Fiskvinnslufyrirtæki.

Meðferð og vinnsla matvæla skal ávallt vera í samræmi við kröfur heilbrigðiseftirlits og / eða annarra löggiltra eftirlitsaðila.

 Kröfur um mengunarvarnir hjá fiskvinnslufyrirtækjum.

1. gr. Húsnæði, lóðir, umhverfi og fastur búnaður.

1.1. Fyrirtækið skal halda húsnæði og  umhverfi snyrtilegu.

1.2. Lóð fyrirtækisins skal haldið snyrtilegri, plön lögð bundnu slitlagi og geymslusvæði girt af eftir þörfum.

1.3. Vistun á óhreinum fiskkörum og -kössum er óheimil utandyra.

1.4. Lóðum undir skreiðarhjalla skal haldið snyrtilegum og öll uppsöfnun á lausamunum á slíkum svæðum er óheimil.

1.5. Loftræstingu skal þannig háttað að hún valdi ekki fólki í nærliggjandi húsakynnum eða vegfarendum óþægindum vegna lyktar, mengunar eða hávaða.

1.6. Fyrirtækið skal hafa fullnægjandi búnað, t.d. slógbrunn og fitugildru, til að hindra að föst óhreinindi berist í holræsakerfið. Slíkum búnaði skal komið fyrir bæði við niðurföll á vinnslusvæði og plani þar sem ætla má að lífrænn úrgangur falli til.

1.7. Eftirlit og viðhald með vélum og mengunarvarnabúnaði skal ávallt vera með þeim hætti að ekki eigi sér stað óleyfileg útlosun.

 

2. gr. Starfsemin.

2.1. Allt hráefni og allan úrgang skal geyma innandyra eða á annan þann hátt sem heilbrigðiseftirlit getur samþykkt.

2.2. Óheimilt er að farga lífrænum úrgangi þ.m.t. slógi, beinum og roði um niðurföll. Slíkan úrgang eða hráefni til bræðslu skal ísa eða geyma í kæli eða frysta ef hann er ekki fluttur daglega úr fyrirtækinu.

2.3. Lífrænn úrgangur skal fluttur burt í lokuðum tönkum eða í heldum körum og/eða flutningstækjum með tryggri yfirbreiðslu.

2.4. Hvers konar urðun eða brennsla úrgangs er með öllu óheimil á vegum fyrirtækisins.

2.5. Fyrirtækið skal takmarka hávaða frá starfseminni eins og kostur er. Umhverfishávaði skal vera innan þeirra marka sem gert er ráð fyrir í mengunarvarnareglugerð nr. 933/1999.

2.6. Eftirlit, rekstur og viðhald kæli- og frystibúnaðar skal skal ávallt vera með þeim hætti að ekki eigi sér stað óleyfileg útlosun.

2.7. Ef starfsemi fyrirtækisins er þess eðlis að þessar starfsreglur vegna mengunarvarna ná ekki yfir alla þætti starfseminnar er þess sérstaklega getið í starfsleyfi.

 

3. gr. Verkstæðisaðstaða.

3.1. Mengun í fráveitu.

a. Óheimilt er að losa hættulegan efnaúrgang í fráveitu.

b. Fráveitulagnir frá verkstæðisaðstöðu skulu aðgreindar frá öðrum lögnum. Á þeirri lögn skal vera gildra til að fanga olíur og önnur efni er kunna að berast í fráveituvatn.

c. Þar sem fljótandi úrgangur (olíur o.þ.h.) getur lekið á gólf ber að nota efni sem sýgur í sig vökvann (t.d. háma, dúka eða sag.)

3.2. Sækja þarf um sérstakt leyfi fyrir öllum olíutönkum og hlíta kröfum um umbúnað.

4. Notkun og meðferð hættulegra efna.

4.1. Umbúðir hættulegra efna skulu merktar samkvæmt ákvæðum reglugerðar um flokkun, merkingu og meðferð eiturefna, hættu-legra efna og vörutegunda, sem innihalda slik efni. Nr. 236/1990 með síðari breytingum. Starfsfólk skal hafa fullnægjandi þekkingu á eitrunarhættu og eiginleikum þeirra efna, sem það vinnur með og skulu upplýsingar þar að lútandi ávallt vera tiltækar á vinnustað.

4.2. Verði óhapp eða slys við meðhöndlun hættulegra efna s.s. ósoneyðandi kælimiðla eða spilliefna þannig að hætta sé á umhverfisskaða eða heilsutjóni almennings ber tafarlaust að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að stöðva leka og forðast umhverfismengun og slys á fólki. Tilkynna skal atvikið til heilbrigðiseftirlits eins fljótt og auðið er.

4.3. Fyrirtækið skal safna öllum spilliefnum sem falla til í starfsemi þess. Óheimilt er að blanda saman mismunandi flokkum spilliefna eða blanda við annan úrgang.

4.4. Eftirfarandi flokkast m.a. undir hættulegan úrgang sbr. mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994 810/1999.

a. Ósoneyðandi kælivökvar og önnur ósoneyðandi efni.
b. Úrgangsolíur og olíuleifar.
c. Kælivökvar (>50% glykol).
d. Úrgangsmálning, lakk- og þynnisafgangar ásamt öðrum
lífrænum leysiefnum og afgöngum.
e. Afgangar af ýmiss konar eitruðum eða skaðlegum efnum
s.s.           sótthreinsiefnum.
f. Notaðar og ópressaðar olíusíur.
g. Notaðir rafgeymar.

4.5. Geyma skal spilliefni og hættuleg úrgangsefni þar sem ekki er hætta á að umbúðir þeirra verði fyrir hnjaski.

4.6. Spilliefni skal ekki geyma til langframa á umráðasvæði fyrirtækisins heldur skal þeim skilað til viðurkenndrar móttökustöðvar.

 

5. gr. Eigið eftirlit.

5.1. Fyrirtækið skal halda dagbók þar sem skráð er jafnóðum;

a. Innkaup efna, s.s. kælimiðla, sem geta orðið að hættulegum efnaúrgangi. Tiltaka skal magn (kg. l) og þann flokk hættulegs úrgangs, sem efnið mun tilheyra.

b. Magn (kg. l.) og gerð hættulegs úrgangs, sem skilað hefur verið til móttökustöðvar eða flutningsaðila.

c. Viðhald og þjónustu við kæli- og frystikerfi samkvæmt sérstökum eyðublöðum sem Hollustuvernd ríkisins hefur látið útbúa.

 

6. gr. Starfsemi hætt.

6.1. Tilkynna skal heilbrigðiseftirlit ef starfsemi fyrirtækisins er lögð niður.

6.2. Leggist starfsemin niður skal öllum hættulegum efnaleifum og ónothæfum efnum skilað til móttökustöðvar fyrir hættulegan efnaúrgang.

6.3. Ganga skal þannig frá kælitækjum að ekki sé hætta á að kælimiðlar berist út í umhverfið.

 

7. gr. Ýmiss ákvæði.

7.1. Eintök af starfsreglum þessum skulu ávallt tiltæk á vinnustað.

7.2. Forráðamaður fyrirtækisins ber ábyrgð á að það starfi í samræmi við skilyrði þessi.

 

Heitloftsþurrkun ferskfiskafurða

Viðauki við reglur um kröfur um mengunarvarnir hjá fiskvinnslufyrirtækjum

1. gr. Forsendur, mengunarvarnir.

1.1. Fyrirtæki sem sækir um leyfi fyrir heitloftsþurkun fiskafurða skal leggja fram samþykki byggingarnefndar fyrir staðsetningu starfseminnar.

1.2. Starfsemi fyrirtækisins skal þannig háttað að hún valdi ekki fólki í nærliggjandi húsakynnum óþægindum vegna lyktmengunar.

1.3. Afsog frá þurrkklefa skal leitt upp fyrir þakbrún samliggjandi húsa og hærra ef þörf krefu. Útblástursloft frá þurrklefum skal hreinsað og kælt í fullnægjandi hreinsibúnaði áður en því er sleppt út í andrúmsloftið. Útblástursloftið skal vera hæfilega blandað hreinu lofti og þannig frá útloftuninni gengið að eðlileg dreifing loftsins sé tryggð.

2. gr. Vinnsla

2.1. Einungis skal nota ferskt og gott hráefni

2.2. Hitastig hráefnis við flutning og geymslu skal ekki fara yfir 4°C.

2.3. Allt verklag við þurrkunina skal miðast við að halda mengun frá starfseminni lágmarki. Þar má nefna þrif á hráefni og þurrkklefa eftir hverja þurrklotu svo og geymsla fullunnar vöru í þurru og hreinu húsnæði.

2.4. Fyrirtækið skal hafa traust innra eftirlit. Innra eftirlit byggir m.a á skráningu miklvægra þátta framleiðslunnar. Þar má nefna:

a) Aldur, upprunni og gæði hráefnis.

b) Hitastig í hráefni við flutning, geymslu og framleiðslu.

c) Magn hráefnis í þurrkklefum.

d) Þurrktími.

e) Hitastig í útloftun frá mengunarvarnarbúnaði.

 

3. gr. Ákvæði til bráðabirgða.

3.1. Framkvæmdum við loftútrásir og mengunarbúnað skal lokið eigi síðar en 1. maí 2000.

3.2. Öllum öðrum úbótum starfsleyfisins skal lokið innan þriggja mánaða frá útgáfu starfsleyfisins, sbr.mengunarvarnareglugerð nr. 785/1999.

 

Samþykkt af Heilbrigðisnefnd Suðurnesja þann 11. apríl 2000

 

Aftur á síðu um starfsleyfisskilyrði.


157pxl.gif (826 bytes)
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Fitjum 260 Njarðvík
157pxl.gif (826 bytes)
Sími: 421 3788
Fax: 421 3766
Vefumsjón: Bergur Sigurðsson
Vefhönnun: Sverrir Ásmundsson

157pxl.gif (826 bytes)

HEIM