Starfsleyfisskilyrði fyrir tannlæknastofur

1. gr. Gildissvið

1.1 Starfsleyfið gildir í 4 ár frá útgáfudegi. Flytjist starfsemin eða verði meiriháttar breytingar á tannlæknastofu eða breyting sem gæti leitt til aukinnar mengunar að mati Heilbrigðiseftirlitsins ber að sækja um starfsleyfi að nýju.

 

2. gr. Meðferð hættulegra efna

2.1 Umbúðir hættulegra efna skulu merktar samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 236/1990.

2.2 Geyma skal öll hættuleg efni og efnasambönd með öruggum hætti.

2.3 Hættuleg efni skulu meðhöndluð af varúð og þess vandlega gætt að þau hvorki berist í niðurföll né geti á annan hátt valdið umhverfisskaða eða almenningi heilsutjóni.

2.4 Starfsfólk skal hafa fullnægjandi þekkingu á eitrunarhættu og eiginleikum þeirra efna sem það vinnur með og skulu upplýsingar þar að lútandi ávallt vera tiltækar á vinnustaðnum.

 

3. gr. Spilliefni

Samkvæmt mengunarvarnareglugerð nr. 810/1999 um skrá yfir spilliefni og annan úrgang telst úrgangur vera spilliefni búi hann yfir a.m.k. einum af þeim eignleikum sem getið er i III. viðauka reglugerðarinnar. Spilliefni skulu meðhöndluð með viðeigandi hætti í samræmi við reglugerð nr. 806/1999 . Helstu spilliefni frá tannlæknastofum eru eftirfarandi:

a) Einnota áhöld sem eru menguð sýklum frá sjúklingi.
b) Blóð, blóðþættir, blóðmenguð einnota áhöld og hlutir.
c) Umbúðir og sýni frá sýktum sárum.d) Nálar og sprautur.
e) Skurðarhnífablöð.
f) Brothætt gler.
g) Annað sem hugsanlega getur skorið eða stungið.
h) Úrgangur sem inniheldur kvikasilfur, s.s. amalgamafgangar, uppsafnað amalgam frá skilju, vatnslás, niðurföllum og rörakerfi, tómar kvikasilfurflöskur og amalgam hylki.
i) Leysiefni.
j) Úrelt lyf.
k) Framköllunarefni.
l) Blýfólíur úr filmuumbúðum

 

4. gr. Meðferð spilliefna

4.1 Fara skal eftir leiðbeiningum Hollustuverndar ríkissins um meðferð á sérstökum úrgangi frá heilbrigðisstofnunum.

4.2 Hafi sóttmengaður úrgangur, verið dauðhreinsaður með viðurkenndum hætti, telst hann ekki til spilliefna og má því blanda saman við almennt sorp.

4.3 Óheimilt er að blanda spilliefnum saman við annan úrgang eða losa hann í fráveitu. Ekki skal blanda saman mismunandi flokkum spilliefna.

4.4 Sótthreinsa ber amalgammengaðan úrgang áður en honum er skilað til móttökustöðvar.

4.5 Spilliefnum skal safnað í lokuð traust ílát sem henta viðkomandi efnum og þau tryggilega varðveitt þar til þau eru flutt til eyðingar eða meðhöndlunar. Umbúðir skal merkja þannig að á þeim komi fram upplýsingar um innihald og magn úrgangsins.

4.6 Spilliefnum skal skilað reglulega til aðila með leyfi til móttöku.

4.7 Þegar fyrirtækið afhendir spilliefni til flutningsaðila eða móttökustöðvar skal það halda eftir vottorði fyrir móttökunni þar sem fram kemur magn (kg, l), flokkun og gerð úrgangs. Vottorð þessi skulu geymd í a.m.k. 4 ár og liggja frammi við eftirlit í fyrirtækinu.

 

5. gr. Mengunarvarnir

5.1 Loft- og hláturgaslagnir og búnaður skal vera í samræmi við SPRI råd 6.1 (Säkerhetsnormer för medicinska gasanläggningar). Rakasía (þurrkari) skal vera í loftþjöppu. Tryggt skal að olía berist ekki frá loftþjöppu inn á loftlögn. Gaslagnir skulu vera í samræmi við reglur um uppsetningu og frágang F-gas búnaðar í atvinnuhúsnæði útgefnum af Brunamálastofnun ríkisins 1993.

5.2. Fylgja skal reglum handbókar Tannlæknafélags Íslands um sótthreinsun á áhöldum.

5.3 Tannlækningatæki skulu tengd amalgamskiljum sem Hollustuvernd ríkisins viðurkennir.

 

6. gr. Innra eftirlit

6.1 Fyrirtækið skal halda dagbók þar sem jafnóðum er skráð magn og gerð spilliefna .

 

7. gr. Starfsemi hætt

7.1 Tilkynna skal Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja ef starfsemi fyrirtækisins er lögð niður.

7.2 Þegar starfsemin er lögð niður skal öllum hættulegum efnaleifum og ónothæfum efnum skilað til móttökustöðvar fyrir spilliefni.

 

8. gr. Ýmis ákvæði

8.1. Eintak af skilyrðunum og viðkomandi lögum og reglum skulu ávallt vera tiltæk á vinnustað.

8.2 Starfsumhverfi samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum skal háð samþykkt Vinnueftirlits ríkisins.

8.3 Ræsting á húsnæði og þrif á tækjum skulu fylgja sérstakri skriflegri hreingerningaráætlun.

8.4 Forráðamaður fyrirtækisins ber ábyrgð á að það starfi í samræmi við starfsleyfisskilyrði þessi.

 

Samþykkt af Heilbrigðisnefnd Suðurnesja þann 11. apríl 2000.

Aftur á síðu um starfsleyfisskilyrði.


157pxl.gif (826 bytes)
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Fitjum 260 Njarðvík
157pxl.gif (826 bytes)
Sími: 421 3788
Fax: 421 3766
Vefumsjón: Bergur Sigurðsson
Vefhönnun: Sverrir Ásmundsson

157pxl.gif (826 bytes)

HEIM