Starfsleyfisskilyrði fyrir atvinnurekstur sem meðhöndlar asbest

1. gr.  Gildissvið

1.1.       Starfsleyfi þetta gildir fyrir atvinnurekstur sem meðhöndlar asbest.  Starfsleyfið og fellur úr gildi ef skipt er um eigendur eða húsnæði.

1.2.       Verði meiriháttar breytingar á rekstrinum eða breyting sem gæti leitt til aukinnar mengunar að mati Heilbrigðiseftirlitsins ber að sækja um starfsleyfi að nýju.

1.3.       Heimilt er að endurskoða starfsleyfisskilyrðin ef í ljós koma annmarkar á framkvæmd þeirra eða í ljós koma skaðleg áhrif á umhverfi sem ekki voru ljós fyrir. Sama gildir ef fram koma almennar kröfur eða ný tækni er leiða til bættra mengunarvarna.

2. gr. Almenn atriði

2. 1.     Starfseminni skal þannig hagað að hún valdi ekki nágrönnum eða fólki í nærliggjandi húsakynnum óþægindum vegna lyktar eða ónæðis.

2. 2.     Takmarka skal hávaða frá starfseminni eftir því sem kostur er. Hávaði við lóðarmörk skal uppfylla viðmiðunarmörk fyrir hávaða skv. reglugerð nr. 933/1999.

2. 3.     Rekstraraðila er skylt að halda húsnæði og lóð snyrtilegu. Sorphirslur og ílát undir úrgang skulu standast kröfur heilbrigðiseftirlitsins.

2. 4.     Um persónuvarnir og hlífar skal farið samkvæmt reglum um asbest, 379/1996.

2. 5.     Aðeins þeir sem sótt hafa námskeið á vegum Vinnueftirlits ríkisins eða sem Vinnueftirlitið hefur samþykkt mega vinna við niðurrif eða viðhald á asbesti.

3. gr. Meðferð úrgangs sem inniheldur asbest 

3.1.       Asbestryk og úrgangur sem inniheldur asbest skal geymdur í þéttum, merktum lokuðum ílátum og fluttur þannig til förgunar á stað sem hefur til þess starfsleyfi frá Hollustuvernd Ríkisins.  Eigi skal flytja asbest til förgunar nema að fengnu leyfi frá HES.

3.2.       Vökva sem kan að innihalda asbesttrefjar skal fargað þannig að asbesttrefjar berist ekki út í andrúmsloftið.

4. gr. Mengunarvarnir og -búnaður

4.1.       Við niðurrif þar sem hætta er á mikilli asbestmengun skal svæðið lokað af með þéttu efni sem hindrar dreifingu á asbestryki út fyrir það. Aðgangur að svæðinu skal vera í gegnum sérstakan loftræstan gang.

4.2.       Takmarka skal loftmengun frá starfseminni eins og kostur er.  Loftræsting svæðisins skal vera þannig að undirþrýstingur hindri dreifingu á ryki í annað svæði. Endurnýting á afsogslofti frá svæðinu er ekki heimil.

4.3.       Eftirlit og viðhald með vélum og mengunarvarnabúnaði skal ávallt vera með þeim hætti að ekki eigi sér stað óleyfileg útlosun.

5. gr. Ýmis ákvæði

5.1.       Eintak af skilyrðum þessum og viðkomandi lögum og reglum skulu ávallt tiltæk á vinnustað.

5.2.       Um starfsumhverfi og varnir gegn skaðlegum áhrifum á starfsmenn fer samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

5.3.       Forráðamaður fyrirtækisins ber ábyrgð á að það starfi í samræmi við skilyrði þessi.

5.4.       Tilkynna skal Heilbrigðiseftirliti  Suðurnesja ef starfsemi fyrirtækisins er hætt.

Hesltu reglugerðir sem varða meðhöndlun á asbesti:

Reglugerð 870/2000 um takmarkanir á innflutningi, notkun og meðhöndlun asbests.

Reglur 3797/1996 um asbest.

Reglugerð 785/1999 um stafsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.

 

Samþykkt af varnarmálaskrifstofu þann 14. mars 2001.

Samþykkt af Heilbrigðisnefnd Suðurnesja þann 5. apríl 2001.

 

Aftur á síðu um starfsleyfisskilyrði.


157pxl.gif (826 bytes)
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Fitjum 260 Njarðvík
157pxl.gif (826 bytes)
Sími: 421 3788
Fax: 421 3766
Vefumsjón: Bergur Sigurðsson
Vefhönnun: Sverrir Ásmundsson

157pxl.gif (826 bytes)

HEIM