Starfsreglur fyrir trésmíðaverkstæði

1.   Húsnæðið

1.1.  Fyrirtækið skal halda húsnæði og umhverfi snyrtilegu.  Sorphirslur og ílát undir úrgang skulu standast kröfur heilbrigðiseftirlits.

2.   Kröfur til fyrirtækisins vegna umhverfis og nágranna

2.1.   Fyrirtækinu ber að takmarka hávaða frá starfseminni eins og kostur er. Takmarka skal umhverfishávaða innan þeirra marka er mengunarvarnarreglugerð kveður á um.

2.2.   Loftræstingu, þar með talið afsogi frá leysiefna- og öðrum lyktar-uppsprettum, skal þannig háttað að hún valdi ekki fólki í nærliggjandi húsakynnum óþægindum vegna mengunar eða hávaða.

2.3.   Fylgjast skal reglulega með síum í sprautuklefum og þær endurnýjaðar eftir þörfum.

2.4.   Tryggt skal að sag, spænir eða annar úrgangur, sem fellur til við starfsemina, valdi ekki óþrifum á lóð og í nágrenni.

3.   Notkun og meðferð hættulegra efna

3.1.   Geyma skal öll hættuleg efni og efnasambönd á öruggan hátt og í samræmi við fyrirmæli Vinnueftirlits ríkisins.

3.2.   Umbúðir hættulegra efna skulu merktar skv. ákvæðum reglugerðar nr. 236/1990 um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda, sem innihalda slík efni.

3.3.   Hættuleg efni skulu meðhöndluð af varúð og þess vandlega gætt, að þau berist hvorki í niðurföll né út í umhverfið og að þau geti ekki á nokkurn annan hátt valdið almenningi eða starfsmönnum heilsutjóni eða umhverfinu skaða.

3.4.   Starfsfólk skal hafa fullnægjandi þekkingu á eitrunarhættu og eiginleikum þeirra  efna, sem það vinnur með og skulu upplýsingar þar um ávallt vera tiltækar á vinnustaðnum.

4.  Meðferð og förgun á spilliefnum og öðrum úrgangi

4.1.   Eftirfarandi efni flokkast m.a. sem hættulegur úrgangur (sbr. viðauka 4 og 19 í  mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994 með síðari breytingum) þegar kemur að förgun og skal því koma til viðurkenndra móttökustöðva til eyðingar eða endurvinnslu.

  1. Lífræn leysiefni, s.s. terpentína og þynnir.
  2. Fljótandi fúavörn eða málningar-, þynnis- og lakkafgangar og óhreinsaðar umbúðir undan þessum efnum.
  3. Ísogshámar og annar ísogsbúnaður mettaður lífrænum leysiefnum og lakksíur.

Með því að nota málningu og lakk, sem ekki inniheldur hættuleg efni, má draga úr myndun hættulegs úrgangs.

4.2.   Hættulegan efnaúrgang skal ekki geyma til langframa á umráða-svæði

         fyrirtækisins.  Vanda skal vel til pökkunar og flutnings alls efnaúrgangs og

         tryggja að hann blandist ekki sorpi.

4.3.   Óheimilt er að losa efnaúrgang í fráveitu.

4.4.   Hvers konar urðun eða brennsla úrgangs á vegum fyrirtækisins er með

         öllu óheimil.

4.5.   Hreinum málmumbúðum undan efnavöru má skila til móttökuaðila fyrir

         brotamálm og hreinum plastumbúðum má farga sem sorpi.

5.  Eigið eftirlit

5.1.   Fyrirtækinu skal skylt að halda sérstaka skrá eða dagbók þar sem eftirfarandi er fært;

  1. Innkaup á efnum er geta orðið að hættulegum efnaúrgangi.  Tiltaka skal magn (kg. 1) og þann flokk hættulegs úrgangs, sem efnið mun tilheyra.
  2. Magn hættulegs efnaúrgangs sem skilað er til móttökustöðva.
  3. Hvenær skipt er um síur frá afsogi frá lakksprautun.
  4. Öll mengunaróhöpp sem eiga sér stað.

 

5.2.   Forsvarsmenn fyrirtækisins skulu tilkynna Heilbrigðiseftirlitinu um          mengunaróhöpp s.s. er hættuleg efni eða úrgangur lekur niður.

 

6.  Starfsemi hætt

6.1.   Tilkynna skal Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja ef starfsemi fyrirtækisins er lögð niður eða ef eigendaskipti verða.

6.2.   Leggist starfsemin niður skal öllum hættulegum efnaleifum, úrgangi og ónothæfum efnum skilað til móttökustöðvar fyrir hættulegan úrgang.  Ónotuð hættuleg efni skulu seld, þeim skilað eða ráðstafað á annan hátt í samráði við heilbrigðiseftirlitið.

7.  Vinnustaða starfsfólks

7.1.   Um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi starfsfólks fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum og reglum settum samkvæmt þeim.

7.2.   Frágangur hreinlætistækja, snyrtiherbergja og matstofa skal vera í samræmi við ákvæði  heilbrigðisreglugerðar.

 

Samþykkt af heilbrigðisnefnd Suðurnesja þann 10. september 1996

Samþykkt af varnarmálaskrifstofu þann 14. mars 2001

Aftur á síðu um starfsleyfisskilyrði.


157pxl.gif (826 bytes)
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Fitjum 260 Njarðvík
157pxl.gif (826 bytes)
Sími: 421 3788
Fax: 421 3766
Vefumsjón: Bergur Sigurðsson
Vefhönnun: Sverrir Ásmundsson

157pxl.gif (826 bytes)

HEIM