Fundir 2004

185. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 3. desember 2004.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkur, Guðmundur G. Gunnarsson, fulltrúi Sandgerðis, Rafn Guðbergsson fulltrúi Garðs, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Valgerður Sigurvinsdóttir, Bergur Sigurðsson, Ásmundur E. Þorkelsson og Erna Björnsdóttir.

Dagskrá.

1. Starfsleyfi
2. Tóbakskönnun
3. Afskriftir
4. Önnur mál

1. Mál: Starfsleyfi.

Eftirtal fyrirtæki fá staðfesta útgáfu á starfsleyfi sbr. verklagsreglur við útgáfu á starfsleyfum fyrir atvinnurekstur sem talin eru upp í fylgiskjali við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. 
Plastgerð Suðurnesja ehf. (631296-4089) fyrir frauðplastverksmiðju að Framnesvegi 21, 230 Reykjanesbæ.
Fine – Ice ehf. (601004-2670), fyrir fiskvinnslu að Hrannargötu 2, 230 Reykjanesbæ.
Von ehf. (661160-0129), fyrir fiskvinnslu við Skagabraut í Garði.
Ásgarðsbúið (261047-4039), fyrir kanínurækt að Ásgarði 250 Garði.
Njarðtak sf. (621281-2089) fyrir sorphirðu á Suðurnesjum.

Starfsleyfi skv. reglugerð nr. 522/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla, gildistími 12 ár.
Vínbúðin Keflavík, kt. 410169-4369, Hafnargata 51-55, 230Reykjanesbæ.
Atlastaðafiskur ehf., kt. 010104-3550, Fitjabraut 26c, 260 Reykjanesbæ.
Strumpurinn, kt. 260174-3639, Iðndalur 2, 190 Vogar.
B.G. Veitingar. kt. 440804-2840, Hafnargötu 17, 230 Reykjanesbæ.
Grand-Lokur ehf., kt. 420703-2520, Melavegur 11, 260 Reykjanesbæ.
Bláa lónið – veitingahús, kt. 490792-2369, Svartsengi, 240,Grindavík.

Starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.

Með starfsleyfisskilyrðum fyrir snyrtistofur og skylda starfsemi, gildistími 12 ár:
Hársnyrtistofa Anítu, kt. 160872-5949, Starmói 5, 260 Reykjanesbæ.
Snyrti og nuddstofa Rósu Guðnadóttur, kt. 030765-4199, Suðurgötu 10, 245 Sandgerði.
Hársnyrtisofa Svandísar, kt 100364-3459, Suðurgötu 10, 245 Sandgerði.
Nuddstofan Vera, kt. 190359-4929, Suðurgötu 34, 230 Reykjanesbæ.
Sólbaðsstofan, kt. 280637-7269, Holtsgötu 2, 260 Reykjanesbæ.

Með starfsleyfisskilyrðum fyrir líkamsgötun, þar með talið húðflúr, gildistími 4 ár:
Húðflúr og götun ehf., kt. 681004-2620, Hafnargötu 54, 230 Reykjanesbæ.

Með starfsleyfisskilyrðum fyrir heilbrigðisþjónustu og meðferðarstofnanir, gildistími 12 ár:
Sjúkraþjálfun Gylfa, kt. 040761-5949, Suðurvöllum 9, 230 Reykjanesbæ.
Bláa lónið – göngudeild, kt. 490792-2369, Svartsengi, 240 Grindavík.

Með starfsleyfisskilyrðum fyrir íþróttahús og líkamsræktarstöðvar, gildistími 12 ár:
Sundmiðstöðin, kt. 470794-2169, Sunnubraut 31, 230 Reykjanesbæ.
Sundhöllin, kt. 470794-2169, Framnesvegi 9, 230 Reykjanesbæ.
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur, kt. 470794-2169, Þórustíg 1, 260 Reykjanesbæ.
Sundlaug Heiðarskóla, kt. 470794-2169, Heiðarhvammi 10, 230 Reykjanesbæ.
Sundlaug Grindavíkur, kt. 580169-1559, Austurvegi 1, 240 Grindavík.
Íþróttamiðstöðin Sandgerði, kt. 460269-4829, Suðurgötu, 245 Sandgerði.
Íþróttamiðstöðin, kt. 570169-4329, Garðsbraut 94, 250 Garði.
Íþróttamiðstöð Vatnsleysustrandarhrepps,kt. 570169-4329, Hafnargötu 17,190 Vogar.
Lífstíll Vikars ehf., kt. 560704-2830, Vatnsnesvegi 12-14, 230 Reykjanesbæ.
Íþróttahús við sunnubraut 34, kt. 470794-2169, 230 Reykjanesbæ.
Reykjaneshöllin, kt. 470794-2169, Krossmóa 60, 230 Reykjanesbæ.
Íþróttahús Myllubakkaskóla, kt. 470794-2169, Sólvallagötu 6a, 230 Reykjanesbæ.
Íþróttahús Grindavíkur, kt. 580169-1559, Austurvegi 1, 240 Grindavík.
Perlan sól og þrek, kt. 600387-1899, Sunnubraut 31, 230 Reykjanesbæ.
Bláa lónið – heilsulind, kt. 490792-2369, Svartsengi, 240 Grindavík.  Heilbrigðisnefnd felur heilbrigðiseftirlitinu að vinna starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina.
Bláa lónið – snyrtivöruverslun, kt. 490792-2369, Svartsengi, 240 Grindavík.

2. Mál: Tóbakskönnun.

Þann 22. nóvember sl. kannaði Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hvernig ákvæðum laga nr. 6/2002 um tóbaksvarnir um bann við sölu á tóbaki til unglinga yngri en 18 ára er framfylgt í verslunum á svæðinu.  Könnunin fór þannig fram að einstaklingar undir 18 ára aldri fóru í verslanir og gerðu tilraunir til kaupa á tóbaki.  Í kjölfarið komu starfsmenn embættisins og tilkynntu um könnunina og niðurstöðu hennar í viðkomandi verslun. Könnuð var sala á 32 útsölustöðum sem hlotið hafa leyfi heilbrigðisnefndar til tóbakssölu.  Alls seldu 7 (22%) þessara staða tóbak til ungmenna yngri en 18 ára.  Þær verslanir sem seldu tóbak í þessari könnun voru:  Samkaup Grindavík, Samkaup Njarðvík, Kasko Keflavík, Sparkaup Sandgerði, Biðskýlið Njarðvík, Olíufélagið – Aðalstöðin og Ungó.  Öllum verslunum var þann 24. nóvember sl. sent bréf um niðurstöðu könnunarinnar.  Þær verslanir sem gerst höfðu brotlegar fengu jafnframt tilkynningu að til meðferðar væri að áminna þær fyrir brot á tóbaksvarnalögum.  Öllum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við bréf embættisins.  Engar athugasemdir hafa borist.  Samkaup hafa f.h. verslananna: Samkaup Grindavík, Samkaup Njarðvík, Kasko Keflavík og Sparkaup Sandgerði óskað eftir framlengdum fresti til athugasemda.

Í könnuninn var aldur afgreiðslufólks einnig kannaður.  Í einu tilviki reyndist afgreiðslumaður ekki hafa náð 18 ára aldri og var það í Kasko Keflavík. 

Nefndin hafnar beiðni Samkaupa um framlengdan frest til athugasemda og veitir fyrirtækinu áminningu fyrir ítrekuð brot á tóbaksvarnalögum í verslununum Kasko í Keflavík og Sparkaup Sandgerði.

4. Afskriftir reikninga.

Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja leggur fram lista um afskriftir á eftirlitsgjöldum. Nefndin samþykkir afskriftirnar.

3. Önnur mál

Fundi slitið og fleira ekki gert.

——————————————————————————————————————————

184. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 3. nóvember 2004.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkur, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Guðjón Ómar Hauksson, Bergur Sigurðsson og Erna Björnsdóttir.

Dagskrá.

1. Starfsleyfi
2. Lóðahreinsanir
3. Ársreikningur HES 2003
4. Fjárhagsáætlun HES 2005
5. Önnur mál

1. Starfsleyfi.

Eftirtaldar bón og þvottastöðvar fá staðfesta útgáfu á starfsleyfi sbr. verklagsreglur við útgáfu á starfsleyfum fyrir atvinnurekstur sem talin eru upp í fylgiskjali við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu.

Firmex Alex ehf., 560594-2659, Aðalgötu 60, 230 Reykjanesbær.
Hitaveita Suðurnesja, 680475-0169, Bakkastíg 22, 230 Reykjanesbær.
Allt hreint ehf., 711002-2430, Njarðarbraut 19, 230 Reykjanesbær.
BG Bílakringlan ehf., 611292-2289, Grófinni 8, 230, Reykjanesbær.
Alp ehf., 540400-2290, Vatnsnesvegi 1, 230 Reykjanesbær.
S.S. bílaleiga, 190663-3889, Iðjustíg 1, 260 Reykjanesbær.
Bifreiðagæslan ehf., 620693-2869, Bolafæti 1, 260 Reykjanesbær.
G.S. umboðið ehf., 571001-2090, Holtsgötu 52, 260 Reykjanesbær.

Eftirtöldum tannlæknastofum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti og reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér menun. Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

Tannlæknastofa Einars og Kristínar, kt. 090543-4669, Skólavegi 10, 230 Reykjanesbæ.
Tannlæknastofa Benedikts Jónssonar, kt. 130762-7869, Hafnargata 57, 230 Reykjanesbæ.
Tannlæknastofa Inga Gunnlaugssonar, kt. 190554-3339, Hafnargata 57, 230 Reykjanesbæ.
Tannlæknastofa Braga Ásgeirssonar, kt. 200340-2569, Hafnargata 35, 230 Reykjanesbæ
Tannlæknastofa Jóns Björns Sigtryggssonar, kt. 580494-2859, Tjarnargata 2, 230 Reykjanesbæ.
Tannlæknastofa Guðmundar Pálssonar, kt. 011164-4209, Víkurbraut 62, 240 Grindavík.

Skólar og kennslustaðir, endurnýjun starfsleyfa skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti og reglugerð nr. 522/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla.  Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

Grunnskóli Grindavíkur, kt. 580169-1559, Skólabraut 3, 240 Grindavík.
Grunnskólinn í Sandgerði, kt. 671088-5229, Skólastræti, 245 Sandgerði.
Stóru Vogaskóli, kt. 670269-2649, Akurgerði 2, 190 Vogar.
Gerðaskóli, kt. 570169-4329, Garðbraut 90, 250 Garður.
Myllubakkaskóli, kt. 470794-2169, Sólvallagötu 6, 230 Reykjanesbæ.
Heiðaskóli, kt. 470794-2169, Heiðarhvammi 10, 230 Reykjanesbæ.
Holtaskóli, kt. 470794-2169, Sunnubraut 32, 230 Reykjanesbæ.
Njarðvíkurskóli, kt. 470794-2169, Norðurstíg 4, 260 Reykjanesbæ.
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, kt. 470794-2169, Skólavegi 1, 230 Reykjanesbæ.

Matvælafyrirtæki, skv. reglugerð nr. 522/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla.  Gildistími starfsleyfa er 12 ár.

Fitjavík ehf., kt. 691004-3410, Fitjum, 260 Reykjanesbæ.
BG Veitingar ehf., kt. 440804-2840, Hafnargötu 17, 230 Reykjanesbæ.

Hársnyrti- og snyrtistofur, reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti, gildistími 12 ár.  Endurnýjun.
Nudd- og sólbaðsstofa Eyglóar, kt. 100846-7569, Brekkubraut 11, 230 Reykjanesbæ.
Nuddstofan Betri líðan, Hafnargötu 54, kt. 040561-3829, 230 Reykjanesbæ.
Hársnyrtistofan Rossini, Hafnargötu 6, kt. 570894-2859, 240 Grindavík.
Snyrtistofan Dana, kt. 680180-0169, Hafnargötu 41, 230 Reykjanesbæ.
Carino, Hafnargötu 21, kt.030173-5469, 230 Reykjanesbæ.

Nýtt starfsleyfi.
Snyrtistofan Dekrið, kt. 081079-4719, Brekkubraut 1 n.h., 230 Reykjanesbæ.

2. Lóðahreinsanir.

Nefndin samþykkti að láta hreinsa lóðirnar að Iðndal 23 og Iðndal 8 í Vogum á kostnað eigenda.

3. Ársreikningur HES 2003

Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja leggur fram ársreikning embættisins. Ársreikningarnir samþykktir.

4. Fjárhagsáætlun HES 2005

Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kynnir fjárhagsáætlun fyrir árið 2005. Samþykkt að leggja drög að fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsnefnd SSS.

5. Önnur mál

Fundi slitið og fleira ekki gert.

——————————————————————————————————————————

183. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 15. september 2004.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Rafn Guðbergsson fulltrúi Garðs, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkur, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Guðjón Ómar Hauksson og Erna Björnsdóttir.

Dagskrá.

1. Starfsleyfi
2. Málefni leikskóla á Suðurnesjum
3. Drykkjarvatn í Höfnum
4. Umhverfismál
5. Önnur mál

1. Starfsleyfi.

Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 522/1994 matvælaeftirlit og hollustuhættir við framleiðslu og dreifingu matvæla og reglugerð nr. 941/2001 um hollustuhætti, gildistími 12 ár.

Sambýlið að Lyngmóa 17, kt. 641000-3880, Lyngmóa 17, 260 Reykjanesbæ.
Sambýlið að Lyngmóa 10, kt. 621190-1059, Lyngmóa 10, 260 Reykjanesbæ
.
Duushús menningarmiðstöð, kt. 470794-2169, Duusgata 2-10, 230 Reykjanesbæ.
Lyfja Keflavík, kt. 531095-2279, Hringbraut 99, 230 Reykjanesbæ.
Lyfja-útibú, kt. 531095-2279, Víkurbraut 62, 240 Grindavík.
Nesbú ehf., kt. 711203-2140, Iðndal 23, 230 Reykjanesbæ.
Flugfiskur, kt. 530594-2039, Vitatorg 1, 245 Sandgerði.
Hinn punkturinn ehf. kt. 450804-3390, Hafnargata 31, 230 Reykjanesbæ.
Hefðir ehf., kt. 670601-2260, Heiðvangur 20, 220 Hafnarfirði.
Nýfiskur ehf., kt. 510496-2489, Hafnargötu 1, 245 Sandgerði.
Guðdís ehf., kt. 460502-6240, Vesturgata 37, 230 Reykjanesbæ.
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar, kt. 530892-2259, Kálfatjörn, 190 Vogum.
Grilljón ehf., kt. 560503-3260, Hafnargata 7a, 240 Grindavík.
Sjóarinn ehf. kt. 480704-2310, Hafnargata 9, 240 Grindavík.
Fylgifiskar, kt. 440602-4010, Hólmsvelli í Leiru, 250 Garði.
Atlastaðafiskur, kt. 610104-3550, Hafnarbraut 11, 260 Reykjanesbæ.
Leikskólinn Heiðarsel, kt. 470794-2169, Heiðarbraut 27, 230 Reykjanesbæ.
Leikskólinn Gimli , kt. 470794-2169, Hlíðarvegi 7, 260 Reykjanesbæ.
Leikskólinn Króki, kt. 630800-2930, Króki 1, 240 Grindavík:
Leikskólinn Sólborg, kt. 460269-8429, Sólheimum 4, 245 Sandgerði.
Leikskólinn Holt, kt. 470794-2169, Stapagötu, 260 Reykjanesbæ.
Leikskólinn Suðurvellir, kt. 551096-2039, Suðurgata1-3, 190 Vogar.
Leikskólinn Gefnaborg, kt. 101149-2509, Sunnubraut 3, 250 Garði.
Leikskólinn Tjarnarsel, kt. 470794-2169, Tjarnagata 19, 230 Reykjanesbæ.
Leikskólinn Hjallatún, kt. 470794-2169, Vallarbraut 20, 260 Reykjanesbæ.
Leikskólinn Vesturberg, kt. 470794-2169, Vesturbraut 13, 230 Reykjanesbæ.
Leikskólinn Laut, kt. 580169-1559, Við Dalbraut, 240 Grindavík.
Leikskólinn Garðasel, kt. 470794-2169, Hólmgarði, 230 Reykjanesbæ.
Heiðarbólsvöllur, kt. 470794-2169, Heiðaból 47a, 230 Reykjanesbæ.
Brekkustígsvöllur, kt. 470794-2169, Brekkustíg 11, 260 Reykjanesbæ.

Eftirtalin fyrirtæki fá staðfesta útgáfu á starfsleyfi sbr. verklagsreglur við útgáfu á starfsleyfum fyrir atvinnurekstur sem talin eru upp í fylgiskjali við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu.

Fyrir bálkesti á Ljósanótt, þann 03.09.04. – Reykjanesbær (470794-2169).
Fyrir flugeldasýningu á Ljósanótt, þann 03.09.04. – Reykjanesbær (470794-2169).
Leyfi fyrir flugeldasýningu á Sandgerðisdögum í Sandgerði þann 28.08.04 – Björgunarsveitin Sigurvon (521078-0309).
Leyfi til hvalskurðar vegna vísindaveiða að Strandgötu 20 í Sandgerði – Félag hrefnuveiðimanna (600799-3129).
Fyrir þvottastöð – OJT flutningar (631003-2730).

 Tóbakssöluleyfi.

JPJ Veitingar ehf., kt. 430604-3840, Hafnargötu 30, 230 Reykjanesbæ.

2. Málefni leikskóla á Suðurnesjum

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja greindi frá eftirliti Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja í leikskóla svæðisins dagana 17. – 31. ágúst.

Starfsleyfisskilyrði fyrir leikskóla lögð fyrir nefndina. Heilbrigðisnefnd samþykkti starfsleyfisskilyrðin.

3. Drykkjarvatn í Höfnum

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kynnir bréf embættisins til Umhverfisstofnunar um drykkjarvatn í Höfnum. Dregið hefur úr seltu í vatninu og má hugsanlega rekja breytinguna til þess að vatnsfrekur iðnaður sem áður var á svæðinu hefur hætt starfsemi.

4. Umhverfismál.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja greindi frá afskiptum embættisins af mannvirkjum í niðurníðslu við fyrrum laxeldi að Stað í Grindavík. Landið er í eigu Landbúnaðarráðuneytisins.  Nefndin samþykkir lóðarhreinsun umræddrar lóðar á kostnað lóðareiganda.

Heilbrigðisnefnd samþykkti að láta koma olíumenguðum jarðvegi á Bergvegi 24 í Reykjanesbæ í förgun á kostnað mengunarvalds.

5. Ársreikningur.

Ársreikningur fyrir árið 2003 lagður fram til kynningar.

 Fleira var ekki gert og fundi slitið.

——————————————————————————————————————————

182. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 2. júní 2004.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Guðmundur G. Gunnarsson, fulltrúi Sandgerðis, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkur, Albert B. Hjálmarsson fulltrúi Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Ásmundur E. Þorkelsson, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.

1. Starfsleyfi
2. Umhverfismál
3. Matvælamál
4. Önnur mál

1. Starfsleyfi.

Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi skv. matvælareglugerð:
Matarlyst Atlanta, kt. 541101-2250, Iðavellir 1, 230 Reykjanesbæ vegna veitingarekstrar á Flughóteli, Hafnargötu 57, Reykjanesbæ.

 2. Umhverfismál

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja greindi frá afskiptum Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja af nokkrum fyrirtækjum.

3. Matvælamál

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja greindi frá fyrirhuguðum könnunum sem farið verður í á næstunni. Könnun á sölu tóbaks til unglinga yngri en 18 ára og könnun á gerlafræðilegu ástandi íss úr ísvélum.

 4. Önnur mál.

Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja greindi frá stöðu mála og áformum varðandi nýja kattasamþykkt.

Fleira var ekki gert og fundi slitið.

——————————————————————————————————————————

181. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 6. maí 2004.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, fulltrúi Sandgerðis, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkur, Rafn Guðbergsson, fulltrúi Sv – Garðs, Albert B. Hjálmarsson fulltrúi Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Ásmundur E. Þorkelsson, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.

1. Starfsleyfi
2. Áminning v. pramma í Njarðvíkurhöfn
3. Mál Íslandslax
4. Starfsmannamál
5. Önnur mál

1. Starfsleyfi.

Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi skv. matvælareglugerð:
Veitingahúsið Vitinn (090155-2459), Hafnargötu 4 – Reykjanesbæ.
Eggert og Laufey ehf. (Ungó) (590404-2090), Móavegur 1 – Reykjanesbæ.
Fiskbúðin Vík ehf. (410304-2950), Hringbraut 92 – Reykjanesbæ.

 Skv. hollustuháttareglugerð nr. 491/2002:
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (530892-2559), Kálfatjörn – Vatnsleysuströnd.
Útskálar (670269-5749), Garðsbraut 69a – Garði.

Formaður vék af fundi.
Hjalti Guðmundsson (611299-3469), Víkurbraut 3 – Keflavík fær staðfesta útgáfu á starfsleyfi fyrir vélsmiðju sbr. verklagsreglur við útgáfu á starfsleyfum fyrir atvinnurekstur sem talin eru upp í fylgiskjali við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu.
Formaður kom aftur á fundinn.

2. Áminning v. pramma í Njarðvíkurhöfn

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kynnti samskipti Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja við eiganda prammans sem legið hefur óhreyfður í Njarðvíkurhöfn um nokkurra ára skeið. Eftirfarandi var fært til bókar.

Prammi Einar S. Svavarssonar hefur staðið óhreyfður svo árum skiptir við Njarðvíkurhöfn. Sýnt er að pramminn er dauðagildra fyrir fugla. Enn hafa ekki orðið slys á börnum en ástand prammans fer versnandi og er slysahættan augljós. Nefndin áminnir eigandann fyrir langvarandi aðgerðar- og ábyrgðarleysi og veitir honum frest til 1. júní n.k. til þess að koma prammanum í löglega förgun eða til þess að koma með öðrum hætti í veg fyrir þá slysahættu sem af honum stafar.

3. Mál Íslandslax

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja greindi frá bréfaskrifum embættisins til Umhverfisstofnunar vegna meindýraplágu við Íslandslax í Grindavík.

Heilbrigðisnefnd gerir athugasemdir við afskiptaleysi Umhverfistofnunar af fiskeldi Íslandslax hf. að Stað í Grindavík. Skortur á eftirliti og eftirfylgni vegna fráveitumála hefur valdið meindýraplágu í nánasta umhverfi fyrirtækisins. Slælegt eftirlit stofnunarinnar er til þess fallið að þyngja störf heilbrigðisnefnda gagnvart öðrum fyrirtækjum. Nefndin beinir því til stofnunarinnar að hún taki á málinu þegar í stað.

4. Starfsmannamál

Heilbrigðisnefnd samþykkir að ráða Ernu Björnsdóttur hjúkrunarfræðing í 50% starf hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.

5. Önnur mál

Auglýsing um lóðahreinsanir lögð fyrir nefndina.

Greint frá samskiptum Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og Olíuverzlunar Íslands í kjölfar áminningar sem fyrirtækinu var veitt á síðasta fundi nefndarinnar.

Greint frá stöðu mála er varða fráveitu Haustaks á Reykjanesi.

Fleira var ekki gert og fundi slitið.

——————————————————————————————————————————

180. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 3. mars 2004.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Albert B. Hjálmarsson fulltrúi Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Ásmundur E. Þorkelsson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.

1.      Starfsleyfi
2.
      Olís í Grindavík
3.
      Virkjun á Reykjanesi
4.
      Afskipti af nokkrum fyrirtækjum á umhverfissviði.
5.
      Önnur mál

1. Starfsleyfi.

Starfleyfi skv. reglugerð nr. 491/2002 um hollustuhætti.

Félagsheimili Framsóknarmanna, kt. 450190-1799, Hafnargata 62, 230 Reykjanesbæ.

2. Olís í Grindavík.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kynnti samskipti Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja við Olíuverzlun Íslands hf. vegna stöðvar fyrirtækisins í Grindavík. Heilbrigðisnefnd áminnir Olíuverzlun Íslands hf. fyrir margvísleg brot á reglugerð nr. 35/1994 um varnir gegn olíumengun  frá starfsemi í landi. Heilbrigðisfulltrúa falið að koma áminningunni á framfæri við fyrirtækið.

 3. Virkjun á Reykjanesi.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kynnti matsskýrslu fyrir áformaða jarðhitanýtingu á Reykjanesi. Starfsleyfisumsókn Hitaveitu Suðurnesja var lögð fyrir nefndina. Nefndin gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við áform Hitaveitu Suðurnesja um virkjun á Reykjanesi. Starfsleyfi nefndarinnar verður unnið í samræmi við efni skýrslunnar um mat á umhverfisáhrifum og úrskurðar Skipulagsstofnunar dags. 27.  september 2002.

4. Afskipti af nokkrum fyrirtækjum á umhverfissviði.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja greindi frá afskiptum embættisins af nokkrum fyrirtækjum vegna umhverfismála.

5. Önnur mál

Fleira var ekki gert og fundi slitið.

179. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 4. febrúar 2004.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Rafn Guðbergsson fulltrúi Garðs, Albert Hjálmarsson fulltrúi Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Ásmundur E. Þorkelsson, Valgerður Sigurvinsdóttir, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.

1.      Drög að samþykkt um kattahald á Suðurnesjum.
2.
      Drög að samþykkt um rotþrær í Grindavík.
3.
      Drög að samþykkt um fráveitu í Grindavík.
4.
      Afskriftir gjalda.
5.
      Málefni Friðaróss ehf.
6.
      Starfsleyfi.
7.
      Niðurstöður könnunnar um sölu tóbaks til unglinga á Suðurnesjum.
8.
      Önnur mál.

1. Drög að samþykkt um kattahald á Suðurnesjum.

Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kynnti drög að samþykkt og gjaldskrá um kattahald á Suðurnesjum. Nefndin samþykkir drögin með áorðnum breytingum.

2. Drög að samþykkt um rotþrær í Grindavík.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kynnti innsend drög Grindavíkurbæjar að samþykkt um rotþrær. Nefndin felur fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að gera athugasemd við orðalag 6. gr. til samræmingar. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við framkomin drög.

3. Drög að samþykkt um fráveitu í Grindavík.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kynnti innsend drög Grindavíkurbæjar að samþykkt um fráveitu. Nefndin felur fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að gera athugasemd við 8., 13., og 17. grein. Að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við drögin.

4. Afskriftir gjalda.

Hundaeftirlitsmaður lagði fram lista um afskriftir vegna hundaleyfisgjalda að upphæð 228.556 kr.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja leggur fram lista um afskriftir á eftirlitsgjöldum að upphæð 388.725 kr.

Nefndin samþykkir afskriftirnar.

5. Málefni Friðaróss ehf.

Umsókn Líknarfélagsins Friðarós, kt. 700603-2020, Auðnum í Vogum um starfsleyfi hafnað af nefndinni.

6. Starfsleyfi.

Eftirtöldum fyrirtækjum er veitt starfsleyfi.

Sæbýli (611093-2179), Vogavík, 190 Vogar, skv. sértækum skilyrðum.

Eftirtalin fyrirtæki fá staðfesta útgáfu á starfsleyfi sbr. verklagsreglur við útgáfu á starfsleyfum fyrir atvinnurekstur sem talin eru upp í fylgiskjali við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu.

Olíufélagið ehf. (541201-3940), til reksturs á bensínstöð að Iðndal 2 í Vogum.

Olíufélagið ehf. (541201-3940), til reksturs á bensínstöð að Víkurbraut 31 í Grindavík.

AB fiskverkun (700603-3690), til reksturs á fiskvinnslu að Iðngarði 14 í Garði.

Fiskverkun KG (600700-3160) til reksturs á fiskverkun að Brekkugötu 2 í Vogum.

Bílaþjónustan (220671-5859) til reksturs á bílaverkstæði að Iðndal 23 c 190 Vogum.

Skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti:

Helgasport (581103-3360), Hafnargata 28, Grindavík. Leyfið gildir til þriggja mánaða.
Dýralæknastofa Suðurnesja ehf. (541103-2870), Hringbraut 92a, Reykjanesbæ. Leyfið gildir til átta ára.

7. Niðurstöður könnunnar um sölu tóbaks til unglinga á Suðurnesjum.

Kynntar voru niðurstöður þriðju könnunar HES og Samsuðs á sölu á tóbaki til unglinga á Suðurnesjum. Heilbrigðisnefnd þakkar Samsuð fyrir vel unnin störf með von um gott samstarf í framtíðinni.

Fleira var ekki gert og fundi slitið.