Fundir 1999

131. fundur í Heilbrigðisnefnd Suðurnesja haldinn að Fitjum, Njarðvík 19. apríl 1999 kl. 17.00.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Sveinbjörn Guðmundsson
og Anna Hulda Friðriksdóttir auk starfsmanna HES Magnús H. Guðjónsson,
Jóhann Sveinsson, Valgerður Sigurvinsdóttir og Guðjón Ó. Hauksson.

Dagskrá:

1. Setning fundar.

2. Kosning formanns.

3. Kynning á starfsemi heilbrigðiseftirlitsins.

4. Kynning á helstu lögum og reglum sem gilda um starfsemi

heilbrigðisnefnda.

5. Samþykkt um kattahald á Suðurnesjum.

6. Hækkun á gjaldskrá vegna hundahalds.


1. Framkvæmdastjóri Magnús Guðjónsson setti fund kl. 17.00.

2. Ragnar Örn Pétursson kosinn formaður með öllum greiddum atkvæðum.

a) Anna Hulda Friðriksdóttir kosin varaformaður með öllum greiddum atkvæðum.

3.-4. Magnús Guðjónsson framkv.stj. kynnti starfsemi H.E.S. einnig lög og reglugerðir sem gilda um starfsemina.

4.a) Ákveðið að halda fundi á þriðjudögum þegar þarf, ef það er nokkur kostur.

5. Framkvæmdastjóri kynnti samþykkt um kattahald á Suðurnesjum.

Samþykkt.

6. Framkvæmdastjóri kynnti hugmynd að hækkun á hundaleyfisgjöldum.

a) Heilbrigðisnefnd samþykkir 20% hækkun hundaleyfisgjalda með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna.

b) Heilbrigðisnefnd samþykkti að auglýsa:

Tilkynningu um hreinsun lóða og opinna svæða á Suðuðrnesjum.

Fleira ekki gert – Fundi slitið.

Ragnar Örn Pétursson (sign.) fundarritari Guðjón Ómar Hauksson (sign.)

Anna H. Friðriksd. (sign.) Garðar Vignisson (sign.)

Sveinbjörn Guðmundsson

132. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn að Fitjum Njarðvík 27. apríl 1999 kl. 17.00.

Mætt: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Rafn Guðbergsson,
Sveinbjörn Guðmundsson og Anna Hulda Friðriksdóttir. Auk
starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Jóhann Sveinsson og
Guðjón Ómar Hauksson.

1. Eftirfarandi fyrirtækjum og einstaklingum veitt starfsleyfi.

a) Lionsheimilið Sólvellir, Aragerði 4, Vogum.

b) Sjálfsbjörg Suðurnesjum, Fitjabraut 6c, Njarðvík.

c) Keilusalurinn, Hafnargötu 90, Keflavík.

d) Hársnyrtistofan okkar, Hafnargötu 32, Keflavík.

e) Perlan, Hafnargötu 32, Keflavík.

f) ART – Húsið, Hafnargötu 45, Keflavík.

2. Heilbrigðisnefnd samþykkti að veita Olíufélaginu h.f. leyfi til að setja upp bensínafgreiðslu að Iðndal 2, Vogum.

3. Kvartanir vegna mengunar Víkurás að Iðavöllum 6, Keflavík.

Framkvæmdastjóra falið að boða yfirmenn fyrirtækisins á fund til að gera þeim grein fyrir afstöðu heilbrigðisnefndar.

4. Drög að eftirfarandi reglugerðum lagðar fram:

a) Reglugerð um úrgang.

b) Reglugerð um spilliefni.

c) Reglugerð um olíuúrgang

d) Reglugerð um sorpbrennslustöðvar.

e) Reglugerð um brennslu spilliefna.

f) Reglugerð um skrá yfir spilliefni og annan úrgang.

Fleira ekki gert.

Rafn Guðbergsson (sign.) Fundarritari G. Ómar Hauksson (sign.)

Anna H. Friðriksd. (sign.) Sveinbjörn Guðmundsson (sign.)

Ragnar Örn Pétursson (sign.) Garðar Vignisson (sign.)

Magnús H. Guðjónsson (sign.)

133. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn 25. maí 1999 kl. 17.00 að Fitjum, Njarðvík.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Garðar Vignisson, Rafn Guðbergsson, Sveinbjörn Guðmundsson og Anna Hulda Friðriksdóttir auk starfsmanna H.E.S. Magnús H. Guðjónsson, Klemenz Sæmundsson og Guðjón Ómar Hauksson.

Dagskrá:

1. Fundarsetning.

2. Starfsleyfisveitingar.

3. Starfsleyfistillögur Hollustuverndar v/ Fiskimjölsverksmiðju.

4. Umhverfismál

5. Önnur mál.


2. Nefndin samþykkir að veita eftirtöldum starfsleyfi.

Mamma Mia, Hafnargötu 61, Keflavík, eigandi Hermann Guðjónsson.

Týra ehf. Víkurbraut 21, Keflavík, eigandi Vilborg Einarsdóttir.

Hitaveita Suðurnesja, Mötuneyti Svartsengi.

Myndlyst, Strandgötu 11f, Sandgerði, eigandi Silvia Jónsdóttir.

Mamma Mia, Hafnargötu 5a, Sandgerði, eigendur Guðrún Arthúrsdóttir og Inga Ingimundardóttir.

Miðbær, Hringbraut 92, Keflavík, eigandi Ómar Jónsson.

Annetta s.f., Hafnargötu 37a, Keflavík, eigandi Anna Lísa Ásgeirsdóttir.

Þristurinn ehf., Hólagötu 15, Njarðvík, eigandi Jón Sigurðsson.

Til tveggja mánaða Glóðin ehf., Hafnargötu 62, eigandi Ásbjörn Pálsson.

3.a. Heilbrigðisnefnd samþykkir starfsleyfistillögu fyrir Fiskimjölsverksmiðju Samherja, Grindavík. Nefndin beinir þeim tilmælum til Hollustuverndar að hvergi verði hvikað frá þeim dagsetningum sem fram koma í gr. 5.1 og 5.2.

Nefndin telur að ef framkvæmdum verði ekki lokið fyrir umræddan frest, eigi að grípa til þvingunarúrræða.

b. Heilbrigðisnefnd samþykkir starfsleyfistillögu fyrir Fiskimjölsverksmiðju Barðsnes, Sandgerði.

4. Umhverfismál.

Nefndin samþykkir hreinsun á lóð við Norðurgötu 24, Sandgerði á kostnað eiganda.

5. a. Framkvæmdastjóri kynnti umræður sem starfsmenn áttu með forsvarsmönnum Víkurás ehf.

b. Framkvæmdastjóri kynnti fund sem hann hafði átt með varnarmálaskrifstofu og varnarliði um eftirlit H.E.S. á Keflavíkurflugvelli.

Fleira ekki gert.

Rafn Guðbergsson (sign.) fundarritari

Anna H. Friðriksd. (sign.) Guðjón Ómar Hauksson (sign.)

Sveinbjörn Guðmundsson (sign.) Garðar Vignisson (sign.)

Ragnar Örn Pétursson (sign.)

134. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn 8. sept. 1999 kl. 17.00 að Fitjum, Njarðvík.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Anna Hulda Friðriksdóttir, Hulda Matthíasdóttir, Ólafur Guðbergsson frá náttúruverndarnefnd. Auk starfsmanna HES Magnús H. Guðjónsson, Jóhann Sveinsson og Guðjón Ómar Hauksson.

Dagskrá:

1. Starfsleyfi.

2. Kvartanir vegna fiskþurrkunarfyrirtækja

3. Ársreikningur HES

4. Ný gjaldskrá fyrir eftirlitsskyld fyrirtæki

5. Önnur mál


1. Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi:

Ingibjörg Aradóttir, Nuddstofa, Þverholti 16, Keflavík.

Hárgreiðslustofa Ragnheiðar, Víkurbraut 19, Grindavík.

Hildur Vilhelmsdóttir og Júlía Elsa Ævarsdóttir dagmæður gæsluvallarhús við Heiðarból í Keflavík.

Hótel Keflavík, hótelrekstur, Vatnsnesvegi 12, Keflavík.

Hótel Keflavík – Gistiheimili, Vatnsnesvegi 9, Keflavík.

2. Kvartanir vegna fiskþurrkunarfyrirtækja kynnt. Samþykkt að HES komi með tillögur fyrir næsta fund.

3. Framkvæmdastjóri kynnti ársreikn. HES fyrir starfsárið 1998.

4. Framkvæmdastjóri kynnti gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit á Suðurnesjum og þá reikniformúlu sem notuð er.

5. Samþykkt að auglýsa stöðu umhverfisfulltrúa við embættið.

Fleira ekki gert.

Ólafur Guðbergsson (sign.) Fundarritari Guðjón Ómar Hauksson (sign.)

Anna H. Friðriksd. (sign.) Hulda Matthíasd. (sign.)

Ragnar Örn Pétursson (sign.)

135. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn 14. sept. 1999 kl. 17.00 að Fitjum, Njarðvík.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Anna Hulda Friðriksdóttir Sveinbjörn Guðmundsson, Hulda Matthíasdóttir, Garðar Vignisson, Ólafur Guðbergsson frá náttúruverndarnefnd, auk starfsmanna Magnús H. Guðjónsson og Guðjón Ómar Hauksson.

Dagskrá:

1. Seinni umræða um gjaldskrá.

2. Fiskþurrkunarfyrirtæki.

3. Önnur mál.


1. Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja fyrir heilbrigðis- og mengunar-varnaeftirlit 1999. Samþykkt.

2. Samþykkt að starfsmenn H.E.S. komi með drög að starfsleyfi fyrir heitlofts-þurrkun fiskafurða.

3. Rætt um tölvumál.

Fleira ekki gert.

Hulda Matthíasd. (sign.) Fundarr. Guðjón Ómar Hauksson (sign.)

Anna H. Friðriksd. (sign.) Ólafur Guðbergsson (sign.)

Sveinbjörn Guðmundsson (sign.) Ragnar Örn Pétursson (sign)

Garðar Vignisson (sign.) Magnús H. Guðjónsson (sign.)

136. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn 28. sept. 1999 kl.18.00 að Fitjum Njarðvík.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Anna Hulda Friðriksdóttir, Sveinbjörn Guðmundsson, Garðar Vignisson, Rafn Guðbergsson, Ólafur Guðbergsson auk starfsmanna Magnúsar H. Guðjónssonar, Jóhanns Sveinssonar og Guðjóns Ómars Haukssonar.

Dagskrá:

1. Jóhann Bergmann bæjarverkfræðingur fjallar um nýja skólpveitu í Reykjanesbæ.

2. Tillaga að starfsleyfum fyrir fiskþurrkun.

3. Veiting starfsleyfa.

4. Önnur mál.


1. Málinu frestað vegna fjarveru bæjarverkfræðings.

2. Viðauki við starfsleyfi fiskvinnslufyirtækis sem er heitloftsþurrkun ferskfiskafurða. Samþykkt.

3. Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi:

a) Lónið- Veitingar ehf. Svartsengi.

b) Fræðasetrið í Sandgerði, rekstur gistiheimilis að Garðvegi 1 Sandgerði.

4. Framkvæmdastjóri kynnti starfsemi Sæbýlis í Vogum. Samþykkt að auglýsa starfsleyfi.

4a. Framkvæmdastjóri kynnti umsögn Hollustuháttaráðs er varðar gjaldskrá HES fyir árið 1999.


Fleira ekki gert, fundarritari Guðjón Ómar Hauksson.

Garðar Vignisson (sign) Ólafur Guðbergsson (sign)

Sveinbjörn Guðmunsson (sign) Ragnar Örn Pétursson (sign)

Rafn Guðbergsson (sign) Anna Hulda Friðriksd. (sign)

Magnús Guðjónsson (sign)

137. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn 12. október 1999 kl.17.30 að Fitjum Njarðvík.

Mætt: Ragnar Örn Pétursson, Anna Hulda Friðriksdóttir, Sveinbjörn Guðmundsson, Garðar Vignisson og Hulda Matthíasdóttir. Auk starfsmanna Magnúsar H. Guðjónssonar, Klemensar Sæmundssonar og Guðjóns Ómars Haukssonar.

Dagskrá:

1. Erindi Jóhanns Bergmanns bæjarverkfræðings Reykjanesbæjar um nýja skólpveitu í Reykjanesbæ.

2. Starfsleyfi.

3. Ráðning umhverfiseftirlitsmanns.

4. Önnur mál.

1. Jóhann Bergmann lýsti stuttlega þeim framkvæmdum sem nú standa yfir í Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar og síðan væntanlegar framkvæmdir í Keflavíkurhverfi. Heilbrigðisnefnd vill minna á að samkvæmt mengunarreglugerð nr.48/1994 ber sveitarstjórnum að senda áætlun um nýjar og endurbættar fráveitur til heilbrigðisnefndar. Samkvæmt sömu reglugerð skal heilbrigðisnefnd samþykkja nýjar og endurbættar fráveitur einstaklinga og lögaðila.

2. Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi til bráðabirgða til næstu sex mánaða:

a) Flughótel veitingar

b) Olsen, Olsen og co.

c) Stjarnan ehf. (Subway).

3. Heilbrigðisnefnd samþykkti ráðningu Bergs Sigurðssonar í starf umhverfisfulltrúa við embætti Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

4. Önnur mál. Skaðabótakrafa Leitis sf. vegna brottflutnings verslunarskúrs þess að Austurvegi 52, Grindavík, vorið 1994. Framkvæmdastjóra falið málið.


Fleira ekki gert, fundarritari Klemens Sæmundsson

Hulda Matthíasdóttir (sign) Sveinbjörn Guðmundsson (sign)

Garðar Vignisson (sign) Ragnar Örn Pétursson (sign)

Anna H. Friðriksdóttir

138. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn 27. okt. 1999 kl. 17.30 að Fitjum, Njarðvík.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Sveinbjörn Guðmundsson, Garðar Vignisson, Anna Hulda Friðriksdóttir og Ólafur Guðbergsson.

Auk starfsmanna HES: Magnús H. Guðjónsson, Klemenz Sæmundsson og Guðjón Ómar Hauksson.

Dagskrá:

1. Starfsleyfi

2. Campylobacter sýkingar í matvælum.

3. Urðun á malbiksúrgangi.

4. Kvartanir um ónæði vegna hávaða.

5. Endurnýjun tölvubúnaðar H.E.S.

6. Lagt fram til kynningar – lögfræðiálit um túlkun á tóbaksvarnarlögum.

– Sorphaugar á Stafnesi.

7. Önnur mál.


1. Eftirtöldum fyrirtækjum veitt starfsleyfi:

a) Aðal-braut, Víkurbraut 31, Grindavík til 6 mánaða.

b) Víkurgrillið ehf., Hafnargötu 21a, Keflavík til 6 mánaða.

2. Klemenz Sæmundsson kynnti Campylobacter sýkingar í matvælum aðallega þó í kjúklingum.

3. Tekið fyrir erindi frá Ístak h.f. um að urða malbik. Samþykkt.

4. Erindi frá bæjarráði Reykjanesbæjar um hávaða við Hafnargötu.

Nefndin samþykkti að beina því til bæjaryfirvalda að fram fari hávaðamæling. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja býður aðstoð við að framkvæma verkið.

5. Framkvæmdastjóri kynnti tölvukaup fyrir embættið í samstarfi við S.S.S. Nefndin samþykkir að fela framkvæmdastjóra að ganga til samninga.

6a) Erindi frá tóbaksvarnarnefnd.

Í erindinu kemur fram að það er hlutverk heilbrigðisnefndar að hafa eftirlit með útsölustöðum tóbaks.

Nefndin felur framkvæmdastjóra að kanna áhuga félagsmiðstöðva á svæðinu um samstarf um eftirlit með útsölustöðum tóbaks.

6b) Framkvæmdastjóri kynnti mat á umhverfisáhrifum öskuhauga á Stafnesi.

7. Lagður fram ársreikningur fyrir 1998. Önnur umræða. Samþykkt.

Fleira ekki gert.

Anna H. Friðriksd. (sign.) Fundarritari

Ólafur Guðbergsson (sign.) Guðjón Ómar Hauksson (sign.)

Sveinbjörn Guðmundsson (sign.) Ragnar Örn Pétursson (sign.)

Garðar Vignisson (sign.) Magnús H. Guðjónsson

Klemenz Sæmundsson

139. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn 15. nóv. 1999 kl. 17.30 að Fitjum, Njarðvík.

Mætt: Ragnar Örn Pétursson, Sveinbjörn Guðmundsson, Garðar Vignisson, Anna Hulda Friðriksdóttir, Ragnar Gunnarsson auk Magnús H. Guðjónsson.

Dagskrá:

1. Fárhagsáætlun H.E.S. fyrir árið 2000.

2. Önnur mál.

Formaður bauð Ragnar Gunnarsson fulltrúa vinnuveitenda velkominn og setti fundinn.


1. Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.

2. Önnur mál.

a) Rætt var um olíuflutninga á Vatnsverndarsvæði við Grindavíkurveg.

Magnúsi falið að afla frekari gagna.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.00.

Anna H. Friðriks. (sign.) Fundarritari

Ragnar Gunnarsson (sign.) Garðar Vignisson (sign.)

Ragnar Örn Pétursson (sign.) Magnús Guðjónsson

140. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja haldinn 3. desember 1999 kl. 17.30 að Fitjum.

Mættir: Ragnar Örn Pétursson, Hulda Matthíasdóttir, Garðar Vignisson, Ólafur Guðbergsson auk starfsmanna HES, Magnús H. Guðjónsson, Klemenz Sæmundsson, Guðjón Ó. Hauksson og Valgerður Sigurvinsdóttir.

Dagskrá:

1. Samkomulag Samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum (SamSuð) og Heilbrigðisnefndar Suðurnesja. Nefndin samþykkir þetta samkomulag, sjá fylgiskjal.

2. Framkvæmdastjóri sagði frá fundi sem hann og formaður Heilbrigðisnefndar sóttu vegna Campylabacter sýkinga í kjúklingum á vegum heilbrigðis-eftirlitssvæða á landinu.

3. Boðað var til fréttamannafundar þar sem kynnt var samkomulag um kannanir á sölu á tóbaki til barna og ungmenna á Suðurnesjum millli Heilbrigðisnefndar Suðurnesja og SamSuð (Samtaka félagsmiðstöðvar á Suðurnesjum).

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.00.

Ragnar Örn Pétursson (sign.) Fundarritari Klemenz Sæmundsson (sign.)

Garðar Vignisson (sign.) Hulda Matthíasdóttir (sign.)

Ólafur Guðbergsson (sign.)