Fundir 2001
159. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 30. nóvember 2001.
Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Albert Hjálmarsson, Hulda Matthíasdóttir, Anna Hulda Friðriksdóttir, og Ólafur Guðbergsson. Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Valgerður Sigurvinsdóttir, Bergur Sigurðsson, Guðjón Ómar Hauksson og Ásmundur E. Þorkelsson.
Dagskrá:
1. Kynning á niðurstöðum örverumælinga á ís úr ísvélum
Ásmundur E. Þorkelsson, kynnti niðurstöður örverumælinga á ís úr ísvélum verslana á Suðurnesjum. Nefndin felur Heilbrigðiseftirlitinu að tilkynna þeim aðilum sem ekki hafa uppfyllt opinberar kröfur um gerlafræðilegt ástand íss úr vél að þeim sé veittur lokafrestur til áramóta. Að þeim tíma liðnum verður íssala stöðvuð hafi kröfum ekki verið fullnægt.
Fundi slitið.
158. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 22. nóvember 2001.
Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Albert Hjálmarsson, Anna Hulda Friðriksdóttir, Rafn Guðbergsson og Ólafur Guðbergsson. Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Valgerður Sigurvinsdóttir, Bergur Sigurðsson Guðjón Ómar Hauksson og Ásmundur E. Þorkelsson
Dagskrá:
1.Aðgerðir vegna flækingskatta
2.Kynning á niðurstöðum úttektar vegna salmonellu og Campylobacter í kjúklingum
3.Starfsleyfi
4.Önnur mál
1. mál. Aðgerðir vegna flækingskatta
Undanfarið hefur mikið af kvörtunum borist Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja vegna lausagangs katta á Suðurnesjum. Í mörgum tilfellum er um að ræða ómerkta flækingsketti. Í 7. gr. samþykktar um kattarhald á Suðurnesjum segir,
“bæjarstjórn/hreppsnefnd skal gera ráðstafanir til útrýmingar á ómerktum flækingsköttum. Slíkar aðgerðir skulu auglýstar á áberandi hátt með a.m.k. einnar viku fyrirvara”.
Ekkert samkomulag er á milli Heilbrigðiseftirlits og sveitarstjórna á Suðurnesjum um að fanga ketti. Það er skoðun heilbrigðisnefndar að tímabært sé að gera breytingar á núgildandi samþykkt um kattahald á Suðurnesjum. Í breyttri samþykkt yrði skylda að skrá alla heimilisketti, auk þess sem kattaeigendur þyrftu að örmerkja og spóluhreinsa ketti sína. Þá þyrftu kattaeigendur að greiða skráningargjald. Heilbrigðisnefnd skorar á sveitarstjórnir á Suðurnesjum að taka þessi mál til skoðunar.
2. mál. Kynning á niðurstöðum úttektar vegna Salmonella og Campylobacter
Ásmundur E. Þorkelsson kynnti niðurstöður úttektar sem Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja tók þátt í vegna Salmonella og Campylobacter í kjúklingum á árinu 2001.
3. mál. Starfsleyfi
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun:
Fiskvinnsla
NG Nordic Gourmet ehf. Hafnargötu 2, 190 Vogar
Sigurður Jóhannsson Iðngarði 6, 250 Garði
Tros ehf. Hafnargötu 9, 245 Sandgerði
Nesfiskur ehf., fiskvinnsla að Vitatorgi 3 Sandgerði.
Fiskvinnsla í Grindavík
Benedikt Jónsson sf. (441291-1839) Staðarsundi 16
Grímsnes ehf. (490395-2459) Seljabót 2
Hóp hf. (691265-0219) Ægisgötu 1
Jens Óskarsson (200141-2459) Staðarsundi 8
Lifrarmiðstöðin Á.B. ehf. (460385-0459) Hafnargötu 29
Ó.S.fiskverkun (131148-4459) Staðrsundi 16 b
Samherji hf.,F&L (610297-3079) Þórkötlustaðahverfi
Stakkavík hf. (480388-1519) Bakkalág 15
Stjörnufiskur ehf. (621288-1219) Staðarsundi 10
Vísir hf. (701181-0779) Hafnargötu 16
Þorbjörn Fiskanes hf., (420369-0429) Hafnargötu 18-20
Þorbjörn Fiskanes hf., (420369-0429) Hafnargötu 20-22
Þróttur ehf. (660566-0159) Ægisgata 9-13
Fiskþurrkunarfyrirtæki
Bókun vegna Háteigs:
Nefndin samþykkir erindi Háteigs dags. 19.09.2001 og veitir frest til 31. maí 2002.
Bókun vegna Laugafisks:
Þann 3. okt. sl. auglýsti HES drög að starfsleyfi fyrir Laugafisk Njarðvíkurbraut 62-66 til umsagnar samkv. 24. gr. reglugerðar nr. 785/1999. Athugasemdir í formi bréfa og undirskriftarlista bárust frá íbúum og fyrirtækjum í Innri Njarðvík þar sem fyrirhugaðri starfsleyfisveitingu var mótmælt vegna sjón og lyktmengunar.
Embættinu barst einnig bréf frá forráðamönnum Laugafisks hf. þar sem þeir segjast geta sett upp mengunarvarnarbúnað fyrir 15. nóvember 2001 sem komi í veg fyrir lyktarmengun frá fyrirtækinu.
Nefndin telur að umhverfismál fyrirtækisins séu í óviðunandi ástandi. Megna lykt leggur tíðum yfir nærliggjandi íbúðabyggð auk þess sem umgengni utanhúss er ábótavant. Af þessum ástæðum og að teknu tilliti til athugasemda sem nefndinni hefur borist hefur nefndin ákveðið að veita Laugafiski hf. starfsleyfi til 1 september 2002. Nefndin felur heilbrigðisfulltrúum að fylgjast með því hvort lyktarmengun verði í nánasta umhverfi fyrirtækisins á starfsleyfistímanum. Ef svo verður mun heilbrigðisnefndin ekki endurnýja starfsleyfið.
Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 522/1994 um matvælaeftirlit.
Vökull ehf., kt. 551001-2450, Hafnagata 2 (Vitatorg 9), Sandgerði.
Skv. rg. 522/1994 og heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990
Suðurvellir, kt. 551096-2039. Suðurgata 1-3, Vatnleysustrandarhreppi.
Skv. heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990
Reebok líkamsræktarstöðin, kt. 511001-2770, Hafnargötu 23, Reykjanesbæ
Heilbrigðisnefnd minnir sveitarfélög á Suðurnesjum á að sækja tímanlega um starfsleyfi fyrir starfsleyfisskilda starfsemi á þeirra vegum.
4. mál. Önnur mál
Erindi frá Valdemar Valdemarssyni vegna rótþróarvanda við Skólatún 1 á Vatnsleysuströnd þar sem óskað er eftir niðurfellingu dagsekta lagt fyrir nefndina. Erindinu hafnað.
Fundi slitið.
157. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum , Njarðvík, fimmtudaginn 15. nóvember 2001.
Mættir: Ragnar Örm Pétursson, Ingþór Karlsson, Hulda Matthíasdóttir, Garðar Vignisson og Ólafur Guðbergsson.
Dagskrá: Fjárhagsáætlun HES fyrir 2002
Framkvæmdastjóri kynnti drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2002. Nefndin telur rekstur embættisins vera í jafnvægi og mælir með því við sveitarfélögin á Suðurnesjum að gjaldskrá HES fyrir heilbrigðis- og mengunareftirlitsgjöld verði ekki hækkuð á milli ára.
Nefndin samþykkti fjárhagsáætlunina samhljóða.
Fundi slitið.
156. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Matarlyst 16. október 2001.
Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Albert Hjálmarsson, Anna Hulda Friðriksdóttir, Hulda Matthíasdóttir og Ólafur Guðbergsson. Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Guðjón Ómar Hauksson, Ásmundur E. Þorkelsson. Valgerður Sigurvinsdóttir og Bergur Sigurðsson.
Eftirfarandi starfsmenn Hollustuverndar ríkisins voru á fundinum til þess að kynna stofnunina fyrir heilbrigðisnefnd: Davíð Egilsson forstjóri, Helgi Jensson forstöðumaður mengunarvarnasviðs, Franklín Georgsson framkvæmdastjóri rannsóknastofu, Elín G. Guðmundsdóttir fagstjóri eiturefnasviðs og Sjöfn Sigurgísladóttir forstöðumaður matvælasviðs.
Dagskrá:
1.Kynning á starfsemi Hollustuverndar ríkisins
2.Kynning á sviðum stofnunarinnar 5*10 mín (FG;HJ;SS;EGG;DE)
3.Helstu áskoranir varðandi umhverfis og matvælamál
4.Önnur mál
1. mál. Kynning á starfsemi Hollustuverndar ríkisins
Davíð Egilsson kynnir, hlutverk – helstu lög – stöðu stofnunarinnar í stjórnsýslunni – breytingar við inngöngu í EES – tenging við HES.
2. mál. Kynning á sviðum stofnunarinnar
Fulltrúar hvers sviðs kynna lagaumhverfi, verksvið, samvinnu við HES ofl.
3. mál. Helstu áskoranir varðandi umhverfis og matvælamál
Davíð Egilsson fjallar um helstu áskoranir í umhverfis og matvælamálum. Farið yfir lagaumhverfið, tæknilegar lausnir, stjórnsýsluleg úrræði ofl.
4. mál. Önnur mál
Ársreikningur HES lagður fram til kynningar.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að láta hreinsa lóðina að Bolafæti 9 í Reykjanesbæ á kostnað eiganda.
Fundi slitið.
155. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 11. september 2001.
Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Albert Hjálmarsson, Rafn Guðbergsson, Anna Hulda Friðriksdóttir. Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Bergur Sigurðsson, Guðjón Ómar Hauksson og Ásmundur E. Þorkelsson.
Dagskrá:
1.Starfsleyfi
2.Tóbakssöluleyfi
3.Starfsleyfisskilyrði fyrir leikskóla (sjá fylgiskjal)
4.Málefni fiskþurrkunarfyrirtækja á Suðurnesjum
5.Álagning dagssekta
6.Önnur mál
1. mál. Starfsleyfi
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun:
•Nesbú ehf., (530172-0159) Vatnsleysuströnd til framleiðslu á eggjum.
•Olíuverslun Íslands (500269-3249) bensínstöðin ÓB að Fitjabakka 2-4.
Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990 með síðari breytingum og reglugerð nr. 522/1994 um matvælaeftirlit.
•Icelandair Flughótel, (680169-5869), Hafnargötu 57, Keflavík
•SÞH Veitingar, (020556-4399), Hafnargötu 57, Keflavík
•Ný-ung, (610385-0879), Hafnargata 12, Keflavík
•Marinaid (470600-3140) að Básvegi 6 til framleiðslu á kryddpækli.
Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990 með síðari breytingum.
•Gistiheimilið Hringbraut 77, Kt. 220246-3459, Keflavík
•B&B Guesthouse, kt. 110347-2199, Keflavík
•Hársnyrtistofan Okkar, kt. 261165-3796, Skólaveg 16, Keflavík
•Guðmundur Sigurjónsson (201067-4219), gistiheimili að Fitjabraut 6 A
2. mál. Tóbakssöluleyfi
Lagður fram listi yfir veitt leyfi til smásölu á tóbaki í samræmi við lög um tóbaksvarnir. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja staðfestir leyfisveitingar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. (listinn PDF).
Heilbrigðisnefnd samþykkir að veita Fitjagrilli ehf., Versluninni Öldunni ehf. og R. Lúðvíkssyni ehf. umbeðnar undanþágur til 31. desember 2001, sbr. 1. gr. rg. nr. 541/2001 um tímabundnar undanþágur frá 18 ára aldurstakmarki vegna sölu tóbaks, skv. lögum um tóbaksvarnir nr. 74/1984, með síðari breytingum.
3. mál. Starfsleyfisskilyrði fyrir leikskóla
Heilbrigðisnefnd samþykkir starfsleyfisskilyrði fyrir leikskóla.
4. mál. Málefni fiskþurrkunarfyrirtækja á Suðurnesjum
HES kynnir áætlun Laugafisks í Innri Njarðvík um úrbætur í mengunarvörnum sem lögð var fyrir HES á fundi með forráðamönnum fyrirtækisins þann 14.08.01.
Jafnframt gerir HES grein fyrir því að kvartað sé meira nú en að jafnaði áður þrátt fyrir að hluti af áætluninni eigi þegar að vera komin til framkvæmda. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja felur HES að fylgjast með því hvort staðið verði við sett tímamörk í úrbótaáætluninni.
HES gerir grein fyrir því að allmargar kvartanir hafi borist vegna ólyktar og hávaða frá starfsemi Háteigs í Garði. Heilbrigðisnefnd veitir fyrirtækinu starfsleyfi til 15. desember n.k. Á gildistíma starfsleyfisins skal fyrirtækið koma upp fullnægjandi mengunarvarnarbúnaði. Að öðrum kosti verður fyrirtækinu lokað þegar starfsleyfið rennur út.
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi til fjögurra ára samkvæmt reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun:
•Haustak hf., (560699-2099) í Höfnum til heitloftsþurrkunar á fiskafurðum.
•Nesfiskur ehf. (410786-1179) í Garði til heitloftsþurrkunar á fiskafurðum.
5. mál. Álagning dagsekta
HES gerir nefndinni grein fyrir því að einungis bensínstöðvar Skeljungs hafi skilað inn umhverfisskýrslu fyrir árið 2000, sbr. gr. 6.4 í starfsleyfisskilyrðum fyrir bensínstöðvar. Í bréfi dagsett 24. ágúst veitti Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja lokafrest til 20. september n.k. til þess að skila inn skýrslunni og hótaði dagsektum að þeim tíma liðnum. Nefndin samþykkir að beita þær bensínstöðvar sem ekki skila inn umhverfisskýrslu áður en lokafrestur rennur út dagsektum að upphæð 5.000 kr.
Nefndin samþykkir að beita útibú Olís að Hafnargötu 7 í Grindavík dagsektum að upphæð 5.000 kr hafi tímasett áætlun um úrbætur ekki borist fyrir þann 26. september sbr. bréf HES dagsett 29. ágúst s.l.
Nefndin samþykkir að beita útibú Esso að Seljabót 4 í Grindavík dagsektum að upphæð 5.000 kr hafi tímasett áætlun um úrbætur ekki borist fyrir þann 5. október sbr. bréf HES dagsett 7. september s.l.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gerir grein fyrir afskiptum embættisins af húsnæði fyrrum Vélsmiðju Olsen í Njarðvík. Nefndin samþykkir að beita eiganda dagsektum að upphæð 3.000 kr frá og með 3. október n.k., sbr. bréf HES dagsett 21. ágúst s.l.
Nefndin hafnar erindi Reykjabúsins Sjávarbraut í Sandgerði frá 31.08.01 og samþykkir að veita fyrirtækinu lokafrest til úrbóta til 1. nóvember n.k. Jafnframt samþykkir nefndin að beita fyrirtækið dagsektum að upphæð 5.000 kr að þeim tíma liðnum hafi fyrirmælunum ekki verið sinnt.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gerir grein fyrir stöðu mála við eggjabúið Nesbú á Vatnsleysuströnd. Samkvæmt áætlun fyrirtækisins átti úrbótum að vera lokið þann 1. september s.l. Í bréfi dagsettu 29. ágúst er óskað eftir framlengingu á fresti til 1. desember n.k. Nefndin samþykkir framlengingu á fresti en undirstrikar að hér er um lokafrest að ræða og verður búið beitt dagsektum að upphæð 5.000 kr verði úrbótum ekki lokið fyrir lokafrest.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja gerir grein fyrir rotþróarmálum að Skólatúni á Vatnsleysuströnd. Nefndin samþykkir að beita eigendur Skólatúns 1 dagsektum að upphæð 3.000 kr frá og með 10. október 2001 þar til fyrirmælunum hefur verið sinnt.
Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja falið að upplýsa þá aðila sem beita á dagsektum um bókanir nefndarinnar.
5. Önnur mál
Bréf Reykjanesbæjar varðandi endurskoðun á aðalskipulagi Reykjanesbæjar lagt fram. Erindinu frestað.
Fleira ekki gert fundi slitið.
154. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 14. júní 2001.
Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Albert Hjálmarsson, Anna Hulda Friðriksdóttir og Ólafur Guðbergsson. Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Bergur Sigurðsson og Ásmundur E. Þorkelsson
Dagskrá:
1.Kynning á niðurstöðum könnunar um sölu tóbaks til barna.
2.Starfsleyfi.
3.Drög að nýrri samþykkt um sorphirðu.
4.Umhverfismál.
5.Önnur mál.
1. mál, kynning á niðurstöðum könnunar um sölu tóbaks til barna.
Ásmundur E. Þorkelsson kynnti niðurstöður úr Samsuð könnuninni um sölu tóbaks til unglinga. Á árinu 2000 gerðu SamSuð og HES þrjár kannanir á sölu tóbaks til unglinga á Suðurnesjum. Hlutfall staða sem seldu tóbak fór úr 65% í mars könnuninni niður í 24% í desember könnuninni. Ef teknar eru saman niðurstöður úr þrem könnunum sem gerðar voru á árinu 2000 kemur í ljós að 6 sölustaðir seldu unglingum aldrei tóbak. Niðurstöður könnunarinnar eru birtar á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, (HÉR).
Heilbrigðisnefnd þakkar Samsuð fyrir vel unnin störf með von um gott samstarf í framtíðinni.
Ný tóbaksvarnarlög sem taka gildi í ágúst, n.k. kynnt. Heilbrigðiseftirlitinu falið að kynna söluaðilum og almenningi lögin.
2. mál, starfsleyfi.
Athugasemdir frá Síld og fiski vegna starfsleyfisskilyrða fyrir svínabú á minni Vatnsleysu. Heilbrigðisnefnd samþykkir breytingartillögur umsækjanda vegna liða 4.2, 4.5, 4.7, 6.3 og 7.1. Breytingartillögu á grein 4.4 hafnað.
Heilbrigðisnefnd veitir Síld og fiski (590298-2399) starfsleyfi til reksturs á svínabúi á Minni Vatnsleysu samkvæmt reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.
Heilbrigðisnefnd frestar starfsleyfisveitingu fyrir bensínstöðina ÓB að Fitjum þar til þrýstiprófun á lögnum vottuð af heilbrigðisfulltrúa hefur farið fram. Þrýstiprófun skal framkvæmd eigi síðar en 1. ágúst.
Heilbrigðisnefnd veitir Hvalstöðinni ehf (650898-2739) starfsleyfi samkvæmt reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla 522/1994.
Heilbrigðisnefnd veitir Hárhorninu (620201-2860) starfsleyfi samkvæmt reglugerð um heilbrigðisreglugerð 149/1990.
Heilbrigðisnefnd sér enga fyrirstöðu á því að starfsleyfi verði veitt til 20 ára enda verði starfsleyfið endurskoðað á fjögurra ára fresti í samræmi við reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Afgreiðslu starfsleyfis fyrir Norma hf. frestað þar til frekari gögn liggja fyrir.
3. mál, drög að nýrri samþykkt um sorpeyðingu og sorphirðu.
Heilbrigðisnefnd fjallaði um drög að nýrri samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum. Nefndin samþykkir að senda drögin til samþykktar sveitarstjórna með breytingu á 6. grein, hún skal hljóða þannig:
“Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja ákveður tíðni sorphirðu á einstökum svæðum. Sorp skal hirt á 7-10 daga fresti. Íbúum skal kynnt tíðni sorphirðu með hæfilegum fyrirvara”.
4. mál, umhverfismál.
Sýndar myndir af grjótnámi í heiðinni milli Sandgerðis og Gerðahrepps. Heilbrigðisfulltrúa falið að stöðva efnistökuna tafarlaust.
5. mál, önnur mál.
Heilbrigðiseftirliti falið að senda Magðalenu Ólsen loka viðvörun um dagsektir vegna húsnæðis fyrrum Vélsmiðju Olsen við Sjávargötu í Njarðvík.
153. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 10. maí 2001.
Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Albert Hjálmarsson, Hulda Matthíasdóttir og Ólafur Guðbergsson. Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson og Ásmundur E. Þorkelsson.
Dagskrá:
1. Álagning dagssekta.
2. Umhverfismál
3. Starfsleyfi
4. Önnur mál
1. Álagning dagssekta.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að leggja 5000 kr. dagsekt á fyrirtækið Subway (Stjarnan ehf.) frá 1. júní hafi fyrirtækið ekki lokið þeim úrbótum sem Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur farið fram á.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að leggja 5000 kr. dagsekt á fyrirtækið Langbest frá 1. júní hafi fyrirtækið ekki lokið þeim úrbótum sem Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur farið fram á.
2. Umhverfismál
Umræðum um þetta mál var frestað til næsta fundar.
3. Starfsleyfi
Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.
Keflavík
· Bakkavör Ísland hf., (601299-3999) Framnesvegi 11.
· EEE Verkun ehf., (450199-3979) Básvegi 6.
· Fiskval ehf., (560185-0229) Iðavöllum 13
· Fiskverkun Gunnars Indriðasonar, (121055-0079) Hrannargötu 6.
· Fiskverkun Kristins Guðmundssonar, (200563-5309) Básvegi 1.
· Hafnarbúðin ehf., (501175-0219) Hrannargötu 4.
· Happi ehf., (691194-2059) Vatnsnesvegi 7.
· Helguvíkurmjöl ehf., (491194-2279) Helguvík.
· K. og G. ehf., (540998-2649) Hrannargötu 2.
· Ljósfiskur ehf., (510100-3010) Hrannargötu 4,a.
· Norðurvör, (040937-4559) Básvegi 6.
· Saltver hf., (500377-0389) Víkurbraut 4.
· Suðurnes ehf., (491087-1539) Vatnsnesvegi 2.
· Sæbúð ehf., (500500-3440) Hrannargötu 3,a.
· Sæbær, (461093-2139) Básvegi 7.
Njarðvík
· Bakkavör Ísland hf., (601299-3999) Brekkustígur 22.
· Eitill ehf., (510578-0319) Bolafótur 15.
· Saltver hf., (500377-0389) Brekkustíg 26-30.
· Særót ehf., (480197-2249) Bakkastíg 16,d.
Grindavík
· Olíufélagið Esso hf., (500269-4649) Víkurbraut 31
Eftirtalin fyrirtæki fá bráðabirgðastarfsleyfi til eins árs:
· Norðurgarður ehf., (680798-2499) Grófinni 18 c, Keflavík.
Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990 með síðari breytingum og reglugerð nr. 522/1994 um matvælaeftirlit.
· Hemmi og Valdi efh. (Ungó), Kt. 640392-3049, Hafnargata 6, Keflavík.
Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990 með síðari breytingum.
· Sjúkraþjálfunin Átak, Kt. 571299-4969, Aðalgata 10, Keflavík
· Hárgreiðslustofan Elegans, Kt. 540585-0329, Hafnargat 61, Keflavík
4. Önnur mál
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja vill hvetja umhverfisráðherra til að nýta sér, hið fyrsta, nýfengna heimild í lögum nr.93/1995 um matvæli til að gera þá kröfu til þeirra sem starfa við framleiðslu og dreifingu matvæla að þeir sæki námskeið um meðferð matvæla.
152. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 5. apríl 2001.
Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Albert Hjálmarsson, Anna Hulda Friðriksdóttir, Hulda Matthíasdóttir og Ólafur Guðbergsson. Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Guðjón Ómar Hauksson, Ásmundur E. Þorkelsson og Bergur Sigurðsson.
Dagskrá:
1.Starfsleyfi
2.Málefni Norðurgarðs ehf.
3.Skráningargjald fyrir hunda
4.Staða sorphirðumála
5.Lóðahreinsun
6.Önnur mál
1. mál.
Starfsleyfi
Heilbrigðisnefnd samþykkir starfsleyfisskilyrði fyrir atvinnurekstur sem meðhöndlar asbest og starfsleyfisskilyrði fyrir svínabú með sláturhúsi.
Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.
•Reykjabúinu hf. (kt. 581187-2549) Sjávarbraut, Sandgerði
•Thermo Plus Europe á Íslandi, (kt. 560998-2609) Iðjutíg 1, Reykjanesbær
Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990 með síðari breytingum og reglugerð nr. 522/1994 um matvælaeftirlit.
•Myndsel ehf, (kt. 521186-1789) Hafnargötu 11, Grindavík
•Sjávarperlan ehf, (kt. 550201-2160) Króki 2, Grindavík
•Fegurð Snyrtihús, (kt. 030177-5689) Hafnargötu 26, Reykjanesbæ
•Sparkaup Sandgerði, (kt. 571298-3769) Miðnestorgi 1, Sandgerði
•Starfsleyfisveitingu fyrir eftirfarandi fyrirtæki frestað.
•Hemmi og Valdi ehf., (kt. 640392-3049) Hafnargata 6, Reykjanesbæ
•Fiskbær ehf., (kt. 700999-4169) Básvegi 1, Reykjanesbæ
2. mál.
Málefni Norðurgarðs ehf.
Framkvæmdastjóri kynnti mál Norðurgarðs ehf. í Grófinni 18,Keflavík. Heilbrigðisnefnd tekur undir það álit HES að ekki sé forsvaranlegt að byggingarnefnd og bæjaryfirvöld heimili byggingu fiskvinnsluhúss án nauðsynlegs athafnasvæðis utandyra. Nefndin felur framkvæmdastjóra að koma þessum mótmælum á framfæri við bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ.
3. mál.
Skráningargjald fyrir hunda
Nefndin staðfestir tillögu HES um 3.000 kr gjald fyrir skráningu hunda.
4. mál.
Staða sorphirðumála
Lagt var fram bréf frá HES til SS, dags. 2. apríl 2001, þar sem SS er veittur viðbótarfrestur til 1. júní. Nefndin staðfestir þessa ákvörðun.
5. mál.
Lóðahreinsun
Heilbrigðisnefnd samþykkir að láta hreinsa lóðina að Hvassahrauni 2 í Vatnsleysustrandarhreppi á kostnað eiganda.
6. mál.
Önnur mál
Ekkert var rætt undir þessum lið og fundi slitið.
151. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 13. mars 2001.
Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Albert Hjálmarsson, Hulda Matthíasdóttir og Ólafur Guðbergsson. Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Guðjón Ómar Hauksson, Ásmundur E. Þorkelson, Valgerður Sigurvinsdóttir og Bergur Sigurðsson.
Dagskrá
1. Starfsleyfi
2. Innra eftirlit matvælafyrirtækja
3. Breytingar á samþykkt um hundahald á Suðurnesjum
4. Önnur mál
1. mál.
Starfsleyfi
Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.
Vöruflutningamiðstöðvar
Skipaafgreiðsla Suðurnesja ehf., (kt. 541295-2679) Hafnargötu 91, 230 Keflavík
Vélaverkstæði
Skipaafgreiðsla Suðurnesja ehf., (kt. 541295-2679) Hafnarbraut 2, 260 Njarðvík.
Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990 með síðari breytingum.
Hársnyrtistofur
Hár-inn sf. (kt. 661186-1359), Hafnargötu 44, 230 Keflavík
18ja sf. – Hársnyrting Harðar (450900-3620), Hafnargötu 16, 230 Keflavík.
Heilbrigðisnefnd veitir eftirtöldum fyrirtækjum starfsleyfi samkvæmt heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990 með síðari breytingum og reglugerð nr. 522/1994 um matvælaeftirlit.
Vínveitingastaðir
Næturlíf Hafnargötu 38, (kt. 290168-3099), 230 Keflavík.
2. mál.
Innra eftirlit matvælafyrirtækja
Ásmundur kynnir stöðu mála varðandi útbreiðslu innra eftirlits hjá matvælafyrirtækjum á Suðurnesjum og áætlun HES til þess að auka útbreiðsluna.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að HES herði aðgerðir gagnvart matvælafyrirtækjum sem enn hafa ekki komið upp innra eftirliti.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að HES útbúi tillögu um æskilega þekkingu / menntun / endurmenntun starfsfólks í matvælafyrirtækjum fyrir næsta fund.
3. mál.
Breytingar á samþykkt um hundahald á Suðurnesjum
Tillaga að nýrri samþykkt um hundahald kynnt og samþykkt.
4. mál.
Önnur mál
Málefni Meltuvinnslunnar ehf.
Bréf Umhverfisráðuneytisins, Hollustuverndar ríkisins, og HES lögð fyrir nefndina. Listi með undirskriftum 100 íbúa Njarðvíkur sem mótmæla starfsemi Meltuvinnslunnar ehf. lagður fyrir nefndina.
Umhverfisráðuneytið hefur veitt fyrirtækinu undanþágu frá starfsleyfi til framleiðslu allt að 2.000 tonnum af meltu í tönkum við Njarðvíkurhöfn. Undanþágan var háð eftirfarandi skilyrðum:
1.Allur flutningur og meðferð á hráefni og á afurðum fari fram í lokuðum kerfum, sem samþykkt eru af HES.
2.Komi til að hráefni eða afurð fari niður ber fyrirtækinu að tryggja að umhverfið verði hreinsað án tafar.
3.Þegar framleiðslu er lokið skal fyrirtækið tæma og þrífa tank og búnað og ganga frá svæðinu umhverfis tankana með þeim hætti sem HES gerir kröfur um.
Heilbrigðisnefnd felur HES að hafa náið eftirlit með starfseminni og tryggja að skilyrði Umhverfisráðuneytisins verði virt.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
150. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 27. febrúar 2001.
Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Albert Hjálmarsson, Anna Hulda Friðriksdóttir og Ólafur Guðbergsson. Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Guðjón Ómar Hauksson, Ásmundur E. Þorkelsson og Bergur Sigurðsson.
Dagskrá
1. Starfsleyfisveitingar
2. Verndun vatnsbóla
3. Gjaldskrá HES
4. Önnur mál
1. mál.
Starfsleyfi
Heilbrigðisnefnd samþykkir starfsleyfisskilyrði fyrir fuglabú og vöruflutningamiðstöðvar.
Vöruflutningamiðstöðvar
•Flutningaþjónusta Gunnars ehf., Hafnargötu 90, 230 Keflavík
•G.D. Vöruflutningar, Iðavöllum 9b, 230 Keflavík.
Hársnyrtistofur:
•Nýja klippótek, Hafnargata 54, Reykjanesbæ
Leikskólar:
•Leikskólinn Króki 1, Grindavík
•Leikskólinn Hjallatún, Vallarbraut 20, Reykjanesbæ
Matvöruverslanir:
•Vogavideo, Suðurgata 2, Vogum.
•Brautarnesti, Hringbraut 93, Reykjanesbæ
Stóreldhús:
•Mamma mía, Hafnargata 5a, Sandgerði
•Enn einn bar, Hafnargata 30, Reykjanesbæ
Bensínstöðvar
•Olíufélagið hf. Esso, Iðndal 1, 190 Vogar
Veitingu á starfsleyfi fyrir Nesbúi ehf., Vatnsleysuströnd, 190 Vogum frestað þar til áætlun um úrbætur við haughúsvagna og samningur um meðhöndlun liggur fyrir.
Reykjabúið, Sjávarbraut, 245 Sandgerði. Veitingu frestað þar til samningur um meðhöndlun á úrgangi liggur fyrir.
Staðarbú, Þórkötlustaðarhverfi, 240 Grindavík. Veitingu frestað þar til samningur um meðhöndlun á úrgangi liggur fyrir.
Gróður ehf., Grófinni 9-11, 230 Keflavík. Veitingu frestað þar til samningur um meðhöndlun á úrgangi liggur fyrir.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að eftirtalin fyrirtæki verði beitt dagsektum að upphæð 5000 kr frá og með 10. mars 2001 þar til umsóknir um starfsleyfi hafa borist.
•Skipaafgreiðsla Suðurnesja ehf., Hafnargötu 91, 230 Keflavík
•Skipaafgreiðsla Suðurnesja ehf., Hafnarbraut 2, 260 Njarðvík.
2. mál.
Verndun vatnsbóla
Heilbrigðisnefnd felur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að óska eftir því við Vegagerðina að svæðið að Lágum, við Grindavíkurveg og á Reykjanesbraut við Vogaafleggjara verði merkt með eftirfarandi hætti: „Aðgát, Vatnsverndarsvæði 5 km, Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja”.
3. mál.
Gjaldskrá HES
Lögð var fram gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fyrir árið 2001. Nefndin samþykkir gjaldskrána og felur HES að senda hana til sveitarfélaganna til samþykktar.
4. mál.
Önnur mál
Fleira ekki gert, fundi slitið
149. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 3. janúar 2001.
Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Albert Hjálmarsson, og Ólafur Guðbergsson. Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson.
Dagskrá
1.Starfsleyfi
2.Erindi skipulags- og bygginganefndar Reykjanesbæjar dags. 27.12.2000
3.Önnur mál
1. Mál
Eftirfarandi fyrirtækjum veitt starfsleyfi:
Í Sandgerði
•Arney ehf., Strandgötu 20
•Fiskverkun Birgis Júlíussonar, Sjávargötu 1
•Fiskvinnslan Bára ehf., Strandgötu 6-8
•Fiskþjónustan ehf., Garðvegi 3
•Flugfiskur ehf., Vitatorgi 1
•Flökun ehf., Strandgötu 24
•Hafbót ehf., Hafnargötu 9
•Haraldur Böðvarsson hf., Tjarnargötu 3
•Hleri hf., Strandgötu 12
•Jón Erlingsson ehf., Strandgötu 14
•Ný – Fiskur ehf. Strandgötu 4
•Sjávargull, Norðurgötu 11 a
•Skinnfiskur ehf., Hafnargötu 10
•Sæaldan ehf., Strandgötu 21 c
•Tros ehf., Strandgötu 25
•Bílaþjónusta Vitatorg ehf. Vitatorgi 3
•Vélsmiðja Sandgerðis ehf. Vitatorgi 5
Í Vogum
•Fiskverkun Ragnars Þorgrímssonar, Iðndali 9
•Þorbjörn Fiskanes hf., Hafnargötu 10
•Ís – Salt ehf., Iðndali 10
2. mál
Erindi skipulags- og bygginganefndar Reykjanesbæjar dags. 27.12.2000:
Í rannsókn Wyle laboratories frá feb. 1999 og KM dags. júlí 2000, kemur fram að hávaði á svæðinu er allt að 65 dB utanhúss (FBN eða DNL). Samkvæmt reglugerð má ekki byggja á svæðum þar sem hávaði er yfir 55 dB utanhúss. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja setur eftirfarandi skilyrði fyrir íbúðabyggð í Grænási og við Lágseylu:
1.Að fram komi í úthlutun að um sé að ræða svæði nálægt flugvelli þar sem búast má við hávaða yfir almennum mörkum.
2.Að tryggð sé 30 dB(A) hljóðvist innanhúss nýrra húsa, samkvæmt reglugerð nr. 933/1999.
3.Að öðrum umhverfishávaða verði haldið í lágmarki.
4.Heilbrigðisnefnd hafnar byggingu leikskóla og gæsluvallar á svæðunum.
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja samþykkir erindið með ofangreindum skilyrðum.