefndin staðfestir ofangreindar skráningar án athugasemda.
Fyrirtæki í auglýsingaferli skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu.
- Engar umsóknir
Tímabundin starfsleyfi
- Engar umsóknir
3. Málefni Laugafisks
Heilbrigðisnefnd ákveður hér með að leggja 50.000 kr. dagsektir á Laugafisk ehf. frá 15. febrúar n.k. fyrir að stunda heitloftsþurrkun fiskafurða á iðnaðarsvæðinu á Reykjanesi án starfsleyfis eða bráðabirgðaheimldar frá Umhverfisstofnun. Jafnfram ákveður heilbrigðisnefnd hér með að leggja 200.000 kr. dagsektir á Laugafisk ehf. frá 15. febrúar n.k. fyrir óleyfislosun fráveitu frá starfsstöð fyrirtækisins á iðnaðarsvæðinu á Reykjanes í jarðlög.
4. Málefni Flughótels
Heilbrigðisnefnd áminnir Flughótel Keflavík – H 57 ehf., Hafnargötu 57, Reykjanesbæ fyrir að valda ónæði með viftum á þaki hótelsins og brjóta þannig aðgæslureglu 1. mgr., 8. gr. reglugerðar nr. 724/2008 um hávaða. Þessi áminning er veitt með vísan til þvingunarúrræða 12. gr. reglugerðar nr. 724/2008 um hávaða.
5. Málefni Síldar og fisks
Heilbrigðisnefnd felur embættinu að svara andmælum félagsins við ákvæðum í útgefnu starfsleyfi í samræmi við umræður á fundinum.
6. Umhverfismál / umgengni á lóðum
Starfsmenn kynntu framgang þessara mála frá síðasta fundi.
7. Starfsmannamál / rekstur HES
Starfsmenn að frátöldum framkvæmdastjóra viku af fundi undir þessum lið.
8. Önnur mál
Ekkert var rætt undir þessum lið.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:00
308. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, miðvikudaginn 10. janúar 2024, kl. 15:00.
Mætt: Ingvi Þór Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Annas Jón Sigmundsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga og Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Ásmundur E. Þorkelsson, framkvæmdastjóri (fundarritari), Sonja Hrund Steinarsdóttir, J. Trausti Jónsson og Helgi Haraldsson. Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað. Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.
Dagskrá:
- Yfirlit yfir störf HES
- Starfsleyfi og skráningar
- Varavatnsból við Árnarétt í Garði
- Málefni Laugafisks
- Vinna á vatnsverndarsvæðum
- Umhverfismál / umgengni á lóðum
- Förgun og endurnýting á menguðum jarðvegi
- Önnur mál
Formaður óskaði nefndarmönnum og starfsmönnum gleðilegs árs, setti fundinn og gengið var til dagskrár.
1. Yfirlit yfir störf HES
Starfsmenn fóru yfir helstu verkefni sem hafa verið á döfinni frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar.
2. Starfsleyfi og skráningar
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Satvik restaurant ehf., kt. 671018-0600, Hafnargötu 31, 230 Reykjanesbæ til að reka skyndibitastað.
- Satvik restaurant ehf., kt. 671018-0600, Hafnargötu 30, 230 Reykjanesbæ til að reka skyndibitastað. Afgreiðslu frestað.
- Reykjanesbær, kt. 470794-2169, Vesturbraut 15, 230 Reykjanesbæ til að reka leikskóla með fullbúnu eldhúsi.
- Reykjanesbær, kt. 470794-2169, til að reka skólastarfsemi að Grænásbraut 619, 262 Reykjanesbæ. Leyfi veitt til 1. júlí n.k.
- Public deli ehf, kt. 570523-0660, Keilisbraut 771, 262 Reykjanesbæ til að reka veitingahús.
- Public deli ehf, kt. 570523-0660, Keilisbraut 771, 262 Reykjanesbæ til að reka matvöruverslun án vinnslu.
- Lagardére travel retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka matsölustað.
- Ísflix ehf., kt. 530919-0480, til að reka skemmtistað að Hafnargötu 30, 230 Reykjanesbæ. Umsókn hafnað.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Eyrún Jóhannsdóttir, kt. 180390-3329 til að reka dagvistun fyrir 6-10 börn að Tjarnarbakka 8, 260 Reykjanesbæ.
- Monika Marchlewicz, kt. 120377-2139, til að reka snyrtistofu að Hólmgarði 2, 230 Reykjanesbæ.
- Sóley Björg Gunnarsdóttir, kt. 271071-4189, til að reka dagvistun fyrir 6-10 börn að Garðbraut 92, 250 Reykjanesbæ.
- Vinnumálastofnun, kt. 700594-2039, til að reka félagsaðstöðu fyrir fullorðna að Grænásbraut 619, 262 Reykjanesbæ.
- Hestamannafélagið Máni, kt. 690672-0229 til að reka félagsheimili og reiðhöll að Sörlagrund 6, 230 Reykjanesbæ.
3. Varavatnsból við Árnarétt í Garði
Farið var yfir vinnu embættisins við bráðabirgðaheimild til jarðborana og rannsóknir á neysluvatninu.
4. Málefni Laugafisks
Heilbrigðisnefnd áminnir Laugafisk ehf., kt. 600193-2449 með vísan til XVII. kafla, laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, fyrir að starfrækja heitloftsþurrkun fiskafurða að Vitabraut 1 á Reykjanesi án starfsleyfis og óleyfilega losun á fráveituvatni.
5. Vinna á vatnsverndarsvæðum
Nefndin samþykkir verklagsreglur vegna framkvæmda á eða í grennd við vatnsverndarsvæði og felur embættinu að framfylgja reglunum þegar unnið er að framkvæmdum á slíkum svæðum.
6. Umhverfismál / umgengni á lóðum
Starfsmenn kynntu framgang þessara mála frá síðasta fundi.
7. Förgun og endurnýting á menguðum jarðvegi
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja skorar á sveitarfélögin á Suðurnesjum að tryggja farvegi fyrir allan úrgang sem fellur til á svæðinu, bæði til skemmri og lengri tíma. Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja eru tilbúnir að veita nauðsynlegar upplýsingar og ráðgjöf.
8. Önnur mál
Ekkert var rætt undir þessum lið.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 16:00