Starfsleyfi fyrir mengandi starfsemi
Atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun ber að fara eftir starfsleyfisskilyrðum.
Viðkomandi heilbrigðisnefnd vinnur tillögur að starfsleyfum og gefur út starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem talinn er upp í X. viðauka reglugerðar nr. 550/2018 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.
Almenn starfsleyfisskilyrði
Starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem ekki hefur sértæk starfsleyfisskilyrði ber að fara eftir almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi sem heilbrigðisnefnd hefur gefið út.
Samræmd starfsleyfisskilyrði
Fyrir einstakar atvinnugreinar hafa heilbrigðisnefndir sveitafélaga og Umhverfisstofnun gefið út samræmd starfsleyfisskilyrði.
Á vef Umhverfisstofnunar er hægt að nálgast útgefin samræmd starfsleyfisskilyrði.