Starfsleyfi Stofnfisks hf. (620391-1079) til reksturs á fiskeldi og klakstöð fyrir hrogn að Húsatóftum, Grindavík.

 1. gr. Gildissvið

1. 1.        Starfsleyfi þetta gildir fyrir framleiðslu á allt að 190 tonnum laxi, bleikju, regnbogasilungi á ári.  Starfsleyfið gildir í tólf ár frá útgáfudegi.

1. 2.        Eigi má breyta eða auka þennan atvinnurekstur ef það getur leitt til aukinnar og eða annarrar mengunar nema að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja sem þá ákvarðar hvort gefa þurfi út nýtt starfsleyfi, sbr. 18. gr. rg. 785/1999.

1. 3.        Heimilt er að endurskoða starfsleyfisskilyrðin ef í ljós koma annmarkar á framkvæmd þeirra eða í ljós koma skaðleg áhrif á umhverfi sem ekki voru ljós fyrir. Sama gildir ef fram koma almennar kröfur eða ný tækni er leiða til bættra mengunarvarna. Sbr. 21. og 13. gr. rg. 785/1999.

 

2. gr. Meðferð hættulegra efna

2. 1.        Geyma skal öll hættuleg efni og efnasambönd með öruggum hætti.

2. 2.        Hættuleg efni skulu meðhöndluð af varúð og þess vandlega gætt að þau hvorki berist í niðurföll né geti á annan hátt valdið umhverfisskaða eða heilsutjóni.

2. 3.        Starfsfólk skal hafa fullnægjandi þekkingu á eitrunarhættu og eiginleikum þeirra efna sem það vinnur með og skulu upplýsingar þar að lútandi ávallt vera tiltækar á vinnustaðnum.

2. 4.        Um varnir gegn skaðlegum áhrifum á starfsmenn og starfsumhverfi fer samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

 

3. gr. Mengunarvarnir og búnaður

3. 1.        Olíutankar skulu vera með yfirfyllingarviðvörun eða yfirfyllingarvörn.  Þeir skulu staðsettir utan akstursleiða bifreiða eða varðir með árekstrarvörnum.

3. 2.        Olíugeymar sem notaðir eru til áfyllingar fyrir bifreiðar eða önnur farartæki skulu standa á steyptu plani og skal frárennsli af planinu leitt um olíuskilju áður en því er veitt til sjávar um frárennslislögn.

3. 3.        Olíuskilja skal tæmd eftir þörfum og skoðuð m.t.t. hvort tæmingar sé þörf eigi sjaldnar en einu sinni á ári.

4. gr. Um úrgang

4. 1.        Rekstraraðilar skulu markvisst og stöðugt vinna að því að draga úr úrgangsmyndun eins og kostur er.  Stöðugt skal reynt að finna leiðir til endurnýtingar á úrgangi og ber fyrirtækinu að tileinka sér þau endurnýtingarúrræði sem eru fyrir hendi hverju sinni.  Rekstraraðili skal taka til sérstakrar skoðunar hvort hægt sé að endurnýta eftirfarandi úrgang:

a.      Lífrænar agnir úr fráveitu stöðvarinnar.  T.d. til uppgræðslu á athafnarsvæði fyrirtækisins.

b.      Fisk sem hefur verið slátrað að lokinni hrogna- eða svilatöku.  T.d. í refa eða minkafóður.

4. 2.        Urðun og brennsla á úrgangi er óheimil á athafnasvæði fyrirtækisins og skal allur úrgangur fluttur til eyðingar eða endurvinnslu hjá aðila með starfsleyfi skv. rg. 785/1999.

4. 3.        Sorphirslur og ílát undir úrgang skulu standast kröfur heilbrigðiseftirlitsins.  Sérstaklega skal þess gætt að meindýr og vargfugl komist ekki í úrganginn.

4. 4.        Öllum spilliefnum s.s. olíusora, lyfjaleifum og efnaúrgangi skal skila reglulega til aðila sem hafa starfsleyfi til móttöku spilliefna, skv. rg. 785/1999. Við afhendingu skal haldið eftir vottorði fyrir móttökunni þar sem fram kemur magn (massi eða rúmmál), og gerð úrgangs, sbr. 11. gr. rg. 806/1999.

4. 5.        Allt frárennsli frá starfsmannaaðstöðu og salernum á vinnusvæði skal leitt í rotþró. Um fyrirkomulag og staðsetningu rotþróa skal fara samkvæmt útgefnum leiðbeiningum Hollustuverndar ríkisins og fyrirmælum Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

4. 6.        Frárennsli frá eldiskerjum skal leitt til sjávar.

4. 7.        Þannig skal gengið frá fráveitu að við útrás sé hvergi að finna, sbr. fylgiskjal 1 í rg. 798/1999.

  • set eða útfellingar
  • þekjur af rotverum
  • olíu eða froðu
  • sorp eða aðra aðskotahluti
  • efni sem valda óþægilegri lykt, lit eða gruggi

4. 8.        Frárennslislagnir skulu vera þéttar.

4. 9.        Fyrirtækið skal kanna ýtarlega möguleika á því hvort hægt sé að hreinsa lífrænar agnir úr fráveitunni, sbr. gr. 4.1.a, til endurnýtingar.  Fyrirtækið skal senda Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja greinargerð um áform sín í þessum málum eigi síðar en 1 janúar 2005.

5. gr. Ákvæði til bráðabirgða

Ákvæði 3. greinar um olíuskilju og á kvæði gr. 4.8 um frárennslislagnir skulu uppfyllt eigi síðar en 1. janúar 2004.

Aftur á síðu um starfsleyfisskilyrði.


157pxl.gif (826 bytes)
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Fitjum 260 Njarðvík
157pxl.gif (826 bytes)
Sími: 421 3788
Fax: 421 3766
Vefumsjón: Bergur Sigurðsson
Vefhönnun: Sverrir Ásmundsson

157pxl.gif (826 bytes)

HEIM