288. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, þriðjudaginn 20. apríl 2021, kl. 16.00.

Mætt: Haraldur Helgason, formaður, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Ingvi Hákonarson, fulltrúi Reykjanesbæjar, Hanna Björg Konráðsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Inga Rut Hlöðversdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkur og Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, J. Trausti Jónsson, Helgi Haraldsson, Sonja Hrund Steinarsdóttir og Ásmundur E. Þorkelsson (fundarritari).

Dagskrá:

 1. Starfsleyfi
 2. Umhverfismál
 3. Áhrif mengunar frá eldsumbrotum í Geldingadal
 4. Önnur mál

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

 1. Starfsleyfi.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

 • Skjálftavaktin ehf., kt. 470710-0630, Víkurbraut 58, Grindavík til að reka hótel með morgunverðareldhúsi.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

 • Erna Rún Magnúsdóttir, kt. 260985-3299, Ægisgötu 6, Grindavík  er hér með veitt starfsleyfi til að reka heilsurækt og nuddstofu.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli.  Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

 • Optimal á Íslandi, kt. 481001-2930, Tangasundi 4, 240 Grindavík til að framleiða og dreifa íblöndunarefnum fyrir matvælaiðnað.
 • Vandelay ehf., kt. 541020-1520, Mýrargötu 9, 190 Vogum til að reka matsöluvagn. 
 • Pizza-Pizza ehf., kt. 480293-2669, Hafnargötu 86, 230 Reykjanesbæ til að reka skyndibitastað. 
 • Popp og co ehf., kt. 570221-0780, Flugvallarbraut 734, 262 Reykjanesbæ til framleiðslu og dreifingu á poppkorni. 
 • GREEN SALAD STORY ehf., kt. 630221-1100, Miðnestorgi 3, 245 Suðurnesjabæ til framleiðslu á tilbúnum réttum. 

Tímabundin starfsleyfi.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. 

 • ÍAV hf., kt. 660169-2379, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík til niðurrifa á asbesti í Háaleitishlaði 20c, byggingu 848, Keflavíkurflugvelli.

Fyrirtæki í auglýsingaferli.

 • Festi hf., kt. 540206-2010, Dalvegur 10-14,  201 Kópavogi til niðurrifa á húsnæði og tengdum mannvirkjum að Háaleitishlaði 6, 235 Keflavíkurflugvelli.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að gefa út starfsleyfi til ofangreindra fyrirtækja berist ekki athugasemdir á auglýsingatíma.

 1. Umhverfismál.

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja felur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að sjá um framkvæmd lóðahreinsana við fyrsta hentugleika og á kostnað eiganda, samkvæmt lögum nr. 7/1998, á eftirtöldum lóðum: 

Reykjanesbær 

Iðjustígur 1 

Iðavellir 1 

 1. Áhrif mengunar frá eldsumbrotum í Geldingadal.

Farið var yfir aðkomu embættisins og samskipti við Almannavarnir.

 1. Önnur mál.

Nefndin samþykkir að starfsleyfi Bláa lónsins verði lögð til grundvallar samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir baðstaði í náttúrunni.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan  17:10.

 

287. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 25. febrúar 2021, kl. 16.00.

Mætt: Haraldur Helgason, formaður, fulltrúi Suðurnesjabæjar, Ingvi Hákonarson, fulltrúi Reykjanesbæjar, Hanna Björg Konráðsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Inga Rut Hlöðversdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkur, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, J. Trausti Jónsson, Helgi Haraldsson, Sonja Hrund Steinarsdóttir  og Ásmundur E. Þorkelsson (fundarritari).  Bergþóra Sigurjónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.

Dagskrá:

 1. Starfsleyfi
 2. Umhverfismál og lóðahreinsanir
 3. Vatnsgæði á Ásbrú
 4. Önnur mál

Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.

 1. Starfsleyfi

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

 • Kokksi ehf., kt. 531020-0490, Hafnargötu 9, 240 Grindavík til að reka veitingahús.
 • Aurora Hotel ehf., kt. 620107-1070, Blikavelli 2, 235 Keflavíkurflugvöll til að reka hótel með veitingaþjónustu.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

 • Eysteinn Örn Garðarsson, kt. 020879-4409, Borgarvegi 24, 260 Reykjanesbær til að reka daggæslu fyrir 6-10 börn.
 • Tannlæknastofa Grindavíkur, kt. 540121-1410, Víkurbraut 62, 240 Grindavík til að reka tannlæknaþjónustu.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. lögum nr. 93/1995 um matvæli.  Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

 • Skeljungur hf., kt. 590269-1749, Hafnargötu 55, 230 Reykjanesbæ til að reka matvöruverslun án vinnslu. 
 • Áfengis-/tóbaksverslun ríkisins, kt. 410169-4369, Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ til að reka vínbúð. 
 • Ístak hf., kt. 430214-1520, Reykjanesvitavegi, 233 Reykjanesbæ til að reka mötuneyti með móttökueldhúsi

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Gildistími starfsleyfis er 12 ár, nema annað sé tekið fram.

 • Fasteignafélagið Völlur ehf., kt, 560206-2910, Kjóavelli 4, 235 Keflavíkurflugvöllur til reksturs bílaleigu með bifreiðaþvotti og bifreiðaverkstæði.
 • N1 ehf., kt. 411003-3370, Hafnargata 7, 245 Suðurnesjabær til rekstur sjálfsafgreiðslu bensínstöð.

Fyrirtæki í auglýsingaferli.

 • Bílamálaris ehf., kt, 630205-0770, Klettaröð 9, 262 Reykjanesbæ til reksturs bifreiðasprautun.
 • HP Gámar ehf., kt.490195-2039, Verbraut 3, 240 Grindavík til að starfsrækja sorphirðu og sorpflutninga.
 • Afa Fiskur ehf., kt. 510108-3290, starfsstöð – Básvegur 6, 230 Reykjanesbæ til reksturs fiskvinnslu.
 • Lotus Car Rental ehf., kt, 530614-1820, Flugvellir 6, 230 Reykjanesbæ til reksturs bílaleigu með bifreiðaþvotti og bifreiðaverkstæði.
 • Reykjanesbær, kt. 470794-2169, Fitjabraut 1a, 260 Reykjanesbæ til reksturs skolphreinsistöðvar.
 • JBB Tréverk ehf., kt. 560304-2180, Hólamið 1, 230 Reykjanesbær til reksturs trésmiðju.

Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að gefa út starfsleyfi til ofangreindra fyrirtækja berist ekki athugasemdir á auglýsingatíma.

J. Trausti Jónsson starfsmaður vék af fundi.

Fyrirtæki í auglýsingaferli.

 • JTJ ehf., kt. 541108-0330, Brekkustíg 44, 260 Reykjanesbæ til reksturs bílaþvottastöðvar.  Með vísan til 45. gr. laga nr. 7/1998 felur heilbrigðisnefnd Suðurnesjasvæðis heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis að annast lögboðið eftirlit með starfseminni og gera tillögu að starfsleyfi berist ekki athugasemdir á auglýsingatíma.

 J. Trausti Jónsson starfsmaður kom á fund.

 1. Umhverfismál og lóðahreinsanir.

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja felur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að sjá um framkvæmd lóðahreinsana við fyrsta hentugleika og á kostnað eiganda, samkvæmt lögum nr. 7/1998, á eftirtöldum lóðum: 

Reykjanesbær 

Kliftröð 2 

Suðurnesjabær 

Hafurbjarnastaðir C1 

 1. Vatnsgæði á Ásbrú.

Farið var yfir neysluvatnsmál á Ásbrú.

 1. Önnur mál.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 18:00.