Starfsleyfisskilyrði fyrir alifuglabú og eggjaframleiðslu

1. gr. Gildissvið

1. 1.     Starfsleyfi þetta gildir fyrir alifuglabú og fellur úr gildi ef skipt er um eigendur eða húsnæði.

1. 2.     Starfsleyfið gildir í fjögur ár frá útgáfudegi.

1. 3.     Verði meiri háttar breytingar á rekstrinum eða breyting sem gæti leitt til aukinnar mengunar, að mati Heilbrigðiseftirlitsins, ber að sækja um starfsleyfi að nýju.

1. 4.     Heimilt er að endurskoða starfsleyfisskilyrðin ef í ljós koma annmarkar á framkvæmd þeirra eða í ljós koma skaðleg áhrif á umhverfi sem ekki voru ljós fyrir. Sama gildir ef fram koma almennar kröfur eða ný tækni er leiða til bættra mengunarvarna.

2. gr. Almenn atriði

2. 1.     Starfseminni skal þannig hagað að hún valdi ekki nágrönnum eða fólki í nærliggjandi húsakynnum óþægindum vegna lyktar eða hávaða.

2. 2.     Rekstraraðila er skylt að halda húsnæði og lóð snyrtilegu.

2. 3.     Sorphirslur og ílát undir úrgang skulu standast kröfur heilbrigðiseftirlitsins.

3. gr. Spilliefni

3. 1.     Eftirfarandi flokkast sem spilliefni.

  • Lífræn hreinsi-,leysi- og þvottaefni.
  • Lútar og sýrur.
  • Lyfja afgangar.
  • Afgangar af skordyra-, meindýra- og plöntueitri.
  • Sýkt dýrahræ.
  • Klórflúorefni (freon kælimiðlar).
  • Annað sem valdið getur mengun, sbr. viðauka I í reglugerð nr. 810/1999.

3. 2.     Óheimilt er að blanda spilliefnum við annan úrgang eða losa þau í fráveitu.  Ekki skal blanda saman mismunandi flokkum spilliefna.

3. 3.     Umbúðir spilliefna skal merkja með viðeigandi hætti.  Á umbúðunum skulu a.m.k. koma fram upplýsingar um eiginleika, samsetningu og magn úrgangsins.

3. 4.     Spilliefnum skal safnað í lokuð traust ílát sem henta viðkomandi efnum og þau tryggilega varðveitt þar til þau eru flutt til eyðingar eða meðhöndlunar.

3. 5.     Fyrirtækið skal eftir mætti daga úr myndun spilliefna, m.a. með notkun skaðlausra efna, með endurnýtingu eða endurhæfingu efna.

3. 6.     Spilliefni skal ekki geyma til langframa á umráðasvæði fyrirtækisins.  Spilliefnum skal skilað reglulega (a.m.k. einu sinni á ári) til aðila með leyfi til móttöku eða flutnings á viðkomandi úrgangi.  Fyrirtækinu er sjálfu heimilt að annast flutninginn sé búnaður og flutningatæki fullnægjandi að mati heilbrigðiseftirlits.

3. 7.     Þegar fyrirtækið afhendir spilliefni til endurvinnslustöðvar eða flutningsaðila skal það halda eftir vottorði fyrir móttökunni þar sem fram kemur magn (kg, l), flokkun og gerð úrgangs.  Vottorð þessi skulu geymd í a.m.k.4 ár og liggja frammi við eftirlit í fyrirtækinu.

3. 8.     Skrá skal innkaup á efnum sem geta orðið að spilliefnum. Tiltaka skal magn (kg, l) og þann flokk spilliefna sem efnið mun tilheyra.

3. 9.     Leggist starfsemin niður skal öllum hættulegum efnaleifum og ónothæfum efnum skilað til móttökustöðvar fyrir spilliefni.

4. gr. Meðferð hættulegra efna

4. 1.     Geyma skal öll hættuleg efni og efnasambönd með öruggum hætti.

4. 2.     Hættuleg efni skulu meðhöndluð af varúð og þess vandlega gætt að þau hvorki berist í niðurföll né geti á annan hátt valdið umhverfisskaða eða heilsutjóni.

4. 3.     Starfsfólk skal hafa fullnægjandi þekkingu á eitrunarhættu og eiginleikum þeirra efna sem það vinnur með og skulu upplýsingar þar að lútandi ávallt vera tiltækar á vinnustaðnum.

4. 4.     Safna skal öllum hættulegum efnum s.s. olíusora, lyfjaleifum, umbúðum lyfja og sprautunálum og skila reglulega til aðila sem hafa starfsleyfi til að taka við slíkum úrgangi. Við afhendingu skal haldið eftir vottorði fyrir móttökunni þar sem fram kemur magn (kg, l), og gerð úrgagns.

5. Mengunarvarnir og búnaður

5. 1.     Takmarka skal hávaða frá starfseminni eftir því sem kostur er.

5. 2.     Takmarka skal loftmengun frá starfseminni eins og kostur er. Ef í ljós kemur engu síður að loftmengun frá starfseminni veldur fólki á nærliggjandi landareignum óþægindum, þá er heilbrigðisnefnd heimilt að krefjast sérstaks mengunarvarnabúnaðar.

6.  gr. Um úrgang

6. 1.     Úrgangur svo sem dýrahræ skulu flutt til eyðingar eða endurnýtingar. Urðun og brennsla á úrgangi á vegum alifuglabúsins er óheimil.

6. 2.     Tryggt skal að meindýr og vargfugl komist ekki í æti frá búinu.

Meðhöndlun á fuglaskít

6. 3.     Ef nýta á fuglaskít til áburðar skal búið árlega útbúa áburðaráætlun sem kynna skal fyrir HES eigi síðar en 1. mars ár hvert.

6. 4.     Hauggeymslur skulu  rúma a.m.k. 6 mánaða safn, sbr. reglugerð nr. 804/1999.

6. 5.     Skít frá fuglum skal að jafnaði dreift á tún eða í flög á tímabilinu frá 15. mars til 1. nóvember ár hvert þegar jarðvegur og gróður getur tekið við honum. Að jafnaði skal ekki dreifa skít á frostna jörðu.

6. 6.     Við dreifingu skal leitast við að vindátt standi af nálægri byggð.

6. 7.     Ekki er heimilt að afsetja skít með hætti sem getur leitt til mengunar á yfirborðsvatni eða grunnvatni.

6. 8.     Sé ekki hægt að farga skít í samræmi við grein 6.5 og 6.6 ber að safna honum í hauggeymslu, eða flytja til móttökustöðvar til meðhöndlunar og endurnýtingar. Jarðgerð er einnig heimil í aðstöðu sem hefur fengið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Skólp og fráveita

6. 9.     Fráveituvatni skal farga á þann hátt að heilsu manna stafi ekki hætta af og röskun á lífríki verði sem minnst.

6. 10. Skólp frá starfsmannaaðstöðu og íbúðarhúsum skal leiða í rotþró og siturlögn í samræmi við leiðbeiningar bækling Hollustuverndar ríkisins eða í holræsakerfi viðkomandi sveitafélags.  Seyru skal flytja á viðurkenndan móttökustað.

6. 11. Niðurföll skulu útbúin með ristum eða sambærilegum búnaði þannig að grófur óuppleystur úrgangur berist ekki í fráveitu.

6. 12. Fráveituvatn sem er mengað húsdýraáburði  skal leiða í lokað haughús/safnþró  eða þar til ætlaða felliþró og siturlögn.

6. 13. Ómengað ofanvatn skal ekki leiða um haughús, safnþrær eða rotþrær.

7. gr.  Starfsemi hætt

7. 1.     Tilkynna skal Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja ef starfsemi fyrirtækisins er lögð niður.

7. 2.     Leggist starfsemin niður skal öllum hættulegum efnaleifum skilað til móttökustöðvar fyrir spilliefni.

8. gr. Ýmis ákvæði

8. 1.     Undanþága frá grein 6.4. er heimil ef fyrir liggur samningur við aðila með starfsleyfi til meðhöndlunar á garða og landbúnaðarúrgangi.  Aðstaða til geymslu úrgangs við búið skal uppfylla kröfur Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

8.2.     Eintak af skilyrðum þessum og viðkomandi lögum og reglum skulu ávallt tiltæk á vinnustað.

8. 3.     Forráðamaður fyrirtækisins ber ábyrgð á að það starfi í samræmi við skilyrði þessi.

 

Samþykkt af heilbrigðisnefnd Suðurnesja 27. febrúar 2001.

Aftur á síðu um starfsleyfisskilyrði.


157pxl.gif (826 bytes)
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Fitjum 260 Njarðvík
157pxl.gif (826 bytes)
Sími: 421 3788
Fax: 421 3766
Vefumsjón: Bergur Sigurðsson
Vefhönnun: Sverrir Ásmundsson

157pxl.gif (826 bytes)

HEIM