307. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 7. desember 2023, kl. 16:30.

Mætt: Ingvi Þór Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Annas Jón Sigmundsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga og Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Ásmundur E. Þorkelsson, framkvæmdastjóri (fundarritari), Sonja Hrund Steinarsdóttir, J. Trausti Jónsson og Helgi Haraldsson. Irmý R. Þorsteinsdóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar boðaði forföll. Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.

Dagskrá:

  1. Yfirlit yfir störf HES
  2. Starfsleyfi og skráningar
  3. Skýrsla um framtíðarskipan heilbrigðiseftirlits
  4. Umhverfismál / umgengni á lóðum
  5. Vinna á vatnsverndarsvæði
  6. Önnur mál (desemberfundur)

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Yfirlit yfir störf HES

Starfsmenn fóru yfir helstu verkefni sem hafa verið á döfinni frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar.

2. Starfsleyfi og skráningar

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Bæjarins bestu sf., kt. 600794-2569, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka söluturn með óvarin matvæli. 

Umsóknir um skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Lotus Car Rental ehf., kt. 530614-1820, fyrir bifreiðasprautun á Flugvöllum 6, 230 Reykjanesbæ.
  • Ring ehf., kt. 451121-0300, fyrir rekstri bón- og bílaþvottastöðvar fyrir bílaleigu á Bolafót 13, 260 Reykjanesbæ.
  • Björgunarsveitin Suðurnes, kt. 690494-2219 fyrir flugeldasýningu þann 6. janúar 2024 klukkan 19.00 – 19.30 á Berginu, 230 Reykjanesbæ.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að samþykkja skráningar á ofangreindum fyrirtækjum að uppfylltum starfsskilyrðum og greiddu skráningagjaldi.

Skráningar samþykktar í samræmi við reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Eitrarinn ehf., 470923-1640, Gónhóli 9, 260 Reykjanesbæ fyrir rekstri meindýravarna. 

Fyrirtæki í auglýsingaferli skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. 

  • Síld og Fiskur ehf., kt. 590298-2399, til að starfrækja svínabú, Minni-Vatnsleysu, 191 Vogum. Gildistími takmarkaður við tvö ár vegna athugasemda. 
  • N1 ehf., kt. 411003-3370, til reksturs smur- og dekkjaþjónustu á Flugvöllum 27, 230 Reykjanesbæ.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að gefa út starfsleyfi til ofangreindra fyrirtækja berist ekki athugasemdir á auglýsingatíma og að uppfylltum starfsleyfisskilyrðum.  Berist athugasemdir mun heilbrigðisnefnd fjalla um málið á næsta reglulega fundi nefndarinar.

3. Skýrsla um framtíðarskipan heilbrigðiseftirlits

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hefur fjallað um skýrslu starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum. Starfshópurinn, sem var skipaður af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í samráði við matvælaráðherra með erindisbréfi, dags. 18. október 2022, hafði það verkefni að leggja til nýtt fyrirkomulag að opinberu eftirliti og leggur til að það flytjist alfarið frá sveitarfélögum til ríkisins.

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja telur niðurstöðu starfshópsins að sumu leyti illa ígrundaða og skort hafi á þekkingu og yfirsýn hópsins á hlutverki og störfum heilbrigðisnefnda og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.  Þannig yfirsést starfshópnum fjölþætt hlutverk heilbrigðiseftirlitsins í nærumhverfinu og einblínir á reglubundið eftirlit. Nefndin telur að sú aðgerð að slíta í sundur hlutverk heilbrigðisnefnda og færa verkefnin til tveggja ríkisstofnana afturför og til þess fallin að rýra þau lífsgæði sem felast í öryggi og heilnæmi matvæla og umhverfis.  

Í skýrslunni er litið fram hjá þeirri staðbundnu þekkingu sem byggð hefur verið upp hjá heilbrigðisnefndum og hlutverki nefndanna við að tryggja heilnæmi og öryggi umhverfis og matvæla.  Þessi þekking hefur nýst afar vel þegar kemur að skipulagsmálum og nýtingu staðbundinna auðlinda í sveitarfélögunum. Þannig á sér stað stöðugt samtal milli skipulagsyfirvalda og heilbrigðisnefnda um hvernig best má koma fyrir íbúabyggð, starfsemi og nýtingu náttúruauðlinda í nærumhverfinu og oft er það tilfellið að fullnusta á breytingu skipulags endar á borði heilbrigðisnefnda, sem tekur ákvarðanir um stöðvun starfsemi sem ekki fellur að skipulagsskilmálum.  

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja telur svigrúm til úrbóta á núverandi kerfi og tekur undir tillögur starfshópsins um nútímavæðingu upplýsingakerfa, stafræna stjórnsýslu, endurskoðun þvingunarúrræða og náið samráð við sveitarstjórnarstigið um allar breytingar. Eins er góðra gjalda vert að vera sífellt með til skoðunar annars vegar ávinning samfélagsins af kröfum til atvinnurekenda á sviði umhverfismála og matvælaöryggis og hins vegar kostnað atvinnulífsins og endanum neytenda við að mæta þessum kröfum.  

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja telur sér hafa orðið ágætlega ágengt í þeirri vegferð að setja og framfylgja reglum um snyrtilegt og heilnæmt umhverfi, þó þar sé vissulega enn verk að vinna.  Nefndin tekur umræðum um að auka veg þessa verkefnis fagnandi.

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja lýsir sig tilbúna til samtals um verkefni sem lúta að eflingu heilbrigðiseftirlits í nærumhverfinu, með það fyrir augum að vernda þau lífsgæði sem felast í ómenguðu umhverfi og öruggum matvælum með sem minnstum tilkostnaði fyrir neytendur og atvinnulíf.

4. Umhverfismál / umgengni á lóðum

Farið var yfir vinnu embættisins í málaflokknum.

5. Framkvæmdir á vatnsverndarsvæði

Verklagsreglur lagðar fram til kynningar.

6. Önnur mál

Rætt var um málefni Laugafisks á Reykjanesi.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 18:00

 

306. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 16. nóvember 2023, kl. 16:00.

Mætt: Ingvi Þór Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar og Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Ásmundur E. Þorkelsson, framkvæmdastjóri (fundarritari), J. Trausti Jónsson og Helgi Haraldsson.  Annas Jón Sigmundsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.  Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar boðaði forföll.  Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.

Dagskrá:

  1. Yfirlit yfir störf HES
  2. Starfsleyfi og skráningar
  3. Óvissuástand almannavarna, leyfisskyldar ráðstafanir og bráðabirgðaheimild frá UST
  4. Skýrsla um framtíðarskipan heilbrigðiseftirlits
  5. Umhverfismál / umgengni á lóðum
  6. Önnur mál (desemberfundur)

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

Nefndin sendir Grindvíkingum hugheilar kveðjur og óskar þeim velfarnaðar í þeim þrengingum sem nú steðja að bænum og íbúum bæjarfélagsins.

1. Yfirlit yfir störf HES

Starfsmenn fóru yfir helstu verkefni sem hafa verið á döfinni frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar.

2. Starfsleyfi og skráningar

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Eos Table ehf., kt. 491023-0660, Norðurljósavegi 2, 251 Suðurnesjabæ til að reka veitingahús. 

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • ÍDÁ ehf., kt. 510719-0770, Iðavöllum 13, 230 Reykjanesbæ til að reka innflutnings- og heildverslun með fæðubótarefni.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Erna María Jensdóttir, kt. 020882-2489, Faxabraut 49, Reykjanesbæ til að reka minna gistiheimili / íbúðagistingu.  
  • N50 ehf., kt. 411121-1190, Njarðvíkurbraut 50a, 260 Reykjanesbæ til að reka minna gistiheimili / íbúðagistingu.  Umsókn hafnað.

Umsóknir um skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Björgunarsveitin Sigurvon., kt. 521078-0309, fyrir flugeldasýningu á suðurgarði við höfnina í Sandgerði þann 31. desember 2023, kl 19.00-21.30

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að samþykkja skráningar á ofangreindum fyrirtækjum að uppfylltum starfsskilyrðum og greiddu skráningagjaldi.

Fyrirtæki í auglýsingaferli skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. 

  • Síld og Fiskur ehf., kt. 590298-2399, til að starfrækja svínabú, Minni-Vatnsleysu, 191 Vogum. 

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að gefa út starfsleyfi til ofangreindra fyrirtækja berist ekki athugasemdir á auglýsingatíma og að uppfylltum starfsleyfisskilyrðum.  Berist athugasemdir mun heilbrigðisnefnd fjalla um málið á næsta reglulega fundi nefndarinnar.

3. Óvissuástand almannavarna, leyfisskyldar ráðstafanir og bráðabirgðaheimild frá UST

Farið var yfir vinnu embættisins í tengslum við bráðabirgðaheimildir Umhverfisstofnunar til jarðborana á Reykjanesi og við Árnarétt í Garði.  Lög nr. 7/1998 voru tekin úr sambandi með sérstökum lögum vegna gerðar varnargarða í Svartsengi.

4. Skýrsla um framtíðarskipan heilbrigðiseftirlits

Umfjöllun frestað til næsta fundar.

6. Umhverfismál / umgengni á lóðum

Farið var yfir vinnu embættisins í málaflokknum.

7. Önnur mál

Ekkert var rætt undir þessum lið.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 16:45.

 

305. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, mánudaginn 23. október 2023, kl. 16:00.

Mætt: Ingvi Þór Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar og Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Ásmundur E. Þorkelsson, framkvæmdastjóri (fundarritari), J. Trausti Jónsson og Sonja Hrund Steinarsdóttir.  Annas Jón Sigmundsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.  Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.

Dagskrá:

  1. Yfirlit yfir störf HES
  2. Starfsleyfi og skráningar
  3. Fjárhagsáætlun 2024
  4. Málefni Eric the Red Seafood
  5. Skýrsla um framtíðarskipan heilbrigðiseftirlits
  6. Umhverfismál / umgengi á lóðum
  7. Önnur mál

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Yfirlit yfir störf HES

Framkvæmdastjóri og starfsmenn fóru yfir helstu verkefni sem hafa verið á döfinni frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar.

3. Starfsleyfi og skráningar

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Suðurnesjabær, kt. 550518-1200, Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ til að reka félagsaðstöðu með fullbúnu eldhúsi að Suðurgötu 17-21, 245 Suðurnejsabæ. 

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Monika Marchlewicz, kt. 120377-2139 til að reka snyrtistofu að Hólmgarði 2, Reykjanesbæ. 
  • Eyrúnu Jóhannsdóttur, kt. 180390-3329 til að reka dagvistun 6-10 barna í heimahúsi að Tjarnarbakka 8, Reykjanesbæ.
  • Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur, kt. 130687-2889 til að reka dagvistun 6-10 barna í heimahúsi að Bogabraut 961, Reykjanesbær.

Umsóknir um skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Skýr Fjárfesting ehf., kt. 450116-0250, fyrir bifreiða- og vélaverkstæði á Klettatröð 19, 262 Reykjanesbæ.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að samþykkja skráningar á ofangreindum fyrirtækjum að uppfylltum starfsskilyrðum og greiddu skráningagjaldi.

Skráningar samþykktar í samræmi við reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • JBÓ Pípulagnir ehf., kt. 650416-1390, fyrir asbesthreinsun á Grindavíkurvegi við Melhól, 240 Grindavík.

Heilbrigðisnefnd staðfestir skráninguna.

Fyrirtæki í auglýsingaferli skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. 

  • Jarðboranir hf., kt. 590286-1419, vegna jarðborana í Grindavík ofan Háleyjabungu á Reykjanesi í samræmi við innsenda hnitaskrá.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að gefa út starfsleyfi til ofangreindra fyrirtækja berist ekki athugasemdir á auglýsingatíma.

3. Fjárhagsáætlun 2024

Nefndin samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.

4. Málefni Eric the red seafood

Lokunaráætlun félagsins lögð fram til kynningar.  Nefndin felur embættinu að halda áfram vinnu að málinu.  Umfjöllun frestað til næsta fundar.

5. Skýrsla um framtíðarskipan heilbrigðiseftirlits

Lagt fram til kynningar.

6. Umhverfismál / umgengni á lóðum

Farið var yfir vinnu HES við málaflokkinn undanfarnar vikur.

7. Önnur mál

Ekkert var rætt undir þessum lið.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:05.

 

304. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, mánudaginn 9. október 2023, kl. 16:00.

Mætt: Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar formaður, Ingvi Þór Hákonarson, fulltrúi Reykjanesbæjar var á fundinum í gegnum fjarfundabúnað, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Annas Jón Sigmundsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, auk framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Ásmundur E. Þorkelsson (fundarritari).  Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.  Gestur nefndarinnar var Friðjón Einarsson formaður stjórnar SSS.

Dagskrá:

  1. Fjárhagur og rekstur HES
  2. Önnur mál

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Fjárhagur og rekstur HES

Farið var yfir framtíðarsýn stjórnar SSS varðandi rekstur samrekinna stofnana og ábyrgð stjórnamanna á rekstri.  Markmiðið er að stofnanirnar ástundi sjálfbæran rekstur og fullnýti þá möguleika sem fyrir hendi eru til fjáröflunar.

2. Önnur mál

Ekkert var rætt undir þessum lið.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:30.

 

303. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, mánudaginn 25. september 2023, kl. 16:00.

Mætt: Ingvi Þór Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Annas Jón Sigmundsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga og Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Ásmundur E. Þorkelsson, framkvæmdastjóri (fundarritari), J. Trausti Jónsson, Sonja Hrund Steinarsdóttir og Helgi Haraldsson.  Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda, kom ekki á fundinn.

Dagskrá:

  1. Yfirlit yfir störf HES
  2. Fjárhagur og rekstur HES
  3. Starfsleyfi og skráningar
  4. Málefni Eric the Red Seafood
  5. Samþykkt um fráveitur í Grindavík
  6. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjanesbæ
  7. Umhverfismál / umgengni á lóðum
  8. Önnur mál

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Yfirlit yfir störf HES

Framkvæmdastjóri og starfsmenn fóru yfir helstu verkefni sem hafa verið á döfinni frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar.

2. Fjárhagur og rekstur HES

Ákveðið var að boða til sérstaks fundar um þetta málefni mánudaginn 9. október n.k.

3. Starfsleyfi og skráningar

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • BRONS 230 ehf., kt. 570521-2680, Sólvallagötu 2, 230 Reykjanesbæ til að reka veitingahús.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Samkaup hf., kt. 571298-3769, Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ til að reka innflutnings- og heildverslun með matvæli.
  • Byko ehf., kt. 460169-3219, Víkurbraut 12-14, 230 Reykjanesbæ til að reka söluturn án óvarinna matvæla.
  • Penninn ehf., kt. 560109-0670, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka söluturn án óvarinna matvæla.
  • Clippers ehf., kt. 671204-4410, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka söluturn án óvarinna matvæla.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Reykjanesbæ, kt. 470794-2169, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ til að reka grunnskóla að Hringbraut 108a.
  • Sólnýju Lísu Jórunnardóttur, kt. 270588-2989, Breiðbraut 671, 262 Reykjanesbæ til að reka dagvistun 6-10 barna í heimahúsi að Breiðbraut 671 – íbúð 0102, Reykjanesbæ.
  • Suðurnesjabæ, kt. 550518-1200, Sunnubraut 4, 250 Suðurnesjabæ til að reka heimili fyrir börn og unglinga að Suðurgötu 2, Suðurnesjabæ.

Umsóknir um skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Formar ehf., kt. 450123-0990, fyrir framleiðslu plasts að Grænásbraut 501, 262 Reykjanesbæ.
  • Icelandic Lava Pure Salmon ehf., 430523-1200, fyrir fiskvinnslu að Hafnargötu 9, 245 Suðurnesjabæ.
  • Laugar ehf., kt. 631098-2079, fyrir niðurrif mannvirkja að Njarðarbraut 20, 260 Reykjanesbæ.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að samþykkja skráningar á ofangreindum fyrirtækjum að uppfylltum starfsskilyrðum og greiddu skráningargjaldi.

Skráningar samþykktar í samræmi við reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Íslenskir aðalverktakar hf, kt. 660169-2379, fyrir asbesthreinsun að Byggðavegi 5, 245 Suðurnesjabæ.
  • JBÓ Pípulagnir ehf., kt. 650416-1390, fyrir asbesthreinsun á Garðavegi, 230 Reykjanesbæ.

Heilbrigðisnefnd staðfestir skráningarnar.

Fyrirtæki í auglýsingaferli skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. 

  • Jarðboranir hf., kt. 590286-1419, vegna jarðborana í Grindavík aftan við Þorbjörn í Svartsengi í samræmi við innsenda hnitaskrá.
  • N1 ehf., kt. 411003-3370, vegna reksturs sjálfsafgreiðslueldsneytisstöðvar að Flugvöllum 27, 230 Reykjanesbæ.

4. Málefni Eric the Red Seafood

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja samþykkir að afskrá félagið, hvað rekstur að Bolafæti 15 varðar, þar sem starfsemin fellur ekki lengur undir skilyrði um skráningarskylda starfsemi, sbr. 11. gr. reglugerðar nr. 830/2022 sem sett er með stoð í lögum nr. 7/1998. Ákvörðun þessi varðar ekki rekstur félagsins á öðrum starfsstöðvum.

5. Samþykkt um fráveitur í Grindavík

Samþykktin var kynnt og minnisblað heilbrigðiseftirlitsins um samþykktina.  Heilbrigðiseftirlitinu er falið að veita umsögn með hliðsjón af minnisblaðinu.

6. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjanesbæ

Samþykktin var kynnt og minnisblað heilbrigðiseftirlitsins um samþykktina.  Heilbrigðiseftirlitinu er falið að veita umsögn með hliðsjón af minnisblaðinu.

7. Umhverfismál / umgengni á lóðum

Farið var yfir vinnu HES við málaflokkinn undanfarnar vikur.

8. Önnur mál

  • Lögð var fram til kynningar umsögn HES um bráðabirgðaheimild fyrir efnisvinnslusvæði á athafnasvæði ISAVIA.  Nefndin staðfestir höfnun heilbrigðiseftirlitsins á umsókn ISAVIA.
  • Stefnt er að á komandi hausti verði reglulegir fundir nefndarinnar: 19. október, 16. nóvember og 14. desember.  Aukafundur um fjárhag og rekstur HES verður haldinn mánudaginn 9. október.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:05.

 

302. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 24. ágúst 2023, kl. 16:00.

Mætt: Ingvi Þór Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Tanja Veselinovic, fulltrúi Reykjanesbæjar, Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Annas Jón Sigmundsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga og Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Ásmundur E. Þorkelsson, framkvæmdastjóri (fundarritari), J. Trausti Jónsson og Helgi Haraldsson.  Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.

Dagskrá:

  1. Yfirlit yfir störf HES
  2. Starfsleyfi og skráningar
  3. Ársreikningur 2022
  4. Málefni Eric the red seafood
  5. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Grindavík
  6. Umhverfismál / umgengi á lóðum
  7. Erindi Hvutta – hagsmunafélags hundaeigenda á Suðurnesjum.
  8. Önnur mál

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Yfirlit yfir störf HES

Framkvæmdastjóri og starfsmenn fóru yfir helstu verkefni sem hafa verið á döfinni frá síðasta fundi heilbrigðisnefndar.

2. Starfsleyfi og skráningar

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Olís ehf., kt. 500269-3249, Fitjabakka 2-4, 260 Reykjanesbæ til að reka matsölustað.
  • Stjarnan ehf., kt. 410949-0169, Fitjum 2, 260 Reykjanesbæ til að reka matsölustað.
  • SSP Iceland ehf., kt. 651122-0310, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Reykjanesbæ til að reka matsölustað.
  • Bæjarins bestu sf., kt. 600794-2569, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Reykjanesbæ til að reka söluturn með óvarin matvæli.
  • Lagardére travel retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Reykjanesbæ til að reka matsölustað.
  • Kim Jong Wings ehf., kt. 611222-1650, Tjarnargötu 26, 190 Vogum til að reka veitingahús.
  • Skólar ehf., kt. 630800-2930, Sólheimar 1, 245 Suðurnesjabæ til að reka leikskóla.
  • Skólar ehf., kt. 630800-2930, Stafnesvegur 15, 245 Suðurnesjabæ til að reka leikskóla.
  • Sandgerðisskóli, kt. 550518-1200, Skólastræti 2, 245 Suðurnesjabæ til að reka grunnskóla.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli.  Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Vatn í vín ehf., kt. 430523-0310, Vöruhótel Eimskipa til að annast innflutning og dreifingu á matvöru.
  • Fiskur&kjöt ehf., kt. 540223-1570, Brekkustíg 40, 260 Reykjanesbæ til að reka sérverslun með fisk og kjöt.
  • Hermana ehf., kt. 460922-1940, Hafnargötu 35, 230 Reykjanesbæ til að reka heildverslun með önnur matvæli.
  • Álfasaga ehf., kt. 511096-2279, Valhallarbraut 743, 262 Reykjanesbæ til að reka framleiðslueldhús.
  • Provision ehf., kt. 650507-3200, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Reykjanesbæ til að reka verslun sem selur fæðubótarefni.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Bonina ehf., kt. 420914-0910, Hólmgarði 2a, 230 Reykjanesbæ til reka snyrtistofu.
  • Suðurnesjabær, v. Byggðasafnsins á Garðskaga, kt. 550518-1200, Skagabraut 100, 230 Reykjanesbæ til að reka safnahús.
  • Ragnheiður Þóra Ólafsdóttir, kt.  240473-3569, Hafnargötu 7b, 240 Grindavík til að reka hárgreiðslu- og snyrtistofu.
  • Jórunn Kjartansdóttir, kt. 140795-2919, Breiðbraut 671-0203, 262 Reykjanesbæ til að reka daggæslu dagforeldra með 6 börn eða fleiri.
  • Reykjanesbær, kt. 470794-2169 til að halda útisamkomu undir nafninu Ljósanótt dagana 31. ágúst – 3. september 2023.
  • Grindavíkurbær, kt. 580169-1559 til að halda útisamkomu undir nafninu Sjóarinn síkáti dagana 2. – 4. júní 2023.
  • Reykjanesbær, kt. 470794-2169, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ til að reka leiksvæði við Kamb í Innri-Njarðvík.

Skráningar samþykktar í samræmi við reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Björgunarsveitin Ægir., kt. 630678-0729, fyrir flugeldasýningu 26. ágúst nk., kl: 22.20-22.30 á Garðskaga.
  • Björgunarsveitin Suðurnes., kt. 690494-2219 fyrir flugeldasýningu 2. september nk., kl: 22.30-23.00 á Berginu Reykjanesbæ.
  • Sveitarfélagið Vogar.,  kt, 670269-1649, til að halda flugeldasýningu 19. ágúst, kl: 23.00-23.30 við Vogatjörn.

Heilbrigðisnefnd staðfestir skráningarnar.

Umsóknir um skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Íslenskir aðalverktakar hf, kt. 660169-2379, fyrir asbesthreinsun að Lindarbraut 624, 262 Reykjanesbæ – Háaleitisskóli.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að samþykkja skráningar á ofangreindum fyrirtækjum að uppfylltum starfsskilyrðum og greiddu skráningagjaldi.

3. Ársreikningur 2022

Ársreikningur fyrir Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, sem kynntur var á 301. fundi, var samþykktur.

4. Málefni Eric the red seafood

Málið kynnt.  Heilbrigðiseftirlitinu falið að vinna málið áfram.

5. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Grindavík

Samþykktin var kynnt og minnisblað heilbrigðiseftirlitsins um samþykktina.  Heilbrigðiseftirlitinu falið að veita umsögn með hliðsjón af minnisblaðinu.

6. Umhverfismál / umgengi á lóðum

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja felur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að sjá um framkvæmd lóðahreinsana við fyrsta hentugleika og á kostnað eiganda, samkvæmt lögum nr. 7/1998, á eftirtöldum lóðum: 

  • Sveitarfélagið Vogar 
    • Hafnargata 6
    • Iðndalur 5a 

7. Erindi Hvutta – hagsmunafélags hundaeigenda á Suðurnesjum.

Erindið lagt fram til kynningar.  Heilbrigðiseftirlitinu falið að vinna málið áfram.

8. Önnur mál

  • Málefni Svínabús Síldar og Fisks.  Bréf nágranna búsins lagt fram til kynningar.  Heilbrigðiseftirlitinu falið að svara bréfinu.
  • Minnisblað um lóðahreinsanir kynnt.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:50.

 

301. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 25. maí 2023, kl. 16:00.

Mætt: Ingvi Þór Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Annas Jón Sigmundsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga og Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, J. Trausti Jónsson, Helgi Haraldsson, Sonja Hrund Steinarsdóttir, Stefán B. Ólafsson og Ásmundur E. Þorkelsson, fundarritari.  Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.

Dagskrá:

  1. Starfsleyfi og skráningar eftirlitsskyldra fyrirtækja.
  2. Stöðvun á starfsemi.
  3. Ársreikningur 2022.
  4. Afskráning á skráningarskyldum atvinnurekstri – lögfræðiálit.
  5. Starfsmannamál.
  6. Önnur mál.

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Starfsleyfi og skráningar

Umsóknir um skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Premium of Iceland ehf., kt. 651122-0580, Kothúsavegur 16, 250 Suðurnesjabæ fyrir vinnslu fisks og annarra sjávarafurða.
  • Camper Iceland ehf., kt. 460509-1060, Klettaröð 15, 262 Reykjanesbæ fyrir bifreiðaverkstæði og bón- og bílþvottastöð.
  • ICE work ehf., kt. 621112-0310, fyrir niðurrifi mannvirkja að Grænásbraut 501, 262 Reykjanesbæ.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að samþykkja skráningar á ofangreindum fyrirtækjum að uppfylltum starfsskilyrðum og greiddu skráningagjaldi.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • SSP Iceland ehf., kt. 651122-0310, Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að reka matsölustað. 

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli.  Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Reykjaneshöfn, kt. 410190-1099, Víkurbraut 11, Reykjanesbæ til að reka framleiðslu á ís við Njarðvíkurhöfn.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Gallerí fasteignir ehf., kt. 530600-3190, Faxabraut 55, Reykjanesbæ til að reka minna gistiheimili.
  • Sæland ehf., kt. 460504-3090, Sunnubraut 16, Reykjanesbæ til að reka minna gistiheimili.
  • N31b ehf., kt. 600717-0570, Djúpivogi 5, Höfnum til að reka minna gistiheimili / íbúðagisting.  
  • Keflavík Micro Suites ehf., kt. 580416-0390, Hafnargötu 65, Reykjanesbæ til að reka stærra gistiheimili.  
  • Nordic Training ehf., kt. 611019-2700, Holtsgötu 52, Reykjanesbæ til að reka líkamsræktarstöð.
  • Hársnyrtistofan Anis ehf., kt. 690805-0570, Hafnargata 7b, Grindavík til að reka hársnyrtistofu.
  • Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, kt. 501106-0540 er hér með veitt starfsleyfi til að reka fangagæslu að Hringbraut 130, Reykjanesbær.  
  • Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, kt. 501106-0540 er hér með veitt starfsleyfi til að reka fangagæslu að Víkurbraut 25, Grindavík.
  • Frumafli slf., kt. 550322-0640, Hafnargötu 91, Reykjanesbæ til að reka læknastofu.  

2. Lokun veitingastaðar Gulldreka ehf.

Þann 23. maí sl. hafnaði embættið að aflétta lokun veitingastaðarins Malai Thai, Hafnargötu 30 í Reykjanesbæ.    Nefndin staðfestir aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins.

3. Ársreikningur 2022.

Ársreikningur 2022 var lagður fram til kynningar og umræðu.

4. Afskráning á skráningarskyldum atvinnurekstri – lögfræðiálit.

Framkvæmdastjóri kynnti álitið sem tekið var til umræðu í nefndinni.

5. Starfsmannamál.

Starfsmenn að frátöldum fráfarandi og verðandi framkvæmdastjóra viku af fundi.

6. Önnur mál.

Framkvæmdastjóri kvaddur.

Í tilefni síðasta fundar Magnúsar H. Guðjónssonar sem framkvæmdastjóra vill nefndin þakka honum fyrir störf hans hjá embættinu og framlag hans til umhverfismála og hollustuhátta á Suðurnesjum á undanförnum áratugum.  Nefndin óskar Magnúsi velfarnaðar í framtíðinni.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:00.

 

300. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 4. maí 2023, kl. 16:00.

Mætt: Ingvi Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Annas Jón Sigmundsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga og Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, J. Trausti Jónsson, Helgi Haraldsson, Sonja Hrund Steinarsdóttir og Ásmundur E. Þorkelsson, fundarritari.  Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.

Dagskrá:

  1. Starfsleyfi og skráningar eftirlitsskyldra fyrirtækja.
  2. Stöðvun starfsemi Premium of Iceland ehf. vegna vanskráningar.
  3. Lokun veitingastaðarins Malai thai.
  4. Lokun veitingastaðarins Royal Indian.
  5. Afturköllum starfsleyfis.
  6. Lokun leiksvæðis Hjallastefnunnar við Stafnesveg.
  7. Samningur um lífeyrisskuldbindingu SSS og HES.
  8. Samþykkt um hænsnahald í Grindavík.
  9. Starfsmannamál – ráðning framkvæmdastjóra HES.

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Starfsleyfi og skráningar

Umsóknir um skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Löður ehf., kt. 580912-0280, Fitjum 1, 260 Reykjanesbæ fyrir bón- og bílaþvottastöð.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að samþykkja skráningar á ofangreindum fyrirtækjum að uppfylltum starfsskilyrðum og greiddu skráningagjaldi.

Skráningar samþykktar í samræmi við reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Erik the Red seafood ehf., kt. 540313-1720, Strandgata 10, 245 Suðurnesjabæ fyrir vinnslu fisks og annarra sjávarafurða.
  • Íslenskir aðalverktakar hf, kt. 660169-2379, fyrir asbesthreinsun að Sunnubraut 32, 230 Reykjanesbæ.
  • Íslenskir aðalverktakar hf, kt. 660169-2379, fyrir asbesthreinsun að Flugvöllum 15, 230 Reykjanesbæ.

Fyrirtæki í auglýsingaferli skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. 

  • HS Orka hf., kt. 680475-0169, Orkubraut 3, 241 Grindavík til reksturs jarðvarmavirkjunar í Svartsengi ásamt tengdri starfssemi.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að gefa út starfsleyfi til ofangreindra fyrirtækja berist ekki athugasemdir á auglýsingatíma.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnaeftirlit. 

  • Íslenska vetnisfélagið ehf, kt. 570715-0700, til reksturs sjálfsafgreiðslu vetnisstöðvar Fitjar 1, 260 Reykjanesbæ.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • PL veitingar ehf., kt. 690719-1180, Hafnargötu 6, 230 Reykjanesbæ til að reka söluturn með óvarin matvæli. 
  • HS Veitur hf., kt. 431208-0590, Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ til að reka vatnsból í Vogavík í Sveitarfélaginu Vogum.  Gildistími starfsleyfis er 1 ár.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Sjálfstæðisfélag Reykjanesbæjar, kt. 700490-1149, Grófinni 8, Reykjanesbæ til að reka samkomuhús með móttökueldhúsi.
  • Clippers ehf., kt. 671204-4410, Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að reka veitingastað. 

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Kef íbúðir ehf. – Sandgerði Cottages, kt. 550119-0560, Nátthagi 1a, 1b, 1, 2 og 3, Suðurnesjabæ  til að reka gistiþjónustu í frístundahúsum.
  • Draumafætur fótaaðgerðastofu, kt. 481122-0150, Aðalgötu 60, Reykjanesbæ til að reka fótaaðgerðastofu.
  • Ungmennafélagið Þróttur, kt. 640289-2529, Hafnargötu 17, Vogum til að reka íþróttahús og sundstað.

2. Stöðvun starfsemi Premium of Iceland ehf. vegna vanskráningar.

Stöðvun á starfssemi. Þann 2. maí sl. stöðvaði embættið starfsemi Premium of Iceland ehf á Kothúsavegi 16 í Suðurnesjabæ.  Nefndin staðfestir aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins.

3. Lokun veitingastaðarins Gulldreka ehf.

Þann 12. apríl sl. stöðvaði embættið starfsemi veitingastaðarins Malai Thai, Hafnargötu 30 í Reykjanesbæ.    Nefndin staðfestir aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins. 

4. Lokun veitingastaðarins Royal food ehf.

Þann 3. apríl sl. stöðvaði embættið starfsemi veitingastaðarins Royal Indian við Hafnargötu 30 í Reykjanesbæ.  Nefndin staðfestir aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins.

5. Afturköllum starfsleyfis.

Nefndin fellir hér með úr gildi starfsleyfi Fylkis ehf., kt. 540169-3229 til að reka gistiskála að Klettatröð 1 í Reykjanesbæ.

6. Lokun leiksvæðis Hjallastefnunnar við Stafnesveg.

Þann 5. apríl sl. stöðvaði embættið notkun leiksvæðis við leikskóla Hjallastefnunnar við Stafnesveg í Sandgerði.  Nefndin staðfestir aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins.

7. Samningur um lífeyrisskuldbindingu SSS og HES.

Framkvæmdastjóri kynnti samninginn.

8. Samþykkt um hænsnahald í Grindavík.

Nefndin fagnar frumkvæði Grindavíkur í þessum málum og hvetur önnur sveitarfélög á svæðinu til að setja sér sambærilega samþykkt. 

9. Starfsmannamál – ráðning framkvæmdastjóra HES.

Starfsmenn, að frátöldum framkvæmdastjóra viku af fundinum.

Nefndin ákveður að ráða Ásmund E. Þorkelsson í starf framkvæmdastjóra og felur formanni að ganga frá ráðningarsamningi.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 16:50.

 

299. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 9. mars 2023, kl. 16:00.

Mætt: Ingvi Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Annas Jón Sigmundsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga og Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, J. Trausti Jónsson, Helgi Haraldsson, Eydís Martinsdóttir og Ásmundur E. Þorkelsson, fundarritari.  Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.

Dagskrá:

  1. Starfsleyfi og skráningar
  2. Kröfur um hljóðvistarskýrslur
  3. Álitamál varðandi breytt aðalskipulag
  4. Starfsmannamál
  5. Önnur mál

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Starfsleyfi og skráningar

Umsóknir um skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Indie Campers Iceland ehf., kt. 561118-1240, Fuglavík 18, 260 Reykjanesbæ fyrir bón- og bílaþvottastöð.
  • OMR verkstjórn ehf., kt. 430316-1330 fyrir niðurrifi mannvirkja að Sólvallagötu 6a.
  • AGE ehf., kt. 670813-0530, Hafnargötu 45, 260 Reykjanesbæ fyrir hársnyrtistofu.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að samþykkja skráningar á ofangreindum fyrirtækjum að uppfylltum starfsskilyrðum og greiddu skráningagjaldi.

Skráningum hafnað í samræmi við reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Premium of Iceland ehf., kt. 651122-0580, Brekkustíg 22-24, 260 Njarðvík fyrir vinnslu fisks og annarra sjávarafurða. Skráningu hafnað á grundvelli umsagnar sveitarfélags, starfsemi ekki í samræmi við nýtt aðalskipulag.
  • Ísver ehf., kt. 300763-4489, Bakkastíg 16, 260 Njarðvík  til að reka fiskvinnslu. Hafnað á grundvelli umsagnar sveitarfélags, starfsemi ekki í samræmi við nýtt aðalskipulag.

Fyrirtæki í auglýsingaferli skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. 

  • Wintermute Technologies ehf., kt. 600815-0400, Sjónarhóll 6-8, 262 Reykjanesbæ til reksturs gagnavers og varaaflsstöðvar.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að gefa út starfsleyfi til ofangreindra fyrirtækja berist ekki athugasemdir á auglýsingatíma.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnaeftirlit. 

  • Grindavíkurbær., kt. 580169-1559 til reksturs námuvinnslu í Eldvarpahrauni vestan Grindavíkurbæjar, 240 Grindavík.
  • HS Veitur hf., kt. 431208-0590, Víkurbraut 51, 240 Grindavík til að reka spennistöð sem inniheldur olíu yfir 2000L.(GRI-A)
  • HS Veitur hf., kt. 431208-0590, Ægisgötu 4b, 240 Grindavík til að reka spennistöð sem inniheldur olíu yfir 2000L.(GRI-C)
  • HS Veitur hf., kt. 431208-0590, Stakksbraut 7, 230 Reykjanesbæ til að reka spennistöð sem inniheldur olíu yfir 2000L.(HEL-A)

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Grocery Market ehf., kt. 480222-2100, Iðndal 2, 190 Vogum til að reka litla matvöruverslun með vinnslu.
  • Orku-Skálinn Sandgerði, kt. 620223-1310, Strandgötu 15, 245 Sandgerði til að reka söluturn með óvarin matvæli. 
  • Lyfjaval ehf., kt. 580713-1140, Aðalgötu 60, 230 Reykjanesbæ til að reka lyfjaverslun.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Langbest ehf., kt. 550508-0360, Aðalgötu 60, 230 Reykjanesbæ til að reka veitingastað.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Alma Dögg Einarsdóttir, kt. 230892-2029, Tangasundi 5, 240, Grindavík til að reka fótaaðgerðastofu.
  • iRent ehf., kt. 630713-1100, Grænásvegi 10, 230 Reykjanesbær til að reka gistiheimili.
  • Grindavíkurbær, kt. 580169-1559, Austurvegi 5, 240 Grindavík til að reka dagdvöl fyrir aldraða með mötuneyti.
  • Bragð biti ehf., kt. 640821-2050, Hafnargötu 18, 230 Reykjanesbær til að reka minna gistiheimili.
  • Hildur Valsdóttir, kt. 050960-4209, Hvassahrauni 8, 191 Vogum til að reka gistisölu í 1 frístundahúsi.

2. Kröfur um hljóðvistarskýrslur

Nefndin samþykkir að framvegis verði gerð krafa um að umsækjendur sem hyggjast reka skemmtistaði í flokki III, sbr. reglugerð nr. 1277/2016, leggi fram hljóðvistarskýrslu unna af þar til bærum aðila.  Nefndin gerir þá kröfu að ekki verði líkur á að starfsemi af þessu tagi muni valda ónæði vegna hávaða af tónlistarflutningi í nærliggjandi íbúðarhúsnæði og gististöðum.

3. Álitamál varðandi breytt aðalskipulag

Farið var yfir þá stöðu sem komin er upp vegna skráningarskyldrar starfsemi sem hefur hlotið staðfesta skráningu en starfsemin fellur ekki að breyttu skipulagi sveitarfélags.

4. Starfsmannamál

Starfsmenn, aðrir en framkvæmdastjóri og fundarritari, yfirgáfu fundinn undir þessum lið.

5. Önnur mál

Ekkert var rætt undir þessum lið.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:20.

====================================================================================

298. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 26. janúar 2023, kl. 16:00.

Mætt: Ingvi Hákonarson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Margrét Sæmundsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Annas Jón Sigmundsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga og Irmý Rós Þorsteinsdóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, J. Trausti Jónsson, Helgi Haraldsson, Eydís Martinsdóttir og Ásmundur E. Þorkelsson.  Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.

Dagskrá:

  1. Starfsleyfi og skráningartilkynningar
  2. Umhverfismál
  3. Önnur mál

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Starfsleyfi og skráningar

Mótteknar skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Matorka ehf., kt. 111170-5259, Ægisgata 9, 240 Grindavík til að reka fiskvinnslu.
  • Ísver ehf, kt. 300763-4489, Bakkastígur 16, 260 Njarðvík  til að reka fiskvinnslu.
  • Draumahár slf., kt. 6301130320, Aðalgötu 60, 230 Reykjanebæ til að reka hársnyrtistofu.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að samþykkja skráningar á ofangreindum fyrirtækjum að uppfylltum starfsskilyrðum og greiddu skráningargjaldi.

Samþykktar skráningar samkvæmt reglugerð nr. 830/2022 um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

  • Slippurinn Akureyri ehf., kt. 290785-2359, Seljabót 10, 240 Grindavík fyrir bifreiða- og vélaverkstæði.

Fyrirtæki í auglýsingaferli skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. 

  • HS Veitur hf., kt. 431208-0590, Valhallarbraut 868, 262 Reykjanesbæ, til að reka spennistöð sem inniheldur olíu yfir 2000L.(RID-A)
  • HS Veitur hf., kt. 431208-0590, Bolafótur 19, 260 Reykjanesbæ, til að reka spennistöð sem inniheldur olíu yfir 2000L.(BOL-A)
  • HS Veitur hf., kt. 431208-0590, Aðalgata 13c, 230 Reykjanesbæ, til að reka spennistöð sem inniheldur olíu yfir 2000L.(ADA-A)
  • HS Veitur hf., kt. 431208-0590, Iðndal 10b, 190 Vogar, til að reka spennistöð sem inniheldur olíu yfir 2000L.(VOG-A)
  • HS Veitur hf., kt. 431208-0590, Vatnsleysustrandavegur við Stekkhól, 191 Vogar, til að reka spennistöð sem inniheldur olíu yfir 2000L.(VAT-A)

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að gefa út starfsleyfi til ofangreindra fyrirtækja berist ekki athugasemdir á auglýsingatíma.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnaeftirlit.  Gildistími óbreyttur frá fyrra leyfi.

  • Verne Global hf., kt. 530508-0160, Valhallarbraut 868, 262 Reykjanesbæ vegna aukningar á varafli úr 20MW í 30 MW.
  • Verne Global hf., kt. 530508-0160, Valhallarbraut 869, 262 Reykjanesbæ vegna aukningar á varafli úr 20MW í 30 MW.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

  • Suðurnesjabær, kt. 550518-1200 til að reka Tónlistarskólann í Garði að Garðbraut 69a, Suðurnesjabæ.
  • Suðurnesjabær, kt. 550518-1200 opið leiksvæði við Fríholt, Garði, Suðurnesjabæ.
  • Suðurnesjabær, kt. 550518-1200 opið leiksvæði við Miðtún, Sandgerði, Suðurnesjabæ.
  • Suðurnesjabær, kt. 550518-1200 opið leiksvæði við Hjallagötu, Sandgerði, Suðurnesjabæ.
  • Suðurnesjabær, kt. 550518-1200 opið leiksvæði við Brekkustíg, Sandgerði, Suðurnesjabæ.
  • Suðurnesjabær, kt. 550518-1200 opið leiksvæði við Lækjarmót, Sandgerði, Suðurnesjabæ.
  • Suðurnesjabær, kt. 550518-1200 opið leiksvæði við Tjaldsvæði, Sandgerði, Suðurnesjabæ.
  • Grindavíkurbær, kt. 580169-1559 til að reka íbúðakjarna fyrir fatlaða að Túngötu 15-17, Grindavík.
  • Hársnyrtistofan Anis ehf., kt. 690805-0570 til að reka hársnyrtistofu að Hafnargötu 7b, Grindavík.

2. Umhverfismál.

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja felur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að sjá um framkvæmd lóðahreinsana við fyrsta hentugleika og á kostnað eiganda, samkvæmt lögum nr. 7/1998, á eftirtöldum lóðum: 

Reykjanesbær 

Bogatröð 4 

3. Önnur mál

Ekkert var rætt undir þessum lið og fundi slitið.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 16:30.