Starfsleyfisskilyrði fyrir sandspyrnukeppni við Kleifarvatn.

 

1. Gildissvið

1.1.   Starfsleyfi til að halda sandspyrnu við vesturstönd Kleifarvatns á milli Innristapa og Lambatanga.

1.2.    Starfsleyfið er gefið út samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

1.3.    Starfsleyfishafi er Kvartmíluklúbburinn (kt. 660990-1199) og er leyfið óframseljanlegt.

1.4.   Starfsleyfið gildir í fjögur ár frá útgáfudegi.

1.5.    Heimilt er að endurskoða starfsleyfisskilyrðin á gildistíma starfsleyfisins ef í ljós koma annmarkar á þeim við keppnishald og eftirlit.

1.6.   Verði starfsleyfishafi uppvís að brotum á leyfi þessu getur Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja afturkallað leyfið fyrirvaralaust.

1.7.    Starfsleyfishafi skal tryggja að allir keppendur þekki skilyrði þessi.

 

2. Almenn ákvæði

2.1.    A.m.k. viku áður en keppni er haldin samkvæmt leyfi þessu skal Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja tilkynnt um keppnina með myndskeyti, bréfi eða netskeyti.

2.2.    Starfsleyfishafi skal sjá áhorfendur fyrir salernisaðstöðu sem skal fjarlægð að lokinni hverri keppni.  Á svæðinu skulu vera a.m.k. 2 salerni þegar keppni hefst og samkomulag um fleiri salerni ef þurfa þykir skal liggja fyrir.

2.3.    Starfsleyfishafi skal sjá til þess að á svæðinu séu ruslatunnur við áhorfendastæði og söluturn til þess að koma megi í veg fyrir að rusli sé hent á víðavangi.

2.4.    Starfsleyfishafi skal að hverri keppni lokinni hreinsa svæðið og skila því í sama ástandi og það var áður en keppnin fór fram.

2.5.    Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur eftirlit með að keppnin sé í samræmi við ákvæði þessa starfsleyfis og reglugerða sem málið varða.  Starfsleyfishafi skal greiða fyrir eftirlitið samkvæmt tímagjaldi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

 

3. Mengunarvarnir

3.1.    Stafsleyfishafi skal útbúa 60m2 plan þar sem viðgerðir, olíuskipti og eldsneytisáfyllingar skulu fara fram.  Planið skal búið til með því að leggja PE dúk á flöt með halla inn að miðju og hylja hann með sandi.  Planið skal afmarkað með sýnilegum hætti, s.s. stikum eða búkkum.

3.2.    Óheimilt er að framkvæma viðgerðir, olíuskipti eða eldsneytisáfyllingar nema á þar til gerðu plani, sbr. gr. 3.1.

3.3.    Verði um olíumengun í jarðvegi að ræða utan viðgerðarplans, sjá gr. 3.1, skal starfsleyfishafi umsvifalaust hefjast handa við að fjarlægja mengaðan jarðveg og koma honum til förgunaraðila með starfsleyfi Hollustuverndar ríkisins.

3.4.    Verði um ólíumengun í jarðvegi að ræða á viðgerðarplani, sjá gr. 3.1, skal starfsleyfishafi að keppni lokinni koma olíumenguðum jarðvegi til förgunaraðila með starfsleyfi Hollustuverndar ríkisins.

 

Samþykkt af Heilbrigðisnefnd Suðurnesja þann 15. maí 2002.

Aftur á síðu um starfsleyfisskilyrði.


157pxl.gif (826 bytes)
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Fitjum 260 Njarðvík
157pxl.gif (826 bytes)
Sími: 421 3788
Fax: 421 3766
Vefumsjón: Bergur Sigurðsson
Vefhönnun: Sverrir Ásmundsson

157pxl.gif (826 bytes)

HEIM