Starfsleyfi fyrir Eldsneytisafgreiðsluna
á Keflavíkurflugvelli ehf., EAK (410904-2090).

Auglýst í Víkurfréttum 12. maí.

 

1. gr. Gildissvið

1.1.               Starfsleyfi þetta gildir fyrir afgreiðslu eldsneytis á flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Handhafi leyfisins er Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli ehf. (410904-2090) og er leyfið óframseljanlegt.

1.2.                 Verði tæknilegar breytingar eða aukning á rekstrinum sem að mati Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja geta leitt til aukinnar mengunarhættu ber að sækja um starfsleyfi að nýju. Áform um breytingar skal tilkynna Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, sbr. 18. gr. rgl. 785/1999.

1.3.                 Heimilt er að endurskoða starfsleyfisskilyrðin ef í ljós koma annmarkar á framkvæmd þeirra. Sama gildir ef fram koma almennar kröfur eða ný tækni er leiða til bættra mengunarvarna, sbr. IX. kafla rgl. 785/1999.

1.4.                 Um starfsemina gilda einnig almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi, sbr. auglýsingu umhverfisráðuneytisins nr. 582/2000.

1.5.                 Um verkstæðisaðstöðu fyrirtækisins gilda samræmd starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur.

1.6.                 Eintak af öllum starfsleyfisskilyrðum sem um starfsemina gilda skulu ávallt tiltæk á vinnustað og ber forráðamaður fyrirtækisins ábyrgð á að rekstur sé í samræmi við þau.

1.7.                 Tilkynna skal Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja ef starfsemi fyrirtækisins er hætt.

 

2. gr. Spilliefni

2.1.                 Til spilliefna telst úrgangur sem merktur er með stjörnu * í I. viðauka með reglugerð um skrá yfir spilliefni og anna úrgang og einnig annar úrgangur sem hefur einn eða fleiri eiginleika sem tilteknir eru í III. viðauka sömu reglugerðar.

2.2.                 Óheimilt er að blanda spilliefnum við annan úrgang eða losa þau í fráveitu. Ekki skal blanda saman mismunandi flokkum spilliefna.

2.3.                 Umbúðir spilliefna skal merkja með viðeigandi hætti. Á umbúðunum skulu a.m.k. koma fram upplýsingar um eiginleika, samsetningu og magn úrgangsins.

2.4.                 Spilliefnum skal safnað í lokuð traust ílát sem henta viðkomandi efnum og þau tryggilega varðveitt þar til þau eru flutt til eyðingar eða meðhöndlunar.

2.5.                 Fyrirtækið skal eftir mætti daga úr myndun spilliefna, m.a. með notkun skaðlausra efna, með endurnýtingu eða endurhæfingu efna.

2.6.                 Spilliefni skal ekki geyma til langframa á umráðasvæði fyrirtækisins. Spilliefnum skal skilað reglulega (a.m.k. einu sinni á ári) til aðila með leyfi til móttöku eða flutnings á viðkomandi úrgangi. Fyrirtækinu er heimilt að annast flutninginn eigin spilliefna sé búnaður og flutningatæki fullnægjandi að mati heilbrigðiseftirlits.

2.7.                 Þegar fyrirtækið afhendir spilliefni til endurvinnslustöðvar eða flutningsaðila skal það halda eftir vottorði fyrir móttökunni þar sem fram kemur magn (kg, l), flokkun og gerð úrgangs. Vottorð þessi skulu geymd í rekstrarhandbók fyrirtækisins, sbr. 5. gr.

2.8.                 Leggist starfsemin niður skal öllum hættulegum efnaleifum og ónothæfum efnum skilað til móttökustöðvar fyrir spilliefni. Gengið skal frá mannvirkjum þannig að ekki stafi hætta af 

 

3. gr. Meðferð hættulegra efna

3.1.                 Umbúðir hættulegra efna skulu merktar samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 236/1990.

3.2.                 Geyma skal öll hættuleg efni og efnasambönd með öruggum hætti.

3.3.                 Hættuleg efni skulu meðhöndluð af varúð og þess vandlega gætt að þau berist ekki í niðurföll, valdi umhverfisskaða eða heilsutjóni.

3.4.                 Starfsfólk skal hafa fullnægjandi þekkingu á eitrunarhættu og eiginleikum þeirra efna sem það vinnur með og skulu upplýsingar þar að lútandi ávallt vera tiltækar á vinnustaðnum.

 

4. gr. Mengunarvarnir og -búnaður

4.1.               Eftirlit og viðhald með vélum og mengunarvarabúnaði skal vera fyrirbyggjandi og með þeim hætti að ekki eigi sér stað óleyfileg losun.

4.2.       Eldsneyti má einungis afgreiða á bundnu slitlagi, malbikuðu eða steyptu, þar sem afrennsli er leitt um olíuskiljur sem Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur samþykkt.

4.3.                 Um mengunarvarnir í verkstæðisaðstöðu gilda samræmd starfsleyfisskilyrði Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga fyrir bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur.

4.4.                 Starfsmaður fyrirtækisins ávalt vera viðstaddur meðan á eldsneytisáfyllingu á flugvél stendur og skal hann reiðubúinn til þess að stöðva afgreiðslu ef mengunaróhapp er í aðsigi.

 

5. gr. Eigið eftirlit og rekstrarhandbók

5.1.                 Fyrirtækið skal útbúa rekstrarhandbók sem skilgreinir framkvæmd innra eftirlits fyrirtækisins.

5.2.                 Innra eftirlit fyrirtækisins skal skráð með skipulögðum hætti í rekstrarhandbók.

5.3.                 Rekstrarhandbók skal ávallt aðgengileg fulltrúm Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

5.4.                 Eigi síðar en 1. mars ár hvert skal skila heilbrigðisnefnd umhverfisskýrslu fyrir síðasta almanaksár. Þar skal a.m.k. gert grein fyrir þeim umhverfis óhöppum sem kunna að hafa átt sér stað á liðnu ári og stutt samantekt á niðurstöðum innra eftirlits.

 

6. gr. Ákvæði til bráðabirgða

6.1.                 Ákvæði gr. 4.2. koma til framkvæmda 1. janúar 2006.

Aftur á síðu um starfsleyfisskilyrði.


157pxl.gif (826 bytes)
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
Fitjum 260 Njarðvík
157pxl.gif (826 bytes)
Sími: 421 3788
Fax: 421 3766
Vefumsjón: Bergur Sigurðsson
Vefhönnun: Sverrir Ásmundsson

157pxl.gif (826 bytes)

HEIM