Fundir 2000

141. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 18. janúar 2000 kl. 17.30 að Fitjum.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Hulda Matthíasdóttir, Sveinbjörn Guðmundsson, Anna Hulda Friðriksdóttir, Ragnar Gunnarsson starfsmenn HES og Garðar Páll Vignisson sem ritaði fundargerð.

1. Staða tóbaksvarnarverkefnis.

Klemenz Sæmundsson rakti gang mála og hvað sé á döfunni m.a. hvenær kannanir á sölu fari fram, slagorðasamkeppni o.fl. Ragnar Örn sagði frá því að sendar hafa verið út styrktarbeiðnir til ýmissa félagasamtaka og vonast er til að jákvæð svör fáist við þessu, þ.e. að styrkja m.a. plakatútgáfu.

2. Magnús kynnti stöðu mengunarvarnareftirlits á varnarsvæðinu og kynnti nýjan starfsmann H.E.S. Berg Sigurðsson.

3. Eftirtöldum aðilum veitt starfsleyfi:

Brynju Oddgeirsdóttur, kt. 200971-2999 vegna dagmömmuleyfis, að Mávabraut 8a

Reykjanesbæ.

Rossini, Víkurbraut 27 Grindavík, kt. 570894-2859 vegna hársnyrtistsofu.

Farfuglaheimilið Strönd ehf. kt. 410793-2379, Njarðvíkurbraut 52-54 Reykjanesbæ, vegna sölu á gistingu.

Sæbýli h.f., kt. 611093-2179, Vogavík Vogum, vegna eldis sæeyrna.

Haustak h.f. kt. 560699-2099, Verbraut 3 Grindavík, vegna heitloftsþurrkunar fiskafurða í 6 mánuði til bráðabirgða.

Laugaþurrkun ehf. kt. 530678-0169, Njaðrvíkurbraut 62-66 Reykjanesbæ, vegna heitloftsþurrkunar fiskafurða til bráðabirgða í 6 mánuði.

Nesfisk ehf. kt. 410786-1179, Gerðaveg 32 Garði, vegna heitloftsþurrkunar á fiskafurðum í 6 mánuði til bráðabirgða.

Þurrkhúsið Reykjanesi ehf. kt. 480196-2449, Vitabraut 3 Reykjanesbæ, vegna heitloftsþurrkunar fiskafurða í 6 mánuði til bráðabirgða.

4. Önnur mál.

Framkvæmdastjóri dreifði nýjum mengunarvarnarreglugerðum.

Framkvæmdastjóri kynnti svar samgönguráðherra við fyrirspurnum Hjálmars Árnasonar um flutning eldsneytis á Reykjanesbraut. Nefndin lýsir áhyggjum sínum af málinu og felur framkvæmdastjóra að skrifa Olíufélögunum.

Fundi slitið kl. 18.45.

Ragnar Örn Pétursson (sign.) Garðar Vignisson ritari (sign.)

Sveinbjörn Guðmundsson (sign.) Hulda Matthíasdóttir (sign.)

Anna H. Friðriksd. (sign.) R. Gunnarsson (sign.)

G. Ómar Hauksson (sign,)

142. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn að Fitjum 15. febrúar kl. 17.30.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Bergur Sigurðsson og Jóhann Sveinsson.

Dagskrá:

1. Starfsleyfi

2. Umhverfismál á varnarsvæðum.

3. Endurskoðun á reglum um kattahald á Suðurnesjum.

4. Önnur mál.


Vegna forfalla nefndarmanna var fundi frestað eftir umræðu um reglur um kattahald á Suðurnesjum.

Ragnar Örn Pétursson (sign.) Garðar Vignisson ritari (sign.)

Ólafur Guðbergsson (sign.)

143. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn að Fitjum 11. apríl 2000.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Anna Hulda Friðriksdóttir, Hulda Matthíasdóttir, Ólafur Guðbergsson, Stefán Sigurðsson, Ingþór Karlsson og Garðar Vignisson auk starfsmanna H.E.S.

Dagskrá:

1. Umsókn um undanþágu frá ákvæðum heilbrigðisreglugerðar um fjarlægðamörk byggðar frá svína- og alifuglabúum.

2. Ákvörðun um hundaleyfisgjald.

3. Átak gegn sölu á tóbaki til barna og unglinga.

4. Starfsleyfi.

5. Umhverfismál.

6. Önnur mál.

Nýir fulltrúar Sandgerðis og vinnuveitenda boðnir velkomnir.

1. Framkvæmdastjóri kynnti undanþágureglur og auglýsingu sem var birt í staðarblöðum. Heilbrigðisnefnd samþykkti að mæla með undanþágu frá ákvæðum heilbrigðisreglugerðar um fjarlægðarmörk fyrir svína- og alifuglabú vegna fyrirhugaðs alifuglabús í Sandgerði.

2. Nefndin samþ. að hundaleyfisgjald skuli vera kr. 8.800.00 fyrir árið 2000.

3. Klemenz kynnti könnun sem unnin var af SamSuð á sölu tóbaks til unglinga yngri en 18 ára í verslunum á Suðurnesjum.

Niðurstaða könnunar er sú að 20 af 31 sölustöðum seldu tóbak til einstaklinga yngri en 18 ára, eða 64,5% sölustaða. Á 11 sölustöðum var unglingum neitað um afgreiðslu tóbaks eða á 35,5% sölustaða.

4. Nefndin samþ. að veita eftirtöldum starfsleyfi:

a) Lokkar og List, kt. 500294-2809, Hafnargötu 6, Grindavík.

b) Betri Líðan, Nuddstofa, kt. 040561-3829, Sólvallagötu 18, Keflavík.

c) Skothúsið ehf., kt. 521199-2619, Hafnargötu 30, Keflavík.

d) Strikið ehf., kt. 601192-2689, Grófinni 8, Keflavík.

e) Frístund, kt. 131158-2039, Hringbraut 92, Keflavík.

f) Mamma Mía, kt. 770365-4349.

5.a) Nefndin samþ. starfsreglur fyrir:

a) Tannlæknastofur.

b) Fiskvinnslufyrirtæki.

5.b) Heilbrigðisnefnd samþykkir auglýsingu um hreinsun lóða og opinna svæða.

6. Bergur umhverfisfulltrúi kynnti svar olíufélaganna við bréfi embættisins um hættu á olíumengun á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi.

Fleira ekki gert.

Ingþór Karlsson (sign. Anna H. Friðriksd. (sign.)

Hulda Matthíasd. (sign.) Garðar Vignisson (sign.)

Ragnar Örn Pétursson (sign.) Ólafur Guðbergsson (sign.)

Stefán Sig. (sign.) Bergur Sigurðsson (sign.)

Magnús Guðj. (sign.) Fundarritari

Klemenz Sæmundsson Guðjón Ómar Hauksson (sign.)

144. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn að Fitjum 9. maí 2000.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Anna Hulda Friðriksdóttir, Hulda Matthíasdóttir, Ólafur Guðbergsson, Stefán Sigurðsson, Ingþór Karlsson, Garðar Vignisson. Auk starfsmanna H.E.S.

Dagskrá:

1. Guðfinnur Þórðarson byggingafulltrúi í Sandgerði skýrir frá umhverfismálum í Sandgerðisbæ.
2. Starfsleyfi
3. Umsagnir
4. Umhverfismál
5. Önnur mál.

1. Guðfinnur Þórðarson kynnti nefndinni þau mál sem efst eru á baugi í umhverfismálum í Sandgerðisbæ.

2. Nefndin samþ. að veita eftirtöldum starfsleyfi.

a) Kallistó kt. 440400-2210, Iðndal 2, Vogum.

b) Eftirtalin fyrirtæki fá starfsleyfi samkvæmt mengunarreglugerð nr. 785 1999.

Fiskverkun Antons og Guðlaugs s.f., Meiðastöðum 14, Garði.
Fiskþurrkun ehf. Skálareykir, Skagabraut, Garði.
Fiskverkun Von ehf. Varmahlíð, Akurhúsavegi, Garði.
Gæðaflökun ehf., Iðngarði 4, Garði.
Gunnar Hákonarson ehf. Vörum, Garði.
H. Pétursson ehf., Gerðavegi 26, Garði.
Hólmsteinn ehf., Smáraflöt, Garði.
Karl Njálsson ehf., Iðngarði 14, Garði.
Marvík ehf., Fiskistofan, Skagabraut, Garði.
Nesfiskur ehf. Gerðavegi 32, Garði.
Rafn Guðbergsson, Iðngarði 7, ,Garði.
Þorsteinn ehf., Varavegi 14, Garði.

c) Eftirtöldum fyrirtækjum er veitt starfsleyfi samkvæmt matvælareglugerð nr. 522/1994 til næstu 4 ára.

Skytturnar þrjár, kt. 461197-2059, Hafnargötu 61, Keflavík.
Matarlyst s.f., kt. 501096-2379, Iðavellir 1, Keflavík.
Á.T.V.R. Grindavík, kt. 410169-4369, Víkurbraut 62, Grindavík.
Á.T.V.R. Keflavík, kt 410169-4369, Hólmgarði 2, Keflavík.

d) Eftirtöldu fyrirtæki er veitt starfsleyfi samkvæmt matvælareglugerð nr. 522/1994 til næstu 3ja mánaða.

Kina Take Away, kt. 190270-5999, Hafnargötu 88, Keflavík.

3. Lagt fram til kynningar:

a) Umsögn um tillögu til þingsályktunar um rannsókn á umhverfis-áhrifum af völdum erlendrar hersetu.

b) Umsögn um tillögu til þingsályktunar um rannsókn á mengun í jarðvegi og grunnvatns við Keflavíkurflugvöll.

c) Erindi frá Hollustuvernd ríkisins þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar um fiskeldi Silungs ehf., í kvíum undir Vogastapa.

Nefndin felur framkvæmdastjóra að afla frekari gagna.

4. Umhverfismál.

Framkvæmdastjóri og Guðjón Ómar umhverfisfulltrúi kynntu helstu mál sem tekin verða fyrir í sumar.

5. Önnur mál.

Engin önnur mál tekin fyrir

Fleira ekki gert.

Anna H. Friðriksd. (sign.) Fundarritari Klemenz

Ragnar Örn Pétursson (sign.) Sæmundsson (sign.)

Garðar Vignisson (sign.) Ólafur Guðbergsson (sign.)

Hulda Matthíasd. (sign.) Ingþór Karlsson (sign.)

Stefán Sigurðsson (sign.) Magnús H. Guðj. (sign.)

145. funduHeilbrigðisnefndar r Suðurnesja haldinn á Fitjum 6. júní 2000.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Ólafur Guðbergsson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson. Auk starfsmanna HES Magnús H. Guðjónsson og Klemenz Sæmundsson.

Dagskrá:

1. Camphylobacktermengun í kjúklingum
2. Starfsleyfi
3. Umhverfismál
4. Rekstraryfirlit HES jan – mars
5. Starfsmannamál
6. Önnur mál

1. mál, Camphylobacktermengun í kjúklingum

Rædd voru Camphylobackter mál og sú ákvörðun Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að banna sölu á menguðum kjúklingum og kjúklingum án rekjanleikanúmers. Nefndin lýsir áhyggjum sínum á því að mengaðir kjúklingar fari í sölu. Nefndin felur framkvæmdastj. HES M.H.G. að skrifa hlutaðeigandi aðilum.

2. mál, Starfsleyfi

Nefndin samþ. að veita eftirtöldum aðilum starfsleyfi:

a) Verslunin Nóatún, kt. 711298-2239 Túngötu 1, Keflavík.

b) Keflavíkurnætur ehf., kt. 670400-3440, Hafnargötu 38, Keflavík.

c) Atlanta – Flugeldhús og þjónusta, kt. 460696-2249, Iðavöllum 5, Keflavík.

d) Gisting Austurkot, ke. 210961-5859, Austurkot, Vatnsleysuströnd.

e) Sjúkraþjálfunarstöðin Átak, kt. 571299-4969, Hafnargötu 54, Keflavík.

3. mál, Umhverfismál 

Tekin fyrir umsókn um starfsleyfi Fiskverkunar Háteigs ehf. kt. 600193-2449, Háteigi Garði. Þrír aðilar gera athugasemdir við starfsleyfistillögur fyrirtækisins. Skv. upplýsingum eiganda er nú unnið að uppsetningu mengunarvarnarbúnaðar og samþ. nefndin að fresta ákvörðun um starfsleyfi. til 1. ágúst n.k.

Nefndin hefur móttekið svar Hollustuverndar við fyrirspurn nefndarinnar v. 144. fundar nefndarinnar, 3. mál. c.

4. mál, Rekstraryfirlit HES jan – mars

Framkvæmdastj. Magnús H. Guðjónsson lagði fram upplýsingar um rekstraryfirlit HES jan – mars 2000.

5. Klemenz Sæmundsson hefur sagt upp störfum og hættir 15. júní n.k. Nefndin þakkar honum vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Nefndin ákveður að fela M.H.G. að auglýsa starfið.

6. Önnur mál. Engin.

Ekki fleira bókað í dag. – Fundi slitið kl. 18.40

Ragnar Örn Pétursson (sign.) Fundarritari Ingþór Karlsson (sign.)
Ólafur Guðbergsson (sign.) Garðar Vignisson (sign.)
Magnús H. Guðjónsson (sign.)

146. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 31. ágúst 2000.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Albert Hjálmarsson, Hulda Matthíasdóttir, Anna Hulda Friðriksdóttir.

Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá.

1. Starfsleyfi
2. Umhverfismál
3. Ráðning Heilbrigðisfulltrúa
4. Rekstaryfirlit HES síðustu 6 mánuði
5. Önnur mál

1. Mál, Starfsleyfi

Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir framköllunarstofur, prentsmiðjur og flutning á sorpi og spilliefnum lögð fyrir Heilbrigðisnefnd. Heilbrigðisnefnd samþykkti skilyrðin.

Eftirtöldum tannlæknastofum veitt starfsleyfi:

Tannlæknastofa Benedikts Jónssonar, Hafnargata 57, 230 Keflavík.

Tannlæknastofa Braga Ásgeirssonar, Suðurgötu 24, 230 Keflavík.

Tannlæknastofa Einars og Kristínar, Skólavegi 10, 230 Keflavík.

Tannlæknastofa Inga Gunnlaugssonar, Hafnargötu 57, 230 Keflavík.

Tannlæknastofa Jóns Björns Sigtryggssonar, Tjarnargötu 2, 230 Keflavík.

Tannlæknastofa Gunnars Péturs Péturssonar, Hlíðagötu 15, 245 Sandgerði.

Tannlæknastofa Guðmundar Pállsonar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík.

Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi fyrir hirðingu og flutning á sorpi og spilliefnum:

Njarðtak sf. Hæðargötu 1, 260 Njarðvík
Suðurvirki ehf. Fitjabakka 6, 260 Njarðvík

Starfsleyfi fyrir snyrtistofur:

Snyrtistofunni Huldu, Sjávargötu 14, 260 Njarðvík.

2. Mál, Umhverfismál

Heilbrigðisnefnd samþykkir niðurrif á sumarhúsi nr. 10 í Hvassahrauni.
Heilbrigðisnefnd samþykkir niðurrif á sumarhúsi nr. 31 í Hvassahrauni.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að bílavog að hafnagötu 91 verði fjarlægð.

Guðjón Ómar Hauksson og Bergur Sigurðsson yfirgáfu fundinn.

3. Mál, Ráðning Heilbrigðisfulltrúa

Framkvæmdastjóri kynnti umsóknir um starf heilbrigðisfulltrúa í matvælaeftirliti. Umsóknir bárust frá eftirfarandi:

Önnu Birnu Björnsdóttur matvælafræðingi
Sigurjóni Þórðarssyni framkvæmdastjóra
Þresti Reynissyni matvælafræðingi
Ásmundi E. Þorkelssyni matvælafræðingi

Nefndin samþykkti að ráða Ásmund E. Þorkelsson.

4. Mál, Rekstaryfirlit HES síðustu 6 mánuði

Framkvæmdastjóri lagði fyrir rekstraryfirlit HES fyrir fyrstu 6 mánuði ársins. Fram kemur að innheimta eftirlitsgjalda gengur betur en nokkru sinni fyrr og að rekstur embættisins er í góðu jafnvægi.

5. Mál (önnur mál)

Formaður kynnti bréf frá Magdalenu Olsen þar sem orðalagi bréfs og stuttum fresti er mótmælt. Nefndin felur HES að svara Magdalenu.

Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Albert Hjálmarsson, Hulda Matthíasdóttir, Anna Hulda Friðriksdóttir, Magnús H. Guðjónsson

147. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum 8. nóvember 2000.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Albert Hjálmarsson, Hulda Matthíasdóttir, Anna Hulda Friðriksdóttir og Ólafur Guðbergsson Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Guðjón Ómar Hauksson, Ásmundur Þorkelsson og Bergur Sigurðsson.

Dagskrá

1. Starfsleyfi
2. Umhverfismál
3. Fjárhagsáætlun HES

Magnús kynnir nýjan starfsmann HES, heilbrigðisnefnd býður Ásmund Þorkelsson velkominn.

1.mál, starfsleyfi

Starfsleyfisskilyrði fyrir bensínsstöðvar lögð fyrir heilbrigðisnefnd. Skilyrðin samþykkt. Starfsleyfisskilyrði fyrir stál- og blikksmiðjur (járn og vélsmiðjur) lögð fyrir heilbrigðisnefnd. Skilyrðin samþykkt.

Eftirfarandi bensínstöðvum veitt starfsleyfi:

Aðalstöðin ehf., Hafnargötu 86, 230 Keflavík
Olíusamlag Keflavíkur og nágr. ehf., Víkurbraut, 230 Keflavík
Olíuverslun Íslands hf. Olís, Vatnsnesvegi 16, 230 Keflavík
Skeljungur Fitjaborg hf., Fitjar, 260 Njarðvík
Olíuverslun Íslands hf. Olís, Hafnarbraut 6, 260 Njarðvík
Skeljungur hf. Seljabót 1, 240 Grindavík
Olíufélagið hf. Esso, Seljabót 4, 240 Grindavík
Olíuverslun Íslands hf. Olís, Hafnargötu 7, 240 Grindavík
Olíuverslun Íslands hf. Olís, Seljabót 6, 240 Grindavík
Skeljungur hf., Strandgötu 15, 245 Sandgerði
Olíufélagið hf. ESSO, Heiðartúni 1, 250 Garður

Skriflegar athugasemdir um hávaða frá bensínstöð ESSO að Iðndal 1 í Vogum lagðar fyrir nefndina.. Starfsleyfisveitingu bensínstöðvarinnar frestað. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar tillögur um úrbætur liggja fyrir.

Eftirfarandi prentsmiðjum veitt starfsleyfi:

Grágás hf., Vallargötu14, 230 Keflavík.
Stapaprent, Grófinni 13c, 230 Keflavík.

Eftirfarandi ljósmynda og framköllunarstofum veitt starfsleyfi:

Hljómval, Hafnargötu 28, 230 Keflavík.
Myndarfólk, Hafnargötu 52, 230 Keflavík.
Ljósmyndastofa Oddgeirs, Borgarvegi 8, 260 Njarðvík.
Ljósmyndastofa Suðurnesja ehf., Hafnargötu 44, 230 Keflavík.
Ljósmyndastofan Nýmynd, Hafnargötu 90, 230 Keflavík.

Eftirfarandi fatahreinsunum og efnalaugum veitt starfsleyfi:

Efnalaug Suðurnesja hf., Hafnargötu 55 b, 230 Keflavík.
Efnalaugin Vík, Hafnargötu 30, 230 Keflavík.
Þvottahúsið Borg, Iðavöllum 11 b, 230 Keflavík.
Þvottahöllin, Grófinni 17 a, 230 Keflavík.

Eftirfarandi starfsleyfi veitt:

Langbest, Hafnargötu 62, 230 Keflavík, bráðabirgða starfsleyfi til reksturs á veitingastað í 1 ár.
Nesbú, Iðndal 15, 190 Vogum. Matvælavinnsla gerilsneyðing á eggjum og framleiðsla á skurnlausum eggjum.
Bláalónið, Svarsengi, 240 Grindavík. Veitingastaður við Bláa lónið.

2. mál, umhverfismál

Heilbrigðisnefnd samþykkir að HES láti hreinsa lóð að Heiðargerði 27 í Vogum, á kostnað eiganda.

3. mál, fjárhagsáætlun HES

Ársreikningur HES 1999 lagður fram og samþykktur af heilbrigðisnefnd.

Fjárhagsáætlun HES lögð fram og samþykkt af heilbrigðisnefnd. Nefndin leggur til við sveitarfélögin að útseld vinna embættisins verði kr. 5.800 fyrir árið 2001 og að hundaleyfisgjald verði kr. 9.700.

Heilbrigðisnefnd leggur fram eftirfarandi bókun: „Þegar núverandi heilbrigðisnefnd hóf störf í byrjun árs 1999 var ljóst að verulegur taprekstur var á Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja. Tap ársins 1998 ásamt uppsöfnuðu tapi fyrri ára nam um sex milljónum króna. Hluta af þessu tapi má skýra m.a. með afskrifuðum heilbrigðiseftirlitsgjöldum. Með breytingum á gjaldskrá og aðhaldi í rekstri embættisins hefur tekist aðsnúa þessari þróun við. Samkvæmt útkomuspá fyrir árið 2000 er gert ráð fyrir verulegum tekjuafgangi í rekstri embættisins. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 er einnig gert ráð fyrir tekjuafgangi og gangi það eftir hefur tekist að miklu leyti að greiða upp tap fyrri ára. Heilbrigðisnefnd vill þakka framkvæmdastjóra og starfsmönnum embættisins fyrir þeirra þátt í þessum góða árangri.

148. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn á Fitjum þann 15. desember 2000.

Mættir:  Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Ingþór Karlsson, Albert Hjálmarsson, Hulda Matthíasdóttir, og Ólafur Guðbergsson.  Auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Guðjón Ómar Hauksson, Ásmundur Þorkelsson, Bergur Sigurðsson og Valgerður Sigurvinsdóttir.

Dagskrá

1.Sorpmál

2.Starfsleyfi

3.Önnur mál

1.      Mál

Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja til Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dagsett 11. desember 2000 kynnt fyrir nefndinni.  Nefndin tekur undir efni bréfsins og felur Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að fylgja málinu eftir.

2.      Mál

Eftirfarandi fyrirtækjum veitt starfsleyfi, til fjögurra ára.

Matvælavinnsla

10-11 Hafnargötu 51-55

Hárgreiðslu- og snyrtistofa

Hársnyrtistofa Svandísar, Suðurgötu 10, Sandgerði
Snyrti- og nuddstofa Rósu G, Suðurgötu 10, Sandgerði
Art-húsið ehf., Hafnargötu 45, Keflavík

Stálsmíði og blikksmiðjur  ( járn og vélsmiðjur )

Reykjanesbæ

Blikksmiðja Ágústar Guðjónssonar Vesturbraut 14, Keflavík.
S. Þ. Smiðjan Grófinni 12,c, Keflavík.
Vélsmiðjan Óðinn sf. Hafnargötu 88, Keflavík.
Vélaverkstæði Sv. Steingrímsen Víkurbraut 3, Keflavík.
Eldafl ehf. Fitjabraut 3, Njarðvík.
Renniverkstæði Jens Tómassonar Fitjabakka 1,c, Njarðvík.
Vélsmiðja Ásmundar Sigurðssonar Fitjabraut 26, Njarðvík.
Vélsmiðja Suðurnesja Hafnarbakka 9, Njarðvík.
Vélaverkstæði Jóhanns Viðars Fitjabakka 1,e, Njarðvík.

Grindavík

E. P. Verk ehf. Vörðusundi 5.
Vélsmiðja Þorsteins ehf. Seljabót 3.

Sandgerði

Blikksmiðjan B. K. Blikk sf. Strandgötu 22.
Vélsmiðjan Tikk ehf. Norðurgarði 8. 

Vogar

V. P. Vélaverkstæði Iðndal 6.

3.      Mál

Heilbrigðisnefnd samþykkir fyrirskipun um hreinsun sláturúrgangs í Hvassahrauni Vatnsleysustrandarhreppi á kostnað eiganda.