Fundir 2003

178. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 12. desember 2003.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, Garðar Vignisson, Guðmundur G. Gunnarsson, Hulda Matthíasdóttir, Birgir Þórarinsson auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Ásmundur E. Þorkelsson, Guðjón Ómar Hauksson, Valgerður Sigurvinsdóttir og Bergur Sigurðsson. Forföll boðaði: Albert Hjálmarsson.

Dagskrá.

1.      Fjárhagsáætlun HES, önnur umræða

2.      Sorphirðusamþykkt fyrir Suðurnes

3.      Tillaga um deiliskipulag Hlíðarhverfis í Reykjanesbæ

4.      Starfsleyfi

5.      Önnur mál

1. mál Fjárhagsáætlun HES, önnur umræða

Nefndin samþykkir fjárhagsáætlunina.

2. mál Sorphirðusamþykkt fyrir Suðurnes

Nefndin samþykkir framlagða sorphirðusamþykkt.

3. mál Tillaga um deiliskipulag Hlíðarhverfis í Reykjanesbæ

Í rannsókn Wyle laboratories frá feb. 1999 og KM dags. júlí 2000, kemur fram að hávaði á svæðinu sé yfir mörkum reglugerðar nr. 933/1999 um hávaða. M.v.í. 8. gr. rgl. heimilar heilbrigðisnefnd Suðurnesja nýtingu svæðisins, sbr. tillögu Reykjanesbæjar að breyttu aðalskipulagi, enda verði hönnun húsnæðis í samræmi við það sem fram kemur í skýrslunni „Hjallasvæði – hljóðvist“ sem unnin var af Almennu verkfræðistofunni hf. í samstarfi við Steindór Guðmundsson hjá Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins. Þannig skal tryggt að hljóðvist innandyra sé í samræmi við reglugerð um hávaða.

Áður en heilbrigðisnefnd getur tekið afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að byggja á svæðinu sem afmarkast af Flugvallarvegi, fyrirhuguðum nýjum Flugvallarvegi og fyrirhuguðum Bolafæti þarf að liggja fyrir úttekt á því hvort og til hvaða mótvægisaðgerða skuli gripið til til þess að tryggja að olíulykt valdi ekki ónæði í íbúðarhúsnæði.

4. mál Starfsleyfi

Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi skv. hollustuháttareglugerð nr. 941/2003.

Húsfélagið Víkurbraut 46, kt. 640392-2749, Víkurbraut 46, 240 Grindavík.

Nuddstofa Gullýar, kt. 190466-4779, Heiðartúni 2, 250 Garði.

Kaffitár ehf., kt. 440996-2649, Stapabraut 7, 260 Njarðvík er veitt starfsleyfi skv. matvælareglugerð nr. 522/1994 og reglugerð nr. 785/1999 um atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Leyfið gildir til átta ára.

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja veitti eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi skv. rg. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun:

Hafrannsóknastofnunin (440100-4140), að Stað í Grindavík.

Brunavarnir Suðurnesja, k.t. 490775-0569, að Berghólabraut 11 í Helguvík.

Hulda Matthíasdóttir vék af fundi.

 Háteigur ehf. (600193-2449), forþurrkun fiskafurða í lokuðu kerfi, Sandgerðisvegi 7, 250 Garði. Leyfið gildir til tíu ára.

Háteigur ehf. (600193-2449), heitlofts- eftirþurrkun fiskafurða, Vitabraut 1, 233 Reykjanesi. Leyfið gildir til tíu ára.

Hulda Matthíasdóttir kom aftur á fundinn.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja greinir frá útgáfu á starfsleyfi til handa Fiskverkun KG (k.t. 600700-3160) að Brekkugötu 2 í Vogum skv. verklagsreglum við útgáfu á starfsleyfum fyrir atvinnurekstur sem talin eru upp í fylgiskjali við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu. Heilbrigðisnefnd samþykkir útgáfuna.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja greindi frá tillögu Umhverfisstofnunar að starfsleyfi til handa Sorpeyðingarstöð Suðurnesja fyrir brennslustöð í Helguvík. Heilbrigðisnefnd felur Heilbrigðiseftirliti að senda stofnuninni umsögn um tillöguna.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja lagði fram tillögur að starfsleyfisskilyrðum fyrir bálkesti og brennur. Nefndin samþykkir skilyrðin.

5. mál Önnur mál

Framkvæmdastjóri lagði fram bréf dagsett 11. desember 2003 frá SSS varðandi kattahald á Suðurnesjum. Nefndin felur heilbrigðiseftirliti að undirbúa málið fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

177. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 5. nóvember 2003.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, Garðar Vignisson, , Guðmundur G. Gunnarsson, Hulda Matthíasdóttir auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson. Forföll boðuðu: Albert Hjálmarsson og Birgir Þórarinsson

Dagskrá.

1.      Starfsleyfi

2.      Kynning á umhverfismati fyrir Suðurstrandarveg

3.      Ársreikningur HES 2002, seinni umræða

4.      Drög að fjárhagsáætlun HES fyrir 2004.

5.      Önnur mál

1. mál Útgáfa starfsleyfa

Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi skv. hollustuháttareglugerð nr. 941/2003.

Júlíus Stefánsson, kt. 171139-4499, Strandgata 8, 245 Sandgerði (starfsmannaíbúðir)

Edilon, kt. 020178-4479, Túngata 12, 230 Reykjanesbæ (Hársnyrtistofa)

Safnaðar og félagsheimili Innri Njarðvíkurkirkju, kt. 480480-0159,

Njarðvíkurbraut 36, 260 Reykjanesbæ (Samkomuhús með móttökueldhúsi)

Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi skv matvælareglugerð nr. 522/1994.

Berlind Hallgrímsdóttir, kt. 270365-4349, Tjarnargata 26, 190 Vogum (Söluturn).

Olsen Olsen, kt. 690396-2629, Hafnargata 17, 230 Reykjanesbæ. (Veitingahús – endurnýjun leyfis)

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja greinir frá útgáfu á starfsleyfi skv. verklagsreglum við útgáfu á starfsleyfum fyrir atvinnurekstur sem talin eru upp í fylgiskjali við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu.

Vélaleiga Antons Pálssonar, k.t. 091047-4469, að Bolafæti 9 í Njarðvík fékk starfsleyfi til átta ára þann 13. október s.l.

Heilbrigðisnefnd samþykkir útgáfuna.

2. mál Kynning á umhverfismati fyrir Suðurstrandarveg.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kynnti mat á umhverfisáhrifum fyrir Suðurstrandarveg.

3. mál Ársreikningur HES 2002, seinni umræða.

Ársreikningar ræddir og samþykktir.

4. mál Drög að fjárhagsáætlun HES fyrir 2004.

Framkvæmdastjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun.

5. mál Önnur mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

176. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 1. október 2003.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Albert Hjálmarsson fulltrúi Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.

1.      Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, seinni umræða

2.      Útgáfa starfleyfa

3.      Umhverfismál

4.      Önnur mál

1. mál ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja

Seinni umræðu frestað til næsta fundar.

2. mál Útgáfa starfsleyfa

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja greinir frá útgáfu á starfsleyfi skv. verklagsreglum við útgáfu á starfsleyfum fyrir atvinnurekstur sem talin eru upp í fylgiskjali við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu.

Fyrirtækið Slægingarþjónusta Suðurnesja, k.t. 680501-2110, að Hafnarbakka 13 í Njarðvík fékk starfsleyfi til átta ára þann 22. september s.l.

Heilbrigðisnefnd samþykkir útgáfuna.

Hafnarvideo, Vitatorgi 9, 245 Sandgerði, kt. 690903-3850, veitt starfsleyfi skv. rg. 522/1994 um matvæli.

Perlunni, Sunnubraut 31, 230 Reykjanesbæ, kt. 600387-1899, veitt starfsleyfi skv. rg. 941/2002 um hollustuhætti.

3. mál Umhverfismál

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja greinir frá afskiptum embættisins af nokkrum fyrirtækjum.

Málefni Trésmíðaverkstæðis Stefáns og Ara, kt. 580189-1729, lagt fyrir nefndina. Heilbrigðisnefnd felur heilbrigðisfulltrúa að veita fyrirtækinu loka frest til 1. nóvember til þess að senda embættinu tímasetta áætlun um úrbætur.

Drög að viðbragðsáætlun við umferðar og mengunaróhöppum við vatnsverndarsvæðið að Lágum, norðan við Blaálónið og sunnan við Seltjörn kynnt fyrir nefndinni.

3. mál Önnur mál

Fleira ekki gert og fundi slitið.

175. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 15. september 2003.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Hulda Matthíasdóttir, fulltrúi Gerðahrepps, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Guðmundur G. Gunnarsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar, Albert Hjálmarsson fulltrúi Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Ásmundur E. Þorkelsson, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.

1.      Útgáfa starfsleyfa skv. matvæla- og hollutstuháttareglugerð

2.      Verklagsreglur um útgáfu starfleyfa á mengunarvarnarsviði

3.      Könnun á sölu tóbaks til ungmenna yngri en 18 ára

1. mál Útgáfa starfsleyfa skv. matvæla- og hollutstuháttareglugerð.

Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi skv. reglugerð 522/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla.

1.Ungó, kt. 250380-5189, Hafnargata 6, 230 Keflavík

2.Bárður ehf., kt. 590601-2090, Hafnargata 30, 230 Keflavík

3.Tralli ehf., kt. 700703-2660,  Hafnargat 9, 240 Grindavík

4.Mamma mía Vogar, kt. 140472-2049, Iðndalur 2, 190 Vogar

5.Slysavarnardeildin Þorbjörn, kt. 591283-0229, Seljabót 10, 240 Grindavík

Fyrirtæki veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 941/2002 hollustuhætti.

1.Lifestyle á Íslandi ehf., kt. 490501-2310, Vatnsnesvegur 12, 230 Keflavík

2. mál Verklagsreglur um útgáfu starfleyfa á mengunarvarnarsviði

Tillögur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að verklagsreglum við útgáfu á starfsleyfum fyrir atvinnurekstur sem talin eru upp í fylgiskjali við auglýsingu nr. 582/2000 frá umhverfisráðuneytinu.

Tillögurnar samþykktar.

3. mál ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja

Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps gekk inn á fundinn.

Magnús H. Guðjónsson leggur drög að ársreikningi fyrir 2002 fyrir nefndina.

4. önnur mál

a. Rætt var um aðkomu embættisins að brennum sem fara fram vegna ýmissa mannfagnaða.

b. Könnun á sölu tóbaks til ungmenna yngri en 18 ára.

Þann 11. og 13. júní sl. var gerð könnun á tóbakssölu til unglinga yngri en 18 ára.  Könnuð var sala á 31 útsölustað sem hlotið hafa leyfi heilbrigðisnefndar til tóbakssölu.  Alls seldu 5 (16%) þessara staða tóbak til ungmenna yngri en 18 ára.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og SamSuð (Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) hafa gert með sér sérstakan samstarfssamning um gerð kannana á tóbakssölu til ungmenna yngri en 18 ára.

Könnunin fór þannig fram SamSuð valdi 15 ára unglinga úr félagsmiðstöðvum á svæðinu.  Aflað var skriflegs samþykkis foreldra þeirra fyrir þátttöku í könnuninni.  Á sölustöðum báðu ungmennin um 1 pakka af algengri tegund vindlinga.  Í kjölfarið kom heilbrigðisfulltrúi í verslunina og kynnti könnunina og árangur verslunarinnar.  Í þeim tilvikum sem sala fór fram var farið fram á að tóbaki væri skilað og það fengist endurgreitt.  Orðið var við því í öllum tilvikum.

Niðurstaða þessarar könnunar er mun betri en niðurstaða fyrri könnunar, þegar 55% útsölustaða seldu unglingum tóbak.  Heilbrigðiseftirlitið telur þó að betri árangur verði að nást í þessum efnum og mun fylgja málinu eftir með fleiri könnunum og afturköllun tóbakssöluleyfa ef með þarf.

Niðurstöður könnunarinnar.

Staðir sem seldu unglingum tóbak í könnun í júní 2003.

Aðal-Braut ehf. – Víkurbraut 31, Grindavík

Bónus-Video            – Baldursgötu, Reykjanesbæ

Hemmi og Valdi ehf. – Hafnargata 6, Reykjanesbæ

Ný-ung ehf. – Iðavöllum 14b, Reykjanesbæ

Olíuverslun Íslands – Hafnargata 7, Grindavík

Staðir sem ekki seldu unglingum tóbak í könnun í júní 2003.

Garði.

Hraðbúð ESSO (Hinni ehf.) Heiðartúni 1

Sparkaup Garði Gerðavegi 1


Grindavík.

Myndsel – Hafnargata 1

Olís umboðið – Seljabót 6

Samkaup Grindavík – Víkurbraut 60

Skeljungur hf. – Seljabót 1

Söluturninn – Víkurbraut 62

Verslunin Bára ehf. – Hafnargötu 6, Reykjanesbæ.

10-11 Hraðkaup – Hafnargata 52-55

Biðskýlið Njarðvík – Hólagata 20

Brautarnesti – Hringbraut 93b

Fitjaborg ehf. – Fitjum

Fitjagrill ehf. – Fitjum

G. Hreinsson ehf. Fíakaup – Holtsgata 24

Kasko Keflavík  – Iðavöllum 14

Nóatún – Túngata 1

Ný-ung ehf. – Hafnargötu 12

Olíufélagið hf. – Hafnargötu 86

Olíuverslun Íslands – Fitjabraut 38

Samkaup Njarðvík – Krossmóa 4

Sparkaup Hringbraut – Hringbraut 55

Verslunin Hólmgarður – Hólmgarður 2


Sandgerði.

Shellskálinn Sandgerði – Strandgötu 15

Sparkaup Sandgerði – Miðnestorgi 1

Vökull ehf. – Vitatorgi


Vogum.

Esso Vogum – Iðndal 2


Fleira ekki gert og fundi slitið.

174. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 12. júní 2003.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Hulda Matthíasdóttir, fulltrúi Gerðahrepps, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Guðmundur G. Gunnarsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar, Albert Hjálmarsson fulltrúi Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.

1.      Tankar Tankastöðvarinnar ehf. við Njarðvíkurhöfn.

2.      Málefni Vitans í Sandgerði.

1. mál Tankar Tankastöðvarinnar ehf. við Njarðvíkurhöfn.

Bréf Tankastöðvarinnar ehf., dags. 11. júní s.l., var lagt fyrir nefndina.

Ekkert í bréfinu gefur til kynna að Tankastöðin hafi í hyggju að koma umræddum tönkum í ásættanlegt horf í fyrirsjáanlegri framtíð.

Fyrir liggja gögn um marg ítrekaðar athugasemdir og tilraunir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að fá Tankastöðina ehf. til að bæta úr slysahættu og umhverfislýtum, sem af athafnasvæðinu stafa, sem engan árangur hafa borið. Samþykkir nefndin í því ljósi að láta rífa tankana átta á lóðum Hafnarbrautar 1 og Hafnarbakka 15 á kostnað Tankastöðvarinnar ehf. sem er lóðarhafi og eigandi mannvirkjanna.

Þá samþykkir nefndin að láta fjarlægja lausamuni af lóðum Hafnarbrautar 1 og Hafnarbakka 15 og koma þeim í förgun á kostnað, Tankastöðvarinnar ehf.

Hafist verður handa við hreinsun lausamuna af lóðunum þann 1. ágúst n.k. hafi eigandi tankanna ekki fjarlægt þá fyrir þann tíma.

Hafist verður handa við niðurrif tankanna þann 15. september n.k. hafi eigandi tankanna ekki rifið þá fyrir þann tíma.

Heilbrigðiseftirliti er falið að tilkynna Tankastöðinni ehf. um þessa niðurstöðu og upplýsa jafnframt heilbrigðisnefnd ef aðstæður breytast þannig að efni kynnu að vera til að endurupptaka málið.

2. mál Málefni Vitans í Sandgerði.

Vitanum ehf. (k.t. 180552-4809) í Sandgerði er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 522/1994 um matvæli.  Leyfið gildir til 1. ágúst n.k.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

173. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 4. júní 2003.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Hulda Matthíasdóttir, fulltrúi Gerðahrepps, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Guðmundur G. Gunnarsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar, Albert Hjálmarsson fulltrúi Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Ásmundur E. Þorkelsson, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.

1.      Útgáfa starfsleyfa.

2.      Beiðni um undanþágu frá tóbakssölulögum.

3.      Tankar við Njarðvíkurhöfn.

4.      Eftirlit með bensínstöðvum.

5.      Önnur mál.

1. Starfsleyfi og starfsleyfisskilyrði.

Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 785/1999. um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Gildistími starfsleyfa er fjögur ár frá útgáfudegi:

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskvinnslur.
Þorsteinn Grétar Einarsson (111064-2379). Iðngarði 9. 250 Garður.
Norðurgarður ehf. (680798-2499). Iðngarði 4. 250 Garður.

Skv. almennum starfsleyfisskilyrðum, sjá skilyrði.
Bílar og hjól ehf. (620103-3570). Njarðarbraut 11d. 260 Njarðvík.
Bílasprautun Suðurnesja (701293-3399). Smiðjuvöllum 6. 230 Keflavík.
Bílbót sf. (630186-1969). Bolafæti 3. 260 Njarðvík.
GG Bílasprautun ehf. (641090-2049). Njarðarbraut 15. 260 Njarðvík.
Ísey Stefán Snæbjörnsson (201162-4599). Gerðavegur 14. 250 Garði.

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir vélhjólakeppnissvæði.
Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness (651102-2780), Djúpivogur 7. 233 Hafnir.

Skv. reglugerð nr. 522/1994 um matvæli
Grilljón ehf. (Mamma mía pizzastaður),  kt. 560503-3260, Víkurbraut 31, Grindavík.

Skv. hollustuháttareglugerð
Fegurð Snyrtihús, kt. 031273-4209, Hafnargata 26, Reykjanesbæ.

Eftirtöldum aðilum veitt leyfi til tóbakssölu.
STS Ísland ehf., kt. 581200-2770, Vatnsnesvegur 12, Reykjanesbær.
Aðal-Video, kt. 670202-2620, Gerðavellir 17, Grindavík.
Shellskálinn Sandgerði, kt. 560403-3210, Strandgata 11, Sandgerði

2. Beiðni um undanþágu frá tóbakssölulögum.

Erindi Lögfræðistofu Suðurnesja hf. fh. Berglindar Hallgrímsdóttur lagt fyrir nefndina:  Í erindinu kemur ekkert fram sem breytir fyrri afstöðu nefndarinnar og erindinu því hafnað.

3. Tankar við Njarðvíkurhöfn.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fór ýtarlega yfir samskipti embættisins við eigendur tankanna við Njarðvíkurhöfn.

Í bréfi Tankastöðvarinnar, dags. 27. maí s.l., er óskað eftir fresti út júní mánuð til að senda embættinu „frekari greinargerð“.  Embættið hefur allt frá miðju síðasta ári frestað máli þessu að óskum eiganda tankanna án árangurs.  Að mati nefndarinnar er ekkert í gögnum málsins sem réttlætir frekari fresti.  Nefndin hafnar því beiðni Tankastöðvarinnar ehf. um viðbótarfrest.

4. Eftirlit með bensínstöðvum.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja greindi frá eftirliti með bensínstöðvum á svæðinu.

5. Önnur mál.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja greindi frá mengunarslysi sem átti sér stað þann 3. júní á vatnsverndarsvæðinu við Lága.

Fleira var ekki gert og fundi slitið.

172. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 7. maí 2003.

Mætt: Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Guðmundur G. Gunnarsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar, Hulda Matthíasdóttir, fulltrúi Gerðahrepps, Albert Hjálmarsson fulltrúi Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Ásmundur E. Þorkelsson, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.

1.Matvæla -og heilbrigðissvið

1.Starfsleyfi

2.Könnun á sölu tóbaks til unglinga

3.Svipting Vitans ehf. á starfsleyfi vegna vangoldinna gjalda.


1.Umhverfissvið

1.Starfsleyfi

2.Afskipti af tönkum við Njarðvíkurhöfn

3.Mengunarvarnir í fiskimjölsverksmiðjum

4.Mál uppdælingar hf.

5.Staðan í lóðahreinsunum


1. mál a, starfsleyfi.

Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 522/1994 um matvæli:

Raftur ehf., kt. 679002-3580, Stamphólsvegi 2, 240 Grindavík
Eldborg veitingahús, kt. 490792-2369, Svartsengi, Grindavík
Hraunborg veitingahús, kt. kt. 490792-2369, Svartsengi, Grindavík
Vatnsveita Grindavíkur, kt. 580169-1559, Víkurbraut 62, Grindavík
Vatnsveita Vatnsleysustrandarhrepps, kt. 670269-2649, Iðndal 2, Vogum
H 57 efh., kt. 570303-2870, Hlíðarsmára 15, 200 Kópavogi til reksturs á gistihóteli að Hafnargötu 57 (Flughótel).
Shellskálinn Sandgerði, kt. 560403-3210, Strandgata 11, Sandgerði.
Bónus, kt. 450199-3389, Fitjar, Reykjanesbæ

Eftirtöldum aðilum veitt starfsleyfi skv. reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002. Leyfin gilda til 1. september n.k. meðan unnið er að starfsleyfisskilyrðum.

Íþróttamiðstöð Vatnsleysustrandarhepps, kt. 551096-2119, Hafnargötu 17, Vogum.
Sundlaug Grindavíkur, kt. 580169-1559, Austurvegi 1, Grindavík
Íþróttahús Grindavíkur, kt. 580169-1559, Austurvegi 1-3, Grindavík
Íþróttavellir Grindavíkur, kt. 580169-1559, Austurvegi 1-3, Grindavík
Ferðaþjónustan Þóroddsstöðum, kt. 021148-3189, Þóroddsstöðum, Sandgerði.
Félagsmiðstöðin Þruman, kt. 470300-2560, Víkurbraut 60, Grindavík

Stóru Vogaskóla, kt. 670269-2649, Akurgerði 2, Vogum er veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 522/1994 um matvæli og skv. reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002.

Afgreiðslu á starfsleyfi til handa Háhýsi ehf., kt. 551199-2829, að Hafnargötu 31, í Reykjanesbæ til rekstur á farfuglaheimili að Fitjabraut 6a frestað. Heilbrigðiseftirliti falið að kanna hvort húsnæðið uppfylli ákvæði skipulags og byggingarreglugerðar.

Nefndin samþykkir áður kynnt starfsleyfisskilyrði fyrir leikskóla.


1. mál b, Könnun á sölu tóbaks til unglinga yngri en 18 ára.

Þann 8. apríl sl. var gerð könnun á tóbakssölu til unglinga yngri en 18 ára. Könnuð var sala á 31 útsölustað sem hlotið hafa leyfi heilbrigðisnefndar til tóbakssölu. Alls seldu 17 (55%) þessara staða tóbak til ungmenna yngri en 18 ára.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum (SamSuð ) hafa gert með sér sérstakan samstarfssamning um gerð kannana á tóbakssölu til ungmenna yngri en 18 ára.

Könnunin fór þannig fram SamSuð valdi 15 ára unglinga úr félagsmiðstöðvum á svæðinu. Aflað var skriflegs samþykkis foreldra þeirra fyrir þátttöku í könnuninni. Á sölustöðum báðu ungmennin um 1 pakka af algengri tegund vindlinga. Í kjölfarið kom fullorðinn fylgdarmaður og kynnti könnunina og árangur verslunarinnar. Niðurstaða þessarar könnunar veldur vonbrigðum. Ljóst er að efla verður eftirlit með tóbakssölu og gera fleiri sambærilegar kannanir. Skv. tóbaksvarnalögum er óheimilt að selja eða afhenda einstaklingum yngri en 18 ára tóbak. Ítrekuð brot á lögunum geta leitt sviptingar á tóbakssöluleyfi.

1. mál c. Svipting Vitans ehf. á starfsleyfi.

Nefndin samþykkir að svipta Veitingahúsið Vitann (k.t. 180552-4809) starfsleyfi vegna vangoldinna eftirlitsgjalda. Starfsleyfissviptingin skal koma til framkvæmda þann 1. júní n.k. hafi fyrirtækið ekki greitt eftirlitsgjöldin fyrir þann tíma.

2. mál a. Starfsleyfi skv. rg. 785/1999.

Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 785/1999. um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Gildistími starfsleyfa er fjögur ár frá útgáfudegi:

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir bifreiða- og vélaverkstæði.
Bifreiðaverkstæði Sigurðar Guðmundssonar (281150-2869). Garðbraut 35, 250 Garði.

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskvinnslur.
Ifex ehf. (601101-3940), Hafnargötu 4, 245 Sandgerði.
Hafklettar ehf. (620103-3730), Hafnargötu 4, 245 Sandgerði.

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir trésmíðaverkstæði.
Hagtré ehf. (670297-2259), Strandgötu 11 b, 245 Sandgerði.

Skv. almennum starfsleyfisskilyrðum
Plastverk-Framleiðsla ehf. (610199-2599) Strandgötu 21, 245 Sandgerði.
Mótun ehf. (510794-2659) Sjólvangi 8, Fitjabraut 16, 260 Njarðvík.
Sólplast ehf. (470599-2949), Njarðvíkurbraut 47, 260 Njarðvík.
Húsbíla og Plastþjónustan ehf. (451201-2550), Strandgata 25, 245 Sandgerði.
Bílasprautun Magga Jóns ehf. (550702-2150) Iðavöllum 11, 230 Keflavík.


2. mál b. afskipti af tönkum við Njarðvíkurhöfn

Fulltrúi HES kynnir afskipti embættisins af tönkum við Njarðvíkurhöfn. Nefndin felur Heilbrigðiseftirlitinu að vinna áfram að málinu.


2. mál c. Mengunarvarnir í fiskimjölsverksmiðjum

Uppsetning á mengunarvarnarbúnaði við fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyjar hf. á Akureyri hefur leitt til verulegra úrbóta á loftgæðum.

Í ljósi tækniframfara telur heilbrigðisnefnd Suðurnesja, með vísan í gr. 21.1 í rg. 785/1999 um starfsleyfi sem getur haft í för með sér mengun, að Umhverfisstofnun sé skylt að endurskoða starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðjur.

Nefndin fer þess á leit við stofnunina að starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðjur verði endurskoðuð hið fyrsta. Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja berast oft kvartanir um ólykt frá fiskimjölsverksmiðju Samherja í Grindavík og er því lagt til að endurskoðun á starfsleyfi þeirrar verksmiðju verði sett í forgang.


2. mál d. Mál Uppdælingar hf.

Fulltrúi HES kynnir afskipti embættisins af ólöglegri losun Uppdælingar á spilliefnum á tipp í Reykjanesbæ. Þar sem fram kemur í skrifum lögfræðings Uppdælingar að fyrirtækið muni ekki framar losa spilliefni á tipp í Reykjanesbæ telur nefndin ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu.


2. mál e. Staðan í lóðahreinsunum

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kynnir stöðu mála í lóðarhreinsunum.

Nefndin samþykkir að hreinsa lóð vestan við spennistöð við Víkurbraut í Grindavík á kostnað eiganda, Eiríks Á. Hermannssonar – E.K. verk.

Nefndin samþykkir að láta fjarlægja krana Lárusar Einarssonar á lóð við Moldarlág í Grindavík á kostnað eiganda.

Nefndin felur fulltrúum embættisins að láta rífa og fjarlægja útihús að Ytri Ásláksstöðum í Vatnsleysustrandahreppi á kostnað eigenda sinni þeir ekki kröfum embættisins.


3. mál Önnur mál

Erindi frá Hraðbúð Esso í Vogum þar sem óskað er eftir undanþágu fyrir starfsmann sbr. 8. gr. tóbaksvarnalaga lagt fyrir nefndina. Nefndin hafnar erindinu.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

171. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 5. mars 2003.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Guðmundur G. Gunnarsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar, Albert Hjálmarsson fulltrúi Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Ásmundur E. Þorkelsson, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.

1.      Starfsleyfi og starfsleyfisskilyrði

2.      Umhverfismál

3.      Samþykkt um kattarhald

4.      Önnur mál

1. Starfsleyfi og starfsleyfisskilyrði.

Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 522/1994 um matvæli:

Veitingadeild Flughótels, kt. 080271-5499, Hafnargata 57, 230 Reykjanesbæ.

STS Ísland ehf., kt. 581200-2770, Vatnsnesvegur 12, 230 Keflavík.

Saltfisksetur Íslands í Grindavík , kt. 540601-2910, Hafnargata 12a, 240 Grindavík.

Aðal-Video, kt. 670202-2620, Gerðavellir 17, 240 Grindavík.

Eftirtöldum stofnunum Reykjanesbæjar verði veitt starfsleyfi til 1. júní 2003.

Bókasafnið, Hafnargata 57.
Barnaskólinn Skólaveg.
Brekkustígsvöllur Brekkustígur 11.
Dagdvöl aldraðra Suðurgötu 12-14.
Dagheimilið Gimli Hlíðarvegi 7.
Félagsheimili aldraðra Suðurgata15-17.
Dagheimilið Holt Stapagötu.
Fjörheimar Hjallavegi 2.
Garðasel, leikskóli Við Hólmgarð.
Heiðarbólsvöllur – gæsluvöllur Heiðaból 47a.
Heiðarsel, leikskóli Heiðarbraut 27.
Heiðarskóli Heiðarból.
Holtaskóli Sunnubraut.
Íþróttavellirnir við Hringbraut Hringbraut.
Íþróttahús Myllubakkaskóla Sólvallagötu 6.
Íþróttahús og sundlaug við Heðarskóla Heiðarhvammi 10.
Íþróttahúsið v Sunnubraut Sunnubraut.
Mötuneyti Nemenda Holtaskóla Sunnubraut 32.
Íþróttamiðstöðin Þórustíg 1.
Kjarni – Reykjanesbæjar Hafnagötu 57.
Leikskólinn Tjarnarsel Tjarnagata 19.
Sundmiðstöðin Þórustíg 1.
Leikskólinn Vesturberg Vesturbraut 13.
Myllubakkaskóli Sólvallagötu 6.
Mötuneyti Reykjanesbæjar Tjarnargötu 12.
Njarðvíkurskóli Norðurstíg 4.
Reykjaneshöllin Flugvallarveg.
Selið – félagsheimili aldraðra Vallarbraut 4.
Sundhöllin Við Framnesveg.
Sundmiðstöðin Sunnubraut.
Tónlistaskóli Reykjanesbæjar Austurgötu 13.
Vatnsveita Suðurnesja Fitjum.

Eftirtöldum aðilum veitt starfsleyfi skv. reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002.  Leyfin gilda til 1. júní n.k. meðan unnið er að starfsleyfisskilyrðum.

Heilsumiðstöð Haralds, kt. 131073-3809, Hafnargötu 35, Reykjanesbæ.

Leikfélag Keflavíkur, kt. 420269-7149, Vesturbraut 17, Reykjanesbæ.
Leikskólinn Sólborg, kt. 460269-8429, Sólheimum 4, Sandgerði.

Sjúkraþjálfun Suðurnesja ehf., kt. 410998-3009, Hafnargötu 15, Reykjanesbæ.

Slysavarnardeild kvenna, kt. 540502-4630, Gerðavegi 20b, Garði.

Asíska heilsulindin ehf., kt. 470102-4620, Hafnargötu 58, Reykjanesbæ.

Púlsinn ævintýrahús, kt. 010561-3379, Víkurbraut 11, 245 Sandgerði.

Verklagsreglur við útgáfu starfsleyfa á heilbrigðissviði:

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fer yfir tillögu embættisins að verklagsreglum við útgáfu starfsleyfa á heilbrigðis- og matvælasviði.  Tillögurnar voru áður kynntar á desember fundi nefndarinnar.

Nefndin samþykkir verklagsreglurnar.

2. Umhverfismál.

Nefndin samþykkir að auglýst verði hreinsun lóða og opinna svæða á Suðurnesjum.

Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja greina frá afskiptum embættisins af nokkrum fyrirtækjum á Suðurnesjum.

3. Samþykkt um kattarhald.

Kynntar voru tillögur að nýrri kattarsamþykkt. Nefndi samþykkir tillögurnar og felur Heilbrigðiseftirlitinu að leggja þær fyrir stjórn SSS.

4. Önnur mál.

Engin mál voru rædd undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið.

170. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 5.febrúar 2003.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Guðmundur G. Gunnarsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar, Albert Hjálmarsson fulltrúi Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Ásmundur E. Þorkelsson, Valgerður Sigurvinsdóttir, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.

1.Umsögn um umsókn Laugafisks hf til umhverfisráðherra um framlengingu á undanþágu frá starfsleyfisskyldu.

2.Samþykkt um sorphirðu

3.Afskriftir heilbrigðiseftirlitsgjalda og hundaeftirlitsgjalda

4.Starfsleyfi

5.Erindi SSS vegna kattahalds á Suðurnesjum

6.Önnur mál

1. Umsögn um umsókn Laugafisks hf til umhverfisráðherra um framlengingu á undanþágu frá starfsleyfisskyldu.

Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja til umhverfisráðherra, sem gerð var með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefndar, samþykkt.

2. Samþykkt um sorphirðu.

Fjallað var um drög að samþykkt sorphirðu.  Nefndin felur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að greina stjórn Sorpeyðingarstöðvarinnar frá hugmyndum nefndarinnar um breytingar á 13. grein í drögunum.

3. Afskriftir heilbrigðiseftirlitsgjalda og hundaeftirlitsgjalda.

Lagður var fram listi yfir niðurfellingu eftirlitsgjalda.  Nefndin samþykkir niðurfellingu á gjöldunum.

Lagður fram listi yfir dauða og brottflutta hunda og vangoldin gjöld vegna þeirra.  Nefndin samþykkir niðurfellingu á gjöldunum.

4. Starfsleyfi.

Auglýsing umhverfisráðuneytisins nr. 582/2000 fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun lögð fram til kynningar.

Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi skv. reglugerð nr. 785/1999. um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.  Gildistími starfsleyfa er fjögur ár frá útgáfudegi: Leyfi eru veitt með fyrirvara um að nefndinni berist ekki athugasemdir áður en frestur til að senda þær inn rennur út.

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir bifreiða- og vélaverkstæði.
Bifreiðaverkstæði Páls Inga, (180167 3829), Sjávarbraut, 245 Sandgerði.
Einar Bjarnason EB Þjónusta, (041258-3069), Verbraut 3, 240 Grindavík.
Hilmar Arason (190146-3599), Fitjabraut 24, 260 Njarðvík.

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskvinnslur.
Fiskverkun Péturs og Óla ehf. (530993-2489), Jónsvör 5, 190 Vogar.
Saltver ehf. (500377-0389), Bakkastíg 20, 260 Njarðvík.
Silungur ehf. (631192-2119), Iðndal 10, 190 Vogar.
Hafvör ehf. (530899-2179), Gerðavegi 26, 250 Garður.

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskeldi, .
Stofnfiskur hf. (620391-1079) til reksturs á fiskeldi að Kalmanstjörn, Höfnum
.
Stofnfiskur hf. (620391-1079) til reksturs á fiskeldi og klakstöð fyrir hrogn að Húsatóftum, Grindavík
.

Skv. reglugerð nr. 522/1994 um matvæli:
Cactus veitingar ehf., kt. 470103-4260, Hafnargata 6, 240 Grindavík.
Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940, Hafnargata, 230 Reykjanesbæ.
Glóðin H.Þ. veitingar, kt. 440302-5210, Hafnargata 62, 230 Reykjanesbæ.

Heilbrigðisnefnd krefst þess að þau sveitarfélög sem hafa enn ekki sótt um starfsleyfi fyrir starfsleyfisskyld fyrirtæki og stofnanir á þeirra vegum sæki um starfsleyfi nú þegar.

5. Erindi SSS vegna kattahalds á Suðurnesjum.

Erindi S. S. S. til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja dagsett 28. janúar s.l. um kattahald á Suðurnesjum lagt fyrir nefndina.

Samþykktir annarra svæða um kattahald lagðar fyrir nefndina.


Fleira var ekki gert og fundi slitið.