Starfsleyfisskilyrði fyrir bálkesti og brennur

  1. Æskilegt að brennan sé að mestu úr timbri, þó ekki fúavarið.
  2. Óheimilt er að brenna plast og gúmmíefnum svo sem plastkössum, fiskikörum, netaafskurði, bíldekkjum og þess háttar.
  3. Halda ber notkun olíu í lágmarki. Við venjulegar aðstæður er hæfilegt að nota 400 lítra af díeselolíu á stóra brennu. Olíunotkun skal þó aldrei vera meiri en 800 lítrar. Bannað er að nota bensín við brennur.
  4. Olíu skal ekki hella á brennuna fyrr en klukkutíma áður en kveikt er í.
  5. Brennan verði haldin á sandbornu undirlagi (sandpúða). Tryggt skal að sandlagið nái vel út fyrir bálköstinn.
  6. Brennan skal vera kulnuð að morgni 2. dags eftir að kveikt hefur verið í henni.  Aska í brennustæði og jarðvegur mengaður ösku eða olíu umhverfis brennustæði skal fjarlægður um leið og hreinsun á brennustæði fer fram, hreinsun skal lokið eigi síðar en 8 dögum eftir brennu.
  7. Olíu, olíuföt og önnur ílát skal fjarlægja af brennusvæði áður en kveikt er í brennunni.
  8. Bannað er að skvetta olíu á brennu eftir að kveikt hefur verið í henni.
  9. Brot á þessum reglum varðar sviptingu leyfis án frekari viðvörunar. Kostnaður sem því kann að fylgja greiðist af leyfishafa.

Samþykkt af Heilbrigðisnefnd þann 12. desember 2003

Aftur á síðu um starfsleyfisskilyrði.


157pxl.gif (826 bytes)
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Fitjum 260 Njarðvík
157pxl.gif (826 bytes)
Sími: 421 3788
Fax: 421 3766
Vefumsjón: Bergur Sigurðsson
Vefhönnun: Sverrir Ásmundsson

157pxl.gif (826 bytes)

HEIM