Fundir 2002

169. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 13. desember 2002.

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, formaður, fulltrúi Reykjanesbæjar, Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Hulda Matthíasdóttir, fulltrúi Gerðahrepps, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Ásmundur E. Þorkelsson, Valgerður Sigurvinsdóttir og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.

1.Niðurfelling/afskriftir reikninga.

2.Útgáfa starfsleyfa á heilbrigðissviði.  Tillaga að vinnureglum.

3.Útgáfa starfsleyfa á matvælasviði.  Tillaga að vinnureglum.

4.Afgreiðsla starfsleyfa.

5.Starfsleyfi fyrir stofnanir sveitarfélaganna Garðs, Sandgerðis, Grindavíkur og Voga

6.Starfsleyfi fyrir vatnsveitu.

7.Málefni Leikskólans við Dalbraut Grindavík

8.Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemi á heilbrigðissviði.

9.Önnur mál.

1.  Niðurfelling/afskriftir reikninga.

Lagður var fram listi yfir niðurfellingu eftirlitsgjalda.  Nefndin óskar nánari skýringa á tilefnum niðurfellinga.  Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.

2. Útgáfa starfsleyfa á heilbrigðissviði.  Lagðar voru fram til kynningar svo hljóðandi vinnureglur:

1.Aðstaða fyrirtækis skoðuð af HES þegar umsókn um starfsleyfi liggur fyrir.  Starfsleyfisskilyrði afhent.

2.Heilbrigðisfulltrúi veitir starfsleyfi með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefndar. Í vafaatriðum er leyfisveitingu frestað þar til úrbótum er lokið.

3.Heilbrigðisnefnd staðfestir afgreiðslu heilbrigðisfulltrúa og ákveður tímalengd starfsleyfis.  Ef athugasemdir eru gerðar er rétt að gefa aðeins starfsleyfi til skemmri tíma t.d. 3 mánuði.  Ef litlar eða engar athugasemdir er gefið starfsleyfi til 4 ára.

4.Heilbrigðisfulltrúi útbýr starfsleyfisskjal og sendir fyrirtæki.  Á sama tíma er gerður reikningur fyrir starfsleyfisgjaldi sem fer til innheimtu.  Hægt er að fella niður starfsleyfi lendi gjöld í vanskilum.

Umræður um vinnureglurnar.

3.  Útgáfa starfsleyfa á matvælasviði.  Lagðar voru fram til kynningar svo hljóðandi vinnureglur:

1.Aðstaða fyrirtækis skoðuð af HES þegar umsókn um starfsleyfi liggur fyrir.  Viðmiðunarreglur afhentar.

2.Heilbrigðisfulltrúi veitir starfsleyfi til 3 mánaða með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefndar. Í vafaatriðum er leyfisveitingu frestað þar til úrbótum er lokið. Starfleyfi, ásamt umsögnum til sýslumanns og bæjarráða, verða einungis afhent á skrifstofu HES/SSS þegar starfsleyfisgjald hefur verið innt af hendi.

3.Heilbrigðisnefnd staðfestir afgreiðslu heilbrigðisfulltrúa.  Starfsleyfi eru einungis gefin út til 3 mánaða í senn á meðan ekki hefur verið komið á innra eftirliti og gerðar eru athugasemdir við aðbúnað.  Þegar öll skilyrði eru uppfyllt er gefið út starfsleyfi á tímatakmörkunar.

4.Fyrir hverja endurnýjun starfsleyfis þarf fyrirtæki að greiða kostnað vegna endurnýjunar á starfsleyfi skv. gjaldskrá.

5.Heilbrigðisfulltrúi útbýr starfsleyfisskjal og sendir fyrirtæki.  Á sama tíma er gerður reikningur fyrir starfsleyfisgjaldi sem fer til innheimtu.  Hægt er að fella niður starfsleyfi lendi gjöld í vanskilum.

Umræður um vinnureglurnar.

4.  Ýmis starfsleyfi.

Eftirtöldum stofnunum  Reykjanesbæjar var veitt starfsleyfi til 1. mars 2003.

Bókasafnið, Hafnargata 57.
Barnaskólinn Skólaveg.
Brekkustígsvöllur Brekkustígur 11.
Dagdvöl aldraðra Suðurgötu 12-14.
Dagheimilið Gimli Hlíðarvegi 7.
Félagsheimili aldraðra Suðurgata15-17.
Dagheimilið  Holt Stapagötu.
Fjörheimar Hjallavegi 2.
Garðasel, leikskóli Við Hólmgarð.
Heiðarbólsvöllur – gæsluvöllur Heiðaból 47a.
Heiðarsel, leikskóli Heiðarbraut 27.
Heiðarskóli Heiðarból.
Holtaskóli Sunnubraut.
Íþróttavellirnir við Hringbraut Hringbraut.
Íþróttahús Myllubakkaskóla Sólvallagötu 6.
Íþróttahús og sundlaug við Heðarskóla Heiðarhvammi 10.
Íþróttahúsið v Sunnubraut Sunnubraut.
Mötuneyti Nemenda Holtaskóla Sunnubraut 32.
Íþróttamiðstöðin Þórustíg 1.
Kjarni – Reykjanesbæjar Hafnagötu 57.
Leikskólinn Tjarnarsel Tjarnagata 19.
Sundmiðstöðin Þórustíg 1.
Leikskólinn Vesturberg Vesturbraut 13.
Myllubakkaskóli Sólvallagötu 6.
Mötuneyti Reykjanesbæjar Tjarnargötu 12.
Njarðvíkurskóli Norðurstíg 4.
Reykjaneshöllin Flugvallarveg.
Selið – félagsheimili aldraðra Vallarbraut 4.
Sundhöllin Við Framnesveg.
Sundmiðstöðin Sunnubraut.
Tónlistaskóli Reykjanesbæjar Austurgötu 13.
Vatnsveita Suðurnesja Fitjum.

Eftirtöldum aðilum var veitt starfsleyfi til 1. mars n.k. meðan unnið er að  starfsleyfisskilyrðum.

Heilsumiðstöð Haralds, kt. 131073-3809, Hafnargötu 35, Reykjanesbæ.

Leikfélag Keflavíkur, kt. 420269-7149, Vesturbraut 17, Reykjanesbæ.

Leikskólinn Sólborg, kt. 460269-8429, Sólheimum 4, Sandgerði.

Sjúkraþjálfun Suðurnesja ehf., kt. 410998-3009, Hafnargötu 15, Reykjanesbæ.

Slysavarnardeild kvenna, kt. 540502-4630, Gerðavegi 20b, Garði.

Asíska heilsulindin ehf., kt. 470102-4620, Hafnargötu 58, Reykjanesbæ.

Eftirtöldum aðilum var veitt starfsleyfi til 1. mars n.k. meðan unnið er að því að koma á innra eftirliti:

Íslensk Sjávarsölt ehf., kt. 640190-1409, Vitabraut 1, 233 Reykjanesbæ.

Sjoppan, kt. 520202-2770, Hólmgarði 2c, 230 Reykjanesbæ.

Veitingahúsið Jenný, kt. 470502-5090, Svartsengi, 240 Grindavík.

5.  Starfsleyfi fyrir sveitarfélagsfyrirtæki Garði, Sandgerði, Grindavík og Vogum.

Umfjöllun frestað til næsta fundar. 

6.  Starfsleyfi fyrir vatnsveitur.

Umfjöllun frestað til næsta fundar. 

Á fundinn kom Guðmundur G. Gunnarsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar.

7.  Umfjöllun um málefni Leikskólans við Dalbraut Grindavík.

Kynntar voru athugasemdir HES við aðstöðu til matargerðar í leikskólanum.  Ákveðið var að ítreka tilmæli Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja um að einungis sé heimilt að reka móttökueldhús á leikskólanum.

8.  Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemi á heilbrigðissviði.

Lagðar voru fram tillögur að starfsleyfisfyrirmyndum fyrir leikskóla og grunnskóla.  Þessar fyrirmyndir verða á næstunni kynntar hagsmunaaðilum.

9.  Önnur mál.

Framkvæmdastjóri lagði fram yfirlit yfir útistandandi skuldir fjögurra aðila við HES.  Nefndin samþykkti að tilgreindar skuldir yrðu afskrifaðar.

Fleira var ekki gert og fundi slitið.

168. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 20. nóvember 2002 kl. 17.30

Mætt:  Jóhanna M. Einarsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Guðmundur G. Gunnarsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar, Hulda Matthíasdóttir, fulltrúi Gerðahrepps, Albert Hjálmarsson fulltrúi Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá:

1. Starfsleyfi
2. Kynning á iðnaðarfyrirtæki í Helguvík
3. Ársreikingur 2001
4. Fjárhagsáætlun 2003
5. Önnur mál

Í upphafi fundar var Garðar Vignisson kjörinn varaformaður og Birgir Þórarinsson kjörinn ritari.

1. mál. Starfsleyfi

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja veitti eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi skv. rg. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, gildistími starfsleyfa er fjögur ár frá útgáfudegi:

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir bifreiða- og vélaverkstæði:

B.P. Bílaþjónusta (030950-2409), Iðavöllum 5a 230 Keflavík.
B.V. Verkstæði, (611295-2439), Iðavöllum 8 – 0104 230 Keflavík.
Bílabúðin ehf. (440399-2669), Grófin 8 230 Keflavík.
Bílaverkstæði Gests Bjarnasonar, (190843-4679) Iðavöllum 8, 230 Keflavík.
Bíliðn ehf., (431091-1359), Njarðarbraut 17 260 Njarðvík.
Guðjón Þórarinsson, (270431-3569), Grófinni 20 a, 230 Keflavík.
Gröfuþjónusta Walters Leslie, (511183-0309), Hafnarbraut 12 d 260 Njarðvík.
Rekan hf., (640871-1059), Iðavöllum 5 b 230 Keflavík.
Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur hf., (560269-3829), Grófinni 2 – 4, 230 Keflavík.
Sigurjón Jónsson, (240244-2339), Austurvegur Moldarlág 240 Grindavík.
Skipting ehf., (600493-2139), Grófinni 19, 230 Keflavík.
Pústþjónusta Bjarkars, (631000-2230), Fitjabraut 4, 260 Njarðvík.
Vökvatengi ehf., (581297-2899), Fitjabraut 2 260 Njarðvík.
Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar, áhaldahús. (470794-2169) Vesturbraut 10 a 230 Keflavík.

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskvinnslur:

Nóna ehf. (420801-2620), Hafnargata 28 240 Grindavík.
Stefnir ehf. (570788-1099) Hrannargata 3 230 Keflavík.
Háteigur ehf. (600193-2449), forþurrkun fiskafurða í lokuðu kerfi, Sandgerðisvegi 7, 250 Garði.
Háteigur ehf. (600193-2449), heitloftsþurrkun fiskafurða, Vitabraut 1, 233 Reykjanesi.

Starfsleyfi Háteigs voru auglýst í fjölmiðlum í samræmi við ákvæði reglug. nr. 785/1999. Mótmæli gegn starfsleyfisveitingunni bárust frá 12 íbúum í Garði. Heilbrigðisnefndin telur að með flutningi eftirþurrkunar í annað húsnæði við Vitabraut 1 á Reykjanesi muni lyktarmengun hverfa. Forþurrkunin, sem áfram verður starfrækt í Garði, verður í lokuðu kerfi sem kemur í veg fyrir lykt í næsta umhverfi verksmiðjunnar. Með hliðsjón af ofanrituðu veitir heilbrigðisnefndin fyrirtækinu starfsleyfi til reynslu til 20. nóvember 2003. (Hulda Matthíasdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa starfsleyfis)

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir trésmíðaverkstæði:

Byko gluggar og hurðir (460169-3219), Seylubraut 1 260 Njarðvík.
G. D. Trésmíði ehf., (520199-3499), Hafnarbraut 12 b 260 Njarðvík.
Grindin ehf. (610192-2389), Hafnargötu 9a 240 Grindavík.
Húsagerðin ehf. 610472-0369  Hólmgarði 2 c. 230
Maddi og Guðni sf. (620288-1019) Grófinni 8 230 Keflavík.
Nýja Trésmiðjan (281061-2839), Smiðjuvöllum 8 230 Keflavík.
Hjalti Guðmundsson ehf., (611299-3469), Iðavöllum 1 230 Keflavík. (Jóhanna María Einarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa starfsleyfis)
R. H. Innréttingar ehf, (711297-3249) Njarðarbraut 260 Njarðvík.
Smíðastofa Stefáns (190749-2669), Bakkastíg 16 260 Njarðvík.
Trésmíðaverkstæði Héðins og Ásgeirs (620671-0619), Holtsgötu 52 260 Njarðvík.
Trésmíðaverkstæði Stefáns og Ara (580189-1729), Brekkustíg 38 260
Trésmiðja Einars Gunnarssonar ehf. (681295-2329), Iðavöllum 12 b 230 Keflavík.
Trésmiðja Ella Jóns (241050-4409), Iðavöllum 12 230 Keflavík.
Viðar Jónsson ehf.(480799-2409), Grófinni 15 230 Keflavík.

2. mál. Kynning á iðnaðarfyrirtæki í Helguvík.

Fyrirhuguð áform um iðnaðarfyrirtæki í Helguvík kynnt fyrir nefndinni.

(Starfsmenn Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson víkja af fundi)

3. mál.  Ársreikningur, seinni umræða

Ársreikningur fyrir árið 2001 var samþykktur samhljóða.

4. mál.  Fjárhagsáætlun 2003

Fjárhagsáætlun HES fyrir árið 2003 var samþykkt samhljóða.

5. mál.  Önnur mál

Engin bókuð mál undir þessum lið.
Næsti fundur ákveðinn föstudaginn 13. desember.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.30.

167. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 2. október 2002.

Mættir:  Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Guðmundur G. Gunnarsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar, Rafn Guðbergsson, fulltrúi Gerðahrepps, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.

1. Samþykkt um sorphirðu
2. Erindi umhverfisráðuneytisins. varðandi Háteig hf.
3. Erindi Samsuðs um tóbaksvarnir
4. Starfsleyfi
5. Önnur mál
6. Ársreikningur HES fyrir 2001

1. mál. Samþykkt um sorphirðu

Fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kynnti drög að samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum.  Heilbrigðiseftirliti falið að leita upplýsinga um áform sveitarstjórna varðandi förgun á fiskúrgangi, salti og afbeitu.

2. mál. Erindi umhverfisráðuneytisins varðandi Háteig.

Erindi umhverfisráðuneytisins dags. 12. september s.l. og erindi Háteigs dags. 11. september s.l. lögð fyrir nefndina.  Fyrirtækið hefur tekið ákvörðun um að flytja þann hluta starfseminnar sem mestri mengun veldur úr byggðarlaginu.  Heilbrigðisnefnd Suðurnesja staðfestir umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja til umhverfisráðuneytisins vegna málsins, dags. 26. september s.l.   Nefndin mælir með því að fyrirtækinu verði veitt undanþága frá starfsleyfi fyrir stafsstöð sína á Sandgerðisvegi 7 í Garði og að Vitabraut 1 á Reykjanesi.  Mælt er með því að undanþágan verði skilyrt því að fyrirtækið sé undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og starfi skv. starfsleyfisskilyrðum um fiskvinnslu og heitloftsþurrkun fiskafurða á Suðurnesjum.

3. mál.  Erindi Samsuðs um tóbaksvarnir

Erindi Samsuðs um tóbaksvarnir dags. 27. júní s.l. og greinargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja dagsett 30. september lögð fyrir nefndina.  Heilbrigðisnefnd felur framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að ganga til viðræðna við SamSuð um átak gegn tóbakssölu til unglinga yngri en 18 ára.

4. mál. Starfsleyfi

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja veitti eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi skv. heilbrigðisreglugerð 149/1990, gildistími starfsleyfa er fjögur ár.
Hársnyrtistofan Capello, kt. 590696-2779, Hólmgarði 2, 230 Reykjanesbær
Snyrtistofan Okkar, kt. 161264-5479,5479, Starmói 14, 260 Reykjanesbær

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja veitti eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi skv. reglugerð nr. 522/1994 um matvæli:
Matarlyst Atlanta ehf., kt. 541101-2250, Iðavöllum 1, 230 Reykjanesbær

5. mál. Önnur mál
Verklagsreglur fyrir afskipti af númerslausum bifreiðum

Nýrri heilbrigðisnefnd kynntar verklagsreglur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fyrir afskipti embættisins af númerslausum bifreiðum.  Nefndin samþykkir að áfram verði unnið eftir fyrirliggjandi verklagsreglum.

Starfsmenn heilbrigðiseftirlits Suðurnesja yfirgáfu fundinn.

6. mál.  Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fyrir 2001

Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja lagður fram til kynningar.

166. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 20. september 2002.

Mætt:  Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Albert Hjálmarsson, fulltrúi atvinnurekenda, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Jóhanna Einarsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Guðmundur G. Gunnarsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.
1. Málefni Laugafisks.

Ný umsókn fyrirtækisins til umhverfisráðherra um tímabundna undanþágu frá starfsleyfi, dagsett 19. september s.l., erindi fyrirtækisins til heilbrigðisnefndar dagsett 19. september og beiðni umhverfisráðuneytisins um umsögn heilbrigðisnefndar vegna málsins, dagsett 19. september sl., lagðar fyrir nefndina.

Í umsókn fyrirtækisins til ráðherra kemur fram að fyrirtækið muni hætta starfsemi í Innri Njarðvík en þurfi til þess aðlögunartíma vegna samninga um hráefniskaup og afurðasölu.  Fyrirtækið fer þess á leit við ráðuneytið að því verði veitt undanþága frá starfsleyfi a.m.k. til 1. febrúar n.k.

Verði fyrirtækið áfram undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og starfi í samræmi við gildandi starfsleyfisskilyrði á Suðurnesjum getur heilbigðisnefnd Suðurnesja fallist á undanþágu frá starfleyfi þar til fyrirtækið hættir starfsemi á svæðinu þann 1. febrúar n.k.

165. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 4. september 2002.

Mætt:  Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Albert Hjálmarsson, fulltrúi atvinnurekenda, Garðar Vignisson, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Jóhanna Einarsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Guðmundur G. Gunnarsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.
1. Málefni Laugafisks.

1. Mál. Málefni Laugafisks

Vegna áminningar sem veitt var þann 5. júní sl.
Bréf Lögheimtunnar dags. 18. og 27. júní sl. og bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja dagsett 14. ágúst sl. voru lögð fyrir nefndina.  Nefndin tekur undir að e.t.v. leiki vafi á að fyrirtækinu hafi verið veittur lögbundinn andmælaréttur sbr. 14. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 með skýrum hætti.  Vegna þessa hugsanlega formgalla afturkallar nefndin áminninguna sem veitt var á fundi nefndarinnar þann 5. júní sl.

Vegna reksturs fyrirtækisins án starfsleyfis
Fulltrúar embættisins upplýstu nefndina um að fyrirtækið hafi haldið áfram starfsemi sinni án starfsleyfis.  Bréf embættisins til forráðamanna fyrirtækisins, dagsett 2. september sl. var lagt fyrir nefndina einnig bréf Lögheimtunnar dagsett 3. september sl. þar sem heilbrigðisnefnd Suðurnesja er gerð ábyrg fyrir því tjóni sem lokun kann að valda fyrirtækinu.  Þar sem heilbrigðisnefnd Suðurnesja er ekki heimilt, lögum samkvæmt, að framlengja gildistíma starfsleyfa eða veita undanþágur frá starfsleyfisskildu felur nefndin, með vísan í gr. 32.2 í rg. 785/1999, heilbrigðisfulltrúum að ítreka kröfur um stöðvun starfseminnar þar til starfsleyfi hefur verið gefið út eða ráðherra veitt tímabundna undanþágu frá starfsleyfi sbr. gr. 4.a í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Vegna umsóknar fyrirtækisins til umhverfisráðherra um tímabundna undanþágu frá starfsleyfi
Umsókn fyrirtækisins til umhverfisráðherra um tímabundna undanþágu frá starfsleyfi, dagsett 27. ágúst sl., og beiðni umhverfisráðuneytisins um umsögn heilbrigðisnefndar vegna málsins, dagsett 2. september sl., lagðar fyrir nefndina.

Nefndin mælir ekki með því að ráðherra veiti fyrirtækinu tímabundna undanþágu frá starfsleyfi.  Nefndin álítur að ekki séu fyrir hendi þær „ríkulegu ástæður” sem til þarf, skv. gr. 4.a. í lögum nr. 7/1998, til þess að ráðherra sé heimilt að veita slíka undanþágu. Um er að ræða lok gildistíma starfsleyfis sem fyrir löngu lá fyrir hver væri. Ekki hefur verið bent á neinar sérstakar ástæður sem valda því að ekki var sótt um nýtt leyfi í tæka tíð. Nefndin telur að á meðan ný  umsókn er til lögbundinnar meðferðar séu engin rök til að framlengja fyrra leyfi enda er þá m.a. jafnræði raskað meðal starfsleyfishafa og umsækjenda um slík leyfi.

Fleira var ekki gert og fundi slitið.

164. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 3. september 2002.

Mætt:  Birgir Þórarinsson, fulltrúi Vatnsleysustrandarhrepps, Albert Hjálmarsson, fulltrúi atvinnurekenda, Ingibjörg Reynisdóttir, fulltrúi Grindavíkurbæjar, Hulda Matthíasdóttir, fulltrúi Gerðahrepps, Jóhanna Einarsdóttir, fulltrúi Reykjanesbæjar, Guðmundur G. Gunnarsson, fulltrúi Sandgerðisbæjar, auk starfsmanna H.E.S: Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri, Valgerður Sigurvinsdóttir, Guðjón Ómar Hauksson og Ásmundur E. Þorkelsson.

Dagskrá:

1. Kosning formanns.
2. Kynning á nefndarmönnum og starfsmönnum HES.
3. Málefni Laugafisks.
4. Málefni Víkuráss
5. Málenfi Gröfuþjónustunnar.
6. Starfsleyfi.
7. Önnur mál.

1. Mál. Kosning formanns.

Starfsmenn HES viku af fundi.  Jóhanna Einarsdóttir var kjörin formaður Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.  Starfsmenn HES gengu aftur í fundarsal.

2. Mál. Kynning á nefndarmönnum og starfsmönnum HES.

3. Mál. Málefni Laugafisks.

Þetta dagskrármál var fært síðast á dagskrá að ósk Huldu Matthíasdóttur.

4. Málefni Víkuráss ehf.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kynnti samskipti embættisins við fyrirtækið Víkurás ehf.  Hávaðamælingar og eftirlit hafa leitt í ljós að starfsemi fyrirtækisins uppfyllir ekki ákvæði 2.1 og 2.4 í starfsleyfisskilyrðum þeim sem gilda um trésmíðaverkstæði á Suðurnesjum.  Þá hefur ítrekuðum óskum Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja um úrbótaáætlun ekki verið sinnt.

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja veitir fyrirtækinu áminningu og krefst þess, með vísan í gr. 27.2 í rg. 786/1999, að áætlun um úrbætur verði send Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja eigi síðar en 1. október n.k.  Með vísan í gr. 27.2 í rg. 786/1999 krefst nefndin þess að úrbótum verði að fullu lokið eigi síðar en 1. desember n.k.

Forsvarsmönnum fyrirtækisins er bent á að skv. 31. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir geta þeir skotið ákvörðun nefndarinnar um áminningu og kröfu um úrbótaáætlun og úrbætur til sérstakrar úrskurðarnefndar.

5. Málefni Gröfuþjónustunnar.

Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja lagði fyrir bréf embættisins vegna athugasemda við fráveitumál fyrirtækisins dagsett 12. ágúst sl. og tillögur fyrirtækisins um úrbætur dagsett 28. ágúst sl.

Heilbrigðisnefnd fól Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að fylgjast með því að fyrirtækið standi við lofaðar úrbætur.

6. Starfsleyfi.

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja veitti eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi skv. rg. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun, gildistími starfsleyfa er fjögur ár frá útgáfudegi:

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir bifreiða- og vélaverkstæði:
Reis bílar ehf., kt. 700300-2340, Tunguveg 3, 260 Njarðvík.

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskvinnslur:
Fiskþjónustan ehf., kt. 531198-2479, Garðvegur 3, 245 Sandgerði.

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir bensínstöðvar:
Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík til rekstur á sjálfsafgreiðslustöð fyrir dieselolíu við Vitatorg í Sandgerði.

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir trésmíðaverkstæði:
Spítukallinn ehf. kt. 460999-2949, Smiðjuvöllum 3, 230 Keflavík.
Víkurás ehf., kt. 410992-2219, Iðavellir 6, 230 Keflavík.
Víðisbretti ehf., kt. 671198-2639, Básvegi 10, 230 Keflavík.
Staftré ehf., kt. 470600-2410, Vitatorg 1c, 245 Sandgerði.
Sól Sumarhús, kt. 580898-2399, Básvegi 9, 230 Keflavík.

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja veitti eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi skv. heilbrigðisreglugerð 149/1990, gildistími starfsleyfa er fjögur ár.
Grunnskóli Grindavíkur, kt. 671088-4419, Skólabraut 1, 240 Grindavík
Firmex/Alex ehf., kt. 560994-2659, Aðalgötu 60, 230 Keflavík
Snyrtistofa Huldu, kt. 050645-7979, Básvegi 9, 230 Keflavík.

Skv. reglugerð nr. 522/1994 um matvæli:
Ráin efh., kt. 480402-4210, Hafnargata 19, 230 Keflavík
Haraldi Helgasyni til reksturs á veitinga- og skemmtistaðnum Stapinn, kt. 140469-2979, Hjallavegur 2, 260 Njarðvík
Marinaid, Kt 470600-3140, Stapavegur 3, 260 Njarðvík

7. Önnur mál.

Kynnt var blaðaumfjöllun um losun úrgangs í sjó frá svínbúinu á Vatnsleysuströnd.  Rædd var aðkoma HES að málefni búsins.

8. Málefni Laugafisks ehf.

Hulda Matthíasdóttir vék af fundi.  Framkvæmdastjóri kynnti forsögu málsins fyrir nefndarmönnum.  Ákvarðanatöku var frestað til næsta fundar heilbrigðisnefndar.

Fleira var ekki gert og fundi slitið.

163. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 5. júní 2002.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Anna Hulda Friðrik7sdóttir, Rafn Guðbergsson, Albert Hjálmarsson og Ólafur Guðbergsson. Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Guðjón Ómar Hauksson, Valgerður Sigurvinsdóttir, Bergur Sigurðsson og Ásmundur E. Þorkelsson.

Dagskrá:

1. Fiskþurrkunarfyrirtæki á Suðurnesjum.
2. Starfsleyfi.
3. Úrskurður umhverfisráðuneytisins varðandi útgáfu starfsleyfis fyrir Nesbú.
4. Önnur mál.

1. mál. Fiskþurrkunarfyrirtæki á Suðurnesjum

Vegna Háteigs ehf. í Garði:
Ásmundur kynnir greinargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja sem unnin var í kjölfar úttektarinnar sem síðasti nefndarfundur fól heilbrigðiseftirlitinu að gera.  Í ljósi þess að fyrirtækið hefur tekið ákvörðun um að flytja hluta starfseminnar úr byggðarlaginu, sbr. bréf fyrirtækisins, veitir heilbrigðisnefnd Suðurnesja fyrirtækinu áframhaldandi starfsleyfi til 1. október 2002.  Starfsleyfið er veitt með því skilyrði að fyrirtækið uppfylli kröfur þær kröfur sem settar eru fram í greinargerðinni.

(Greinargerðin á PDF formi)

Vegna Laugafisks í Innri Njarðvík:
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja samþykkir eftirfarandi bókun:

„Með vísan til 31. gr. 1 tl. reglugerðar nr. 786/1999 um mengunarvarnareftirlit er forsvarsmönnum fiskþurrkunar Laugafisks hf. að Njarðvíkurbraut 62-66, Njarðvík, hér með veitt áminning. Fyrirtækið hefur ítrekað brotið gr. 1.1, 1.5 og 1.7 í starfsleyfi og gr. 1.2 og 1.3 í viðauka starfsleyfis heilbrigðisnefndar Suðurnesja frá 22. nóvember 2001. Fyrirtækinu er gefinn frestur til úrbóta til 25. júní 2002. Hafi úrbótum eigi verið sinnt innan þessa frests mun heilbrigðisnefnd Suðurnesja afturkalla starfsleyfið.

Ef forsvarsmenn Laugafisks hf. hafa eitthvað við ákvörðun þessa að athuga skal skriflegum athugasemdum skilað til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja innan 10. daga frá dagsetningu bréfsins sbr. IV. kafli stjórnsýslulaga nr.37/1993.

Samkvæmt 31. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir er forsvarsmönnum fyrirtækisins heimilt að vísa málinu til sérstakrar úrskurðarnefndar. “

2. mál. Starfleyfi

Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun:

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir bifreiða- og vélaverkstæði.
K. Steinars (521199-2299), bílaverkstæði og þrif að Njarðvíkurbraut 13, 260 Njarðvík.
ÍAV –  vinnuvélaverkstæði og smurstöð að Holtsgötu 49, 260 Njarðvík.
Verktakasambandið (440900-2590), dráttarbílaþjónusta að Grófinni 9-11, 230 Keflavík.
G.S. umboðið (571001-2090), bílasala og verkstæði að Brekkustíg 38, 260 Njarðvík.

Skv. starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskvinnslur.
Verksmiðjan Sæver (701194-2849), fiskvinnsla að Bolafæti 15, 260 Njarðvík.
Óskar Kristinn ehf. (520901-3020), fiskvinnsla að Verbraut 3, 240 Grindavík.

Heilbrigðisnefnd veitir fyrirtækinu Strönd ehf, kt.410793-2379, Njarðvíkurbraut 52-54, 260 Njarðvík starfsleyfi samkvæmt heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990.

Lagðar voru fram til kynningar eftirfarandi starfsleyfisumsóknir skv. rg. nr. 149/1990.

Firmex/Alex ehf., kt. 560994-2659, Aðalgötu 60, 230 Keflavík

Háhýsi ehf., kt. 551199-2829, Hafnargata 31, 2300 Keflavík v. farfuglaheimilis að Fitjabraut 6a, 260 Njarðvík

 3. mál. Úrskurður umhverfisráðuneytisins vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Nesbú.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja kynnir úrskurð umhverfisráðuneytisins vegna kæru á útgáfu starfsleyfis fyrir Nesbú ehf.  Úrskurðarorð:

„Ákvörðun heilbrigðisnefndar Suðurnesja þann 11. september 2001 um útgáfu starfsleyfis til handa Nesbúi ehf. Skal óbreytt standa“.

4. mál.  Önnur mál

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja samþykkir að leggja dagsektir að upphæð 10.000.- kr á fyrirtækið Fjármögnun ehf. frá 10. júlí n.k. þar til tankar í þeirra eigu við Njarðvíkurhöfn hafa verið fjarlægðir eða gerðir upp svo viðunandi sé.

Fráfarandi formaður nefndarinnar, Ragnar Örn Pétursson leggur fram eftirfarandi bókun:

„Þar sem þetta er síðasti fundur heilbrigðisnefndar Suðurnesja á kjörtímabilinu 1998 – 2002 og síðasti fundur undir minni stjórn vil ég nota þetta tækifæri og þakka meðstjórnarmönnum mínum fyrir vel unnin störf og ánægjuleg samskipti.

Einnig vil ég þakka framkvæmdastjóra og öðrum starfsmönnum HES fyrir ánægjulegt samstarf þennan tíma og óska ég þeim og nýrri stjórn velfarnaðar á næsta kjörtímabili.“

Fleira var ekki gert fundi slitið.

162. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 15. maí 2002.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Albert Hjálmarsson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, og Rafn Guðbergsson. Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Bergur Sigurðsson og Ásmundur E. Þorkelsson.

Dagskrá:

1. Starfsleyfi
2. Málefni Háteigs hf.
3. Málefni dagmæðra
4. Umhverfismál
5. Önnur mál

1. Mál. Starfsleyfi

Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 522/1994 um matvælaeftirlit.

Ráin ehf., kt. 480402-4210, Hafnargata 19, Keflavík.
Digi-SAT, kt. 620290-1069, Baldursgata 14, Keflavík.
Kiwi veitingar v. Soho Keflavík, kt. 520402-4110, Hafnargata 61, Keflavík.

Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990 með síðari breytingum.

Motel Best, kt. 141261-4879, Stapavegur, Vogar.

Lagður  fram listi yfir veitt leyfi til smásölu á tóbaki í samræmi við lög um tóbaksvarnir. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja staðfestir leyfisveitingar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Nefndinni kynnt drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir efnistöku.

Nefndinni kynnt drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir sandspyrnukeppni við Kleifarvatn.  Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög með fyrirvara um að ekki berist athugasemdir innan augslýsts frests.

2. Mál.  Málefni Háteigs ehf.

Erindi Háteigs ehf. lagt fyrir nefndina.  Nefndin felur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að gera úttekt á starfsemi fyrirtækisins.  Fyrirtækið skal greiða fyrir úttektina samkvæmt tímagjaldi Heilbrigðiseftirlitsins.  Sé þörf á aðkeyptri þjónustu í úttekt Heilbrigðiseftirlitsins skal fyrirtækið greiða þann kostnað sem því fylgir.  Úttektinni skal lokið fyrir 1. júní.

Frestur sem veittur var á 158. fundi nefndarinnar er framlengdur fram að fundi nefndarinnar snemma í júní.

3. Mál.  Málefni dagmæðra

Málefni dagmæðra rædd.

4. Mál. Umhverfismál

Lóðahreinsanir ræddar.

5. Mál. Önnur mál

Fleira ekki gert fundi slitið.

161. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 20. mars 2002.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Hulda Matthíasdóttir, Anna Hulda Friðriksdóttir, og Ólafur Guðbergsson. Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Guðjón Ómar Hauksson, Bergur Sigurðsson og Ásmundur E. Þorkelsson.

Dagskrá:

1.      Starfsleyfi

2.      Kynning á framkvæmdum á Nikkel

3.      Önnur mál

1.      mál starfsleyfi

Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir bíla- og vélaverkstæði lögð fyrir nefndina.  Heilbrigðisnefnd samþykkir drögin.

Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

Sandgerði
Fiskþjónustan ehf. (531198-2479) fiskvinnsla að Strandgötu 14.
Jón Magnússon (150467-3739) fiskvinnsla að Strandgötu 12.

Grindavík
Grímsnes ehf. (490395-2459) fiskvinnsla að Hafnargötu 31.
Bílaþjónusta Halldórs (090950-3129) bílaverkstæði að Staðarsundi 4.
Brimstál ehf. (621098-2339) járn og vélsmiðja að Hafnargötu 27.
G.G. Sigurðsson (131255-2849) vélaverkstæði að Tangarsundi 1a.
Gestur Kr. Jónsson (160136-4139-) bílaverkstæði að Vesturbraut 2.
MS. Bílaþjónusta (220172-5549) bílaverkstæði, partasala að Verbraut 3.
Martak ehf. (440795-2349) járn og vélsmiðja að Hafnargötu 21.
Þorbjörn Fiskanes hf. (420369-0429) vélaverkstæði að Hafnargötu 20.

Keflavík

Bifreiðaverkstæði Árna Heiðars (110759-4019) bílaverkstæði að Iðavöllum 9c.
Japanskir jeppar (670494-2769) bílaréttingar og málun að Iðavöllum 10.
Ný-Sprautun ehf. (651099-2349) bílasprautun og réttingar í Grófinni 7.
Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 522/1994 um matvælaeftirlit:
Inga Hildur ehf., (510202-3250) Skólavegur 18, 230 Reykjanesbæ
Glóðin,Kt. 010864-4889, Hafnargata 62, 230 Reykjanesbæ.
Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990:
MSP-ráðgjöf sf., Karimó, (620102-3770), Hafnargötu 21, 230 Reykjanesbæ.

2.      mál Kynning á framkvæmdum á Nikkel

Umhverfisfulltrúi Bergur Sigurðsson kynnir stöðu mála vegna framkvæmda á Nikkel svæðinu.

3.      mál Önnur mál

Ingþór Karlsson fulltrúi Sandgerðisbæjar kynnti bréf Sandgerðisbæjar til HES frá 5. mars 2002 um meðhöndlun og geymslu á jarðvegi sunnan Gálga á Dye-5 svæði.

Heilbrigðisnefnd áminnir Vatnsveitur á Suðurnesjum fyrir að sinna ekki tilmælum heilbrigðiseftirlitsins að sækja um starfsleyfi, sbr. reglugerð 536/2001.

Kynnt var bréf Gistiskálans Strandar dagsett 19. febrúar 2002.  Með hliðsjón af yfirlýsingu rekstraraðila um að ekki sé þar lengur rekin gistiþjónusta afturkallar heilbrigðisnefnd starfsleyfi fyrirtækisins.  Gistiþjónusta er óheimil þar til nýtt starfsleyfi hefur verið gefið út.

Umsókn Nóatúns frá 18. febrúar s.l. um undanþágu frá ákvæði 8. gr. tóbaksvarnarlaga um lágmarksaldur afgreiðslufólks lögð fram.  Erindinu hafnað.

Þingsályktunartillaga Kristjáns Pálssonar og Árna R. Árnasonar um aðgerðir til að verja vatnsból sveitarfélaganna á Suðurnesjum lögð fyrir nefndina.

Þingsályktunartillaga Hjálmars Árnasonar og Sigríðar Jóhannesdóttur um bann við flutningi jarðefnaeldsneytis eftir Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi lögð fyrir nefndina.

Heilbrigðisnefnd styður markmið beggja þingsályktunartillagnanna um verndun grunnvatns á Reykjanesi.  Einnig tekur nefndin undir það sjónarmið að skynsamlegt sé að beina eldsneytisflutningum sjóleiðina til Helguvíkur og Grindavíkur.  Þá vill nefndin benda á að vatnsbólum að Lágum stafar einnig hætta af umferð stórra flutningabíla þar sem eldsneytisgeymar þeirra rúma mikið magn eldsneytis.

Fleira ekki gert, fundi slitið.

160. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 14. febrúar 2002.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Hulda Matthíasdóttir, Anna Hulda Friðriksdóttir, og Ólafur Guðbergsson. Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Ásmundur E. Þorkelsson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá:

1. Starfsleyfi
2. Þvingunaraðgerðir vegna íssölu
3. Flutningur spilliefna
4. Önnur mál
5. Starfsmannamál

1. mál. Starfleyfi

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja samþykkir að breyta 1. grein starfsleyfis fyrir Sæbýli hf., Vogavík, Vatnsleysustrandarhreppi þannig:

1. Starfsleyfi þetta gildir fyrir framleiðslu á allt að 100 tonnum af sæeyrum á ári og á 200 tonnum af sandhverfu á ári.

2. mál. Þvingunarúrræði vegna íssölu

Kynntar voru niðurstöður á sýnatöku á ís úr vélum.  Niðurstöður sýnatökunnar leiddu til þess að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja stöðvaði sölu á ís úr vél í tveim verslunum á Suðurnesjum, sbr. bókun nefndarinnar þann 30. nóvember s.l.  HES falið að fylgja málinu eftir.

 3. mál.  Flutningur spilliefna

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja kynnir bréf Hollustuverndar ríkisins til Olíudreifingar ehf. dagsett 04.01.2002. sem og þær reglugerðir sem málinu tengjast.  

Heilbrigðisnefnd Suðurnesja telur að Hollustuvernd ríkisins hafi farið út fyrir verksvið sitt í umræddu bréfi.  Útgáfa starfsleyfa fyrir atvinnurekstur sem talin er upp í fylgiskjali 2 í reglugerð 785/1999 er í verkahring heilbrigðisnefnda.  Nefndin æskir þess að Hollustuvernd ríkisins afturkalli þá heimild sem veitt var með ofannefndu bréfi.

HES er falið að koma bókun nefndarinnar á framfæri við Hollustuvernd ríkisins og aðra sem að málinu koma.

4. mál.  Önnur mál

Erindi, dags. 31.01.2002, þar sem þess var óskað að lóðahreinsun að Bolafæti 9 í Njarðvík yrði frestað í ca. þrjá mánuði var kynnt fyrir nefndinni.

Nefndin samþykkir að fresta hreinsunaraðgerðum til 15. mars n.k.  Frekari frestur verður ekki veittur.

Heilbrigðiseftirlitið greindi frá afskiptum embættisins vegna óviðunandi ástands á húsnæði gistiheimilis í I-Njarðvík.  Nefndin felur embættinu að fylgja málinu eftir.

5. mál.  Starfsmannamál

Starfsmannamál rædd.

Fleira ekki gert fundi slitið.