Fundir 2011

227. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ , fimmtudaginn 17. nóvember 2011, kl. 16.00

Mætt: Haraldur Helgason, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Kristinn Björgvinsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, Guðbjörg Eyjólfsdóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Þjóðbjörg Gunnarsdóttir, fulltrúi Sandgerðisbæjar og Ingvar Gissurarson, fulltrúi Sveitarfélagsins Garðs, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Erna Björnsdóttir, Ríkharður F. Friðriksson, Stefán Ólafsson og Ásmundur E. Þorkelsson.

Dagskrá:

1.Starfsleyfi.

2.Mengun í drykkjarvatni Garðbúa.

3.Vatnsvernd í Svartsengi.

4.Fjárhagsáætlun HES fyrir 2012.

5.Önnur mál.

Haraldur Helgason setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Starfsleyfi.

Eftirtöldum er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Gildistími leyfa er 12 ár.

-Reykjanesbæ, kt. 470794-2169 til að reka Heimilið Lyngmóa 10, Reykjanesbæ

-Reykjanesbæ, kt. 470794-2169 til að reka Heimilið Lyngmóa 17, Reykjanesbæ

-Reykjanesbær, kt. 470794-2169 til að reka Ragnarssel að Suðurvöllum 7-9, Reykjanesbæ.

-Reykjanebær, kt. 470794-2169 til að reka Íþróttaakademíuna að Krossmóa 58, Reykjanesbæ.

-Gallery förðun, kt. 530600-3190 til að reka tattoostofu og tannhvíttun  að Faxabraut 55, Reykjanesbæ.  Breyting á kt., nafni og starfsemi.  Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

-Draumahár, kt. 100487-4039, til að reka hársnyrtistofu að Keilisbraut 771, Reykjanesbæ.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. skv. rgl. 785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

-Ragnar Guðleifsson, kt.210359-3709, Kirkjuvegur 50, 230 Reykjanesbæ til að reka meindýraeyðingu.

-Olíuverslun Íslands hf., kt.500269-3249, Hafnargötu 7, 240 Grindavík til að reka eldsneytisafgreiðslu til 29. febrúar 2012

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010  um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

-Duus Kaffi, kt. 460511-1860, Duusgötu 10, Reykjanesbæ

-Bó-Inn (Duus Kaffi),  kt. 460511-1860, Hafnargötu 36a, Reykjanesbæ málinu frestað þar til lokaúttekt embættisins hefur farið fram.

2. Mengun í drykkjarvatni Garðbúa.

Aðdragandi málsins og aðgerðir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja voru raktar.  Nefndin staðfestir þá ákvörðun embættisins að loka vatnsbólinu við Heiðarbraut.  Jafnframt hafnar nefndin frekari notkun vatnsbóla í byggð í Sveitarfélaginu Garði.

3. Vatnsvernd í Svartsengi.

Sagt var frá fyrirhuguðum skreiðarhjöllum við Grindarvíkurveg afstöðu þeirra m.t.t. til vatnsbólanna í Gjánni í Lágum.  Nefndin álítur að staðsetning hjallanna brjóti í bága vatnsverndarsjónarmið og hvetur til þess að þeim verði fundinn heppilegri staður.

4. Fjárhagsáætlun HES fyrir 2012.

Framkvæmdastjóri HES kynnti fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.  Nefndi samþykkti áætlunina.

5. Önnur mál.

Úrgangur á jörðinni Stað í Grindavík.  Upplýst var að jarðastofa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis hefur óskað eftir fresti til 1. mars 2012 til að fjarlægja úrgang sem safnað hefur verið saman á jörðinni.  Nefndin hafnar málaleitan ráðuneytisins og veitir frest til 15. desember n.k. til að ljúka úrbótum.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 17.30

=======================================================================================

226. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn að Skógarbraut 945, Reykjanesbæ , fimmtudaginn 27. október 2011, kl. 16.00

Mætt: Haraldur Helgason, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Kristinn Björgvinsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, Guðbjörg Eyjólfsdóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Þjóðbjörg Gunnarsdóttir, fulltrúi Sandgerðisbæjar og Ingvar Gissurarson, fulltrúi Sveitarfélagsins Garðs, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Erna Björnsdóttir, Ríkharður F. Friðriksson og Ásmundur E. Þorkelsson.

Dagskrá:

1.Starfsleyfi.

2.Svínabú Síldar og fiskjar ehf. að Minni Vatnsleysu.

3.Frárennsli fyrirhugaðs eldis Stolts Sea Farm.

4.Önnur mál.

Haraldur Helgason setti fundinn, bauð þau Guðbjörgu og Kristin velkomin á sinn fyrsta fund í heilbrigðisnefnd.  Gengið var til dagskrár.

Magnús færði kveðjur frá Bergi Álfþórssyni fyrrum nefndarmanni sem þakkaði nefndarmönnum samstarfið.  Nefndin þakkaði Bergi sömuleiðis samstarfið.

1. Starfsleyfi.

Eftirtöldum er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Gildistími leyfa er 12 ár.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, kt. 111062-2269 til að reka heimagistingu að Aðalgötu 10, 230 Reykjanesbæ.

Birgitta Jónsdóttir Klasen, kt. 280352-2179, til að reka Náttúrulækninga /Heilsumiðstöð Birgittu að Hafnargötu 48a, 230 Reykjanesbæ.

GSE ehf.  570907-1310, til að reka gistiskála (15 rúm) að Skagabraut 62a, 250 Garði.

Bílaleigan MyCar ehf. kt. 430211-0990, til að reka gistiheimili að Valhallarbraut 761, 235 Reykjanesbæ.

Tattoo KHG, kt. 4908110360, til að reka húðflúrstofu að Eyrargötu 1, 245 Sandgerði.

Hæfingarstöðin, kt. 470794-2169, til að reka dagþjónustu fyrir fólk með fatlanir Hafnargötu 90, 230 Reykjanesbæ.

Félagsþjónusta Sandgerðis, Garðs og Voga/ Skammtimavistun, kt. 460269-4829, Heiðarholti 14-16, 250 Garði til reka skammtímavistun fyrir fatlaða einstaklinga.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. skv. rgl. 785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

Ice Rental – Camper Iceland ehf., kt. 460509-1060, Grófinni 14c,  230 Reykjanesbæ til að reka bílaleigu.

Gse ehf., kt. 570907-1310, Skálareykjavegi 10-12, 250 Garði til að reka fiskvinnslu.

Háteigur ehf., kt. 600193-2449, Vitabraut 1, 233 Reykjanesbæ til að reka fiskvinnslu og heitloftsþurrkun fiskafurða.

Verne Holdings ehf., kt. 620607-0960, Valhallarbraut 868,  235 Reykjanesbæ til að reka 3,6 MW varaaflstöð (orkuveitu).

Slæging ehf., kt.550911-0940, Básvegi 1, 230 Reykjanesbæ til að reka fiskvinnslu.

Hallur Gunnarsson, kt.120464-5079, Fornuvör 3, 240 Grindavík til að reka meindýraeyðingu.

Tímabundin starfsleyfi sbr. 10. lið, 2. fylgiskjal, rgl. 785/1999

Jarðboranir, kt. 590286-1419, Hlíðarsmára 1, 201 Kópavogi til jarðborunar (hreinsunar) á borholu RN-22 við Reykjanesvirkjun.

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., kt. 410693-2169, Gagnheiði 35, 800 Selfoss til jarðborunar (hreinsunar) HSK-22 í Svartsengi.

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., kt. 410693-2169, Gagnheiði 35, 800 Selfoss til jarðborunar (hreinsunar) HSK-23 í Svartsengi.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010  um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

Samkaup hf. Reykjanesbæ, kt. 571298-3769, Krossmóa 4, Reykjanesbæ til að reka innflutnings- og heildverslun með matvæli.

Vöruþjónustan ehf (Bitinn), kt. 530503-2830, Hafnargötu 12, Reykjanesbæ til að reka söluturn og grill.

Inga ehf. (Grillhornið), kt. 520907-0920, Faxabraut 27, Reykjanesbæ til að reka skyndibitastað.

Skólamatur, kt. 590107-0690, Iðavöllum 3d, Reykjanesbæ til að reka miðlægt eldhús fyrir grunn- og framhaldsskóla.

Skólamatur, kt. 590107-0690, Grænásbraut 910, Reykjanesbæ til að reka móttökueldhús.

Skólamatur, kt. 590107-0690, Sunnubraut 36, Reykjanesbæ til að reka móttökueldhús.

2. Svínabú Síldar og fiskjar ehf. að Minni Vatnsleysu.

Rakin voru samskipti embættisins og fyrirtækisins Síldar og fiskjar ehf. vegna mengunarvarnarbúnaðar svínabúsins að Minni Vatnsleysu.  Nefndin samþykkir að veita fyrirtækin frest til og með 30. nóvember n.k. til að ljúka uppsetningu mengunarvarnarbúnaðar.  Hér er um framlengingu á þeim fresti sem fyrirtækið óskaði upphaflega eftir.  Nefndin mun ekki veita frekari fresti í þessu máli og mun taka til umfjöllunar að beita fyrirtækið dagsektum verði frekari tafir á uppsetningu mengunarvarnarbúnaðar.

3. Frárennsli fyrirhugaðs eldis Stolts Sea Farm.

Kynnt voru áform fyrirtækisins um eldi senegal flúru á Reykjanesi.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða fráveitu frá fyrirtækinu.

4. Önnur mál.

Beiðni um undanþágu frá reglugerð um smásölu tóbaks.

Kynnt var ósk Samkaupa um undanþágu fyrir 3 einstaklinga yngri en 18 ára til afgreiða tóbak.  Nefndin hafnaði erindinu.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 17.00

=======================================================================================

225. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ , fimmtudaginn 25. ágúst 2011, kl. 15.00

Mætt: Haraldur Helgason, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Vilhjálmur Árnason, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Þjóðbjörg Gunnarsdóttir, fulltrúi Sandgerðisbæjar og Ingvar Gissurarson, fulltrúi Sveitarfélagsins Garðs, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Erna Björnsdóttir, Ríkharður F. Friðriksson, Stefán B. Ólafsson og Ásmundur E. Þorkelsson. Bergur Álfþórsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga boðaði forföll.

Dagskrá:

1.Starfsleyfi.

2.Beiðni um undanþágu frá reglugerð um smásölu tóbaks.

3.Vatnaveröld.

4.Hólabraut 7 – Húsaskoðunarskýrsla.

5. Staða mála hjá Kaffitár.

6. Fráveitur sveitarfélaga.

7. Hópsnes – timburkurlun – endurvinnsla.

8.Önnur mál.

Haraldur Helgason setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1.Starfsleyfi.

Eftirtöldum er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Gildistími leyfa er 12 ár.

Fótaaðgerðastofa Sibbu, kt. 280755-4199, Steinási 14, 260 Reykjanesbæ til að reka fótaaðgerðastofu.

SKA ehf, kt. 700884-0319, Stóra Knarrarnesi II, 190 Vogar til að reka gististað án veitinga fyrir 6-8 manns.

Hótel Berg, kt. 621210-1570, Bakkavegi 17, 230 Reykjanesbæ til að reka heimagistingu.

GSE. ehf- gistiskáli, kt. 570907-1310, Skagabraut 46, 250 Garði til að reka gistiskála.

Hestamannafélagið Máni, 690672-0229, Sörlagrund 6, 230 Reykjanesbæ til að reka reiðhöll og reiðskóla.

Jöklaborg. kt. 250384-2469, Fjörubraut 1225 1a, 230 Reykjanesbæ til að reka dagvistun fyrir 6-10 börn.

Áslaug Bæringsdóttir, kt.080664-5679 Reykjanesvegi 14, 260 til að reka dagvistun fyrir 6-10 börn.

Svítan – Millvúd pípulagnir ehf., kt. 5410100920, Túngata 10, 230 Reykjanesbæ til að reka heimagistingu.

Tækifærisleyfi

Lionsklúbburinn Keilir, kt. 490192-2209, Aragerði 4, 190 Vogar  til að halda samkomu í veislutjaldi 13. ágúst 2011 kl.22.00-03.00

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. skv. rgl. 785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

JS Rental ehf., kt. 570409-0770, Klettatröð 6, 235 Reykjanesbæ til reka bílaleigu.

Bílaleigan Mycar ehf., kt. 430211-0990, Klettatröð 6, 235 Reykjanesbæ til að reka bílaleigu.

Blue Car Rental, kt. 610502-3420, Fitjabakka 1 E, 260 Reykjanesbæ til að reka bílaleigu.

Íslenska Makrílveiðfélagið ehf., kt. 650299-2569, Hafnarbakka 13, 260 Reykjanesbæ til að reka fiskvinnslu.

ICR ehf., kt. 670709-0510, Brekkustíg 40, 260 Reykjanesbæ, til að reka bílaleigu. Starfsleyfi veitt til 1. júní 2012.

Steypustöðin ehf., kt. 660707-0420, Berghólabraut 8, 230 Reykjanesbæ til að reka steypustöð.

Tímabundin starfsleyfi sbr. 10. lið, 2. fylgiskjal, rgl. 785/1999

Jarðboranir, kt. 590286-1419, Hlíðarsmára 1, 201 Kópavogi til jarðborunar (hreinsunar) á borholu RN-13 við Reykjanesvirkjun.

Sandgerðisbær, kt. 460269-4829, Varðan – Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði til að vera með litla brennu á Norðurgarði við Sandgerðishöfn.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010  um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

Dannhaf, kt. 530411-1170, Hafnargata 26, Reykjanesbæ

Tonboon, kt. 610611-1330, Hafnargata 34, Reykjanesbæ.

2.Beiðni um undanþágu frá reglugerð um smásölu tóbaks

Kynnt var ósk Samkaupa um undanþágu fyrir 5 einstaklinga yngri en 18 ára til afgreiða tóbak.  Nefndin hafnaði erindinu.

3.Vatnaveröld.

Niðurstöður gerlamælinga voru kynntar fyrir nefndinni.  Vegna galla í þeim sýnum sem tekin hafa verið, fyrirskipar nefndin að eftirlit með baðvatni í Vatnaveröld verði aukið á kostnað fyrirtækisins.

4.Hólabraut 7 – Húsaskoðunarskýrsla.

Nefndinni voru kynnt fyrirliggjandi gögn; læknisvottorð, skýrsla Húsa og heilsu og eigin úttektar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja á íbúðarhúsnæðinu að Hólabraut 7.  Með hliðsjón af þessum gögnum samþykkir nefndin að banna afnot af leiguhúsnæði að Hólabraut 7 (3. hæð og ris – fastanúmer 208-9089 – merking 01 0201) í Reykjanesbæ

5. Staða mála hjá Kaffitár.

Nefndinni var kynnt úttekt embættisins á nýjum mengunarvarnarbúnaði hjá fyrirtækinu.  Fram kom að framkvæmdum við búnaðinn er ekki lokið.  Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að fylgja málinu eftir.

6. Fráveitur sveitarfélaga.

Kynntar voru niðurstöður mælinga á hreinleika strandsjávar á eftirlitssvæðinu.

7. Hópsnes – timburkurlun – endurvinnsla.

Lögð var fram umsókn Hópsnes ehf. kt. 470265-0199 um starfsleyfi fyrir endurvinnslu á Stað í Grindavík, landnr. 129203. Nefndin hafnar umsókninni vegna ónógra gagna.

Einnig var lagt fram bréf frá Hópsnesi ehf. þar sem farið er fram á undanþágu frá starfsleyfisskyldu þar til athafnasvæði hefur verið deiliskipulagt. Nefndin hefur ekki heimild í lögum til að veita slíka undanþágu og bendir hlutaðeigandi á að beina erindi sínu til umhverfisráðherra.

8.Önnur mál.

Ósk Reykjanesbæjar um breytingar á samþykkt um hundahald.  Nefndin felur heilbrigðiseftirlitinu að vinna að framgangi málsins í samráði við Reykjanesbæ í ljósi þeirrar umræðu sem spannst á fundinum.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 17.00

=======================================================================================

224. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ , fimmtudaginn 19. maí 2011, kl. 16.00

Mætt: Haraldur Helgason, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Vilhjálmur Árnason, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Þjóðbjörg Gunnarsdóttir, fulltrúi Sandgerðisbæjar, Bergur Álfþórsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Erna Björnsdóttir, Ríkharður F. Friðriksson, Stefán B. Ólafsson og Ásmundur E. Þorkelsson.  Ingvar Gissurarson, fulltrúi Sveitarfélagsins Garðs boðaði forföll.

Dagskrá:

1. Ársreikningur HES 2010

2. Starfsleyfisveitingar

3. Lóðahreinsanir

4. Háaleitisskóli

5. Nudd- og sólbaðsstofa Eyglóar

6. Staða á frestuðun málum

7. Önnur mál

Haraldur Helgason setti fundinn og gengið var til dagskrár.

1. Ársreikningur HES 2010.

Ársreikningur ársins 2010 var lagður fram og kynntur af framkvæmdastjóra.  Heilbrigðisnefnd fagnar niðurstöðum ársreiknings sem eru til vitnis um góða meðferð fjármuna hjá embættismönnum HES sem er öðrum opinberum stofnunum til eftirbreytni.

2. Starfsleyfi.

Eftirtöldum  er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

-Hárhornið s/f, kt. 620201-2860, Hafnargata 11, 240 Grindavík til að starfrækja hárgreiðslustofu.

-Betra hár ehf., kt. 570206-0790, Víkurbraut 62, 240 Grindavík til að starfrækja hárgreiðslustofu.

-Keilir ehf, kt. 500507-0550 til að reka gistiskála í byggingu 744 að Valhallarbraut, 235 Reykjanesbæ.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. skv. rgl. 785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

-Efnalaugin Vík, kt. 430402-2850, Baldursgötu 4, 230 Reykjanesbæ til að reka efnalaug.

-Bílageirinn ehf., kt. 460803-2410, Grófin 14a, 230 Reykjanesbæ til að reka almennar bílaviðgerðir, smurstöð og dekkjaverkstæði.

-Þorbjörn hf., kt. 420369-0429, Hafnargötu 10, 190 Vogum til að reka fiskvinnslu.

-Metanfélag Suðurnesja, kt. 710311-1020, Grænásbraut 910, 235 Reykjanesbæ til sölu og dreifingar á metangasi.

-Nesfiskur, kt. 410786-1179, Iðngarði 10, Garði veitt starfsleyfi til 4. apríl 2012 til að reka heitloftsþurrkun með fiskafurðir.  Haraldur Helgason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010  um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

-Suðurverk hf., kt. 520885-0219 til að reka mötuneyti fyrir starfsmenn við Suðurstrandarveg.

-Barnavagninn ehf., kt. 671010-1400, Gerðavegi 26, Garði til annast framleiðslu á barnamat úr garðávöxtum.

-La Bomba, kt. 110987-2699, Skólabraut 10, Garði til að reka matsöluvagn.

-Landsbankinn hf., kt. 471008-0280, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ til að reka mötuneyti með fullbúnu eldhúsi.

-Gamla Pósthúsið, kt. 241155-3079, Tjarnargötu 26, Vogum til að reka veitingahús.  Málinu frestað þar sem staðfesting byggingarfulltrúa liggur ekki fyrir.

3. Lóðahreinsanir.

Starfsmenn embættisins gáfu nefndinni yfirlit yfir gang mála í lóðahreinsunum sem þegar hafa verið samþykktar á fundum nefndarinnar, auk þess sem fjallað var um mál sem tekin hafa verið til athugunar.

4. Háaleitisskóli.

Nefndin áminnir Háaleitisskóla í Reykjanesbæ sbr. 26. gr. laga nr. 7/1998, fyrir brot gegn 37. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti með því að sjá ekki til þess að fullbúin búnings- og baðaðstaða með salerni sé við íþróttasal skólans.

5. Nudd- og sólbaðsstofa Eyglóar

Nefndin áminnir Nudd- og sólbaðsstofu Eyglóar, sbr. 26. gr. laga nr. 7/1998, fyrir að heimila 13 ára einstaklingi afnot af sólarlampa, sem er brot gegn 2. mgr., 9. gr. laga nr. 44/2002.

6. Staða á frestuðum málum.

-Málefni Hópsness.  Afgreiðslu starfsleyfis var frestað á síðasta fundi v. ófullnægjandi upplýsinga.  Hópsnesi er veittur frestur til 1. ágúst n.k. til að leggja fram tilskilin gögn, sbr. bréf embættisins, dags. 16. mars 2011.

-Málefni Kaffitárs.  Kynnt var staða mála og samskipti embættisins við fyrirtækið.

7. Önnur mál.

Sagt var frá húsnæðismálum embættisins.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 18.15

=======================================================================================

223. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ , fimmtudaginn 10. mars 2011, kl. 16.00

Mætt: Haraldur Helgason, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Vilhjálmur Árnason, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Þjóðbjörg Gunnarsdóttir, fulltrúi Sandgerðisbæjar, Ingvar Gissurarson, fulltrúi Sveitarfélagsins Garðs, Björg Leifsdóttir, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Erna Björnsdóttir, Ríkharður F. Friðriksson, Stefán B. Ólafsson og Ásmundur E. Þorkelsson.

Dagskrá:

1. Starfsleyfi.

2. Baðaðstaða við íþróttasali skóla.

3. Nýjar reglur um merkingu matvæla.

4. Önnur mál.

Haraldur Helgason setti fundinn og gengið var til dagskrár.  Nefndin óskaði Magnúsi Guðjónssyni til hamingju með 25 ára starfsafmæli sitt hjá embættinu.

1. Starfsleyfi.

Eftirtöldum  er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

Birgir Þórarinsson, kt. 230665-5919, Minna Knarrarnesi, 190 Vatnsleysuströnd til að reka heimagistingu.

Bodypower ehf., kt. 531210-1740, Hafnargata 54, 230 Reykjanesbær til að reka heilsuræktarmiðstöð.

Osteopatinn, kt. 050665-5429, Hringbraut 99 e.h., 230 Reykjanesbær til að reka meðferðastofu fyrir Osteópatíu.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. skv. rgl. 785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

ESLA ehf., kt. 710309-0350, Grófinni 18c, 230 Reykjanesbæ til að reka fiskvinnslu.

Ísver ehf., kt. 501105-2520, Hrannargötu 2, 230 Reykjanesbæ til að reka fiskvinnslu.

Fyrirtækinu veitt starfsleyfi til 6 mánaða vegna úrbóta á mengunarvarnarbúnaði.

Nesdekk ehf., kt. 420296-2079, Njarðarbraut 9, 260 Reykjanesbæ til að reka bón og þvottastöð fyrir bifreiðar.

HS Orka hf., kt. 680475-0169, Bakkastíg 22, 260 Reykjanesbæ. Breyting á starfsleyfi Orkuvers í Svartsengi vegna tímabundinnar meðhöndlunar á affallsvökva frá virkjuninni.

Hringrás ehf., kt. 420589-1319, Berghólabraut 27, 230 Reykjanesbæ til að reka endurvinnslu í Helguvík.

Hópsnes ehf., kt. 470265-0199, Verbraut 3, 240 Grindavík til að reka endurvinnslu (moltugerð og kurlun á timbri) á lóð gömlu Atlandslaxstöðvarinnar á Reykjanesi (landnr. 129-203).  Afgreiðslu frestað vegna ófullnægjandi upplýsinga.

Sandgerðisbær, kt. 460269-4829, Varðan – Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði til að reka landmótunarsvæði (jarðvegstipp) austan yndisgróðurs ofan byggðar.  Sveitarfélaginu veitt starfsleyfi til 6 mánaða meðan að unnið er að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði.

Grindavíkurbær, kt. 580169-1559, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, til að reka landmótunarsvæði (jarðvegstipp) við Nesveg. Sveitarfélaginu veitt starfsleyfi til 6 mánaða meðan að unnið er að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði.

Reykjanesbær, kt. 470794-2169, Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbæ, til að reka landmótunarvæði (jarðvegstipp) á sunnan við Ytri-Skor á Vogastapa. Sveitarfélaginu veitt starfsleyfi til 6 mánaða meðan að unnið er að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði.

Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf., kt. 410693-2169, Gagnheiði 35, 800 Selfossi. Tímabundið starfsleyfi til jarðborunarframkvæmdar vegna dýpkunar á borholu HSK – 23 í Svartsengi.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 106/2010  um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 882/2004 frá 29. apríl 2004 um opinbert eftirlit til að staðfesta að lög um fóður og matvæli og reglur um heilbrigði og velferð dýra séu virt, auk áorðinna breytinga og reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

Karma Keflavík ehf., kt. 671210-0420, Grófinni 8, 230 Keflavík til að reka veitingahús.

Þóranna Þórarinsdóttir, kt. 130751-4909, Hófgerði 8b, 190 Vogar til að reka flatkökubakstur að Hafnargötu 2 í Vogum.

Hafnot ehf., kt. 531006-2830, Hafnargötu 28, Grindavík til verkunar á sjávarþangi.

Stjörnufiskur ehf., kt. 611288-1219, Hópsheiði 2, Grindavík til að reka samkomusal með móttökueldhúsi.  Vilhjálmur Árnason vék af fundi meðan þetta erindi var tekið fyrir.

2. Baðaðstaða við íþróttasali skóla.

Sagt var frá athugasemdum og aðgerðum Heilbrigðiseftirlitsins.  Málinu frestað til næsta fundar.

3. Nýjar reglur um merkingu matvæla.

Málinu frestað til næsta fundar.

4. Önnur mál.

Sagt var frá því að rjómabollur frá brauðbúðum á svæðinu sl. bolludag uppfylltu örverufræðileg viðmið.

Sagt var frá því að nú er hægt að fylla út rafrænar umsóknir um starfsleyfi og hundaleyfi

Kynntar voru niðurstöður í dómsmáli vegna lóðarhreinsunar í Sandgerði.

Lögð var fram úrbótaáætlun vegna svínabús Síldar og Fisks ehf. að Minni-Vatnsleyslu.  Nefndin samþykkir áætlunina, en gerir kröfu um að hús nr. 12, skv. framlagðri teikningu, verði tengt við viðunandi mengunarvarnarbúnað fyrir lok ágústmánaðar 2011.  Nefndin áskilur sér rétt til að endurskoða afstöðu sína ef að mengun reynist óviðunandi að mati heilbrigðiseftirlitsins.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 17.30

=======================================================================================

222. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn að Iðavöllum 12, Reykjanesbæ , fimmtudaginn 27. janúar 2011. kl. 16.00

Mætt: Haraldur Helgason, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Vilhjálmur Árnason, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Þjóðbjörg Gunnarsdóttir, fulltrúi Sandgerðisbæjar, Ingvar Gissurarson, fulltrúi Sveitarfélagsins Garðs, Bergur Álfþórsson, fulltrúi Sveitarfélagsins Voga, auk starfsmanna Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Erna Björnsdóttir, Ríkharður F. Friðriksson, Stefán B. Ólafsson og Ásmundur E. Þorkelsson. Stella Marta Jónsdóttir, fulltrúi atvinnurekenda boðaði forföll.

Dagskrá:

1. Gæði drykkjarvatns á Suðurnesjum

2. Baðaðstaða við íþróttasali grunnskólanna

3. Starfsleyfi

4. Önnur mál

1. Gæði drykkjarvatns á Suðurnesjum.

Kynnt var eftirlit, sýnatökur og niðurstöður rannsókna á neysluvatni árið 2010.

2. Baðaðstaða við íþróttasali grunnskólanna.

Lagt fram til kynningar.

3. Starfsleyfi.

Eftirtöldum  er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.  Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

Þjónustumiðstöð fyrir aldraða, kt. 460269-4829, Miðhúsum, Suðurgötu 17-21,

245 Sandgerði til að reka félagsaðstöðu og samkomusal með móttökueldhúsi.

Hársnyrtistofa Margrétar, kt. 060759-5889, Langholti 5, 230 Reykjanesbæ

til að reka hársnyrtistofu.

Eftirtöldum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. skv. rgl. 785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, sbr. verklagsreglur við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

HS Orka hf., Bakkastíg 22, 260 Reykjanesbæ, kt. 680475-0169. Starfsleyfi fyrir jarðvegstipp / landmótunarsvæði við Reykjanesvirkjun á Reykjanesi.

Suðurverk hf., Hlíðarsmára 11, 201 Kópavogur, kt. 520885-0219.  Starfsleyfi fyrir tvær jarðefnanámur á verktíma vegna lagningar Suðurstrandarvegs, náma nr. 4 og 5 sbr. skýrslu um mat á umhverfisáhrifum.

MC09 ehf., Hafnargötu 4, 245 Sandgerði, kt. 550909-0570. Niðursuðuverksmiðju.

HS Orka hf., Bakkastíg 22, 260 Reykjanesbæ, kt. 680475-0169. Breyting á starfsleyfi Orkuvers í Svartsengi vegna tímabundinnar meðhöndlunar á affallsvökva frá virkjuninni.  Málið lagt fram til kynningar og afgreiðslu frestað.

4. Önnur mál.

Fleira var ekki gert og var fundi slitið kl. 17.15