Starfsleyfisskilyrði fyrir vélhjólaakstur á „Broad steet“ svæði.

1. gr. Gildissvið

1.1  Starfsleyfi fyrir æfingar- og keppnissvæði Vélhjólaíþróttafélags Reykjaness á „Broad street“ svæði, sunnan Reykjanesbrautar og norðan við Seltjörn.

1.2   Starfsleyfið er gefið út samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

1.3   Starfsleyfishafi er Vélhjólaíþróttafélags Reykjaness (kt. 651102-2780) og er leyfið óframseljanlegt.

1.4   Starfsleyfið gildir í fjögur ár frá útgáfudegi.

1.5   Heimilt er að endurskoða starfsleyfisskilyrðin á gildistíma starfsleyfisins ef í ljós koma annmarkar á þeim við keppnishald og eftirlit.

1.6   Verði starfsleyfishafi uppvís að brotum á leyfi þessu getur Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja afturkallað leyfið fyrirvaralaust.

1.7   Starfsleyfishafi skal tryggja að allir keppendur og félagar í Vélhjólafélaginu þekki skilyrði þessi og starfi í samræmi við þau.

2. gr.  Almenn ákvæði um keppnishald

2.1   A.m.k. viku áður en keppni er haldin samkvæmt leyfi þessu skal Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja tilkynnt um keppnina með myndskeyti, bréfi eða netskeyti.

2.2   Starfsleyfishafi skal sjá áhorfendum fyrir salernisaðstöðu sem skal fjarlægð að lokinni hverri keppni.  Á svæðinu skulu vera a.m.k. 2 salerni þegar keppni hefst og samkomulag um fleiri salerni ef þurfa þykir skal liggja fyrir.

2.3   Starfsleyfishafi skal sjá til þess að á svæðinu séu ruslatunnur við áhorfendastæði og til þess að koma megi í veg fyrir að rusli sé hent á víðavangi.

2.4   Starfsleyfishafi skal að hverri keppni lokinni hreinsa svæðið og skila því í sama ástandi og það var áður en keppnin fór fram.

2.5   Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur eftirlit með að keppnin sé í samræmi við ákvæði þessa starfsleyfis og reglugerða sem málið varða.  Starfsleyfishafi skal greiða fyrir eftirlitið samkvæmt tímagjaldi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

3. gr. Almenn ákvæði um æfingarakstur

3.1   Félagar í Vélhjólaíþróttafélagi Reykjaness skulu þekkja og fara að umgengnisreglum félagsins, sbr. viðauka I.

4. gr. Mengunarvarnir

4.1  Stafsleyfishafi skal sjá til þess að allar viðgerðir, olíuskipti og eldsneytisáfyllingar fari fram á steypta planinu norðan við aksturssvæðið.

4.2   Óheimilt er að framkvæma viðgerðir, olíuskipti eða eldsneytisáfyllingar nema á þar til ætluðu plani, sbr. gr. 4.1.

4.3   Verði um olíumengun í jarðvegi að ræða skal starfsleyfishafi umsvifalaust hefjast handa við að fjarlægja mengaðan jarðveg og koma honum til förgunaraðila með starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

4.4   Eigi sér stað óhöpp með olíu eða eldsneyti á viðgerðar- og áfyllingarplani, sjá gr. 4.1, skal starfsleyfishafi gera það sem í hans valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að jarðvegur mengist.  Olíumenguðum úrgangi, s.s. tuskum o.þ.h., skal komið í förgun hjá aðila með starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

5. gr. Öryggismál

5.1 Fyrir 15. apríl ár hvert skal starfsleyfishafi yfirfara brautina með tilliti til öryggismála og gera þær úrbætur sem nauðsynlegar eru til þess að koma í veg fyrir að óhöpp í akstri valdi slysum á keppendum.

5.2 Þegar keppni eða æfingar fara fram skal fullorðinn öryggisfulltrúi sem setið hefur námskeið um fyrstu hjálp vera til staðar. Öryggisfulltrúinn skal hafa tiltækan fyrstuhjálparbúnað.

5.3 Keppendur skulu búnir hlífðarbúnaði sbr. þá staðla sem í gildi eru hverju sinni, s.s. ÍST EN 13594:2002, 13595-1:2002, 13595-2:2002, 13595-3:2002, 13595-4:2002, 13634:2002, 1621-1:1997 og 1621-2:1997 eftir því sem við á.

Viðauki I

Umgengnisreglur V.Í.R.

1.  Ávallt skal gæta ýtrustu varúðar í meðferð bensíns, olíu og annarra spilliefna á svæðinu. Æskilegt er að hjól komi með fullan eldsneytistank á svæðið til þess að lágmarka alla meðferð á bensíni og olíum á svæðinu.

2.  Einungis er leyfilegt að hella bensíni og olíum á ökutæki á þar til gerðu viðgerðasvæði sem er á steinsteyptri plötu. Ávallt skal gæta þessa að hafa meðferðis þurra klúta til þess að þurrka upp ef eitthvað fer til spillis.

3.  Hver hjólaeigandi er ábyrgur fyrir þeim úrgangi er til kann að falla eftir hjól hans/hennar og skal koma því til förgunaraðila með starfsleyfi Hollustuverndar ríkisins.

4.  Ef spilliefni fer í jarðveg skal hann hreinsaður burt og  komið til förgunaraðila með starfleyfi Umhverfisstofnunar.

5.  Hver hjólaeigandi skal gæta þess að skilja ekki eftir sig rusl af neinu tagi og skilja við svæðið eins og hann vill koma að því. (Hreinu!)

6.  Brot á reglum þessum varðar við brottrekstur af svæði félagsins og sektum.

Aftur á síðu um starfsleyfisskilyrði.


157pxl.gif (826 bytes)
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Fitjum 260 Njarðvík
157pxl.gif (826 bytes)
Sími: 421 3788
Fax: 421 3766
Vefumsjón: Bergur Sigurðsson
Vefhönnun: Sverrir Ásmundsson

157pxl.gif (826 bytes)

HEIM