Starfsleyfi fyrir æfingarsvæði Brunavarna Suðurnesja, k.t. 490775-0569, að Berghólabraut 11 í Helguvík.
Gildissvið 1. 1. Starfsleyfi þetta gildir um æfingarsvæði Brunavarna Suðurnesja, k.t. 490775-0569, að Berghólabraut 11 í Helguvík. Leyfið er óframseljanlegt og gildir til fjögurra ára. 1. 2. Séu áformaðar breytingar sem gætu leitt til aukinnar mengunar ber að tilkynna Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja um áformin með a.m.k. átta vikna fyrirvara. Séu breytingarnar, að mati Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, líklegar til þess að auka mengun, eða mengunarhættu, skal sótt um nýtt starfsleyfi. Sbr. 18. gr. rgl. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sé mengun. 1. 3. Leyfið gildir til, reykköfunaræfinga í köldum reyk, háhitaæfinga við bruna í þar til gerðum gámum og slökkviæfinga á brunum í þar til gerðum gámum. Við slökkviæfingar skal vatnsmagn takmarkað þannig að sót og mengandi efni geti ekki skolast út úr gámunum. Mengunarvarnir og takmarkanir sem um svæðið gilda 2. 1. Óheimilt er að spúla gáma að innan þannig að sót og mengandi efni geti ekki skolast út úr gámunum. 2. 2. Þegar kveikt er í gámunum skal leytast við að nota eins lítið af olíu og komist verður af með. Notuð skal hrein olía, s.s. grillvökvi eða önnur sambærileg olíuefni, við uppkveikju. Önnur meðhöndlun eldfimara vökva á svæðinu er óheimil. Auk þessara starfsleyfisskilyrða gilda um starfsemina:
Skilyrði þessi voru auglýst í Víkurfréttum 22. október 2003. Frestur til að gera athugasemdir við skilyrðin er fjórar vikur frá birtingu auglýsingar. |
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja Fitjum 260 Njarðvík |
Sími: 421 3788 Fax: 421 3766 |
Vefumsjón: Bergur Sigurðsson Vefhönnun: Sverrir Ásmundsson |