Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja

Hlutverk Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja er að fara með hollustuhátta-, matvæla- og mengunarvarnareftirlit á Suðurnesjum, stuðla að öflugri umhverfisvöktun og fræðslu til almennings á Suðurnesjum. Þá hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja einnig eftirlit með hundahaldi á Suðurnesjum.

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sinnir þjónustu og fræðslu til starfsleyfisskyldra fyrirtækja og íbúa Suðurnesja sem snýr að heilbrigðiseftirliti og vöktun umhverfis.

Haldin er málaskrá yfir framkvæmd og niðurstöður eftirlits hjá starfsleyfisskyldum fyrirtækjum auk annarra eftirlita.

Heilbrigðiseftirlitið fer með vöktun á loftgæðum, eftirlit með vatnsverndarsvæði svæðisins, fráveitunni, sýnatökum í strandsjó og vötnum ásamt eftirliti með lóðum og lendum. Unnar eru skýrslur um umhverfisgæði og viðvaranir gefnar út eftir því sem tilefni er til.

   Fréttir

11. 05. 2022

FUGLAFLENSA UPPLÝSINGAR

Á meðfylgjandi hlekkjum er að finna upplýsingar um hvernig bregðast […]
Starfsleyfi mengandi starfssemi.                  M.a. vinnsla fiskafurða, bílaþjónustufyrirtæki og önnur starfssemi sem meðhöndlar olíuvörur, spilliefni eða önnur hættuleg efni samkvæmt rg. 550/2018.