Fundir 2018
274. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ miðvikudaginn 12. desember 2018, kl. 17.00.
Mætt: Haraldur Helgason, formaður, fulltrúi Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis, Hanna Björg Konráðsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Ingvi Hákonarson, fulltrúi Reykjanesbæjar og Inga Rut Hlöðversdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, auk framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Sonja Hrund Steinarsdóttir og Ásmundur E. Þorkelsson. Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkur og Bergþóra Sigurjónsdóttir fulltrúi atvinnurekenda komu ekki á fundinn.
Dagskrá:
1. Umsögn um breytingu á svæðisskipulagi
2. Starfsleyfi Nesfisks hf. til fiskþurrkunar
3. Starfsleyfi
4. Önnur mál
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
1. Umsögn um breytingu á svæðisskipulagi.
Fyrir liggja drög að breytingum á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024. Nefndin gerir ekki athugasemdir við að vatnsvernd verði aflétt af Pattersonsvæðinu. Þá mælir nefndin með að nauðsynlegar ráðstafanir til verndar framtíðar- og varavatnsbólum verði færðar inn á skýringarkort. Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að gera umsögn þar sem vikið er að þessu og öðrum þáttum sem snúa að verksviði embættisins.
2. Starfsleyfi Nesfisks hf. til fiskþurrkunar.
Nesfiski ehf., kt. 410786-1179, Iðndal 9a, Garði er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Gildistími starfsleyfis er til 31. maí 2019. Heilbrigðisnefndin felur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að vinna starfsleyfisskilyrði fyrir fyrirtækið á grundvelli þeirra draga sem auglýst hafa verið á netsíðu embættisins. Nefndin leggur áherslu á að starfsemi fyrirtækisins hefjist ekki fyrr en Heilbrigðiseftirlitið hefur með úttekt staðfest að mengunarvarnarbúnaður og vinnsluferlar séu í samræmi við starfsleyfisskilyrðin.
3. Starfsleyfi.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Stóru-Vogaskóli, kt. 671088-5499, Tjarnargötu 2, 190 Vogum til að reka grunnskóla með mötuneyti.
- Njarðvíkurskóli, kt. 671088-4689, Brekkustíg 2, 260 Reykjanesbæ til að reka grunnskóla með mötuneyti.
- Ráin ehf., kt. 480402-4210, Hafnargötu 19, 230 Reykjanesbæ til að reka veitingahús.
- Skólar ehf., kt. 630800-2930, Stamphólsvegi 1, 240 Grindavík til að reka leikskóla með fullbúnu eldhúsi (Heilsuleikskólinn Krókur).
- Heiðarskóli, kt. 490999-2809, Við Heiðarhvamm, 230 Reykjanesbæ til að reka grunnskóla með mötuneyti.
- Grunnskóli Grindavíkur, kt. 671088-4419, Ásabraut 2, 240 Grindavík til að reka grunnskóla með mötuneyti.
- Leikskólinn Holt, kt. 470794-2169, Stapagötu 10, 260 Reykjanesbæ til að reka leikskóla með fullbúnu eldhúsi.
- Holtaskóli, kt. 530384-0129, Sunnubraut 32, 230 Reykjanesbæ til að reka grunnskóla með mötuneyti.
- Leikskólinn Garðasel, kt. 470794-2169, Hólmgarði 4, 230 Reykjanesbæ til að reka leikskóla með fullbúnu eldhúsi.
- Gerðaskóli, kt. 671088-5309, Garðbraut 90, 250 Garði til að reka grunnskóla með mötuneyti.
- Randza Production slf., kt. 641116-0250, Iðndal 2, 190 Vogum til að reka veitingahús.
Eftirtöldum er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími leyfa er 12 ár.
- Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, kt. 511297-2819, Skólavegi 6, Reykjanesbæ til að reka heilsugæslustöð.
- Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, kt. 511297-2819, Akurgerði 25, Vogum til að reka heilsugæslustöð.
- Ástu Nordgulen Þórarinsdóttir, kt. 3107763519, Hafnargötu 27a, Reykjanesbæ til að reka snyrti- og fótaaðgerðastofu.
- Draumahár slf., kt. 630113-0320, Kirkjubraut 771, Reykjanesbæ til að reka hársnyrtistofu.
4. Önnur mál
Áramóta- og þrettándabrennur. Farið var yfir breytt fyrirkomulag leyfisveitinga fyrir brennum. Nefndin veitir embættinu umboð til að gefa út leyfi til brennuhalds í samræmi við leyfisveitingarferli reglugerðar nr. 550/2018.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 18:00
273. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ fimmtudaginn 1. nóvember 2018, kl 16.00.
Mætt: Haraldur Helgason, formaður, fulltrúi Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis, Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkur, Hanna Björg Konráðsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Ingvi Hákonarson, fulltrúi Reykjanesbæjar, Inga Rut Hlöðversdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, auk Magnúsar H. Guðjónssonar framkvæmdastjóra.
Dagskrá:
Ósk Nesfisks h.f. um endurupptöku ákvörðunar heilbrigðisnefndar Suðurnesja frá 17. maí 2018 um synjun á tímabundnu starfsleyfi til þurrkunar fiskafurða.
Nesfiskur, ehf, kt. 410786-1179, Iðngarði 10a, 250 Garði, til að reka heitlofsþurrkun fiskafurða.
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hefur borist umsókn Nesfisks ehf., dags. 11. september 2018, um starfsleyfi til reksturs heitlofsþurrkunar.
Heilbrigðisnefnd tók málið fyrir á 271. fundi, hinn 4. október 2018 og var samþykkt að óska frekari skýringa hjá umsækjanda þar sem umsókn var ekki ótvíræð um hvað var farið fram á. Bréf þess efnis var sent umsækjanda hinn 11.október 2018 og umsækjanda veittur frestur til að senda inn frekari skýringar og gögn.
Samkvæmt bréfi umboðsmanns umsækjanda, dags. 16. október 2018, kemur fram að um sé að ræða beiðni um endurupptöku fyrri ákvörðunar nefndarinnar sem tekin var á 269. fundi hinn 17. maí 2018 vegna umsóknar um endurnýjað starfsleyfi. Á þeim fundi synjaði nefndin umsækjanda um áframhaldandi starfsleyfi til heitlofstþurrkunar fiskafurða. Sú ákvörðun hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. Beiðni um endurupptöku málsins byggist aðallega á sjónarmiðum um jafnræði og rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar.
Hinn 30. október 2018 móttók nefndin viðbót við framangreint erindi og frekari yfirlýsingar af hálfu Nesfisks ehf. Í því erindi kemur m.a. fram að Nesfiskur ehf. lýsi því yfir að fyrirtækið muni nota óson í meiri mæli og með mun reglulegri hætti en áður hafi verið ráðgert, til þess að minnka alla mögulega lyktarmengun eins mikið og mögulegt er. Þá segir að fyrirtækið sé reiðubúið að skoða alla mögulega þætti er varði útloftun og dregið geti úr lykt. Fyrirtækið lýsir því jafnframt yfir að það muni grípa til allra þeirra leiða sem eru því tækar í því efni. Í erindinu lofar Nesfiskur ehf., því einnig að sækja ekki um áframhaldandi starfsleyfi fyrir vinnslu að Iðngörðum í Garði, fari svo að nefndin fallist á endurupptöku málsins og veiti leyfi til skamms tíma líkt og krafist er.
Nefndin vísar til fyrri ákvörðunar sinnar í málinu um synjun á útgáfu starfsleyfis. Heimild til endurupptöku máls byggist á 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 en þar kemur fram að aðili máls eigi rétt á endurupptöku máls ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða að íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem breyst hafa verulega frá því að ákvörðun var tekin.
Nefndin telur nauðsynlegt að líta til þess að í bréfi Nesfisks ehf., frá 30. október 2018 kemur fram að ætlunin sé að auka verulega við mengunarvarnir og er einnig greint frá því hvað í þeim felist, jafnframt kemur fram að fyrirtækið muni gera allt sem er í þess valdi til þess að takmarka mengun frá starfseminni. Í fyrri erindum Nesfisks ehf. til nefndarinnar var ekki greint frá því að til stæði að auka við mengunarvarnir, telur nefndin því að komin séu fram ný sjónarmið og upplýsingar frá Nesfiski ehf.
Auk framangreinds hefur Nesfiskur ehf., nú gefið nefndinni loforð um að ekki verði sótt um áframhaldandi starfsleyfi, ef nefndin fellst á að veita hið tímabundna starfsleyfi sem sótt var um. Þetta atriði skiptir að mati nefndarinnar verulegu máli við mat á hvort veita skuli hið tímabundna leyfi, með tilliti til hagsmuna nágranna og var ekki skýrt af fyrri erindum Nesfisks til nefndarinnar.
Í ljósi þess að synjun um veitingu áframhaldandi starfsleyfis til skamms tíma felur í sér íþyngjandi ákvörðun gagnvart umsækjanda eins og hér stendur á og ný sjónarmið hafa komið fram, sbr. framangreint, felst nefndin á að endurupptaka mál Nesfisks ehf., sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Með vísan til meðalhófsreglu stjórnsýslulaga telur nefndin skilyrði vera fyrir hendi til þess að veita Nesfiski ehf., tímabundið starfsleyfi til 31. maí 2019. Veiting starfsleyfis er bundin því skilyrði að Nesfiskur ehf., auki við mengunarvarnir sínar líkt og fyrirtækið lofar með bréfi sínu til nefndarinnar dags. 30. október 2018. Þá er það gagnkvæmur skilningur nefndarinnar og Nesfisks ehf. og jafnframt forsenda fyrir veitingu hins tímabundna starfsleyfis að ekki verði veitt frekari starfsleyfi vegna starfsseminnar að Iðngörðum 10A, Garði.
272. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ fimmtudaginn 25. október 2018, kl. 16.00
Mætt: Haraldur Helgason, formaður, fulltrúi Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis, Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkur, Jóhann Snorri Sigurbergsson, fulltrúi Reykjanesbæjar, Ingvi Hákonarson, fulltrúi Reykjanesbæjar, Inga Rut Hlöðversdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga og Bergþóra Sigurjónsdóttir fulltrúi atvinnurekenda, auk framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun 2019.
- Erindi Nesfisks hf.
- Önnur mál.
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
1. Fjárhagsáætlun 2019
Fjárhagsáætlun var kynnt og samþykkt.
2. Umsókn um starfsleyfi fyrir heitloftsþurrkun fiskafurða að Iðngörðum 10A, Garði
Erindið var kynnt og tekið til umræðu. Afgreiðslu málsins frestað.
3. Önnur mál
Ekkert var rætt undir þessum lið.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 18:00
271. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ fimmtudaginn 4. október 2018, kl. 16.00
Mætt: Haraldur Helgason, formaður, fulltrúi Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis, Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkur, Hanna Björg Konráðsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Ingvi Hákonarson, fulltrúi Reykjanesbæjar, Inga Rut Hlöðversdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Ríkharður F. Friðriksson og Ásmundur E. Þorkelsson (fundarritari). Bergþóra Sigurjónsdóttir fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.
Dagskrá:
- Starfsleyfi.
- Gjaldskrá HES.
- Önnur mál.
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
1. Starfsleyfi
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
Ný starfsleyfi.
- Isqueeze Ísland ehf., kt. 541014-0120, Strandgötu 14, 245 Sandgerði til að framleiða heilsudrykki.
- Icelandair ehf., kt. 461202-3490, Fálkavöllum 27, 235 Reykjanesbæ til að reka mötuneyti með fullbúnu eldhúsi.
- Halpal ehf., kt. 640113-0650, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka matsölustað.
- Stapaskóli, 470794-2169, Dalsbraut 11, 260 Reykjanesbæ til að reka grunnskóla með mötuneyti.
- Skólar ehf., kt. 630800-2930, Skógarbraut 932, 262 Reykjanesbæ til að reka leikskóla með fullbúnu eldhúsi.
Endurnýjun á starfsleyfi.
- Hérastubbur ehf., kt. 630695-2019, Gerðavöllum 19, 240 Grindavík til að reka bakarí.
- Lyfja hf., kt. 531095-2279, Víkurbraut 62, 240 Grindavík til að reka lyfjaverslun.
- Olíuverzlun Íslands hf., kt. 500269-3249, Hafnargötu 7, 240 Grindavík til að reka söluturn án óvarinna matvæla.
- Allilja ehf., kt. 520302-3440, Selvík 3, 230 Reykjanesbæ til að annast innflutning og dreifingu á fæðubótarefnum .
- Golfklúbbur Grindavíkur, kt. 690383-0399, Húsatóftum, 240 Grindavík til að reka golfskála með fullbúnu eldhúsi.
- Góður Kostur ehf., kt. 470905-1310, Holtsgötu 24, 230 Reykjanesbæ til að reka matvöruverslun með vinnslu.
- Vísir hf., kt. 701181-0779, Miðgarði 3, 240 Grindavík til að reka mötuneyti með fullbúnu eldhúsi.
- Northern Light á Íslandi ehf., kt. 440895-2209, Norðurljósavegi 1, 240 Grindavík til að reka hótel með veitingaþjó
- Kökulist ehf., kt. 650308-0420, Hólagötu 17, 260 Reykjanesbæ til að reka bakarí og kaffihús.
- Leikskólinn Laut, 580169-1559, Laut 1, 240 Reykjanesbæ til að reka leikskóla með fullbúnu eldhúsi.
Eftirtöldum er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími leyfa er 12 ár.
- Carisma snyrtistofa, 270467-5209, Hafnargata 49, 230 Reykjanesbæ til að reka snyrtistofu.
- UFS Tourism ehf., 520314-0750, Tjarnarbraut 24, 260 Reykjanesbæ til að reka hó
- Gallerí Fasteignir ehf., 530600-3190, Hringbraut 96, 230 Reykjanesbæ til reka minna gistiheimili.
- Fótaaðgerðarstofa Gunnhildar, 590718-1060, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbæ til að reka fótaaðgerðastofu.
- Ragna Peta Hámundardóttir, 190468-4969, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbæ til að reka snyrtistofu.
- Jóga með Ágústu, 110968-3109, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbæ til að reka jó
- Álfhildur Guðlaugsdóttir, 140668-3549, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbæ til að reka nuddstofu.
- OM setrið, 531213-2380, Hafnarbraut 6, 260 Reykjanesbæ til að reka nuddstofu.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Gildistími starfsleyfis er 12 ár, nema annað sé tekið fram.
- Tjónaviðgerðir Gunna ehf., kt. 690115-0930, Fitjabraut 24, 260 Reykjanesbæ til að reka bifreiðaréttingar og sprautun.
- HS Veitur hf., kt. 431208-0590, Hafnarvegi 7, 260 Reykjanesbæ til að reka spennistöð.
- HS Veitur hf., kt. 431208-0590, Vogshóll 7, 260 Reykjanesbæ til að reka spennistöð.
- HS Veitur hf., kt. 431208-0590, Stakksbraut 7, 230 Reykjanesbæ til að reka spennistöð.
- HSS Fiskverkun ehf., kt. 470406-0110, Hrannargötu 4, 230 Reykjanesbæ til að reka saltfiskvinnslu.
- Hekla hf., kt. 600169-5139, Njarðarbraut 13, 260 Reykjanesbæ til að reka bifreiðaverkstæði og smurstöð.
- Bílaþjónusta Fitjavíkur sf., kt. 570913-0180, Njarðarbraut 3 d-e, 260 Reykjanesbæ til að reka bifreiðaverkstæði.
- HH smíði ehf., kt. 430800-2480, Tangarsundi 5, 240 Grindavík til að reka trésmíðaverkstæði.
- Bifreiðaþjónusta Grindavíkur ehf., kt. 580618-0810, Tangarsundi 3, 240 Grindavík til að reka smurstöð og dekkjaverkstæði.
- Premíum of Iceland ehf., kt. 630514-1930, Strandgötu 10, 245 Sandgerði til að reka fiskvinnslu.
- Íslenska Gámafélagið ehf., kt. 470596-2289, Fitjabraut 12, 260 Reykjanesbæ. Tímabundið starfsleyfi frá 27. júní – 20. ágúst 2018 til niðurrifs á útihúsi í landi Búða í Grindavík.
- Margrét Sigurðardóttir, kt. 301135-4329, Þorkötlustaðavegi 11, 240 Grindavík. Tímabundið starfsleyfi frá 10. september – 1. nóvember 2018 til niðurrifs á fjárhúsi að Þorkötlustaðavegi 11 í Grindavík.
- Ræktunarsamband Flóa & Skeiða, kt. 410693-2169, Gagnheiði 35, 800 Selfoss. Tímabundið starfsleyfi frá 21. september – 28. september 2018 til jarðborunar á borholu í Svartsengisfjalli.
- Ræktunarsamband Flóa & Skeiða, kt. 410693-2169, Gagnheiði 35, 800 Selfoss. Tímabundið starfsleyfi frá 22. maí – 20. Júní 2018 til jarðborunar á borplani Matorku ehf., vestan Grindavíkur.
2. Gjaldskrá HES
Framkvæmdastjóri kynnti nýja gjaldskrá og fól nefndin embættinu að senda hana til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
3. Önnur mál.
Ekkert var rætt undir þessum lið.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 18:00
270. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ fimmtudaginn 27. september 2018, kl. 16.00
Mætt: Haraldur Helgason, fulltrúi Sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis, Birgitta Káradóttir, fulltrúi Grindavíkur, Hanna Björg Konráðsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Yngvi Hákonarson, fulltrúi Reykjanesbæjar, Inga Rut Hlöðversdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga og Bergþóra Sigurjónsdóttir fulltrúi atvinnurekenda, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Stefán B. Ólafsson, Einar Kristjánsson, Sonja Hrund Steinarsdóttir og Ásmundur E. Þorkelsson (fundarritari). Bergþóra Sigurjónsdóttir fulltrúi atvinnurekenda
Eftirtalin hafa verið tilnefnd til setu og varamennku í heilbrigðisnefnd Suðurnesjasvæðis:
- Sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis.
- Aðalmaður: Haraldur Helgason
- Varamaður: Jón Ragnar Ástþórsson
- Reykjanesbær.
- Aðalmaður: Hanna Björg Konráðsdóttir
- Varamaður: Jóhann Snorri Sigurbergsson
- Aðalmaður: Yngvi Hákonarson
- Varamaður: Andri Freyr Stefánsson
- Vogar.
- Aðalmaður: Inga Rut Hlöðversdóttir
- Varamaður: Áshildur Linnet
- Grindavík.
- Aðalmaður: Birgitta Káradóttir
- Varamaður: Jóna Rut Jónsdóttir
- Fulltrúi tilnefndur af samtökum atvinnurekenda á eftirlitssvæðinu.
- Aðalmaður: Bergþóra Sigurjónsdóttir
- Varamaður:
Dagskrá:
- Kynning á starfsmönnum og starfsemi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.
- Kosning formanns heilbrigðisnefndar Suðurnesja.
- Umboð til Heilbrigðiseftirlitsins til álíminga aðvörunarmiða á númerslausar bifreiðar.
- Umsókn Nesfisks hf. um endurnýjun á starfsleyfi fiskþurrkunar í Garði.
- Heimild heilbrigðisnefndar til lóðahreinsana á kostnað lóðarhafa.
- Stöðvun framkvæmda Vegagerðarinnar á vatnsverndarsvæði við Grindavíkurveg.
- Önnur mál.
Framkvæmdastjóri setti fundinn og gengið var til dagskrár.
1. Kynning á starfsmönnum og starfsemi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja
Starfsmenn kynntu sig og verkefni og framkvæmdastjóri kynnti lauslega hlutverk nefndarinnar, embættisins og þá lagaumgjörð sem um það gildir.
2. Kosning formanns heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Starfsmenn véku af fundi.
Haraldur Helgason var kjörinn formaður nefndarinnar.
Starfsmenn komu aftur á fundinn.
3. Umboð til Heilbrigðiseftirlitsins til álíminga aðvörunarmiða á númerslausar bifreiðar
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja kynnti aðvörunarmiða til álímingar á númerslaus ökutæki. Nefndin samþykkir umboð til embættisins um að líma miðana á ökutæki, sem embættið metur vera til lýta í umhverfinu eða skapa slysa- eða mengunarhættu, þar sem eiganda þeirra er gefinn viku frestur til að fjarlægja þau. Hafi eigendur númerslausra ökutækja ekki fjarlægt þau innan uppgefins frests felur nefndin embættinu að láta fjarlægja þau á kostnað eigenda þeirra.
4. Umsókn Nesfisks hf. um endurnýjun á starfsleyfi fiskþurrkunar í Garði
Afgreiðslu málsins frestað þar sem niðurstaða í málsskoti fyrirtækisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála liggur ekki fyrir. Nefndin felur embættinu að hlutast til um flýtimeðferð málsins.
5. Heimild heilbrigðisnefndar til lóðahreinsana á kostnað lóðarhafa
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja felur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að sjá um framkvæmd lóðahreinsanna á kostnað eiganda samkvæmt lögum nr. 7/1998 á eftirtöldum lóðum, hafi eigendur ekki hreinsað lóðina fyrir veitta lokadagsetningu:
- Iðjustígur 1
- Ýmsar lóðir á Ásbrú í eigu Kadeco
- Kirkjubraut 20
- Njarðvíkurbraut 25
6. Stöðvun framkvæmda Vegagerðarinnar á vatnsverndarsvæði við Grindavíkurveg
Rakin var saga málsins og aðkoma embættisins að því. Nefndin leggur áherslu á að embættið tryggi vatnsvernd í hvívetna og fylgi málinu eftir af festu.
7. Önnur mál
Ekkert var rætt undir þessum lið.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:45
269. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ fimmtudaginn 17. maí 2018, kl. 16.00
Mætt: Þórður Karlsson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Þórir Sigfússon, fulltrúi Grindavíkur, Brynja Kristjánsdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Garðs, Hermann Jónsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar, Bergur Álfþórsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Stefán B. Ólafsson, Einar Kristjánsson, Sonja Hrund Steinarsdóttir og Ásmundur E. Þorkelsson. Bergþóra Sigurjónsdóttir fulltrúi atvinnurekenda komu ekki á fundinn.
Dagskrá:
- Starfsleyfi
- Ársreikningur HES 2017. Seinni umræða.
- Samkomulag v. uppgjörs lífeyrissjóðsins Brúar
- Starfsmannamál.
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár. Óskað var breytingar á dagskrá þannig að hreinsanir á lóðum yrðu teknar fyrir eftir umfjöllun um starfleyfi.
1. Starfsleyfi
Eftirtöldum er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími leyfa er 12 ár.
- Sjúkraþjálfun Suðurnesja ehf., kt. 410998-3009, Hólmgarði 2c, Reykjanebæ til að reka sjúkraþjálfun.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Skálinn Sandgerði ehf., kt. 600418-1060, Strandgötu 15, 245 Sandgerði til að reka söluturn með óvarin matvæli
- Maraþon ehf., kt. 690605-1390, Víkurbraut 31. 240 Grindavík til að reka söluturn með óvarin matvæli
- Biðskýlið Njarðvík ehf., kt. 510686-2099, Hólagötu 20, 260 Reykjanesbæ til að reka söluturn með óvarin matvæli
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Eldey Airport Hotel ehf., kt. 670109-1000, Lindarbraut 634, 262 Reykjanesbæ til að reka hótel með veitingasölu
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. skv. reglugerð nr. 785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Gildistími starfsleyfis er 12 ár, nema annað sé tekið fram.
- Ístak hf., kt. 430214-1520, Bugðufljóti 19, 270 Mosfellsbæ til vinnslu jarðefna (efnistöku) í Stapafelli Reykjanesi.
- Atlantsolía ehf., kt. 590602-3610, Hólagötu 20, 260 Reykjanesbæ til að reka bensínstöð.
- OSN ehf., kt. 660107-3030, Flugvallarvegi 52, 230 Reykjanesbæ til að reka vinnslu með plastefni. Lagt er til að starfsleyfi verði veitt til fjögurra ára vegna skipulags.
- N.G. Fish ehf., kt. 610404-3320, Norðurgötu 11, 245 Sandgerði til að reka fiskvinnslu. Málinu frestað þar sem umsögn skipulagsfulltrúa vantar.
- Fiskverkun Rafns Guðbergssonar, kt. 180852-2209, Iðngarði 7, 250 Garði til að reka saltfiskvinnslu.
- Nesfiskur ehf., kt. 410786-1179, Iðngarði 10a, 250 Garði til að reka heitloftsþurrkun fiskafurða. Nefndin samþykkti svohljóðandi bókun vegna þessarar umsóknar: „Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hefur borist umsókn frá Nesfiski ehf., dags. 27. apríl 2018, um endurnýjun starfsleyfis fyrir heitloftsþurrkun að Iðngörðum 10a, Sveitarfélaginu Garði. Í greinargerð með umsókninni sem barst nefndinni þann 14. maí sl. kemur fram að sótt sé um starfsleyfi til eins árs þar sem ný verksmiðja á Reykjanesi, sem taka á við þeirri þurrkun sem nú fer fram að Iðngörðum 10a, verði ekki tilbúin fyrr en um mitt ár 2019. Nefndin framlengdi starfsleyfi fyrirtækisins til fjögurra ára þann 6. maí 2013. Af því tilefni var eftirfarandi bókun samþykkt: „Nefndin ítrekar að hún telur að heitloftsþurrkun fiskafurða eigi ekki að vera nálægt íbúabyggð og hvetur fyrirtækið til að íhuga aðra staðsetningu t.d. á Reykjanesi“. Á fundi sínum þann 11. maí 2017 framlengdi nefndin aftur starfsleyfið til loka maí 2018 þar sem fyrirtækið hefði fundið starfseminni stað á Reykjanesi. Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja hafa ítrekað staðfest lyktarmengun frá verksmiðjunni, m.a. í nærliggjandi íbúðahverfi, auk þess sem fjöldamargar kvartanir þess efnis hafi borist frá íbúum í nálægum íbúðarhúsum. Samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir er heilbrigðisnefndum ætlað að standa vörð um heilnæm lífsskilyrði landsmanna og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu ómenguðu umhverfi. Að þessu virtu telur heilbrigðisnefnd Suðurnesja forsendur brostnar fyrir áframhaldandi heitloftsþurrkun í verksmiðju Nesfisks ehf. að Iðngörðum 10a og hafnar umsókn um endurnýjun starfsleyfis.“
2. Hreinsanir á lóðum.
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja felur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að sjá um framkvæmd lóðahreinsanna á kostnað eiganda samkvæmt lögum nr. 7/1998 á eftirtöldum lóðum, hafi eigendur ekki hreinsað lóðina fyrir veitta lokadagsetningu:
- Iðavellir 2, Reykjanesbæ
- Norðurgata 24, Sandgerði
- Víkurbraut 9b, Sandgerði
- Funatröð 3, Reykjanesbæ
- Auðnar, Vatnsleysuströnd
- Kliftröð 3-5, Reykjanesbæ
- Kliftröð 19, Reykjanesbæ
- Tjarnargata 4, Vogum
3. Ársreikningur HES 2017. Seinni umræða.
Ársreiknngur ársins 2017 var tekinn til síðari umræðu og samþykktur.
4. Samkomulag v. uppgjörs lífeyrissjóðsins Brúar.
Lögð voru fyrir nefndina drög að samkomulagi vegna uppgjörs við lífeyrissjóðinn Brú vegna starfsmanna heilbrigðiseftirlitsins. Nefndin samþykkir drögin.
Starfsmenn, að frátöldum framkvæmdastjóra, viku af fundinum.
4. Starfsmannamál.
Nefndin ákvað að fela framkvæmdastjóra og formanni að gera ráðningarsamning við Sonju Hrund Steinardóttur.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:15
268. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ miðvikudaginn 18. apríl 2018, kl. 16.00
Mætt: Þórður Karlsson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Kristín María Birgisdóttir, fulltrúi Grindavíkur, Einar Tryggvason, fulltrúi Sveitarfélagsins Garðs, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Ríkharður F. Friðriksson, Einar Kristjánsson, Sonja Hrund Steinarsdóttir og Ásmundur E. Þorkelsson. Hermann Jónsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar boðaði forföll. Bergur Álfþórsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga og Bergþóra Sigurjónsdóttir fulltrúi atvinnurekenda komu ekki á fundinn.
Dagskrá:
- Starfsleyfi
- Lóðahreinsanir
- Ársreikningur HES
- Önnur mál
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
1. Starfsleyfi
Eftirtöldum er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími leyfa er 12 ár.
- Hársnyrtistofa Anítu, kt. 160872-5949, Bjarnarvellir 12, 230 Reykjanesbæ til að reka hársnyrtistofu.
- Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, kt. 511297-2819, Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ til að reka heilsugæslustöð.
- Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, kt. 511297-2819, Akurgerði 25, 190 Vogum til að reka heilsugæslustöð.
- Bláa lónið, kt. 490792-2369, Norðurljósavegi 9-11, Grindavík til að reka afþreyingarlaug skv. reglugerð nr. 460/2015 og baðhús.
- Bláa lónið, kt. 490792-2369, Norðurljósavegi 9-11, Grindavík til að reka hótel.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- MarinAid Ísland ehf., kt. 470600-3140, Bakkastíg 16, 260 Reykjanesbæ til að blanda pækil.
- Icelandair ehf., kt. 461202-3490, Fálkavelli 2, 235 Keflavíkurflugvelli til að framleiða tilbúin matvæli.
- Icelandair ehf., kt. 461202-3490, Fálkavelli 2, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka mötuneyti með móttökueldhúsi.
- Icelandair ehf., kt. 461202-3490, Fálkavelli 2, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka vörugeymslu fyrir matvæli.
- Icelandair ehf., kt. 461202-3490, Fálkavelli 13, 235 Keflavíkurflugvöllur til að reka vatnsafgreiðslu flugvéla og klórblöndun neysluvatns.
- Ísaga, kt. 490293-2059, Heiðarholti 5, 190, Vogum til að reka framleiðslu á gastegundum m.a. fyrir matvælaframleiðslu og heilbrigðisþjónustu.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Nólon ehf., kt. 460318-0760, Iðavöllum 14b, 230 Reykjanesbæ til að reka söluturn.
- Randza Production ehf., kt. 641116-0250, Hafnargötu 19, 190 Vogum til að reka skyndibitastað.
- Gulldreki ehf., kt. 540616-1160, Hafnargötu 30, 230 Reykjanesbæ til að reka veitingahús.
- Barveldið ehf., kt. 600616-1370, Hafnargötu 36a, 230 Reykjanesbæ til að reka veitingahús.
- SÍ hf., kt. 411002-2840, Krossmóa 4, 260 Reykjanesbæ til að reka skyndibitastað.
- Bláa lónið, kt. 490792-2369, Norðurljósavegi 9-11, Grindavík til að reka veitingahús.
Endurnýjun á starfsleyfi
- ÞV ehf., kt. 590404-2090, Hafnargötu 6, 230 Reykjanesbæ til að reka söluturn með óvarin matvæli.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. skv. reglugerð nr. 785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Gildistími starfsleyfis er 12 ár, nema annað sé tekið fram.
- Matorka ehf., kt. 500412-0540, Húsatóftum, 241 Grindavík til að reka fiskvinnslu.
- Icelandair ehf., kt. 461202-3490, Fálkavelli 13, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka bifreiða- og vélaverkstæði, bifreiðasprautun og réttingaverkstæði.
- Þorsteinn ehf., kt. 631292-2759, Vararvegi 14, 250 Garði til að reka fiskvinnslu.
- Smur- og hjólbarðaþjónustan ehf., kt. 690208-1480, Framnesvegi 23, Reykjanesbæ til að reka hjólbarðaverkstæði.
- Smur- og hjólbarðaþjónustan ehf., kt. 690208-1480, Vatnsnesvegi 16, Reykjanesbæ til að reka smurstöð.
- Bílaverkstæði Þóris ehf., kt. 560905-1140, Hafnarbraut 12a, 260 Reykjanesbæ til að reka bifreiðaverkstæði.
- Bílaleiga Flugleiða ehf., kt. 471299-2439, Ferjutröð 540, 262 Reykjanesbæ til að reka bílaþvottastöð fyrir bílaleiguna.
- HS Orka hf., kt. 680475-0169, Reykjanesvirkjun, Lónsbraut 1, 233 Reykjanesbæ. Endurskoðun á fyrirliggjandi starfsleyfi, sem gildir til 17.4.2020.
- Royal Iceland hf., kt. 601299-3999, Hafnarbakka 12, 260 Reykjanesbæ til að reka fiskvinnslu.
- Staðarþurrkun ehf., kt. 501013-0720, Bakkalág 21, 240 Grindavík til að reka heitloftsþurrkun fiskafurða. Niðurstaða 267. fundar: Leyfi veitt til 8 ára.
2. Lóðahreinsanir.
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja felur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að sjá um framkvæmd lóðahreinsana á kostnað eiganda samkvæmt lögum nr. 7/1998 á eftirtöldum lóðum, hafi eigendur ekki hreinsað lóðina fyrir veitta lokadagsetningu:
- Klettatröð 9a, Reykjanesbæ
- Hrannargötu 7, Reykjanesbæ
- Holtsgötu 54, Reykjanesbæ
- Holtsgötu 56, Reykjanesbæ
- Iðndal 23, Vogum
- Víkurbraut 6, Reykjanesbæ
3. Ársreikningar HES.
Ársreikningur ársins 2017 var lagður fram til kynningar.
4. Önnur mál.
Ekkert var rætt undir þessum lið.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:40
267. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ fimmtudaginn 1. mars 2018, kl. 16.00
Mætt: Þórður Karlsson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Áshildur Linnet, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, Þórir Sigfússon, fulltrúi Grindavíkur, Brynja Kristjánsdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Garðs, Hermann Jónsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Ríkharður F. Friðriksson, Stefán B. Ólafsson, Einar Kristjánsson, Sonja Hrund Steinarsdóttir og Ásmundur E. Þorkelsson. Bergþóra Sigurjónsdóttir fulltrúi atvinnurekenda kom ekki á fundinn.
Dagskrá:
- Starfsleyfi
- Vatnsverndarmál
- Örplast í neysluvatni
- Önnur mál
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
1. Starfsleyfi
Eftirtöldum er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími leyfa er 12 ár.
- Safnaðarheimili sjöunda dags aðventista, kt. 481184-2070, Blikabraut 2, Reykjanesbæ til að reka samkomuhús.
- Bláa lónið, kt. 490792-2369, Svartsengi til að reka afþreyingarlaugina Heilsulind.
- Keilir Aviation Academy ehf., kt. 671108-0190, Funtröð 8, Reykjanesbæ til að reka verknám á framhaldsskólastigi.
- Anatomy ehf., kt. 590717-0880, Ægisgötu 3, Grindavík til að reka líkamsræktarstöð.
- Dagfríður Pétursdóttur, kt. 231077-4059, Vatnsnesvegi 13, Reykjanesbær til að reka daggæslu fyrir allt að 10 börn.
- Reykjanesbær, kt. 470794-2169, Duusgötu 2-8, Reykjanesbæ til að reka safnahús.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka matsölustað (Mathús, 2. hæð í N-byggingu)
- Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka matsölustað (Mathús, 1. hæð í S-byggingu)
- Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka bar (Loksins bar, 1. hæð í S-byggingu)
- Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka bar (Loksins bar, 2. hæð í N-byggingu)
- Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka matsölustað (Segafredo)
- Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka matvöruverslun án vinnslu (Pure Food Hall)
- Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka matvöruverslun án vinnslu (Kvikk)
- Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að reka matsölustað (Nord)
- Stjarnan ehf., kt. 410949-0169, Hafnargötu 32, 230 Reykjanesbæ til að reka skyndibitastað (Subway)
- Keilir, kt. 500507-0550, Grænásbraut 910, Reykjanesbæ að reka mötuneyti með fullbúnu eldhúsi.
- Þórðarfell, kt. 670202-2320, Tjarnabraut 24, Reykjanesbær til að reka söluturn með óvarin matvæli.
- Sunnugarður ehf., kt. 431006-1700, Sunnubraut 3, Garði til að reka leikskóla með fullbúnu eldhúsi.
- Landhelgissgæsla Íslands, kt. 710169-5869, Upplandi, Reykjanesbæ til að reka mötuneyti með móttökueldhúsi.
- Bláa lónið, kt. 490792-2369, Svartsengi til að reka afþreyingarlaugina Lækningalind, ásamt hóteli með veitingaþjónustu.
Breyting á starfsleyfi
- CRF24 ehf., kt. 701116-0700, Hafnargötu 28, 230 Reykjanesbæ til að reka veitingahús (Keflavík Café)
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. skv. reglugerð nr. 785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Gildistími starfsleyfis er 12 ár, nema annað sé tekið fram.
- Erik The Red Seafood ehf., kt. 540313-1720, Vatnsnesvegi 7, 230 Reykjanesbæ til að reka fiskvinnslu.
- Samherji fiskeldi ehf., kt. 610406-1060, Hafnargötu 3, 245 Sandgerði til að reka fiskvinnslu.
- Slæging ehf., kt. 550911-0940, Grófinni 18c, 230 Reykjanesbæ til að reka fiskvinnslu
- HH smíði ehf., kt., 430800-2480, Tangasundi 5, 240 Grindavík til að reka trésmíðaverkstæði.
- Pústþjónusta Bjarkars ehf., kt. 631000-2230, Hrannargötu 3, 230 Reykjanesbæ til að reka bifreiðaverkstæði.
- Staðarþurrkun ehf., kt. 501013-0720, Bakkalág 21, 240 Grindavík til að reka heitloftsþurrkun fiskafurða. Leyfi veitt til 1. mars 2019 meðan aflað er upplýsinga og fengin reynsla af þeim mengunarvarnarbúnaði sem komið hefur verið upp.
Nefndin hafnar að veita eftirtöldum aðilum starfsleyfi vegna ófullnægjandi mengunarvarna:
- Partalausnir ehf., kt. 411216-0550, Holtsgötu 54, 260 Reykjanesbæ til að reka bílapartasölu og bifreiðaverkstæði.
- Partar og viðgerðir ehf., kt. 551116-0420, Funatröð 3, 262 Reykjanesbæ til að reka bílapartasölu og bifreiðaverkstæði.
2. Vatnsverndarmál.
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja samþykkir svohljóðandi ályktun:
„Heilbrigðisnefnd Suðurnesja lýsir áhyggjum sínum af þeirri hættu sem vatnsbólum suðurnesjamanna í Lágum stafar af bílaumferð á Grindavíkurvegi. Vatnsbólin þjóna öllum heimilum og atvinnustarfsemi á Suðurnesjum að undanteknu Sveitarfélaginu Vogum.
Grunnvatnsstraumur rennur undir veginum norðanverðum að vatnbólunum. Ef grunnvatn mengast undir þeim hluta vegarins, t.d. vegna olíuleka af völdum bílslyss, eru yfirgnæfandi líkur á að vatnsbólin spillist innan fárra vikna. Nefndin skorar því á sveitarfélögin á Suðurnesjum og hlutaðeigandi veitufyrirtæki að hefja nú þegar undirbúning að flutningi vatnsbólanna á öruggari stað.“
Jafnframt hvetur nefndin til þess að nefnd skv. 8. gr. laga um stjórn vatnamála verði virkjuð og taki til starfa.
3. Örplast í neysluvatni
Sagt var frá því Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur þegar hafið vinnu, í samstarfi við veitufyrirtæki, við að kanna hvort örplast er að finna í neysluvatni Suðurnesjamanna.
4. Önnur mál
Ekkert var rætt undir þessum lið.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:20
266. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ fimmtudaginn 25. janúar 2018, kl. 16.00
Mætt: Þórður Karlsson, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Áshildur Linnet, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, Þórir Sigfússon, fulltrúi Grindavíkur, Einar Tryggvason, fulltrúi Sveitarfélagsins Garðs, Hermann Jónsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar og Bergþóra Sigurjónsdóttir fulltrúi atvinnurekenda, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Ríkharður F. Friðriksson, Stefán B. Ólafsson, Einar Kristjánsson, Sonja Hrund Steinarsdóttir og Ásmundur E. Þorkelsson.
Dagskrá:
- Starfsleyfi.
- Kynning á nýrri olíureglugerð.
- Hvalreki á Stafnesi. Verklagsreglur.
- Fjármál HES.
- Önnur mál.
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
1. Starfsleyfi
Eftirtöldum er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími leyfa er 12 ár.
- Íþróttamiðstöð Vatnsleysustrandarhrepps, kt. 670269-2649, Hafnargötu 17, 190 Vogar til að reka íþróttahús og sundlaug.
- Heimagisting Borg, kt. 200961-4129, Borgarhraun 2, 240 Grindavík til að reka minna gistiheimili.
- Guesthouse Kef ehf., kt. 590517-0700, Hafnargata 65 , 230 Reykjanesbær til að reka minna gistiheimili.
- Dagný Draupnisdóttir (Raven ink), kt. 090793-2849, Keilisbraut 771, 262 Reykjanesbær til að reka húðflúrstofu.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.
- Lagardére Travel Retail ehf., kt. 610814-0690, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli til að starfrækja skyrbar.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga.
- APA ehf., kt. 610806-0230, Fálkavelli 7, 262 Reykjanesbæ til að starfrækja mötuneyti með fullbúnu eldhúsi.
- Bónus, kt. 450199-3389. Fitjum, 260 Reykjanesbæ til að starfrækja matvöruverslun án vinnslu.
- Rekstrarfélag 10-11 ehf., kt. 4707100470, Hafnargötu 55, 230 Reykjanesbæ til að reka matvöruverslun með óvarin matvæli og veitingasölu
- HS Veitur hf., 431208-0590, Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ til að reka vatnsveitu í Sveitarfélaginu Garði
- HS Veitur hf., 431208-0590, Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbær til að reka vatnsveitu í Höfnum, Reykjanesbæ.
- HS Veitur hf., 431208-0590, Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ til að reka vatnsból í Vogavík, Vogum (starfsleyfið gildir til 1. janúar 2020).
- HS Veitur hf., 431208-0590, Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbær til að reka dreifikerfi neysluvatns í Reykjanesbæ (Keflavík, Njarðvík og Ásbrú).
- HS Veitur hf., 431208-0590, Brekkustíg 36, 260, Reykjanesbæ til að reka dreifikerfi neysluvatns á skipulagssvæði Isavia við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. skv. reglugerð nr. 785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Gildistími starfsleyfis er 12 ár, nema annað sé tekið fram.
- AA bílar ehf., kt. 461217-0280, Iðavöllum 9a, 230 Reykjanesbæ til að reka bón- og bílaþvottastöð. Leyfi veitt til 25. janúar 2019.
- Stuðlastál ehf., kt. 670105-0240, Grófinni 10c, 230 Reykjanesbæ til að reka vélaverkstæði.
- Magnús Jónsson ehf., kt. 650915-2240, Iðavöllum 11, 230 Reykjanesbæ til að reka bifreiðasprautun og réttingar.
- Blue car rental ehf., kt. 610502-3420, Hólmbergsbraut 5-6, 230 Reykjanesbæ til að reka bifreiðasprautun
- Litla Milljón ehf., kt. 450908-0100, Skálareykjavegi 12, 250 Garði til að reka fiskvinnslu. Leyfið gildir ekki til þurrkunar á fiskafurðum.
Tímabundin starfsleyfi
- Abltak ehf., kt. 5900499-4049, Fannafold 42, 112 Reykjavík til niðurrifs á húsnæðis Háaleitishlað 10 á Keflavíkurflugvelli, leyfi veitt til 1. júní 2018.
- Jarðboranir, kt. 590286-1419, Hlíðarsmára 3, 201 Kópavogi til jarðborunar á borholu RN-36 við Reykjanesvirkjun. Leyfi veit frá 14. desember til 10. febrúar 2018.
- Sveitarfélagið Vogar, kt. 670269-2649, Iðndal 2, 190 Vogum til að vera með áramótabrennu 31. desember 2017.
- Sveitarfélagið Vogar, kt. 670269-2649, Iðndal 2, 190 Vogum til að vera með þrettándabrennu 6. janúar 2018.
- Sandgerðisbær, kt. 460269-4829, Varðan – Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði til að vera með áramótabrennu 31. desember 2017.
- Grindavíkurbær, kt. 580169-1559, Víkurbraut 62, 240 Grindavík til að vera með áramótabrennu 31. desember 2017.
- Björgunarsveitin Ægir, kt. 630678-0729, Gerðarvegi 20B, 250 Garði til að vera með áramótabrennu 31. desember 2017.
- Björgunarsveitin Suðurnes, kt. 690494-2219, Holtsgötu 51, 260 Reykjanesbæ til að vera með þrettándabrennu 6. janúar 2018.
2. Kynning á nýrri olíureglugerð.
Ríkharður fór yfir helstu nýmæli í nýrri olíureglugerð.
3. Hvalreki á Stafnesi. Verklagsreglur.
Farið var yfir aðkomu yfirvalda að hvalrekanum og þær hugmyndir sem uppi eru um aðgerðir til að forðast lyktarmengun vegna hræsins næstu mánuði.
Starfsmenn HES að frátöldum framkvæmdastjóra viku af fundinum.
4. Fjármál HES
Framkvæmdastjóri lagði fram drög að samkomulagi við Lífeyrissjóðinn Brú. Ekki er gert ráð fyrir útgjöldum vegna lífeyrisgreiðslna í fjárhagsáætlun HES fyrir 2018. Framkvæmdastjóra falið að tala við sveitarfélögin á Suðurnesja vegna málsins.
5. Önnur mál
Ekkert var rætt undir þessum lið.
Fleira var ekki gert og var fundi slitið klukkan 17:30