Starfsleyfisskilyrði fyrir hirðingu og flutning á sorpi, spilliefnum og framleiðsluúrgangi

1. gr. Gildissvið

1. 1. Starfsleyfið gildir fyrir hirðingu og flutning á sorpi, spilliefnum og framleiðsluúrgangi. Það fellur úr gildi ef skipt er um eigendur eða starfsemin flytur.

1. 2. Verði meiriháttar breytingar á rekstrinum eða breyting sem gæti leitt til aukinnar mengunar að mati Heilbrigðiseftirlitsins ber að sækja um starfsleyfi að nýju.

1. 3. Heimilt er að endurskoða starfsleyfisskilyrðin ef í ljós koma annmarkar á framkvæmd þeirra eða skaðleg áhrif á umhverfi sem ekki voru ljós fyrir. Sama gildir ef fram koma almennar kröfur eða ný tækni er leiða til bættra mengunarvarna.

 

2. gr. Almenn atriði

2. 1. Rekstraraðila er skylt að halda flutningsbifreiðum, tækjum og búnaði ásamt byggingum og umhverfi hreinu og snyrtilegu. Fullnægjandi aðstaða skal vera fyrir hendi til daglegra þrifa á flutningstækjum.

2. 2. Viðhaldi á flutningstækjum skal vera þannig háttað að ekki verði um leka á olíu, glussa eða öðrum vökvum að ræða. Verði vart við vökvaleka ber að laga flutningstæki við fyrsta tækifæri.

2. 3. Flutningstæki skulu vera þannig útbúin að sorp eða úrgangur geti ekki fallið af þeim og/eða úrgangur lekið niður og valdið ónæði eða óþrifum. Ef óhöpp verða skal strax hreinsa og þrífa upp það sem farið hefur niður.

2. 4. Starfseminni skal þannig hagað að hún valdi ekki nágrönnum eða fólki í nærliggjandi húsakynnum óþægindum vegna lyktar eða ónæðis.

2. 5. Takmarka skal hávaða frá starfseminni eftir því sem kostur er.

 

3.gr. Spilliefni

3. 1. Eftirfarandi flokkast sem spilliefni, sbr. mengunarvarnareglugerð nr. 810/1999.

  • Úrgangsolíur og olíuleifar s.s. smurolíur, hýdrólískar olíur, bensín, smurfeiti og díselolíur.
  • Málning, lakk, þynnir, önnur lífræn leysiefni og afgangar þessara efna s.s. málningarleifar í dósum.
  • Hreinsiefni fyrir vélar og vélarhluti.
  • Kæliolíur og -vökvar (>50% glýkól).
  • Olíusíur.
  • Rafgeymar og rafhlöður.
  • Asbesthlutir svo sem bremsuborðar.
  • Tuskur og tvistur mengaðar olíu eða lífrænum leysiefnum.
  • Annað sem valdið getur mengun.

 

3. 1. Óheimilt er að blanda spilliefnum við annan úrgang eða losa þau í fráveitu. Ekki skal blanda saman mismunandi flokkum spilliefna.

3. 2. Umbúðir spilliefna skal merkja með viðeigandi hætti. Á umbúðunum skulu a.m.k. koma fram upplýsingar um eiginleika, samsetningu og magn úrgangsins.

3. 3. Spilliefnum skal safnað í lokuð traust ílát sem henta viðkomandi efnum og þau tryggilega varðveitt þar til þau eru flutt til eyðingar eða meðhöndlunar.

3. 4. Fyrirtækið skal eftir mætti daga úr myndun spilliefna, m.a. með notkun skaðlausra efna, með endurnýtingu eða endurhæfingu efna.

3. 5. Spilliefni skal ekki geyma til langframa á umráðasvæði fyrirtækisins. Spilliefnum skal skilað reglulega (a.m.k. einu sinni á ári) til aðila með leyfi til móttöku eða flutnings á viðkomandi úrgangi. Fyrirtækinu er sjálfu heimilt að annast flutninginn sé búnaður og flutningatæki fullnægjandi að mati heilbrigðiseftirlits.

3. 6. Þegar fyrirtækið afhendir spilliefni til endurvinnslustöðvar eða flutningsaðila skal það halda eftir vottorði fyrir móttökunni þar sem fram kemur magn (kg, l), flokkun og gerð úrgangs. Vottorð þessi skulu geymd í a.m.k.4 ár og liggja frammi við eftirlit í fyrirtækinu.

4. gr. Ýmis ákvæði

4. 1. Eintak af skilyrðunum skulu ávallt tiltæk á vinnustað.

4. 2. Um starfsumhverfi og varnir gegn skaðlegum áhrifum á starfsmenn fer samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum.

4. 3. Forráðamaður fyrirtækisins ber ábyrgð á að það starfi í samræmi við skilyrði þessi.

4. 4. Tilkynna skal Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja ef starfsemi fyrirtækisins er hætt.

 

Samþykkt af Heilbrigðisnefnd Suðurnesja þann 31. ágúst 2000.

Aftur á síðu um starfsleyfisskilyrði.


157pxl.gif (826 bytes)
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Fitjum 260 Njarðvík
157pxl.gif (826 bytes)
Sími: 421 3788
Fax: 421 3766
Vefumsjón: Bergur Sigurðsson
Vefhönnun: Sverrir Ásmundsson

157pxl.gif (826 bytes)

HEIM